Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ljóstrað upp um umfangsmikið símavœndismá! í Vínarborg „Viltu fá þér lagskonu suinarfríinu, — bara hringja þá kemur hún, annaðhvort með flugvél eða hraðlest sé farið greitt fyrirfram". Boð eins og þetta lét fram- takssamur náungi í Vín út ganga meðal ríkustu og um- svifamestu fésýslumanna þar í borg, enda hefði vart þýtt fyr- ir aðra að eiga við hann skipti. En nú hefur verið tekið fyr- ir þennan ábatasama kaupskap og lögreglan í Vín hefur hand- tekið náungann sem virðist hafa verið mesti símavændis- stjóri sem um getur. Vínarlög- reglan vinnur nú með alþjóða- lögreglunni Interpol að því að upplýsa þetta umfangsmesta símavændismál sem nokkurn tíma hefur frétzt af í Evrópu. Dóttirin var horíin Upp komst um allt saman þegar kona ein í Vín sneri sér til lögreglunnar og skýrði frá því að dóttir hennar væri horf- in að heiman. Móðirin gat veitt lögreglunni ýmsar upplýsingar sem bentu til þess að stúlkan væri í Frakklandi. Mikill kosninga- sigur indverskra kommúnista Konunúnistar unnu í gær ínikinn sigur í aukakosningum í stærstu borg Indlands, Cal- cutta. Þeir unnu þingsæti af Kongressflokknum með um 13.000 atkvæða meirihluta, hlutu 71.500 atkvæði. í í Toulon í Frakklandi fann lögreglan stúlkuna og var hún þá í slagtogi með einum ríkasta vínkaupmanni Vínarborgar. Hann brást illur við þegar lög- reglan tók frá honum lagskon- una og sendi hana heim til sín. Sjálfur situr hann nú í varð- haldi í Toulon og bíður þess að dómur gangi í máli hans. Til striplingseyju Síðan liefur komizt upp um fleiri slíkar kvennasendingar. Þannig hafði meglarinn í Vín sent tvær ungar stúlkur til við- skiptamanns á eynni Velant undan Miðjarðarhafsströnd Frakklands sem löngu er fræg orðin fyrir það að striplingar halda þar til. Lögreglu í öllum löndum Mið- og Suðvestur-Evrópu hef- ur verið gert aðvart og hafa enn fleiri Vínarstúlkur, allar þetta bréf, enda átti stúlkan vera melludólgur, en hefur ekki fyrr en nú fengið neinar sann- anir í hendur. Hann mun hafa grætt óhemju fé á iðju sinni, en lögreglan vill að svo stöddu ekkert um þá hlið málsins segja. Flestir viðskiptavinir hans voru vesturþýzkir og austur- rískir kaupsýslumenn og svo aftur vinir þeirra í öðrum lönd- um. ,Mér hefur aldrei liðið betur' Engin stúlknanna hefur kvartað að fyrra bragði. Sú sem tekin var í Toulon hafði sent móður sinni bréf þar sem hún sagði m.a. „Mamma vertu ekki hrælid um mig. Mér hef- ur aldrei liðið betur. Ég kem heim aftur eftir nokkrar vik- ur.“ Móðirin róað'st þó ekki við undir tvítugt, fundizt fjarri heimilum sínum í slagtogi með ríjcum fésýslumönnum sem flestir eru af léttasta skeiði. Þjóðverjar og Austurríkismenn — Við höfum ekki getað skorizt í leikinn, segir einn af lögreglustjórunum í Vín, því að við höfum ekki ævinlega haft nægilegar sannanir fyrir því að stúlkurnar væru á veg- um símavændisstjórans í Vín. Hann hefur játað sekt sína í tveim tilfellum sem lögreglan hafði óyggjandi sannanir um, en hingað til hefur hann neitað hlutdeild sinni í öllum hinum. Vínarlögreglan hefur lengi haft manninn grunaðan um að að sitja á skólabekk í verzlun arskóla í Vín og hafði ekkert í Frakklandi að gera. Búizt er við að fjöldi kunnra Vínarbúa muni verða leiddir fyrir rétt þegar mál þetta verð- ur tek:ð fyrir, en lögreglan býst við að geta fundið marg- ar unglingsstúlkur sem horfið hafa að heiman að undanförnu. Úranleii á Grænlandi Enn er haldið á- fram Ie>£ að úrani á Grænlandi og er nú leitað á svæðinu frá Hvarfi norður tii Friðriksvonar. 60 danskir og útlendir vísindamenn vinna að jarð- vegsrannsóknum þar og sýnishorn verða send til kjarnorku- stöðvarinnar |í Risö í Damnörku, en þar hefur áður verið sttað- fest að úran finnst á Grænlandi. Enn er eftir að vita hvoi't það er þar í svo ríkum mæli að vinnsla þess borgi sig. Mynd- in er af úranleKarmanni en yfir svífur þyrla. Margt sem bendir til þess að líf fyrirfinnist á Venus Athuganir á plánetunni Ven- us sem gerðar hafa verið að undanfömu í stjörnuathugim- arstöðinni í Karkoff í Sovét- ríkjunum hafa leitt í Ijós að líkur eru fyrir því að líf í ein- hverri mynd sé þar að finna eða a.m.k. skilyrði til sköpun- ar lífs. Sovézki vísindamaðurinn Nik- olaj Barabasjoff skýrir frá þessu. Þannig hefur verið full- sannað að árstíðarskipti eru á Venus og plánetan er að ýmsu öðru leyti lík jörðinni. Það er þannig margt sem bendir til þess að þar sé vatn eða vatns- gufu að finna. 