Þjóðviljinn - 05.08.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. ágúst 1960
Framhald af 8. síðu.-
ágreining tveggja kynslóða
en tveggja manna“, segir
hann og lítur á sjálfan sig
sem fulltrúa hinna ungu og
upprennandi. Hann skýrir af-
stöðu eldri kynslóðarinnar,
sem ól6t upp við mannúðar-
leysi, en drekkur svo í sig
laugsanir nýs tíma, þar sem
mannúð kemur í stað hörku
og smælingjunum og réttind-
xim þeirra meiri gaumur gef-
inn. ,,En nú er því svo farið
með flestar andlegar hreyf-
ingar“, segir Nordal, „að þær
ganga i bylgjum, svo að
meira eða minna ardlegar
stefnur hefjast til valda á
-vixl“. Og „vér stöndum á ein-
nm slíkum tímamótum nú“,
segir hann. „Síðustu 50 árin
hefur heimurinn stefnt að
meira frelsi, skilningi, mann-
úð, o. s. frv. Þessi stefna
hefur gert sitt gagn, og nú
er hún farin að gera tjón.
Hún er komin út í öfgar“.
„Svo það er þá burt frá
frelsinu, skilningnum og
mannúðinni, sem við eigum
að stefna,“ segir Kvaran
í svargrein sinni, lýst ekkert
meira en svo á blikuna og
bætir við: „Það fer að hafa
sína kosti að vera gamall, ef
þætta á að verða steinan, sem
sú kynslóð viðurkennir, er
nú er að taka við, eins og
S. N. fullyrðir“. Hann er ekki
alveg inn á því, að fyrirgefn-
ingin sé úrelt fyrirbæri. Hann
vitnar til nýafstaðinnar
heimsstyrjaldar. „Beztu og
vitrustu menn veraldarinnar
eru nú að reyna að verja vits-
munum sínum til að græða
hin djúpu sár þjóðanna",
segir hann. „Og þeir sjá eng-
in önnur ráð en niðurfall
saka, að svo miklu leyti, sem
unnt er. Þeir sjá engin önn-
ur ráð en reyna að uppræta
ofbeldisviljann og hefndar-
hugann. Þeir sjá engin önnur
ráð en að kenna mönnum að
fyrirgefa".
Þar sem synd og fyrirgefn-
ing er efst á dagskrá, þá
'kemur 'vitanlega fljótt að því,
að hin guðlegu öfl, sem
stjórna heiminum, beri á
góma, því að afstaðan til
fyrirgefningar verður að
'byggjast á þekkingunni á
vilja hans. í fyrstu grein
sinni hefur Nordal þegar um-
ræður um eiginleika guðs.
Hann vitnar til hinna þjóð-
frægu orða Kvarans í Gulll,
að guð sé i syndinni, sem
hann telur vafalaust að skilja
beri svo, „að syndin sé tóm
missýning, og í raun og veru
engin til“. En Nordal er al-
veg á móti þessum guði, sem
er í synd, sem ekki er til, og
telur, að með þeirri kenningu
sé verið að létta af mannin-
um ábyrgð gerða sinna. Hann
stillir gegn honum öðrum
guði, sem hann fúslega viður-
kennir að sé hans eigin hug-
smíð. Og sá guð er ekkert sí-
fyrirgefanidi og alltþolandi
gamalmenni: „Mér er tamast
að hugsa mér guð sem unga
hetju, sem berst blóðugur og
vígmóður, en ljómandi af von
og, þrótti, við dreka hins
illa ...... Hann fyrirgefur
ekki, en sæla vor er að kom-
ast á það stig, að hann þiggi
lið vort. Hann hegnir ekki,
en ef vér leggjumst á móti
honum, neyðist hann til að
berjast við oss“.
Kvaran tekur upp vígfima
vörn fyrir sinn guð í synd-
inni og ber þar fyrir sig
bæði Krist og Pál postula og
auk þess Ingu nokkra, sem
eitt sinn var vinkona Willi-
ams Steads og talaði síðan
við hann úr öðrum heimi.
