Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5, mal 196Q Æ S s K U 1 L Ý Ð S S í Ð A N * + r V Aðalfundur ÆF í Kópavogi Á mánudaginn var hélt Æskulýðsfylkingin í Kópa- vogi aðalfund sinn. Fráfar- andi formaður, Hrafn Sæ- mundsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Deildin var stoínuð í september í fyrra. Starfið þennan fyrsta vet- ur hefur verið með ágæt- um. Félögum f'jölgaði um næstum helming, haldið var uppi rnálfundastarfsemi, haldnar fjórar skemmtanir og félagsfundir urðu fimm. Formaðurinn gat þess að húsnæðisskortur hefði haml- að starfseminni, við nokkra byrjunarörðugleika hefði ve'rið að etja, en möguleik- arnir væru ótæmandi fyrir aukna starfsemi. f sumarstjórn voru kosn- ir: Karl Jónsson, formaður Árni Stefánsson, varaform. Árni Þormóðsson, ritari Gróa Jónatansdótir, gjaldk. Egill Thorlacíus, spjald- skrárritari. Miklar umræður urðu um happdrætti Æskuiýðsfylk- ingarinnar. Var á það bent, að ef Æ.FJK. gerði gott á- tak í sölu miðanna sköpuð- ust möguleikar á lausn hús- næðisvandræða deildarinn- ar, annaðhvort til bráða- birgða eða með því að leggja grundvöll að fram- tíðarlausn. Á fundinum var mættur forseti ÆF, Guðmundur Magnússon, ásamt starfs- manni frá happdrættinu og skýrðu þeir frá gangi þess úti um iand og hvöttu fé- lagana í Kópavogi til að notfæra sér vel þá mögu- leika, sem happdrættið byði og láta ekki sinn hlut eft- ir liggja. Karl Jónsson Við byggjum hús Hér á síðunni teljum við upp öll þau glæsilegu ferðaverð- laun, sem Byggingarhappdrætti ÆF býður ykkur upp á. Ferð til Rómar — Krím — Ham- borgar — Kaupmannahafnar. Auðvitað göngum við þess ekki duiin að þessar glæsilegu lystireisur til sólgylltra stranda og sögufrægra stórborga Evr- ópu eru lokkandi freistingar í augum þeirra, sem ef til vill hafa aldrei komið út fyrir land- steinana. En þó >— það er annað, sem freistar okkar meir, þegar við kaupum — eða seljum — miða í þessu happdrætti. Það er um- hugsunin um að — Við byggj- um hús! Auðvitað vitum við að þið hafið ekki mikil fjárráð. Eftir hina svívirðilegu árás núver- andi afturhaldsstjórnar á lífs- kjör okkar, sem lægst stöndum í þjóðfélaginu, verðum við að horfa í hverja krónu, sem við eyðum. En við vitum líka að samtök okkar eru það eina afl, sem getur hrundið árás afturhaids- ins. Samtök okkar er það verð- mætasta sem við eigura. Það, sem okkur vanhaga® mest um núna, er stór og myndarleg bygging yfir starf- semi okkar. Þess vegna hefur kjörorð Byggingarhappdrætti ÆF —i Við byggjum hús — læst sig í hugskot okkar og freistar okk. ar nú meir en aliar heimsinsj. lystisemdir til samans! Hafið þið hugsað út í það( að þegar við kaupum eða selj-< um einn miða í happdrættinit okkar, þá erum við raunveru- lega að kaupa' eina rúðu . . s eina tunnu af möl . . . eitt eðai eða tvö kiló af nöglum . , . eða! eina gólfmottu í liúsið, sem viði erum að byggja. Þegar við kaupum eða selj'-i um blokk af miðum, þá erurrí við að kaupa sementspoka . . s gólfdúk . . . þakjám eða hurð í húsið, sem við erum að