Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 6
6) '■— ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagiir 5 ma'í 1960 ta:irrtr=ríi mtfmr uttít im ■ ■■wiin—íU«iiMntt‘1 uiz blOÐVILJINN Boráttan í landhelgismálinu nr nzi Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjóí-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Slg- urður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. -Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bíml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiÖJa Þjóðviljans. komin út fyrir 12 milur Öfugmæli Stjórnarherrarnir halda áfram að reyna að gera einfalda hluti flókna í sambandi við efna- hagsmálin og þyrla upp ókjörum af lærðu orð- skrúði til þess að reyna að rugla fólk. Þó ættu þeir nú að vera orðnir fáir sem skilja ekki kjarna hinna nýju efnahagsráðstafana. Stjórnarherrarn- ir telja það aðalmeinsemdina í íslenzku þjóðlífi að kjör verkafólks til sjávar og sveita séu of góð, það verði að skerða þau til mikilla muna. Nú er verið að framkvæma þá kjaraskerðingu, og hinir ýmsu þættir efnahagskerfisins eru að- eins aðferðirnar til þess. tzv Gengislækkunin er auðvitað í sjálfri sér ekk- ert , bjárgráð“. Hún hefur aðeins þau áhrif að hækka verðlag á öllum innfluttum varningi mjög stórlega. Og þar sem jafnframt er fest í lög að kaup megi ekki hækka í samræmi við vísitölu, hefur þessi ráðstöfun þau áhrif að launa- fólk verður að takmark* við sig kaupin á erlend- um varningi. Jóhannes Norðdal bankastjóri hef- ur sjálfur skýrt svo frá opinberlega. að áætlað sé að gengislækkunin hafi þau áhrif að notkun á innfluttum varningi rnivnki um 20%. Það á semsé að skerða kjör lawnafólks um einn fimmta miðað við innfluttan varning. Og áhrifin bitna einnig á þeim varningi sem að fullu er fram- leiddur hér innanlands, eins og fyrsta verð- hækkunin á mjólk og mjólkUrafurðum sýnir ljóslega. Tíminn birtir í gær viðtal við Hennann Jónasson, for- mann Framsóknarflokksins, um Genfarráðstefnuna og kemur margt fróðiegt og at- hyglisvert fram í viðtalinu. Hermann segir í upphafi að he'darblærinn á ráðstefnunni hafi verið ,,óhugnanlegur“: „Áróðurinn og bakferlin af hálfu andstæðinga íslands í landhelgismálinu voru furðu- llega. Það voru notu blíðmæli og lof, hótanir og aðrar að- gerðir . . . Allt var við það miðað að fá 2/3 atkvæða ráð- stefnunnar með bræðingnum — hvernig sem atkvæðin væru fengin.“ Síðan rekur Hermann ^.hvernig Bretar og bandamenn þeirra hafi beðið einn ósigur- inn af öðrum á alþjóðaráð- stefnum um landhelgismálið, og eftir síðasta ósigur þeirra nú sé baráttan komin út fyrir 12 mílurnar: „Mönnum er . . . að verða ljóst að utan við 12 mílurnar verður einhver að hafa lög- sögu; — ákveða með hvaða tækjum megi veiða á hinum mismunandi svæðum. Flestum finnst eðlilegast, að strand- ríkið hafi þessa lögsögu. Þessa kröfu eru mörg strani- riki þegar byrjuð að gera og fylgja henni fast eftir. Allir þekkja ástandið hér við land. En af því l.e:ðir, að við íslend- ingar hljótum að verða í fremstu röð j úrra ríkja, sem þessa kröfu gera. Baráttan í landhelg'smá’inu heldur áfram og er nú komin út fyr- ir 12 milur.“ Hermann ræðir síðan hina alræmdu breytingartillögu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og segir m.a.: „Ég barðist gegn því að þessi umrædda breytingartil- laga væri flutt; áleit það „taktískt“ rangt og íslandi í óhag eins og á stóð. Ég’nenni ekki eins og nú er komið. að munnhöggvast út af þessu, þvi að ef athugaðar eru allar aðstæður og hvernig um til- löguna fór, — sem var og fyrii’sjáanlegt — getur ekki verið um það að dei’a, að rangt var ,að flytja tillöguna. Þeir sem lögðu tillöguna fram, sáu þetta áreiðanlega sjálfir áður en ti’iagan kom t'l atkvæða, þótt þeir treystu sér ekki til að draga hana þá til baka. Reynslan hefur dæmt í þessu máli svo það er óþarft og þýðingarla,ust fyrir >.ji.erniaun tnuiiasjp.i mt Því aðeins styrkjum við eigin málstað að við stöndum einnig drengilega með málstað bandamanna okkar í