Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. ma'í 1960 Herraþjóðin í Suður-Afríku telur sig nú aftur hafa öll ráð Afríkumanna í hendi sér. (Bidstrwp teiknaði). Hálft aunað himdrað neinenda í ■ landhelgi Tónskóla Sigluf jarðar sL vetur Siglufirði 2. maí. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Sl. laugardagskvöld efndi Tónskóli Siglufjarðar til nem- endatónleika í Nýja bíói, en fyrr um daginn voru haldnir nemendatónleikar fyrir börn. Á tónleikunum var leikið á ýmis hljóðfæri, einleikur á fiðlu og píanó og lúðrablástur. Skólastjóri Tónskólans, Sig- ursveinn D. Kristinsson, flutti í upphafi tónleikanna stutt ávarp og lýsti starfi skólans á liðnum starfsvetri. Fastir kenn- arar við skólann voru 5 og að Taimskemmdir Frainhald af 7. síðu. og oft haff þær í munninum tímum saman. Aðrar breyt- ingar höfðu ekki orðið á lífs- venjum þessa manns, en þetta nægði til þess að auka tann- skemmdirnar að mun. Það tekur bakteríur munns- ins aðeins nokkrar mínútur að breyta sykri í sýru, sem getur leyst upp yzta lag gler- ungsins á tönnunum. Því leng- ur sem sykur er í munninum þeim mun lengri verður sýru- verkunin. Það verður aldrei brýnt uin of fyrir í'óiki að umgang- ast sælgæti með varúð og bafa hönd í bagga með sykur- og sælgætisneyzlu barna og unglinga. Frá Tannlæknafélagi Islands. Baráttan... Framhald af 7. síðu. verður við rantman sérhags- munahóp að etja. En þessa vináttu eigum við því aðeins, að við um leið og við fyrst og fremst stöndum með okkar eigin málstað stöndum og drengilega með málstað þeirra í þessum málum.“ auki hafa tveir söngkennarar kennt á vegum skólans svolít- inn tíma í vetur. Nemer.iiur í framhaldsdeild voru 89, þar af lögðu 12 stund á fiðluleik, 5 lærðu á selló, 18 á píanó og 50 á blásturshljþðfæri og að auki stunduðu 4 nám í hljómfræði. I byrjendadeild var kennt á blokkflautu og nótna- lestur og voru nemendur þar um 60 talsins. Aukning á hljóðfæraeign skólans á þessu skólaári nam 109 þús. kr. Kennslulaun 200 þús. Námsgjöldum er mjög í hóf stillt, en skólinn nýtur f jár- framlags frá Siglufjarðarbæ 15 þús. kr., 10 þús. kr. frá Al- þýðusambandi íslands, 6 þús. kr. frá verkalýðsfélögunum í Siglufirði og framlag frá ein- staklingum og fyrirtækjum námu 41.500 kr. Auk þessa kvað skólastjóri stuðning verka lýðsfélaganna í Siglufirði í sambandi við húsnæði o.fl. ó- metanlegan. Próf verða við Tónskóla Siglufjarðar n.k. miðvikudag og fimmtudag. Prófdómari verður dr. Hallgrímur Helga- son frá Reykjavík. ÉG ÁKÆRI ,Maðurinn er stoltur og ör- uggur til varnar, ef á hann er ráðist“, sagði Pétur Hoffman í gær, en hann hefur nú látið prenta pésa, sem hann nefnir Ég ákæri. Pésinn íæst hjá Pétri og bóksölum. Pésinn fjallar um forsetaframboðið. Framhald af 1. síðu I í Grimsby héldu íund í dag fyrir luktum dyrum. í frétt frá Reuter er sagt að yfirmenn Grimsbytogaranna muni hafa samþykkt á þessum fundi sín- um að biðja um vernd brezkra herskipa til þess að veiða að 4 .mílna mörkunum við ísland og sömuleiðis munu þeir hafa samþykkt að krefjast þess að er- lendum togurum verði bannað að ianda aí'la sirium í Bretlandi. Miðursuðuverksmiðja Frambald af 3. síðu. suðu