1 gufuhvolfi Venusar er bæði kolefni og súrefni við hátt hita- stig. Það má gizka k að skil- yrði á Venus séu nú syipuð og þau voru á jörðinni fyrir millj- ónum ára, á hinni svonefndu antracit-öld. Rétt er að geta þess að bandarískir vísindamenn hafa einnig nýlega komizt að þeirri niðurstöðu að vatnsgufu sé að finna í gufuhvolfi Venusar, og drógu þeir einnig þá ályktun af því að líf í einhverri mynd kynni að finnast þar. Búaet má við að geimflaug verði senld í námunda við Ven- us áður en langt um líður, e.t. v. þegar á þessu ári, en upp- haflega var ætlunin að banda- ríska geimflaugin Frumherji V. færi þar um, en hún villtist af leið. Fundið eini sem heiur mörgum sinnum meira burðarþol en stál Ungur norskur vísindamað- ur hefur fundið efni sem reynzt hefur vera mörgum sinnum sterkara en stál. Efni þetta nefnist nioboksyd og reynist liafa helmingi meira hurðarþol en sterkasta efni sem áður var þekkt, nálar úr kvartskristöllum. Hinn ungi vísindamaður, kand. real. Joar Markali, seg- ir að hann hafi uppgötvað hið óvenjulega burðarþol þessa efn- is af hreinni tilviljun. Efnið var þekkt áður, en menn höfðu ekki gert sér grein fyrir styrk- leika þess. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að efnið þolir allt að 10 lesta þunga á fermillimetra. Það væri hægt að lyfta tíu lesta þunga í þræði úr efninu sem aðeins væri einn millimetri í þvermál. Talið er að efni þetta geti haft í för með sér algera bylt- ingu í mörgum greinum iðnað- ar, eins og t.d. í framleiðslu flugvéla og eldflauga og enn- fremur í brúarsmíðum. Það ætti að verða hægt að smíða hengibrýr sem héngju í þráð- um sem ekki væru mikið gild- ari en saumagarn. Á það er þó bent að taka muni nokkurn tíma að finna aðferðir til að framle;ða þetta efni í stórum stíl við sam- keppnisfæru verði. Fjórburarnir hér á mynd- Fjórburar í Kína — Tieirtsin í Kína og hafa þeir dafnað vel, eins og myndin sýnir. 82 íiárveitmgar frá Barna^ hjálp Sameinuðu þjóðanna Stjórn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hélt fund í aðalstöðvum SÞ í New York 1 marz sl. Þar voru samþykktar alls 82 fjárveitingar, sem nema sam- tals 8.281.985 dollurum, til hjálpar börnum í 48 löndum og landsvæðum. Um 52 af hundraði þessarar upphæðar verður varið til baráttu gegn sjúkdómum. Stjórnin samþykkti að fela forstj. Barnahjálparinnar, Maur- ice Pate, að ræða við stjórnir þeirra landa sem leggja fram fé og við stjórnir ýmissa sér- stofnana með það fyrir augum að komast að raun um hvar þörfin á hjálp sé mest, svo Bamahjálpin geti einbeitt kröt't- um sínum að verkeínum sem komi börnum heimsins mest a.ð gagni. Forstjórinn á að gefa skýrslu um viðræður sínar að ári. Með 19 atkvæðum gegn 4 sam- þykkti stjórnin að gera ekki breytingar á lögum Barnahjálp- arinnar, en tillaga um það hafði komið fram frá fulltrúa Búlgar- íu, Bogomil Todorov. Hann vildi láta bæta inri í lögin setningu á þá leið að almenn og alger af- vopnun mundi auka möguleika einstakra ríkja á að hjálpa mæðrum og börnum, og mundi jafníramt gera beim kleifc að auka framlög sín til Barna- hjálpar S.Þ. Samþykkt var málamiðlunartillaga um almenna yfix-lýsingu, þar sem vísað er til starfs Barnahjálparinnar er miði að því að tryggja börn- unum friðsama framtíð. — Svíar eiga sæti í stjórn Barnahjálpar- innar. (Frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna). Reynt var aft ráða af dögum í París í gær serkneskan lepp Frakka Abd el Salaam en hann. situr á franska þinginu. Skotið var á hann og lífvörð hans og beið lífvörðurinn bana, en sjálfur komst hann lífs af.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.