Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. maí 1960 ÞJÖÐVILJINN (3 FYRSTI KVENÞJÓNNINN tíma hjónin og ég er heima allan daginn og get komið börnunum í skóla á morgn- ana og hugsað um héimilið. Á meðan ég var í skólanum, en hann er fjóra mánuði 4 hverju ári, hugsaði maður- inn minn um heimilið og ég þurfti ekki að vinna neitt með skólanum svo þetta gekk allt ágætlega. — Hverjar eru aðalnáms- greinarnar ? ‘ — Náminu er skipt niður í þrjá hluta — fyrsta að leggja á borð og læra rétta framkomu við gestina, það er mjög sálfræðilegs eðlis, síðan er réttaþekking, við verðum að geta útskýrt hvern einstakan rétt og kunna ýtarleg skil á honum og þriðji hlutinn er svo v'ín- þekking. Það er oickur nauð- synlegt að þekkja allar vín- tegundir en við lærum það eins og páfagaukar, því hér er mjög takmarkaður fjöldi víntegunda, það eru aðallega matarvín. — Hvernig er að vinna, þar sem sífellt er verið með vín? — Eg hefði getað svarið fyrir að ég gæti unnið við að afgreiða vín, en nú finnst mér þetta ekkert. Eg get varla sagt að það komi fyrir að við verðum fyrir óþægind- um af drukknu fólki, en hitt er annað mál að við verðum að kunna að segja nei. Það er alveg nauðsynlegt og okk- ur er ekki leyft 'að selja mönnum, sem eru ofurölvi vín og einnig er bannað að selja gestum undir tút't- ugu og eins árs aldri vin. En oft er erfitt að sjá út aldurinn, sérstaklega á stúlk_ um og þær bregðast vana- lega illar við ef þær eru spurðar um aldur og eiga þá til að gera uppsteit og henda í okkur passanum, en sem betur fer er þetta mjög sjaldgæft. •—• Er ekki rétt að þér haf. ið fengið þrenn verðla.un við skólaslit? — Eg verð víst að játa því. Eg ætlaði mér að kveðja skólabræðurna með nokkrum orðum við skólaslitin, en á leiðinni þangað sagði maður- inn minn að ég fengi líklega verðlaun, og ég fór alveg úr sambandi, hin tvenn verð- launin komu svo eins og reiðarslag. Annars er eink- unnin ekki svo mikilvægt at- riði. Það hefur mest að segja að vera góður þjónn og rækja starf sitt vel. — Ætlið þér að stunda þessa vinnu framvegis? — Já, því býst ég fastlega við. Þetta er mjög tilbreyt- ingarríkt starf og skemmti- legt í aila staði og fyrir hcilsuhraust fólk eru nætur- vökurnar ekki svo erfiðar. Við þökkum frú Svanhildi fyrir samtalið og árnum henni allra heilla í starfi sínu. — D. Svanhildur Sigurjónsdóttir stendur við vei/Juborð sXt á sýningu, sem efnt var til við slit: MatsVeina- og veitingaþjónaskólans. — (Ljósm. Matthías Frímannsson). en þrenn verðlaun, ein fyrir hæstu einkunn, önnur fyrir ástundun og þau þriðju fyrir bezta afrek í prófi fram- reiðslunema. Svanhildur var nemandi i Leikhúskjallaran- um og þar náði blaðakona Þjóðviljans tali af henni eitt 'kvöldið. — Hvenær hófuð þér nám, Svanhildur ? —Eg byrjaði sem nemi fyrir fjórum árum, en áður hafðj ég unnið hér í ígripum um helgar og frumsýningar- kvöld og yfirleitt þegar mik- ið var að gera. Svo kom til tals að taka nema og ég ákvað að byrja. Maðurinn minn vinnur hér og var jafnframt meistarinn minn svo þetta kom sér ekkert illa fyrir heimilið. — Er ekki erfitt að stunda þessa vinnu og þurfa jafnframt að gegna húsmóð- urstörfum? — Ekki get ég sagt það. Við höfum bæði sama vinnu- i H H ■ s •Síðustu daga aprílmánaðar fóru fram sveinspróf mat- reiðslu og framreiðslunema. Meðal framreiðslunemanna, en þeir voru fimm að tölu, var ein kona, Svanhildur Sigurjónsdóttir og er hún fyrsta konan, sem lýkur prófi í þessari iðn hér á landi og jafnframt sú eina sem innrituð liefur verið til þéssa. Svanhildur lauk prófinu með miklumi ágætum og hlaut hvorki meira né minna HLAUT ÞRENN VERÐLAUN Enda þótt 1. apríl sl. lægju fyrir. 1842 óafgreiddar um- sóknir um byggingalán hjá húsnæöismálastjórn, hefur ííkisstjórnin ekki sýnt meiri dugnað viö útvegun 40 millj. króna aukatekna til ByggingarsjóÖs ríkisins, sem hún var búin aö lófa, en að allt er í óvissu meö það fé, nema 12% milljón, sem koma á til úthlutunar í maí og júní og útborgunar.