Þjóðviljinn - 29.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. apríl 1960’ Tryggvi Heígason Tryggvi Helgason er orðinn sextugur. Þeir sem eru jafn- gamlir öidinni eru teknir að reskjast Snáðarnir, sem léku sér í fjörum fiskiþorpanna á skútuöldinni og fóru til sjós I þann mund er vélaöldin gekk í garð í útgerðinni hafa flest- ir lagt skipum sínum í naust, eftir langa útivist og harða. En ný kynslóð heldur á mið, húin glæsilegum farkosti, jafn harðsækin þeirri eldri, en betur fædd og klædd, hærri vexti, djarfari í fasi, fyllri vit- undar um mátt sinn og megin og þjóðfélagslegt mikilvægi sitt. — Þessi kynslóð er mót- uð af tækniþróuninni og verkalýðshreyfingunni, og sumir líta hana tvíráðum aug. um, aðrir sjá í henni von okkar lands. Tryggvi Helgason hefur frá hernsku verið bundinn sjónum og sjósókn órjúfandi böndum. Hann hefur sótt til fiskjar á alls konar fleytum( frá ára- bátum til togara, siglt á hættusvæðum á styrjaldarár- unum, þolað vos og erfiði við hvers konar störf á fiskiskip- um um tugi ára og auk þess unnið í landi við flest þau störf, sem að útvegi lúta. Ver. ið verkstjóri við netagerð, metið fisk, stjórnað útgerð. Og ætíð hefur hugurinn verið opinn fyrir því sem betur mátti fara, nýjum úrræðum otr framförum. Ágætar gáfur, stálminni og hugarró hafa hjálpazt að þvi að safna dýr- mætum sjóði þekkingar um Is’. lenzkan sjávarútveg og sjó- mennsku. Og síðast. en ekki sízt, um lífskiör fiskimann- anna og lifsviðhorf. Þessum sjóði þekkingar og mikillar lífsreynslu hefur Tryggvi Helgason varið til þess að berjast fyrir betri framtíð íslenzkrar sjómanna- stéttar og allrar verkalýðs- hrevfingarinnar. Það hefur verið hans ólaunaða lífsstarf, sem flest annað hefur orðið að víkia fyrir, jafnvel vinnan fyrir daglegu brauði. Og það er þetta ómetanlega starf, sem hefur fyrir löngu skipað Tryggva Helgasyni sæti með- al fremstu foringja íslenzkr- ar verkaklýðshreyfingar. Um og fyrir 1930 höfðu norðlenzkir fiskimenn efnt til félagsskapar með sér, en sam- tökin áttu erfitt uppdráttar og árangur varð minni í fyrstu en vonir stóðu til. Skjót um- skipti urðu í þeim efnum, er Tryggvi Helgason tók við for- ustunni I Sjómannafélagi Norðurlands, er þá hét svo. — Undir hans forustu hlaut það eldskirn s'ína í verkfallinu 1936, þegar kauptrygging hlutasjómanna var í fyrsta skipti knúin fram. — Á þeim sigri, sem þá vannst, hafa bátasjómenn síðan byggt kjarasamninga s'ína í vaxandi Tryggvi Helgason mæli. — Þar urðu söguleg umskipti í kjaramálum ís- lenzkra fiskimanna, sem vart munu ofmetin. Allt frá þessum tíma hefur Tryggvi Helgason verið for- maður Sjómannafélags Akur- eyrar og hinn óumdeildi for- ingi norðlenzkra sjómanna. Og nú um langt skeið hefur ekki þótt svo ráðum ráðandi um málefni íslenzkra sjó- manna, að Tryggvi Helga- son væri þar ekki til kvaddur af verkalýðssamtökunum eða stjómarvöldum þegar verka- lýðshreyfingin hefur haft ein- hver áhrif á þeim vettvangi. Um fjölda ára hefur hann átt sæti í samninganefndum verkalýðshreyfingarinnar «m sjómannakjör og hygg ég, að á engan sé hallað, þótt fullyrt sé að jafnan er mest lá við hafi forustan hvllt á honum. Við samningaborðið gegnt harðdrægum viðsemjendum hafa hæfileikar, víðtæk þekk- ing, stöðuglyndi og óbilandi ró, revnzt verkalýðsh reyfin g - unni giftudrjúgir og oft ráðið úrslitum um framgang mála. Hér eru engin tök á að sextugur rekja þau margvíslegu og mikilvægu störf, sem Tryggvi Helgason hefur unnið í þágu íslenzkrar sjómannastéttar og verkalýðslireyfingar, en það er trúa mín að saga hvorugra verði svo rakin síðustu ára- tugina, að nafn hans komi þar ekki oft til sögunnar. Kemur þar ekki einasta til þátttaka hans í mótun hinna beinu launakjara, heldur og starf hans að undirbúningi löggjaf- ar um hin mikilverðustu rétt- indamál sjómannasfét1 o ri'n'n- ar, svo sem lífeyrissjóð foar- arasjómanna o. fl., að ó- gleymdu því gagnmerka starfi, sem hann hefur unnið síðustu • árin í Atvinnutækjanefnd