Kvaran trúir á einn sannan
guð, sem er höfundur syndar-
innar, svo sem alls annars í
þessum heimi. Hann telur, að
það hafi verið „óumflýjan-
legt að syndin komi inn í
mannlífið hér á jörðu“. „Hver
gat lagt slíka nauðsyn á
herðar einvöldum guði?“ spyr
Nordal í næstu grein og held-
ur fast við sinn unga og vig-
reifa guð og dreka hins illa,
sem berst við hann til eilífð-
ar, svo að ekki má á milli
sjá. Að skoðun Einars er
syndin eiginlega ekkert ann-
að en hlykkir á leiðinni til
„frelsisdýrðar guðs barna“,
og eins og gerist með aðrar
hlykkjóttar leiðir, þá liggur
leiðin stundum í þveröfuga
átt við lokatakmarkið. „Er
hægt að fara í þveröfuga átt
innan guðs?“ spyr Nordal þá,
en fær aldrei neitt beint svar.
Nordal og Kvaran voru
báðir hinir mestu íþrótta-
menn í orðsins skylmingalist.
Kvaran virðist standa miklu
betur að vígi. Lífsskoðun
hans er heilsteyptari. Sem
barn drekkur hann í sig skoð-
un og trú kirkjunnar á hinn
eina sanna guð, sú trú virð-
ist að vísu eitthvað hafa
laskazt um skeið í hugmynda-
byltingum samtíðarinnar, en
hann smíðar hana upp að
nýju og samsamar hana
raunhyggju og mannúðarhug-
myndum aldamótanna. Kvar-
an hafði unnið að því áratug-
um saman af djúpri alvöru
að afla sér sinnar lífsskoðun-
ar og verður sér úti um efni-
við bæði frá þessu og öðru
lífi. En Nordal er aftur á
móti nánast anarkisti á trú-
fræðilegu sviði og er þar á
ofan í uppreist gegn sínum
anarkisma. En af mikilli
íþrótt færir hann sér í nyt
þá staðreynd, að því heil-
steyptari sem guðshugmynd-
ir eru, þvl röklausari eru
þær í innsta eðli sínu.
En þrátt fyrir listfengi og
alvöru þessara andans manna
í átökum eínum um lögmál
tilverunnar og þrátt fyrir
það, með hve miklum áhuga
var fylgzt með deilum þeirra,
þá leyfi ég mér að fullyrða,
að í öllum þessum ritgerðum
þeirra samanlögðum fyrir-
finnist ekki ein einasta setn-
ing, sem hægt væri að vísa
til sem spekiyrða í sambandi
við var.damál nútíðarinnar,
og þrátt fyrir allan yfirborðs-
áhuga á orðaskiptum þeirra
varð maður þess aldrei var,
að nokkur hugmynd, sem þar
er sett fram, væri talin varpa
nýju Ijósi á nokkurt einasta
svið mannlegs lífs, Þetta get-
ur hver maður sannfært sig
um á þann einfalda hátt að
lesa nú allar ritgerðirnar á
nýjan leik. Þetta innihalds-
leysi ritgerðanna er sannar-
lega merkilegt rannsóknar-
eí'ni út af fyrir sig, og skul-
um við nú athuga það lítils-
háttar.
III.
Það er ekki vandfundið,
hvar feyran liggur, sem gerir
það að verkum, að megnið af
rökle:ðslum þessara forustu-
manna í íslenzkum bókmennt-
um renna út í sandinn. Eitt
dæmið, sem Nordal velur sér
að sanna móralskar veilur
fyrirgefningarboðskapar Kvar-
ans, varpa þar skýru ljósi.
Lögfræðingur rokkur í
Reykjavík segir Nordal frá
fjárg'æfrum einnar íslenzkr-
ar peningastofnunár, og „sög-
urnar voru svo hræðilegar, að
hárin risu á Ihöfði mér“, segir
Nordal. En það var ekkert
aðhafzt í málinu; Og Nordal
álítur, að orsök athafnaleys-
isins sé sú, „að lífsskoðun
almennings stefnir öll að
vorkunnsemi. Yfir allt er •
breidd blæja, þar sem kær-
leikur kann að vera uppi-
staða, en kæruleysi er áreið-
anlega ivafið“.
Hver einasti maöur, sem
einhvern snefil hefur af þékk-
ingu og skilning á þjóðfé-
lagsþróun og þjóðfélags-
ástandi þessara tíma, myndi
skilja, að hlífð við fjármála-
svindlara er af allt öðrum
toga spunnið en rangsnúinni
fyrirgefningarhneigð. Það er
hreint og beint hið hrópleg-
asta guðlast að ræða um
kærleika, miskunnsemi fyrir-
gefningu og aðrar andlegar
dyggðir i sambandi við nefnt
fyrirbæri. Skýring fyrirbæris-
ins er einfaldlega sú, að í
uppsiglingu er ný stétt, og
sú stétt heldur réttarfarinu
í landinu í sínum höndum.
