Þjóðviljinn - 29.04.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓEWILJINN — Föstudagur 29. apríl 1960 < X- Athugar þarfir ISnaðarlns fyrir rannsóknarstarfsemi 3. apríl sJ. kom hingað' til lands sænskur verkfræðinfnjr. G. E. Ljungberg, í boði Félags ísl. iðnrekenda og Iðnaðarmálastofn- unar fslands, í þeim tilgangi að hann gerði athuganir á þörfum iðnaðarins fyrir rannsóknar- starfsemi. Félagsmenn ræddu við • Ljungberg nýlega, en hann hefur undanfarið kynnt sér opinberar rannsóknastofnanir og rannsókn- arstörf ýmissa fyrirtækja og að- stæður iðnaðarins almennt. 1 sambandi við þörf iðnfyr- irtækja fyrir sérmenntaðan vinnukraft og rannsóknarstarf- semi segir hr. Ljungberg m.a. þetta: „Rannsóknir eru starfsemi, sem hefur mikinn kostnað í för með sér, og með tilliti til þess, hve þjóðin er fámenn og nátt- úruauðæfi af skornum skammti álít ég, að íslendingar geti ver- ið ánægðir í þessu efni. Það er erfðavenja á íslandi, að veita æskunni mikla al- menna menntun þrátt fyrir mikinn kostnað. En á sviði tækni. og verkfræðimenntunar eru greinilega of fáir með sér- þe'kkingu, sem krefst styttri námstíma, en venjan er um is- lenzka veAfræðinga. Sú tilraunastarfsemi, sem ég hefi séð virðist mér lofa góðu. Eg álít, að hin íslenzku fyrirtæki þarfnist fyrst og fremst þekkingar á hinni skipu- lagslegu hlið rekstursins, þ.e.a. s verkskipulagningu, meðferð hráefna og almennra athug- ana á vinnuaðferðum. Hinsvegar þarfnast fyrirtæk- in almennt séð ekki rannsókn- arstarfsemi í þessa orðs eigin- legu merkingu. Samvinnu við erlendar stofn- anir eða erlend fyrirtæ'ki álít ég mikilvæga fyrir mörg 'ís- lenzk fyrirtæki". Tilkynning um lóðahreinsun í Hafnarfirði Samkvæmt 2. kafla hei]brigðissamþykktar fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Eigendur og umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja burt af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyrir 20. maí n.k. Hreinsunin verður þá að öðrum kosti framkvæmd á kostnað lóðareiganda. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að óheimilt er að fleygja í lækinn, höfnina innan hafnargarða, í fjörur eða annars staðar í land bæjarins neinum úrgangi eða rusli og er aðeins heimilt að losa slíkt rusl þar sem sorp bæjarins er látið í sjóinn fyrir sunnan Hellnahraun. Hafnarfirði, 28. apríl 1960. Heilbrigðisnefndin. Tilkynning um atvinnuleysisskráitingu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 2., 3. og 4. maí þ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga, Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuidir. Reykjavík, 29. apríl 1960. Borgarstjórinn í Keykjayik. Útboð Tilboð óskast í að byggja hluta aí barna- skóla við Hamrahlíð. Uppdrátta og skilmála má vitja í skrifstofu vora, Traðarkotssund 6, gegn 500 kr. skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar Æskufólk Akraness spurði lang mest eftir sjávarútveginum Frá fréttaritara Þjóðviljans Akranesi. Rotarýklúbbur Akraness gekkst fyrir starfsfræösludegi í barnaskólanum Akranesi annan páskadag kl. 2 e.h. undir stjórn Ólafs Gunnarssonar sálfræðings. Ólafur Haukur Árnason skólastjóri innleiddi starfs- fræðsluna með ræðu og höfð- aði til þessara vísuorða Guð- mundar Böðvarssonar skálds úr kvæðinu Við Hverfisteininn: Enginn spurði hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá. Þetta er í fyrsta sinn er slík- ur starfsfræðsludagur er hald- spurðu 67, flugmál 90, hái- greiðslu 44, hjúkrun 57, kven- lögreglu 34, húsgagnasmíði 40, bifvélavirkjun 36, prentiðn 35 o.s. frv. Að athuguðum þessum nið- urstöðum kemur í ljós sú glæsilega staðreynd, að æskan virðist ekkert fráhverf okkar aðalatvinnuvegi, sjávarútvegin- um, ef hún fær eitthvað um hann að vita og henni eru gefnar leiðbeiningar þar um. Það er hið mikla hlutverk skól- anna og æskulýðsleiðtoganna að glæða þennan áhuga hinnar uppvaxandi æsku. Að lokinni hinni eiginlegu starfsfræðslu voru sýndar kvik- myndir úr atvinnulífinu, síðan voru fjögur atvinnufyrirtæki auk Sementsverksmiðjunnar opin almenningi og upplýsing- ar veittar um störf þeirra. Starfsþjónustunefnd Rótarý- klúbbs