landhelgismálinu uo >iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilllllllliililiiiiiiiiiiiiiliiiiii«i iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiil Ijessi skipulagða kjaraskerðing er kjarni sjálfra ■* efnahagsráðstafananna. og á að hafa áhrif á alla stjórn þjóðfélagsins. Stiórnarherrarnir segja að þeir séu að afnema öll höft og hömlur og taka upp frelsi í millirikjaviðskiptum. En þessi umskipti hafa það í för með sér að innflutningur á nauðsynjum á að skerðast um 20%. Slík skerð- ing merkir að sjálfsögðu aukin höft, aukið ófrelsi. En nú er það aðeins fátækt almennings, ekki ákvörðun einhverrar nefndar, sem á að tak- marka innflutninginn; hað á að gera skortinn að skömmtunarstjóra■ Og skorturinn er í senn harður húsbóndi, ranglátur og nautheimskur. fjess er að vísu vart að vænta að stjórnarherr- arnir hafi mannhmd í sér til að viðurkenna hreinskilnislega að eini tilgangurinn með efna- hagsráðstöfunum þeirra sé að skerða kjör vinn- andi fólks, þótt Morgunblaðið segði raunar 1. maí að bændur hefðu haft til muna of góð kjör að undanförnu. En er það ekki fullmikil óskamm- feilni að lýsa þessum ráðstöfunum sem and- stæðu sjálfra sín? Er ekki full langt gengið að kalla stóraukin höft í innflutningi „frelsi“? Er það ekki of algert virðingarleysi fyrir sannleika og íslenzkri tungu að 'kalla það „viðreisn“ þegar ætlunin er að rýra kaupgetu alþýðufólks um einn fimmta hluta og kollvarpa þannig efna- hagslegri undirstöðu fjölmargra heimila? Eru ekki stjórnarherrarnir með slíkum málflutningi að kalla vfir sig sérstaka og margfalda reiði þeirra sem glæpast á að trúa þeim um skeið? — m. Jón, Baldur og Jakob í lilutverkum. ÁST.IR I SÓTTKVl eftir Harold Brooke og Kay Bannerman Leikstjóri: Flosi G. Ólafsson Nýtt leikhús tók til starfa í haust sem leið og vann þeg- ar hylli ófárra bæjarbúa, þótt líkja mætti v:ð óstýrilátan ungling, fjörmikinn og lítt tamirin. Sumir ætluðu að þar færi vísir að nýjum flokki ungra leikenda er smám sam- an myndu eflast og komast til þroska, en þær vonir virð- ast ekki æt'a að rætast. „Rjúkandi ráði“ og „Ástum í sóttkví“ er í rauninni ekk- ert sameigið nema leik- stjcrinn einn, það er Flosi G. Ó’.afsson, maður atorku- samur og stórliuga og svo þrautseigur og áræðinn að hann hikar ekki við að ýta úr vör í annað sinn þótt hon- um hafi ekki tekizt aö rnanna flcy sitt skorti hvorki meira né mmna en leikend- urna sjálfa. Hið nýja viðfangsefni Flosa G. Ólafssonar nefnist „A.11 for Mary“ á fmmmálinu, skop- leikur sem naut mikillar hylli í Lundúnum á sínum tíma, enda í höndum mikilhæfra skopleikara, brezkur í meira lagi, hversdagslegur um flest og ekki nýstárlegur í neinu, en vel saminn og víða bráð- smellinn sem kallað er; ósvik- inn hlátursleikur. Frá efninu er bæði ógerlegt og þarflaust að skýra, en þess má geta fyrir siðasakir að g’ens þetta gerist á gist’húsi í Clpunum frönsku — þangað kemur meðal annara enskur lieiðurs- maður Humpy M'ller að nafni ásamt Maríu konu sinni, en. hún er allt í senn: girnileg, léttlynd og skíðaga.rpur hinn. mesti. Aumingja maðurinn er með hjaupabólu að því haldið er, hann er óðara sett- ur í scttkví uppi á lofti ásamt öðrum náunga höldnum af sarna kviUa, en haHn reyn- ist auðvitað enginn annar en Clive Norton, fyrri eiginmað- ur konunnar, óhræsið það arna. Þeim félögum er fengin hjúkrunarkona mjög við ald- ur, hún lítur á þá sem óþekka krakkaorma, kúgar þá og sið- ar cg hefur hitamælinn að vopni: burt með viskí, sígar- ettur og sorprit! Á meðan þessu fer fram áhorfendum til ’óblandinnar ánægju sætir' frúin lagi og daðrar við for- stjóra gistihússins, hið' franska glæsimenni, og þá fvrst hefst glensið og slagur- inn í alvöru: þrír karimenn um eina konu Leikstjórn Flosa G. Ólafs- sonar skortir hvorki fjör né hraða, ti'svörin eru skýr og fara vart framhjá neinum; leiktjöldin snotur en liið þrönga svið ekki notað til fulls, þýðingin ekki rituð á vönduðu máli'. Og þó hlaut

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.