í júní og júlí. _____________________________Þessar staðreyndir komu frarn fyrirspurnatíma Alþingis í gær, en Ingvar Gíslason spurðist j fýrir um efndir á loforðum rík- isstjórnarinnar í' þessu máli. Minnti fyrirspyrjandi á að lof- orðið hafi verið gefið í sam- bandi við aðgerðir rikisstjórn- arinnar og m.a. voru i bví fólgnar að hækka vextina á býggingarlánum og gera þygg- VEÐVROTLIT Veðurliorfurnar í dag' eru: Suð- áustíui kaldi, rigning með köfl- ingar margfalt dýrari en áður. Sagði fyrirspyrjandi að af hin- um 1842 umsækjendum hafi 1130 enga úrlausn fengið, 217 haíi fengið 70 þús. kr. A-lán og sæki um 30 þús. kr. viðbótarlán. en 495 hafi einungis fengið óveru- leg lán og sæki um viðbót. Emil Jónsson skýrði frá að loforð ríkisstjórnarinnar hefði verið um 25 millj. kr. til út- lána. en 15 millj. kr. til að breyta stuttum lánum í löng lán. Nú yrði 12 Vs millj.' kr. út- hlutað í maí og júní qg útborgað í júní og júlí, en hitt væntan- lega síðar. Ekki væri búið að semja við bankana um breyt- ingarnar á lánatíma, en verið væri að því. Fullyrti Emil að á þessu ári yrði til úthlutunar tvöföld upp- hæð á við þá sem úthlutað var síðastliðið ár. NiðursnðuvsrksmiSja á Siglufirði Alþingi samþykkir tillögu ílutta af fjórum Norðurlandsþingmönnum Alþingi afgreiddi í gær einróma þingsályktun sam- kvæmt tillögu Gunnars Jóhannssonar, Einars Ingimund- arsonar, Jóns Þorsteinssonar og Skúla Guömundssonar um verksmiöju til vinnslu sjávarafuröa á SiglufirÖi. Hafði fjárveitinganefnd lagt til nokkra umoröun á tillögunni, er samþykkt var. Þingsályktunin er þannig: „Alþingi áiyktar að skora á ríkisst.iórnina að láta rann- saka. hvort hagkvæmt muui vera og líklegt til cfiingar niðursuðuiðnaði í landinu að nota hcimild laga nr. 47, 7. mai 1946 til að rcisa verk- smiðju á Siglufirði til niður- Framhald á 10. síðu. Sjálf- salinn -& Það hlaut að vera að Kristj- án Albertsson léti til sín heyra um landhelgismálið. Það skal aldrei bregðast að í hvert skipti sem Sjálfstæð- isflokkurinn stendur höllum fæti eða hyggur á óþurftar- verk kemur í Morgunblaðinu grein eftir Kristján þennan. Hann er einsog sjálfsali; mað- ur stingur mynt í hann og út kernur vöruskammtur. Þessi viðskipti eru svo gamal- re.vnd að skammturinn er orð- inn óumbreytanlegur. Upp- skriftin er þessi: Fúkyrði um Rússa, fáryrði uni íslenzka ,,kommúnista“ og skætingur um Halldór Kiljan Laxness. Þessi blanda er talin eiga við um öll mál; skammturinn er alltaf hinn sami og þá vænt- anlega einnig mynt sú sem þarl' til að koma sjálfsalanum á stað. Hppskrift Kristjáns Alberts- sonar á ákaflegá v.el við um landhelgismálið. Hann þarf aðeins að halda því fram að með baráttu sinni fyrir óskertri 12 mílna landhelgi séu kommúnistar ..að hlýðri- ast Rússum. Þeir geta ekki framar snúið við. Og þetta verður íslenzka þjóðin að gera sér Ijóst. Kommúnistar í íslenzkri ríkisstjórn myndu æfinlega nota völd sín fyrstf og fremst til þess að bafa þau áhrif á íslenzk utanríkis- mál sem Rússum væru þókn- anleg'. En það sem Rússum er þóknanlegt er einkum eitt —■ að ísland fjarlægist önnur vesturlönd. Að spillt sé vin- íengi og samvinnu af okkar háll’u við þau ríki, sem eru irieginmáttarstoðir varnar- bandalags og' efnahagssam- vinnu vestrænna þjóða. Að einangra ísland — svo að við verðum sem háðastir austr- inu. Þetta er það verkefni sem Rússar hafa úthlutað ís- Ien7.kum kommúnistaforingj’- um“. Svona vel dugar upp- skriít Kristjáns Albertssonar til röksemda gegn 12 milna landhelgi íslendinga. Ef Atlanzhafsbandalagið krefðist þess að íslendingar legðu niður tungu sína og' tækju upp ensku í staðinn, gæti Kristján Albertsson á1 nákvænilega sama hátt sann- að að með því að tala ís- lenzku væru kommúnistar ,,að hlýðnast Rússum“. Hann gæti notað óbreyttar allar þær setningar sem tilfærðar voru hér að framan; íslenzk tunga; ,,einangrar“ okkur ekki síð- ur en 12 mílna landhelgi. Cg- ekki mýncli standa á Kristjáni; sjálfsalinn færi af stað' uiu leið og stungið væri i hann réttri mynt. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.