Þjóðviljinn - 26.04.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.04.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. apríl 1960 YORHREINGERNINGAR Nú fer vorhreingerningatím- inn í hönrl og bví finnst okk- ur tilvalið að koma með nokkur heilræði varðandi ræstingu í peirri von að hús- mæður geti hagnýtt sér ein- hver þeirra. Ræstingu herbergja er bezt að haga sem hér segir: Fyrst eru gluggatjöldin tekin niður, síðan eru gólfábreiður og dreglar undin upp og barin. í>á eru skápar tæmdir, þvegn- ir og færðir aftur í lag. Hús- gögnin sjálf koma næst. Þau eru ræstuð, flutt í annað her- bergi og breitt lak yfir. Að fokum kemur röðin að lofti og veggjum, gluggum hurðum og gólfi, sem allt er þvegið og fágað, svo sem verða má. \ Byrjið á því að bursta alit laust ryk úr gluggatjöldun- um, brjótið þau síðan fjórföld saman og leggið í bleyti í amoníakvatni (ekki sóda- vatni). Daginn eftir er kreist úr þeim vatnið, borin í þau sápa og þau iögð í kalt vatn í pott, sem settur er yfir eld unz sýður. Úr þessum sápulút eru gluggatjöldin þvegin vand- lega, án þess þó að nudda þau um of og síðan skoluð. £>á er enn borin í þau sápa og þau soðin í 15—20 min., því næst eru þau tekin upp, skol- uð, blákkuð, sterkjuð og strokin óður en þau eru vel þurr. Mislit gluggatjöld eru þveg- in tvisvar sinnum úr heitu sápuvatni og skoluð úr volgu vatni, sem edik og matarsalt er iátið í. sterkjuð og þerr- uð undan sól. Bólstruð húsgögn þarf að viðra og berja helzt tvisvar á ári. Þegar búið er að berja húsgögnin eru þau burstuð að neðan. Ef erfitt er að koma húsgögnum út til viðr- unar, má vinda stóran lérefts- klút upp úr vatni, breiða hann á stól eða legubekk, sem hreinsa á og lemja s:ð- an. Klúturinn er úndinn úr hreinu vatni, svo oft sem þörf er á. í stað þess áð þvo glugga- rúður úr vatni eins og oft er títt, má einnig núa þær með hráum kartöílusneiðum og skoia á eftir úr þunnri vín- andablöndu. Mjög grómteknar rúður eru hreinsaðar úr ediki og skolaðar á eftir úr hreinu vatni. Ef rúður eru fægðar dag- iega með dagblöðum, þarf sjaldan að þvo þær úr vatni. Rúðurnar verða fagrar og gljáandi. ef á þær er borið ieskjað kalk, sem látið er þorna og nuddað síðan af með mjúkum klút. Við gluggahreinsun má fara að svo sem hér segir: 1. Ryk er þurrkað af rúð- um og karmi. 2. Rúður eru þvegnar úr volgu vatni með mjúkum klút. í vatnið má láta edik. ef óhreinindin eru mjög grómtekin. 3. Rúður nuddaðar með skinni og siðast með mjúkum kiút. Neðri glugganum á að loka á meðan efri glugginn er ræstur. Fara skal varlega ef standa barf í stigum. Á tígla- gólfum vilja stigar renna til, og' þarf því ævinlega að styðja við þá. Fólki sem er svimahætt. er vissast að fást ekkert við gluggahreinsun. Fægið gluggana á þrig'gja vikna fresti. Félagslíf Knattspyrnufélaeið VALUR KNATTSPYRNUDEILD 2. Flokkur. Æfing í kvöld skv. æfingatöflu. Fundur eftir æf- inguna. Rætt um fyrirhugaða utanför. Áríðandi að allir mæti. STJÓRNIN. Knattspyrnufélag-ið VALUR KNATTSPYRNUDEILD 3. — 4. — 5. flokkur. Munið knattþrautirnar í kvöld kl. 7.00. Þeir sem haía lokið einhverju stigi þrautanna eru beðnir að mæta í kvöld vegna mynda- töku. Athugið að allir verða að mæta. Kvikmyndasýning á eft- ir. STJÓRNIN. Knattspyrnufélaséð VALUR KNATTSPYRNUDEILD ÆFINGATAFLA SUMARIÐ 1960. Mánuclagar: 5.30 — 6.30 — 