Þjóðviljinn - 12.08.1960, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.08.1960, Síða 5
Föstudagur 12. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (S Hvernig verða fiskiskipin 1975 Þeir deyja ungir í USA VerSur fiskaS með kafbáfum, eða verSa tvibolungar vinsœlusfu skipin? Fiskiskip ársins 1975, hvort sem um veröur að ræða ofansjávarskip eða kafbáta útbúna með sjónvarpstækj- um eða kjarnorkuhitun, munu verða geysiiega afkasta- rnikil, ef áætlanir um aflaaukningu eiga að standast. í nýútkomnu 2. bindi ritsins „Fiskiskip heimsins“ er gert ráð fyrir að eftir 15 ár verði landað 60 milljónum lesta af fiski árlega, eða helmingi meira en nú er gert. Þetta nýja rit er grundvall- að á niðurstöðum „Annarrar alþjóðlegu fiskiskiparáðstefn- unnar", sem haldin var í Róm í aprílmánuði í fyrra. Ritstjóri bókarinnar er Jan-Olaf Traung, forseti fiskiskipadeiid- ar Matvæia- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ritið er rúmlega 800 blaðsíður með 800 myndum og 190 samanburðartöflum. Það er byggt á umræðum og skjöl- um ráðstefnunnar og hefur einnig að geyma upplýsingar um þróunina síðan ráðstefnan var haldin. Misjöfn fiskveiðitækni Sérstakur kafli í ritinu fjall- ar um „Fiskiskipin 1957“. Þar fullyrð’r aðalskipaverkfræðing- ur FAO, að enn sé gifurlegur mismunur „milli hinna góðu Bannað að minn- ast Hirosima í Vesfur-Berlín Lögreglan í Vestur-Berlín handtók 21 mann síðastliðinn laugardag. Handtökuorsökin var sú, að fólkið hafði tek- ið Þátt í fjöldagöngu til að minnast þess að 15 ár voru liðin frá kjarnorkuárásinni á Hirosima. fiskimanna, er hafa góð veiði- tæki og veiða allt upp í 100 iestir á ári, og fiskimanna vanþróuðu landanna, er veiða aðeins hálfa lest á ári á hvern starfandi sjómann. „Fiskveiðitækninni hefur fleygt fram, og gerðar hafa verið margar vel heppnaðar ti’raunir með ýmiskonar nýj- ungar, sem enn hafa ekki verið teknar til almennrar notkunar við f:skveiðar“, segir verk- fræðingurinn ennfremur. „Við getum nefnt nokkrar af þessum nýjungum: með stökum ljósaútbúnaði er hægt að lokka fiska í veiðarfærin, — með rafmagni, sveiflum og bergmálsáhrifum í sjónum er hægt að stórauka veiðina, — stórvirkar dælur, sem dæla fiskinum upp úr sjónum, hafa verið fundnar upp, — Hægt verður að sjónvarpa legu veið- arfæra í djúpinu, og síðan má hagræða þeim í samræmi við stefnu fiskitorfanna, sem einn- ig siást í sjónvarpinu, — þá verðiir hægt að stunda veiðar á kafbátum undir heimskauta- ísnum, — hægt verður að auka uppstreymi í sjónum með kjarnorkuhitun, lengja má geymslutíma fisks með þvi að nota kældan sjó, með geislun o.£l.“ TvífcMungur sem fisldskip Til þess að geta nýtt þess- ar nýju aðferðir, er nauðsyn- V erklýðssaoiböndín í Bretlaudi vilja afnáni kjarnorkuvopna Ganga í berhögg við hina nýju stefnu Verkamannaflokksins í varnarmálum Þeim verkalýðssamtökum fjölgar nú stöðugt í Bret- landi, sem krefjast þess að Bretland afsali sér kjarna- vopnum, hvað sem önnur ríki gera í þeim efnum. Þetta kemur fram í ályktunum hinna ýmsu verkalýðs- sambanda, en ályktanirnar eru samdar til að leggja fyrir þing allsherjar-verkalýðssambandsins, sem kemur saman í september. Tíu sérsambönd, þar á með- al hið fjölmenna Flutninga- verkamannasamband, hafa sent frá sér ályktanir um ein- liliða kjarnorkuafvopnun. Enn- þá hefur ekkert verkalýðs- samband samþykkt ályktun, þar sem fallizt er á hina nýju stefnu Verkamannaflokksins í hermálum. í hermálastefnuskrá Verka- mannaflokksins er að vísu lagt til að Bretar hætti framleiðslu kjarnavopna, en hinsvegar er því ekki hafnað að Bandarík- in búi brezka herinn slíkum vopnum. Ef