Og nauðsynlegur grundvöllur
þeirrar stéttar er svindl og
brask i misjafnlega áberandi
myndum. Það má líta á það
til nokkurrar vorkunnar, að
hið grófgerðara svindl ís-
lenzkrar fjáraflastéttar var
þd ekki orðið það daglegt
brauð, sem það er nú, þegar
svo er komið, að öndvegis-
maður íslenzkra menntamála
lýsir þvi opinskátt yfir, að
það sé með öllu ókleift að fá
hæfa menn t’l að stjórna
þessu landi, ef allir fjár-
svindlarar væru teknir úr
umferð, það eru nefnilega
þeir, sem skipa veldisstólana
(sbr. helgirabb Alþýðublaðs-
inn 24.. júli sl.). Nú er sann-
arlega svo komið, að annað-
hvort er að vera svo svalur,
að hárin haggist ekki á
höfði manns, hvað sem á dyn-
ur, eða þau hljóta að venj-
ast beint upp i loftið. Og
Kvaran er ekki næmari á
stéttarfyrirbærið en svo, að
honum hugkvæmist ekki að
nappa Nordal á þessum um-
mælum. Þegar Nordal telur
mannúð'na komna út i öfgar
á íslandi, svo að hún hafi
leitt til fyrirgefningar stór-
brotinna glæpa, þí er risið á
íslenzkri þjóðfélagsmannúð
reyndar ekki hærra en það,
að foreldrar, sem ekki er
kleift að sjá fyrir uppeldi
barna sinna, eru sviptir al-
mennum borgararéttindum,
ef þeir leita opinberrar hjálp-
ar til að risa undir foreldra-
skyldum sínum. Og ekki skil
ég annað en að hárin á höfði
Nordals hefðu fengið ástæðu
til að reisa sig nokkrum
sinnum, ef hann hefði kom-
izt í persónuleg kynni við þá
,,mannúð“, sem fátækrafull-
trúar í Reykjavík gátu haft
til að auðsýna skjólstæðing-
um sínum á þeim árum og þá
ekki síður á árunum eftir
1930. Og Kvaran er svo f jarri
skilningi á eðli þjóðfélagsafla
þeirra tíma, að hann rekur
rætur heimsstyrjalda til hat-
urs og hefndarhuga.
Annars er Kvaran nær
vandamálum mannkynsins á
þessum árum. Smásögur hans
voru margar helgaðar oln-
bogabörnum lífsins og marg-
ar þær beztu. Og nokkru áð-
ur en hárin tóku að rísa á
höfði Nordals út af fjár-
málasvindli, dregur Einar
fram sýnishorn af glæpum
nýrrar stéttar i skáldsögunni
Gull, þar sem stólpi útgerð-
framkvæmdar svindlar sér út
skoðunarvottorð á ósjófært
skip, sem ferst svo með rá
og reiða. I þeirri sögu kem-
ur líka fram eldheit uppreist
gegn svindlinu. Síðan birtist
tKvaran ekki inni á þeim
brautum. Hann virðist hafa
til að bera skilning og til-
finningu fyrir því, sem er að
gerast, en hann á hvorki
þann baráttueldmóð, kjark né
karlmennsku, sem til þess
þurfti að leggja til opinnar
orustu við glæpaöflin. Eftir
því sem á líður ritferil hans,
flýr hann æ meir umhverfi
hins umkomulausa og fátæka,
velur ekki aðeins eilifðar-
landið meir og meir að vett-
vangi sagna sinna, heldur fer
hann meir að velja efnað fólk
í aðalpersónur, eins og Nor-
dal bendir á í ritgerðinni
Undir s'iraumhvörf. „Sums
staðar virðist auðurinn vera
áburður, sem á að gera gang-
verk sögunnar mýkra og
skáldinu auðveldara að
stjórna þvi“, segir hann. Það
gæti líka hugsazt, að Kvaran
hafi vitandi eða óvitandi ver-
ið að forðast vettvang hins
daglega lífs hins venjulega
alþýðumanns til að ie.oast
ekki inn í uppgjör mála, sem
honum voru ekki geðfelld eða
hann kynokað sér við að
kryfja til mergjar.
