Þjóðviljinn - 29.04.1960, Blaðsíða 1
Róstur urðu í fyrradag í pólsku
borginni Now Huta. Byrjað var
að grafa grunn að skólahúsi á
lóð.sem áður hafði verið ætluð
fyrir kirkju. Kirkjunnar fólk
reyndi að reka verkamenn burt
og sló í hart. Lögregla skakkaði
leikinn.
Brezku herskipin eru þegar komin aftur á íslands-
mið. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gær-
kvöld að við ísland væru nú tvö brezk herskip,
tundurspillir og freigáta, reiðubúin að veita brezk-
um togurum aðstoð ef með þyrfti. Þau hefðu strax
verið send til íslands þegar ljóst var orðið að Genf-
arráðstefnan myndi fara út um þúfur.
John Hare, landbúnaðar- og
fÍF.kimálaráðherra Breta. hafði
fvrr um daginn tilkynnt brezka
þinginu að herskip myndu send
til Islands til aðstoðar við brezka
togara.
Hann tók fram að herskip-
in myndu halda sig utan 12
mílna markanna fyrst um
sinn, þótt Bretar viður-
kenndu þau ekki. Með því
vildi brezka stjórnin sýna að
hún væri „reiðubúin að halda
áfram samningum“.
Hins vegar hefðu skipstjórar á
herskipunum lieimild til þess að
gera viðeigandi ráðstafanir ef
brezkir fiskimenn yrðu fyrir yf-
irgangi af hálfu íslenzkra varð-
skipa.
★
hjóðviljinn ræddi stuttlega við
Pétur Sigurðsson, forstjóra land-
helgisgæzlunnar í gærkvöld, í til-
efni af þessari frétt og spurði
hvort hann gæti sagt nokkuð um
hvað hún hyggðist gera ef Bret-
ar kæmu hingað aftur. Hann
kvað ekki vera hægt að segja
neitt um það að svo stöddu.
Hann samsinnti því að Hklegt
væri að Bretar ætluðu ekki að
senda togara sína fremur en her-
skipin inn fyrir 12 mílur, enda
væru næg mið utan þeirra.
Sennilegast væri að þeir myndu
koma á Selvogsbankann þar
sem þeir veiddu jafnan á þess-
um tíma árs, bæði djúpt og
grunnt. Hins vegar væri nú afli
farinn að tregðast þar mjög og
togarar væru að fara af þeim
miðum. Þá hefðu Bretar venju-
lega fært sig' austur með landi,
austur undir Horn og Berufjarð-
arál. Líklegt væri að það myndi
þeir einnig gera nú.
Hann sagði að landhelgisgæzl-
an hefði aldrei reynt að taka
skip utan landfielgi, nema svo
stæði á að þau hefðu verið stað-
in að landhelgisbrotum og hefðu
verið elt út fyrir mörkin. Þar
væri fylgt eldgamalli alþjóðlegri
hefð um eftirför á sjó sem stað-
fest var á fyrri sjóréttarráðstefn-
unni í Genf árið 1958. Kæmu
skip sem áður hefðu verið stað-
in að landhelgisbrotum hér við
Hellidemba
Þe»ita fólk á fótum sínum að launa, ef það blotnar ekki inn að skinní.
Við og við I gær komu slíkar liellidembur að fólk tók til fótanna
til að komauf sem fyrst í skjól. Myndin er tekin þe.gar ein demban skall yfir; þrennt er í skjóli
land í íslenzka landhelgi myndi við dyr Málarans, en þrennt er á hlaupum í leit að afdrepi. Veðurstofan áleit að á eimim klukku.
að sjálfsögðu reynt að grennslast tíma
l »
fynr um það hvort sami maður !
væri skipstjóri á því og þá er ]
brotið var framið, því að regl-
urnar eru þær að það er skip-
stjórinn einn sem ber ábyrgð á
brotinu, en skipið aðeins tekið
sem trygging'. Myndi landhelgis-
gæzlan þar fara að með sama
hætti og jafnan áður.