og ýmsum fleiri nefndum Hér verða heldur ekki rakin störf Tryggva sem forseta Alþýðusambands’ Norðurlands frá stofnun þess 1947 og til þessa dags, né heldur forusta hans fyrir verkalýðshreyfing- unni á Akureyri í bæjarstjórn Akureyrar um nær tveggja áratuga skeið, en hvort tveggja væri efni í langt mál og fróðlegt. Eg fullyrði að- eins, að það var mikið Ián fyrir norðlenzka verkalýðs- hreyfingu og fyrir alþýðuna á Akureyri sérstaklega, að Tryggvi Helgason valdi sér hér verksvið og viðfangsefni. Eg veit að vísu, að hvar sem hann hefði dvalið manndóms- árin, hefði hann valizt til for- ustu í verkalýðshreyfingunni sakir hæfileika sinna og mann kost-a, ósérplægni sinnar og á. huga, en ég dreg mjög í efa að verkalýðshreyfingin hér væri það, sem hún nú er, án hans og enn meira að bein og óbein áhrif hennar á atvinnu- lega þróun bæjarins okkar hefðí orðið svo afdrifarík og heillavænleg, sem raun hefur orðið á. Upphaf og þróun togaraút- gerðarinnar hér á Akureyri, sem nú er ein styrkasta stoð- in undir atvinnulífinu og af- komu almennings verður beint rakin til afskipta og baráttu verkalýðsfélaganna og þaðan til Tryggva Helgasonar, sem þar hafði forustuna frá fyrstu tíð, eygði fyrstur mögu leika meðan flestir eða allir ráðamenn bæjarins töldu að um skýjaborgir einar væri að að ræða, þar til sigur vannst. Við, sem skipum verkalýðs- hreyfinguna og flo'kk sósíal- ista á Akureyri, eigum allir mikla þakkarskuld að gjalda Tryggva Helgasyni fyrir þrjá- tíu ára samstarf og forustu. Árangur starfa hans er þegar orðinn mikill og áreiðanlega stórum meiri en í augum ligg- ur opið við fyrstu sýn. En þakkarskuldin er ekki sprott- in af hinum áþreifanlega árangri einum, heldur því lífs- láni ok'kar að hafa átt hann og eiga hann að baráttufélaga og vini Eg veit að ég mæli ekki aðeins fyrir sjálfan mig, heldur allra okkar félaganna, þegar ég flyt Tryggva og hans ágætu konu, Sigríði Þor- steinsdóttur, innilegustu ham- ingjuóskir og þakkir á þess- um tímamótum í ævi hans og ber jafnframt fram þá eigin- gjörnu ósk, að við megum njóta mannkosta hans og for- ustu um langan aldur. Það er að vísu satt, að snáðarnir, sem léku sér í fjör- unni á morgni aldarinnar, eru teknir að reskjast og ný kyn- slóð hefur verið kvödd til skins, djarfleg í fasi, trúuð á mátt sinn og hlutverk sitt í l'ífinu. Það eru menn eins og Trvagvi Helgason, sem með starfi sinu, þrotlausri baráttu fyrir bættum lífskiörum og framförum hafa mótað þessa kvnslóð í ríkum mæli. Tryggvi Helgason er einn hinna fremstu, sem liafa verið í far- arbroddi fyrir nýjum tlma fyr- ir íslenzka sjómannastétt. Þess vegna kýs hún að eiga hann að foringja og fyrir- svarsmannf, þótt árin færist yfir. og mun enn gera lengi, ef gifta ræður. Björn Jónsson ★ ***★ Mér er sagt að Tryggvi Helgason á Akureyri hafi orð. ið sextugur 19. þessa mán- aðar. Hefði ég haft tækifæri til hefði ég viljað vera kominn norður til þess að taka í hönd- ina á þessum gamla góða bar. áttufélaga og vini, en því mið- ur hafði ég ekki tækifæri til þess. Tryggvi Helgason er einn af þeim mönnum úr al- þýðustétt sem eru sístarfandi að hagsmunamálum alþýðunn- ar, boðnir og búnir til þess að vinna að framgangi allra þeirra mála sem til heilla horfa fyrir verkalýðssamtök- in. Tryggvi Helgason hefur um fjölda ára verið einn bezti og ötulasti forsvarmaður íslenzkra siómanna enda sjálf- ur sjómaður mestan hluta ævi sinnar. Engan mann þekki ég sem betur þekkir inn á líf og störf sjómann- anna. Þeir eru orðnir margir fundirnir sem Tryggvi hefur verið á þar sem rædd hafa verið hagsmunamál sjómanna- stéttarinnar. Það hefur aldrei fvlgt störfum hans neinn hávaði eða yfirborðsmennska en því meiri festa og þekking á þeim málum sem á dagskrá hafa verið. Tryggvi Helgason héfur um mörg ár verið forseti Alþýðu- sambands Norðurlands. Þá hefur hann verið formaður Siómannafélags Akureyrar um fjölda ára og oftast sjálf- kjörinn. Eg vil leyfa. mér að senda bessum ágæta