'Hér í liggja veilur kapp-
ræðunnar milli tveggja þeirra
andans manna á íslanúi, sem
einna hæst bar og mest var
litið upp til af hugsandi Is-
lendingum á þr.ðja tugi 20.
piHar. *>eir ræða um vanHq-
mál lífsins utan þess vett-
vangs, þar sem vandamálin
liggja, og sniðganga frum-
vaka þeirra afla, sem stjórn-
að hafa framvindu mála í
gegnum kreppur, heimsstyrj-
aldir og sprengjuhótanir allt
til þessa dags og fram til
óráðinna endaloka auðvalds-
tímabilsins. Þeir ha'da sig
órafjarri öllum hugleiðingum
um þjóðfélagsþróun, stétta-
baráttu, þjóðfélagsform. Þeir
ræða almennt um mannssál-
ina án tengsla við umhverfið
að öðru en því, sem hún er
tjóðruð við óræð öfl eilífðar-
blámans.
I formála að nýútkomnu
ritgerðarsafni eftir Þórberg
Þórðarson kemst Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur
svo að orði: „Fram að fyrri
heimsstyrjjöld má heita,. að
ísland eigi hvorki borgara-
stéít né borgaraléga ménn-
ingu í evrópskum skilningi.
Fyrir þessar sakir áttu is-
lenzkir menntamenn lítinn eða
engan stéttarlegan hljóm-
grunn í heimalandi sínu. All-
ar andlegar hugmyndir hinn-
ar evrópsku borgarastéttar, er
íslenzkir menntamenn fengu
nasasjón af erlendis, fengu
því ekki fest hér rætur að
ráði. Skýrasta dæmið um það,
hvernig fór fyrir erlendum
menningarhræringum hér á
landi, eru örlög Verðandi-
niannanna íslenzku".
Þetta er rétt að hafa í huga
í sambandi við ritdeilu þeirra
Nordals og Kvarans. Verð-
andi-stefnan eða raunsæis-
stefnan festi aldrei rætur í
íslenzkri menningu, og braut-
ryðjendurnir hverfa af sviði
boðunarinnar. iBertel og Gest-
ur falla frá fyrir aldur fram,
og Gestur hafði síðustu árin
leitað af íslenzkri grund með
boðun sína. Raunsæi Hannes-
ar varð fyrst og fremst und-
irspil við framfarastefnu í
þjóðfélagsathöfnum, þar sem
hann sjálfur hafði forustu-
hlutverki að gegna. Og í Ein-
ari lifa áhrif raunsæisstefn-
unnar til æviloka. I Gulli er
hann á brautum iEmils Zola
að fletta ofan af spillingu
borgarastéttarinnar, og þótt
hann heykist á því að henda
sér út í baráttuna gegn
henni, þá á raunsæið svo
sterkar rætur í sál hans, að
hann er ekki í rónni, fyrr
en liann hefur fundið henni
fast land undir fótum hinum
megin dauðadjúpsins. Kvaran
á mikla afsökun í því, að
stefna hans, sem átti rætur
í háþróuðum auðvaldsríkjum,
fékk hér á landi „engan etétt-
arlegan hljómgrunn“, eins og
Sverrir segir, í þjóðfélagi,
sem átti enga og mun aldrei
eignast neina menntaða borg-
arastétt. Hugmyndabylting
raunsæisins nær ekki að festa
rætur hér á landi, 'fyrr en
hún rennur í eitt við hugsjón-
ír sósíalismans, fær hljóm-
grunn í hugum verkalýðs-
stéttarinnar, en veldur
hneykslun í brjóstum þeirra
borgara, þar sem Nordal og
Kvaran eru fyrst og fremst
að leita að hljómgrunni fyr-
ir sinn boðskap.
En við skulum ekki láta
okkur ,sjást yfir það, að það
merkilegasta við ómerkileg-
heit kappræðna þeirra Nor-
dals og Kvarans er sú stað-
reynd, að hér eigast við for-
ustumenn í menntun íslenzkr-
ar borgarastéttar þelrrar tíð-
ar, víðlesnir og hámenntaðir,
listfengir og skýrir í hugsun.
Fátækt þessara ritsmíðá
þeirra er því ekki vitni per-
sónulegrar örbirgðar, he’dur
er hún vitnisburður um menn-
ingarstig þsirrar borgara-
stéttar, sem hefur leitt is-
lenzkt þjóðlíf til þeirrar nið-
urlægingar, að engum Islend-
ingi hefði dottið í hug, að
orðið gæti raunveruleiki hér
á landi á þeim árum, þegar
Nordal og Kvaran eru að
'brjóta til mergjar lögmál
mannúðar og fyrirgefningar,
eilífðarinnar og almáttugs
guðs.