þegar mest rigndi, hefði úrkoman verið 10 mm, en
kl. 18. — Ljósm.: Þjóðv.
hún var í allt 14 mm; mælt
Af þessum ummælum forstjóra
landhelgisgæzlunnar og yfirlýs-
ingu Hare ráðherra má draga þá
ályktun að vel geti svo farið að
aftur komi til átaka við Breta
hér við land. Enda þótt brezku
togaraskipstjórarnir séu dauð-
hræddir við að lenda í klóm ís-
lendinga og telji sig hafa ástæðu
til að búast við hinu versta af
þeim, og þótt telja megi víst að
þeir íái, fyrst um sinn a.m.k.,
Framh. á 11. síðu
STJORNARSINNAR RUFU
EININGUNA FYRSTA MAÍ
Gengu af fundi 1. mat-nefndar þegar
þeir urSu undir, 27 atkvœSi gegn 12
Stuðningsmenn nú-
verandi ríkisstjórnar í 1.
maí-nefnd verkalýðsfé-
Röðin komin að næsta Bandaríkjaleppnum
Herlög sett í Tyrklandi
í gær sauð upp úr í enn einu landi þar sern bandarískir leppar fara með
völd. Tyrkneska stjórnin greip til þess ráðs að setja herlög í landinu eftir að
blóðugar óeirðir höfðu orðið milli stúdenta og lögreglu í tveim helztu borg-
um landsins, Miklagarði og höfuðborginni Ankara.
Óeirðirnar hófust í Mikla-
garði. Stúdentar við háskólann
þar héldu út á götur borgarinn.
ar til að mótmæla harðstjórn
Menderes forsætisráðherra sem
hefur fótum troðið öll ákvæði
stjórnarskrár landsins um lýð-
frelsi. Sló í bardaga við lög-
regluna og samkvæmt einni
frétt féllu sjö stúdentar en 18
særðust. Allar fréttir þaðan
eru mjög óljósar, því að hei-
stjórnin í borginni hefur sett
algert bann á öllum frétta-
flutningi og myndabirtingum af
atburðunum. Ekkert má birta
nema tilkynningar stjórnar-
valdanna.
Þegar fréttir bárust til
Ankara af atburðunuin í
Miklagarði liófust einnig
óeirðir þar, en ekki er vit-
að um manntjón í þeim.
Framliald á 3. síðu.
laganna í Reykjavík
rufu í gærkvöld eining-
una um hátíðahöldin á
hátíðisdegi verkalýðs-
ins.
Undanfarið hefur verið unn-
ið að því að ná samstöðu inn-
an verkalýðssamtakanna um
hátíðahöldin IJrslitafundur var
haldinn í gærkvöld í 1. maí-
nefndinni.
Á þessum fundi lýstu fylg-
ismenn Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins í nefndinni
yfir að þeir álitu að óhugsandi
væri að eining næðist um há-
tíðahöldinn. Komu fram tvö
frumvörp að ávarpi í tilefni
dagsins.
Þegar frumvarp vinstri
manna fékk 27 atkvæði en tólf
voru á móti, sagði formaður
nefndarinnar, Sigurður Eyjólfs-
son, af sér störfum og tólf-
menningarnir gengu af fundi
með yfirlýsingu um að þeir
tækju ekki frekari þátt í störf-
um nefndarinnar.
Tók þá Eðvarð Sigurðsson
við fundarstjórn sem formað-
ur kröfugöngunefndar og
nefndin hélt áfram störfum að
undirbúningi hátíðahaldanna.
Nú ríður á að reykvísk al-
þýða geri fyrsta maí að glæsi-
Iegmn baráttu. og liðssýning-
avdegi. Brotthlaup tólfmenn-
inganna mun ekki draga úr
baráttukjarki almennings held-
ur þ.vert á móti auka hann.
Sameinumst um að gefa há-
tíðaliöldunum 1. maí þann þrólt
og glæsibrag sem^sómir sókn-
djarfri, íslenzkri alþýðu. Hver
og einn alþýðumaður og verka-
lýðssinni þarf að koma meS
í kröfugönguna, til þess að
sýna mátt og si.gurvissu fólks-
ins i baráffuiini fyrir glæstri
framtíð íslenzku þjóðarinnar.
ðll eiti út á götuna !
1. maí!