Akraness sá um tilhög- un alla, en formaður hennar er Adam Þorgeirsson múrara- meistari. inn hér á Akranesi og mun það almannarómur, að öll tilhögun og fyrirgre'ðsla hafi tekizt með ágætum. Skemmtilegur blær hvíldi yfir allri kynning- unni og unglingar í skólunum sýndu háttvísi og prúðmennsku í allri sinni framkomu. Kynntar voru um 80 starfs- greinar, 8 þeirra voru kynntar af leiðbeinendum úr Reykjavik og ein af skólastjóranum á Hvanneyri en aðrar af Akur- nesingum. Áhugi og aðsókn var geysimikil og spurzt var fyrir um allar starfsgreinarnar en æði misjafnt. Langmestur var áhuginn fyrir sjávarútveg- inum, 155 leituðu upplýsinga varðandi þá starfsgrein af 230 er sóttu starfsfræðsludaginn. Um vélskólann og vélstjórn Kvennadeild SVFÍ 30 óra í kvöld verður þess minnzt með hófi í Sjálfstæðishúsinu að liðin eru um þessar niundir 30 ár frá stofnun Kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík, fyrstu kvennadeild- arinnar innan samtaka Slysa- varnafélagsins. Kvennadeildin var stofnuð að frumkvæði Jóns Bergsveinssonar erindreka Slysavarnaíélagsins 28. apríl 1930. Stoí'nendur voru 100 en nú munu félagskonur vera um 1500 og fer alltaf fjöigandi. Félagskonur hafa unnið ötullega að söfnun fjár til margskonar framkvæmda á sviði slysavarna- mála. t.d. byggingu Sæbjargar og skipbrottsmannaskýla, öflun- ar björgunartækja o.fl. Vestmannaevjar Skógrækt ríkisins Verð á trjáplöntum vorið 1960 SKÓGAKPLÖNTUR Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500,00 Birki 2/2 — — — 1,000,00 S'kógarfura' 3/0 — — — — 500,00 Skógarfura 2/2 — — — — 800,00 Rauðgreni 2/2 — — — — 1.500,00 Blágreni 2/2 — — — 1.500,00 Hvítgreni 2/2 — — — — 2.000,00 Sitkagreni 2/2 — — — — 2.000,00 Sitkabastarð. 2/2 — — — — 2.000,00 GAKÐPLÖNTUR Birki, 50—75 cm pr. stk. kr. 15,00 Birki, undir 50 cm — — — 10,00 Birki, í limgerði — — — 3,00 Reynir, yfir 75 cm — — — 25,00 Reynir, 50—75 cm — — — 15,00 Reynir, undir 50 cm — — — 10,00 Alaskaösp, 50—75 em — — — 10,00 Alaskaösp, yfir 75 cm — — — '15,00 Sitkagreni % 15,00 Sitkagreni 2/2 — — — 10,00 Sitkabastarður 2/2 — — — 10,00 Hvítgreni 2/2 — — — 10,00 'Blágreni % — — — 15,00 RUNNAR Þingvíðir pr. stk. kr. 5,00 Gulvíðir — — — 4,00 Sólber — — — 10,00 Ribs — — — 20,00 Ýmsir runnar pr. stk. kr. 10,00—20,00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 15. maí 1960, Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörð- unum, Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgar- firði; Sig. Jónassyni, Laugabrekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Akureyri, ísleifi Sumar- liðasyni, Vöglum, Fnjóskadal; Sigurði Blöndal, Hallormsstað og Garðari Jónssyni, Tumastöðum, Fljótshlíð. Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntunum og sjá flest fyrir dreifingu þeirra til einstaklinga á félagssvæðum sínum. Framhald af 7. siðu. byggja hús eins og ekkert hefði í skorizt og hafa hald- ið því áfram síðan. Og þvi eiga þe;r þessa glæsilegu byggð í dag. Náttúrulœkingafélag íslands tiikvnnir: ★ Bátum fjölgar því meir í höfninni því lengra sem liður á kvöldið. Þessi sprettur heldur ós’.itið áfram til mið- N nættis. Fiskurinn hrúgast upp á bryggjunum, hleðst upp í viunslustöðvunum, — fólksins þar bíður löng vinnu- lota. Það er keppzt við að hafa lok'ð við fiskhrúgurnar áður en næsti afli berst á land. Sjómennirnir fá nú nokkurt hlé, þar til aftur lieyrast mót- orskellir í höfninni og stefni er enn snúið út í myrka nótt- ina — til hafs. Nýr vinnu- dagur er hafinn. — J.B. Happdrætti félagsins er í fullum gangi. Sala happdrættismiða hafin um allt land; umboðs- menn í bæjum og þorpum og sveitum. Miðmn kostar kr. 25.00. Happdrættisvinningar: Vojkswagenbíll modei 1960 Flugfar til Ameriku og Þýzíkalands, Ferð til Kaupmannahafnar, Ferð með Ríkisskip kringum land, Dvöl á Heilsuhælinu í Hveragerði. Vinningar alls 10, að verðmæti 185.000,0.0 krónur. Dregið verður 1. júlí n.k. Góðir landsmenn, kaupið miðana, Styrkið Náttúru- lækningafélagið. Allar nánari upplýsingar hjá aðalumboðinu Austur- stræti 12. Reykjavík. Sími 16371. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.