Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJ ÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. ágúst 1960 Opinberir starfsi^Hn ^aj verkfall í Færeyjum í dag I dag hefst í Færeyjum vcrk- fall opinberra starfsmanna sem samtök þeirra hafa boðað til að Mál norska sjé- mannsins afhent norskum démstól í grær lauk réttarhöldunum í morðmálinu á Seyðisfirði og- kom ekkcrt nýtt fram í þeim yfir- heyrslum. í gær varð að sam- komulagi milli dómsmálaráðu- neytisins og norska sendiráðsins, að norski sjómaðurinn, sem gTunaður er um að hafa ráðið félaga sínum bana, skyldi af- hentur norsku lögreglunni tii dómsrannsóknar. Norska eftirlitsskipið Garm kom til Seyðisfjarðar í gær og setti þar í land tvo sjóliða, er tóku við ákærða og var hann fluttur um borð í skip sitt, Siannöy, er mun flytja hann til Álasunds í fylgd sjóliðanna. Lík hins myrta kom til Seyðis- isfjarðar í gær úr krufningu í Reykjavík og var það einnig tiutt um borð í. Sjannöy. Lét skipið síðan úr höfn í gærkvöld og mun sigla beint til Álasunds, en útgerðin bauð skipstjóranum að hætta þegar veiðum vegna þessa atburðar. þótt skipið hefði okki fengið nema 7—3 hundruð tunnur af 2000 tunnum, er það ber. knýja fram kröfur um launa- hækkanir. Færeyska landstjrnin hafði ætlað að forða verkfallinu með því að láta Lögþingið samþykkja alménna launahækkun opinberra starfsmanna, en þingið felldi í gær frumvarp stjórnarinnar þess efnis, og samtök starfs- mannaanna boðuðu þá þegar til verkfalls. Lögþingið samþykkti hins vegar að kjósa launamála- nefnd sem tæki allt launakerfið til endurskoðunar og skal hún skila áliti eigi síðar en í janúar næsta ár. Verði verkfall Opinberra starfsmanna algert, sem horfur eru á, má búast við að allt at- hafnalíf í Færeyjum lamist vegna þess. Þjóðviljanum hefur borizt svofelld frétt frá Ragnari Jóns- syni hrl. Hinn 27. júlí 1959 birtist grein í Mánuda.gsblaðinu undir fyrirsögninni „Kakali skrifar: f hreinskilni sagt.“ í grein þess- ari var veitzt að Innflutnings- skrifstofunni og forstöðumönn- um hennar. Forstöðumenn Innflutnings- skrifstofunnar höfðuðu mein- yrðamál gegn ritstjóra blaðs- ins, Agnari Bogasyni. Dómur hefur nú gengið í málinu í bæjarþingi Reykjavíkur. Voru 'hin meiðandi ummæli dæmd dauð og ómerlc og ritstjórinn dæmdur i 2000 króna sekt til ríkissjóðs og til vara 10 daga varðhald Hanri var ennfremur dæmdur til gréiðsíu málskostn- aðar. Hafnarf jarðarbær fær Hafnarfjarðarbær vinnur nú að endurnýjun vélakosts síns og öflun nýrra, stórvirkra vinnu- véla. í vikunni fékk bærinn m.a. afhentar tvær öflugar vélar. flutningatæki sem munu geta flutt allt að 10 lestum jarðvegs : senn. Flutningavélar þessar hafa ýmsa kosti fram yfir venjulegar vörubifreiðir, en einkum þann kost helztan að vélarnar eru FiskiraBnsóknarleiðangur Framhald af 12. síðu. aðarilaginn sem fiskurinn er veiddur, veiðistaður, dýpi, veiðarfæri og nafn skipsins ng heimahöfn Þess. í þessum leiðangri voru merktir 1444 þorskar, 1851 ýsur og 3197 skarkolar, sam- ta-ls 6192 fiskar. Samanburður á afiamagni Þá var fiskur, sem ekki var kvarnaður eða merktur, mæld- ur eða talinn, svo hægt sé að reikna út meðallengd og lengd- ardreifinguna á hverjum stað. Þá verður einnig reiknaður út fjöldi fiska á tcgtíma, til að gera samanburð við aflamagn undanfarinna ára. botnvörpu hvað þetta snertir. Þetta gildir þó fyrst og fremst með bolfisk, því þær flatfisk- tegundir hér við land, sem verulegu máli skipta,. eru svo breiðar að möskvastærð hlífir þeim ekki eða lítið fyrr en hún er orðin Það mikil að mestallur bolfiskur mundi sleppa í gegn. Vegna þessara síðastnefndu til- rauna var allur fiskur mældur meðan þær stóðu yfir, en það var meirihluta leiðangursins. Þann’g voru meðhönilaðir 85729 fiskar í leiðangrinum (kvarnaðir, merktir, mældir og taldir). Auk beinna rannsókna á fiski var sjávarhiti mældur á togstöðvunum og einnig var nokkru safnað af svifi. mun sparneytnari og því ódýrari ■ rekstri. í akstri eru vélarnar mjög liprar. Hinar nýju flutningavélar Hafnarfjarðarkáupstaðar munu fyrst um sinn leigðar þýzku firma, sem samið hefur um rétt til útflutnings vikurs eða hraun- gjalls úr landi Hafnarfjarðar. Verða vélarnar notaðar til að flytja vikur um borð í skip, sem s'ðan mun flytja hann til Þýzka- lands. Síðar er ætlunin að vél- arnar verði notaðar til flufninga sambandi við uppfyllingu í höfninni. Veiðisvæði drag- notabáta stækkað í framhaldi af fyrri ákvörðun ráðuneytisins um dragnótaveið- ar í Faxaflóa, hefur