byggja Já — hugsum okkur! Þegafl við látum síðustu aurana okk- ar fyrir miða í Byggingarhapp- drætti ÆF — eða þegar við keppumst við að selja þá, þá erum við raunverulega að byggja liús. iiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimimiimiiimnmimiiiimiiiwiiimiiiiii Hafið þið athugað að Byggingarhappdrœtti ÆF 5 gefur ykkur kost á eftirtöid- E um utanlandsferðum (fram 5 og til baka): Meðal vinninga: E • Flugfar á Ólympíuleik- E ana í Róm — fyrir tvo. E • Flugfar til Hamborgar — E fyrir tvo. E • Flugfar til Kaupmanna- E hafnar — fyrir tvo. E • Norðurlandaferð með ms. Ileklu — fyrir tvo. E • Ferð til Kaupmannahafn- ar með ms. Gullfossi — fyrir tvo. og í söluverðlaun: • Hálfsmánaðar ferð til Sovétríkjanna — fyrir tvo. • Ferð á Eystrasalismótið í sumar — fyrir eiian. • Ferð á Eystrasaltsmótið í sumar — fyrir einn. • Ferð á Eystrasaltsmótið í sumar — fyrir einn. Spurningin er: Verður þú einn aí' íimmtán? íiimmmmmiiiiiimiiiiiimniiimmmiimiiiiiiiiini<ii,,,,,l,,n,,,,,n,",l,í" Frá Rómaborg. HVER fer til ROMAR? Frá skemmtihverí'inu Sankt Pauli í Hamborg. Hver fer til Rómar? spyrj- um við. Nú — sá sem verður svo heppinn að kaupa rétta miðann í Byggingarhappdrætti ÆF, svarið þið. Að visu, segjum við, en ... En hvað. . .? En hver fer þá til Krím? Krím? Já. sá sem selur flesta miða 5 Byggingarhappdrætti ÆF hlýtur í verðlaun ókeypis ferð til Sovétríkjanna; hálfsmánað- ardvöl og uppihald á Svarta- hafsströnd og í Moskvu — fyr- ir tvo. tíu söluverðlaun. Ekki er enn endanlega ákveðið hver þessi verðiaun verða. Það verður augiýst siðar. — Eitt er víst — þau verða ábyggilega ekki valin af verri endanum. Keppnin verður örugglega bæði hörð og tvísýn. Það er vissara að taka strax til við söluna. ★ Alltsvo — það eru ekki ein- göngu þeir heppnu, sem hljóta hnossin í Byggingarhappdrætti ÆF, heldur einnig — og ekki síður — þeir duglegu. Alltsvo — þið eruð með á nótunum. Krímferðin kemur í hlut þess, sem verður söluhæstur yfir allt landið. En svo fá þeir, sem selja flesta miða — 1. í Reykja- vík, 2. á Suður- og Vesturlandil og 3. á Norður- og Austurlandij — ókeypis ferð og uppihald á: Eystrasaltsmótið, sem haldið verður í júlí í sumar. Eystra- saltsmótið er alþjóðlegt æsku- lýðsmót, sem haldið er árlega ’.við eina af fegurstu baðströnd- um Evrópu — Eystrasalts- ströndina. Þið eruð með á nótunum, sögðum við. . . Hafið þið annars veitt því athygli, að Byggingarhapp- drætti ÆF býður upp á 15 — fimmlán utanlandsferðir. . .? Sem vinningar í sjálfu happ- drættinu eru fimm utanlands- ferðir fyrir tvo — og sem sölu- verðiaun eru þrjár utaniands- ferðir fyrir einstaklinga og ein fyrir tvo. . . Samtals «fimmtán einstaklingar fá ókeypis iysti- reisu út i heiminn fyrir að kaupa eða *— og ekki síður — að seija miða í Byggingarhapp- drætti ÆF. Þeir sem ekki telja sig h"fa möguleika á að verða hæstir, hafa líka að einhverju að keppa. Hver ÆF-deild mun verðlauna þrjá söluhæstu einstaklingana í sínu umdæmi. ÆFR mun veita

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.