sjávarafurða“. Karl Guðjónsson hafði fram- sögú fyrir íjárveitingarnefnd um málið, og benti á að lögin frá 1046 sem vitnað er til séu heim- ildarlög. þar sem ríkisstjórn er heimilað að reisa niðursuðu- verksmiðju á Siglufirði og taka lán í því skyni.. Margt væri nú breytt frá stríðslokum, og kynni því að vera réttara að athuga á ný ýmis aðalatriði varðandi slíka verksmiðju. svo sem stofn- kostnað, reksturskostnað og markaðsmöguleika. En íjárveit- inganei'nd legði einróma til að tillagan yrði samþykkt með nokk. urri umorðun. Gunnar Jóhannsson lýsti yfir að flutningsmenn tillögunnar teidu' aðaltilgangi hennar náð einnig með orðalagi fjárveitinga- nefndar, aðalatriðið væri að þarna yrði haíizt handa ekki einungis með rannsókn heldur líka með framkvæmdum. UNGLINGUR óskast til innheimtustaría hálfan daginn. Upplýsingar í síma 17-500 Mr * > i < ■ j o o v 11 j i n ii Eg ákærí (J’accuse) eftir Pétur Hoffmann Salómonsson fæst I öílum bóka- verzlunum hér í bænum og flestum kaupstöðum landsins. Verð aðeins kr. 5,00 stk. Þessi litli bæklingur í bænabókastærð rekur þá mis- munun er orðið hefur á aðstöðu tveggja góðkunnra vestlendinga til forsetakjörs á þessu vori, þar sem annar veifar embættismannakerfinu, þjóðsöngnum og fánanum gegn hinum, sem aðeins hefur yfir að ráða farartækjum postulanna. Hvar er Syngman Rhee? Hvað er að gerast hjá Hundtyrkjanum ? Það er engin tilviljun að heiti þessa bæklings ber sama nafn og hjá Emile Zola forðum. Svo segi ég e'kki meir að sinni. SMÁDJÖFLAR — bæklingur minn með því heiti er senn á þrotum. Tryggið ykkur bæði þessi eintök í tíma. P. H. Salómonsson. Aðalfundur Berklavarnar í Reykjavík verður haldinn í Framsóknarhúsinu — uppi — föstudaginn 6. maí. 1. Venjulelg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á 12. þing S.Í.B.S. 3. Skemmtiatriði. Stjórnin. um skoðun bifreiða í Rangárvalíasýsli 1960 Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Rangárvallasýslu fer fram á árinu 1960, sem hér segir: Að Hellu mánudaginn 30. maí. Þangað komi bif- reiðar úr Djúpár-, Ása- og Holtahreppi. Að Hellu þriðjudaginn 31. maí. Þann dag komi bifreiðar úr Landmanna- og Rangárvallahreppi. Að Seljalandi miðvikudaginn 1. júní. Þangað komi bifreiðar úr Austur- og Vestur-Eyjafjallahreppi. Að Hvolsvelli fimmtudaginn 2. júni. Þann dag komi bifreiðar úr Austur- og Vestur-Landeyjahreppi. Að Hvolsvelli föstudaginn 3. júní. Þann dag komi bifreiðar úr Fljótshlíðarhreppi og Hvolhreppi. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Kvittun fyrir greiðslu afnota- gjalds útvarps ber og að sýna. Skoðun hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 5 síðdegis. Sýna ber skilr'iki fyrir því. að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld ökumanns fyrir árið '1959 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bif- reið sé í gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að mál'i. Skrifstofu Rangárvallasýslu, 30. apríl 1960. BJÖIÍN IIJÖRNSSON VERKAMENN Vantar nokkra verkamenn — Góð vlnna. Aðeins duglegir og reglusamir menn koma til greina. Adoll Petersen, vegaverkstjóri. Sími 3-46-44

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.