ráðuneytið með hliðsjón aí breyttri afstöðu hreppsnefndar Miðneshrepps í málinu, ákveðið, að veiðisvæði Faxaflóabáta skuli stækkað þannig, að svæðið takmarkist að sunnan af línu úr Gerðistanga- vita um punktinn 64° 8’ norður- breiddar og 22° 42’ vesturlengd- ar í Garðskagavita og siðan af línu réttvísandi vestur frá hólm- anum Einbúa í Ósum. (Frétt frá sjávarútvegsmála- ráðuneytinu). f fyrrinótt var sofandi manni bjargað frá bráðum bana á síð- ustu stundu. er eldur hafði kviknað í rúmfötum lians út frá logandi vindlingi. Gerðist at- burður þessi í kjallaraherbergi að Mánagötu 4 hér í bæ. Á hæðinni fyrir ofan býr Birgi.r Th. Björnsson. Um kl. tvö um nóttina vaknaði kona hans upp við mikla reykjastybbu og vakti Birgi. Hann brá þegar við og hljóp niður í kjallarann og brauzt inn í herbergið, þaðan sem reykurinn kom, en þar býr einhleypur maður. Maðurinn lá steinsofandi á legubekk en eldur var kviknaður í rúmfötum hans og bekknum. Birgir bjargaði manninum þegar út og hafði hánri ekkért sakað, hvorki af eldinum né reyknum. Var hann drukkinn og hafði sofnað út frá logandi sígarettu. Birgir fór síðan aítur inn í herbergið og hafði að mestu ráð- ið niðurlögum eldsins, er slökkvi- liðið kom á vettvang. Drukkni maðurinn var fluttur á lögreglu- stöðina. en betta er í annað sinn, USA hótar nýsum kjarnatilraunum Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi á fundi með blaðamönnum í Washington í gær, að Banda- ríkin gætu ekki beðið enda- jaust eftir niðurstöðu af við- ræðum stómeldanna um 'bann við tilraunum með kjarnavopn og gaf hann í skyn að Bar.da- rikin myndu brátt hefja slíkar tilraunir á nýjan leik. sem það kemur fyrir, að harin sofnar út frá logandi sígarettu og kviknar í út frá henni. Birgir var fluttur á slysavarðstofuna, en hann var miður sín af völd- um reyksins í herberginu. Ferð Ferðafélags- Islands austur í Dyrhólaey Ein fegursta slutt leið á öllu Suðurlandi cr um Eyjaf jalla- sveitina. Á laugardaginn kemur efnir Ferðafélag íslands til hálfsannars dags ferðár austur í Vík í Mýrdal. Farið verður ú.r bænum kl. 2 e.h. Á austurleið verða þessir staðir skoðaðir m.a.: Seljalands- foss og Gljúfrabúi, Rútshellir, Vík í Mýrdal, en ráðgert er að eista í tjöldum úti í Dyrhólaey. Á sunnudag verður ekið að Skógafossi og dvalizt þar um =tund, síðan ekið vestur fyrir Seljalandsmúla og upp í Fljóts- hlíð og inn að .Mögugilshelli við Þórólfsfell og hann skoðaður. Auk þess gengið að hinu fræga og ægidjúpa Bleiksárgljúfri skammt vestan við Barkarstaði. Að lokum verður, ef dagur end- ist til, ekið niður í Þykkvabæ í heimleiðinni. Öll er þessi leið gullfalleg og sérkennileg, ein sú fegursta, sem hægt er að íara á einum og hálf- um degi. Auk áminnstrar ferðar yerð^, svo farnar hinar venjulegu þrjár helgarferðir: i Þórsmörk, í Landmannalaugar og á Hvera- velli og Kerlingarfjöll. Gesslavlrk úrgangsefnf springa í Boston í Sprenging varð í gær í geisla- virkurn úrgangsefnum í höfninni í Boston á austurströnd Banda- ríkjanna. Úrgangsefnin voru höfð í fjórum stálgeymum sem stóðu á trébryggju í höfninni, en þaðan átti að fiytja þá á haf út og sökkva þeim. Eldur kom upp í bryggjunni og sprungu geymarnir við hitann. Nokkrir slökkviliðsmenn slöngvuðust 25 m í Ioft uPP við sprenginguna og særðust tveir þeirra lífshættu- lega. Eftir rúma klukkustund tókst að slökkva eldinn, en bryggjan og næsta nágrenni hennar var girt af og skiltuni komið fyrir sem vöruðu menn við geislunarhættu. Rannsókn á möc’ ;vastærð í þessum leiðangri voru rannsóknir á möskvastærð ntcranknar og sýíidu þær að •stórrið’rar vörmir sleppa meiri- iduta af smáfiski í gegn. Sama máli gengir með dragnót og kkvallabiur Skrifstofa Þingvallafund- arins er í Mjóstræti 3 II. hæð. Sími 2-36-47. Opið alla virka daga frá kl. 10 til 19. Allir hernáms- andstæðingar eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna og leggja fram lið sitt við undirbúning. Framkvæmdaráð. XX X RNKIM KHAK! ] Þórður er alltaf að brjóta heilann umi hvað Lupardi ætlist fyrir og hann er ákveðinn í að hafa sem minnst samneyti við hann. Lupardi sagði: „Mér sýnist svo að þú sért að velta fyrir þér hvað ég hafi í hyggju. Ekki satt? Ég vil taka það fram í upphafi að ég hef ekkert illt í huga. Þvert á móti, Mig langar til að ala þessa fiska upp í sjó, en uppeldi þeirra gæti haft gífurlega mikla þýðingu fyrir mannkynið." Þórður hristi höfuðið. Nei, hann vildi ekkert hafa með þetta að gera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.