forustumanni íslenzkrar siómannastéttar svo og fiölskvldu hans beztu árnaðaróskir í tilefni þessara merku tímamóta. Eg er þess fullviss að ég mæii fyrir munn alls þorra íslenzkra sjó- manna og verkamanna., þegar ég óska þess af alhug að verkalýðssamtökin megi enn um mörg komandi ár verða aðnjótandi starfskrafta og forustuhæfileika Tryggva Helgasonar. G. Jóh. Lægsta tilhoSið 230 þús. krónur — hæsta 445 þus. Bæjarráð hefur samþýkkt til- lögu stjórnar Innkaupastofnun- ar bæjarins um að tekið verði tilboði Byggis um smíði inn- réttinga og skápa í Hamra- hlíðarskóla. Hljóðaði tilboðið upp á 230 þús. kr. Önnur tilboð voru frá Hauki Guðjónssyni 348.600 kr., Trésmiðjunni Bar- ónsstíg 18 408 þús kr. og Tré- smiðjunni h.f. 445.560 kr. Kristinn Jónsson skák- meistari Akureyiar Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Nýlokið er skákþingi Akxirevr- ar. og varð Kristinn Jónsson Sig- urvegari i meistaraflókki méð 9V2 vinning, 2. Júlíus ÖO&ason 8V2 og 3. Jóbann Snorrason 9 vinninga. í 1. flokki sigraði ÓIi Ragnarsson. <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiir:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittitiiiiiiiiiiiii!«mtiifint • Undarieg rás við- burðanna. Siðvæðingarstefnan svo- nefnda hefur verið nokkuð ■ til umræðu hér á landi í vet- ur, m.a. verið rædd í útvarp- inu í þætti Sigurðar Magnús- sonar fulltrúa og hefur áður verið minnzt á þær umræður : hér í póstinum. Einhver helzti málsvari stefnunnar hér á landi hefur verið prófessor Jóliann Hannesson, enda er það eitt höfuðmarkmið lireyf- ingarinnar að berjast gegn 1 kommúnismanum, sem Jó- j liann hefur hatað eins og pestina síðan kommúnistarnir í Kína afþökkuðu andlega leiðsögn hans hér um árið og sendu hann til síns heima. Ég minnist þess, að fyrir þann tíma hiýddi ég m.a. á séra Jó- hann ræða við nemendur Menntaskóla Akureyrar um Kína og hafði hann þá ekkert nema gott eitt um kommún- istana þar að segja. — En svo kom sparkið fræga og það var afskaplega sárt, svo sárt, að séra Jóhanni svíður enn undan því í sálinni þrátt fyrir græðismyrsl siðvæðing- arinnar, sem hann hefur lagt við kaunið. Síðan hefur séra Jóhann verið einhver skelegg- asti baráttumaðurinn hér á landi gegn kommúnismanum og boðað jöfnum höndum guðstrú, kommúnistahatur og siðvæðingu. Svo mjög liefur rödd þessa hrópanda í eyði- mörkinni vakið athygli ís- lenzkra ráðamanna, að fyrir nokkru gerðu þeir hann að prófessor við Háskóla íslands enda ekki seinna vænna., að trúboðinn fyrrverandi fengi einhverja umbun fyrir píslar- vætti sitt. Þannig eru þaðmeð nokkrum hætti kínverskir kommúnistar, sem hafa gert iséra Jóhann Hannesson að prófessor í guðfræði hér við háskólann með því að sparka honum út úr Kína. Svona getur rás viðhurðanna stund- um tekið undarlega stefnu. • Þannig var „frelsið“. Annar frægur siðvæoingar- frömuður og kommúnistahát- ari, Syngmann Rhee hefur þessa síðustu daga mátt sanna, að hverful er heimsins gæfa. Eftir tólf ára valdafer- il hefur hann orðið að hrökkl- ast frá völdum í landi sínu með smán, sakaður um harð- stjórn, ofbeldi, manndráp, svik og hvers konar gerræði. Það hefur verið framlag hans til siðvæðingarinnar og baráttunnar gegn kommún- ismanum. Jafnvel Morgun- blaðið gefur stjóm hans i gær þessi eftirmæli og prent- ar þau með feitu letri: „Þeg- ar Kóreustyrjöldinni lauk var álitið að nýtt lýðveldi væri stöfnað í Suður Kóreu. Þéss í stað skapaðist þar lögreglu- ríki undir einræðisstjórn Syngm'áns Rhee“. Það var þá eftir allt saman á þennan veg, sem Bandaríkin og „hinn frjálsi héiJnur“ björguðu Suð- ur Kóreu undan kommúnism- anum sællar minningar. Og það er einnig slfkt frelsi, sem séra Jóhann Hannesson er stöðugt að æskja eftir kín- versku þjóðinni til handa og vonar að Bandarikin og Chang Kaisék færi henni, en Chang Kaisék er einnig sem kunnugt er einn af höfuðpost- ulum, guðstrúar, siðvæöingar og kommúnistahaturs. ;_j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.