5. flokkur 6.30 — 7.30 — 4. flokkur 7.30 — 9.00 — M.fl. 1. fl. 9.00 — 10.30 — 3. fiokkur Þriðjudagar 6.00 — 7.00 — 5. flokkur 7.00 — 8.30 — Knattþrautir 8.30 — 10.00 — 2. flokkur Miðvikudagar 6.30 7.30 — 4. flokkur 7.30 — 9.00 —3. flokkur 9.00 — 10.30 — M.fl. 1. fl. sbóttur (8IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII millllllIlllllliilllllllllillllllllllllliiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii —. Hafnarfjörður Framhald af 7. síðu. ur. Ennþá hér á ofan skipa- ferðir hvenær sem umboðs- maðurinn á Bessastöðum kall- ar, vetur eða siimar, og er óvíst hve margar verði, fæðir bóndinn mann þann ávallit sjálfur, hvorf sem reisan var- ir lengur eða skemur“. Auk þess þegar upptalda er svo lambsfóður án endurgjalds. í þessu sambandi er vert að minnast þess að Hvaleyr- arbóndinn hafði marga hjá- leigubændur og hefur hann vafalaust reynt að koma sem mestu af þessum kvöðum yfir á þá, svo 'þá sem endranær hafa byrðarnar komið þyngst niður á þeim fátækustu. Gísli hefur frá mjög mörgu fleiru að segja, en þetta verð- ur að nægja að sinni. Við sleppum því að ræða nú um veru Englendinga og Þjóð- verja á Hvaleyri, sem báðir höfðu þar aðsetur og þá sinn hvoru megin við Ósinn, og var ærið róstusamt stundum. Gömlu skipanaustin, sem þó voru enn við lýði fyrir ekki löngu árabiii, munu nú horf- in. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR læknis. Einnig þökkum við innilega Náttúrulækningafélagi íslands, starfsfólki heilsuhælisins og öllum vinum hans, sem heimsóttu hann í veikindum hans og léttu honum siðustu stundirnar. v^ArÞöiz óupMumsoN Veshoújdíœ, I7,v,m fSúni 23970 % /NNHE/MTA LÖOFRÆQ/STÖnr Dætur og aðrir vandamenn. Skrifstofustjóri óskast að stóru fyrirtæki. — Umsækjandi þarf að hafa góða bókhandsþekkingu auk reynslu í almennum skrifstofustörfum. i M,s. Gullfoss i kemur við í Thorshavn, Færeyjum á leið frá Reykjav’ík 7. maí til Leith og Kaupmannahafnar. H.F. Eimskipafélag íslands. Umsóknir ásamt meðmælum (afrit) leggist inn á nfgreiðslu blaðsins fyrir vikulok merkt ,,A.B. —- 600“. Kvennadeild Slyso- varn@félagsins í Reykjavik minnist 30 ára afmælis síns föstudaginn 29. apríl með borðhaldi í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 6,30. Til skemmtunar: Kvennakórinn syngur, stjórnandi Herbert Hriberschék, undirleikari Selma Gunnars- dóttir Einsöngur: Kristinn Hallsson, undirleikari Fritz Weisshappel.. Félagskonur eru vinsamlegast beðnar að vitja að ■ göngumiða sem fyrst í Verzlun Gunnþórunnar Hall- dórsdóttur. — Upplýsingar í síma 14897' óg 13491. Skemmtinefndin. JFimmtudagar 6.00 — 7.00 — 5. flokkur 7.30 — 8.30 — Old bo.vs 8.30 — 10.00 — 2. flokkur Föstudagar 6.30 >— 7.30 — 4. flokkur 7.30 — 9.00 — M.fl. 1. fl. 9.00 — '10.30 — 3. flokkur Laugardagar 2.00 — 3.30 — 2. flokkur. Þjálfarar í sumar verða: Her- mann Hermannsson, Murdoch Mc Dougall, Sigurður Ólafsson, Geir Guðmundsson, Haukur Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Róbert Jónsson. Geymið æfingatöfluna, mæt- ið vel og stundvíslega á æf- ingar. STJÓ’iRNIN. Sænskir VEIZLUBAKKAR Mahogný Birki Beyki Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.í. Sölubörn Kvikmyndasýningin er i Austurbæjarbíói kl. 3 í dag. —• Sölunúmer er að- göngumiði, Barnavinafélagið Sumargjöf. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.