afvopnunarstefnan verð- ur ofáná á þingi verkalýðs- sambandsins í næsta mánuði, mun forysta Verkamanna- flokksins lenda í miklum vanda á flokksþinginu, sem hefst mánuði síðar. Verkalýðssam- böndin eru meðlimir í Verka- mannaflokknum og ráða því yfir geysimiklu atkvæðamagni. Fulltrúar þeirra verða því mikils ráðandi á flokksþinginu. Samband námuverkamanria hefur tilnefnt formann sinn, kommúnistann Will Peynter, í eitt þeirra sæta, sem nú eru laus í stjórn allsherjarverka- lýðssambar.dsins. Ekki er tal- inn neinn vafi á því að Peynt- er nái kosningu, og verður stjórnin skipuð kommúnista í fyrsta sinn síðan árið 1949. legt að gjörbreyta gerð fiski- skipa, segir Traung. „Tvíbol- ungar, þ.e. skip er fljóta á tveim flotholtum, hafa undan- farið náð mikilli hylli meðal skipaverkfræðinga og fiskveiði- fræðinga. Byggingarlag þeirra gerir þeim kleyft að ná mjög miklum hraða, og þilfarið, sem er eins og brú milli flotho.lt- anna, verður hlutfallslega stórt, en byggingakostnaður tiltölulega litill. Fiskiskip framtíðarinnar þurfa nauðsyn- lega að hafa mikið þilfarsrými fyrir hin nýju veiðarfæri, og þess vegna er líklegt að skip með þessu byggingarlagi verði mikið notuð til fiskveiða í framtíðinni“, segir skipaverk- fræðingurinn ennfremur. Kafbátar hafa undanfarið siglt undir heimskautaisinn, og ef eins mikið er af fiski í köldum • sjó, eins og álitið er, þá eru fyrirsjáanleyar ff-’i- veiðar á kafbátum ur.;I:r :::n- um. „Rússar hafa þ"gar toI:’“ i notkun hafrannsóknar-kafbát, og önnur ríki hafa á prjó....v um fyrirætlanir ur ’íði slíkra skipa. Kaftrt"’" c”u mjög gagnlegú til að saka lifnaðarhætti f’=k" i út- höfunum, t.d. í hit?.be,*,',hö.c- um. Einnig eru þeir ’T’uðr”:’- legir til fiskileitar undir heim- skautaísnum, og til þess að kanna hvort það muni borga sig að stunda fiskveiðar á kaf- bátum í framtíðinni.“ Önnur þróunaratriði í al- mennum skipasmíðum munu einnig geta haft áhrif á gerð fiskiskipa ársins 1975, segir Traung. Miklar framfarir eru einnig nauðsynlegar í geymslu fiskjar. í framtiðinni verður hægt að skipa afla skipanna upp með miklum hraða í ílát sem farið verður með rakleið- is til smásölukaupmannanna, þannig að fiskurinn velkist ekkert í meðförum og engin ólykt myndist í fiskihöfnum. Skuttogarar í ritinu er einnig fjallað um nýju skuttogarana, sem leysa munu gömlu hliðartogarana af hólmi. Birtar eru skrár með niðurstöðum um rannsóknir, sem gerðar voru með þýzkan skuttogara. Þær sýna að veiðar á slíkum togurum - eru mun fljótvirkari og arðbærari en með gömlu aðferðinni. Þá er skýrt frá því í 'bók- inni, að flest fiskiskip nú á dögum séu ennþá lítil — eða milli 80 og 90 fet á lengd, og smiðiskostnaður þeirra um 100.000 dollarar. En jafnframt eru þessi fiskiskip of þung. Þessi skip eru flest byggð úr tré og samkvæmt lögmálum um að skipið sé þeim mun ör- uggara, sem viðurinn er þykk- ari. Gerð hefur verið rannsókn á þykkt byggingarefn- isins og öryggi slíkra báta. t ljós kom, að 40 prósent danskra fiskibáta og 30 pró- sent sænskra báta eru mun þyngri en nauðsynlegt er. I ritinu eru einnig upplýs- ingar og teikningar af fiski- höfnum, vélaútbúnáði, veiðar- færum o.m.fl. Víða í Bandaríkjunum eru f jölskrúðugir bílakirkjugarðar. Mynd- iu sýnir einn slikan, og hafa dauðsföll bíla verið býsna tíð á þeim slóðum, því menn hafa gripið til þess ráðs að hrúga „líkunum“ hverju ofan á annað (í nxörg lög. Það er athyglisvert, að fjöldinn af þessum „líkum“ eru tiltölulega ný módel. Þeir deyja ungir bílarnir í USA. Versnandi efnahagsástand í Mið- og Suður-Ameríku Minnkandi framleiðsla á hvern íbúa Efnahagsþróunin í löndum Mið- og Suður-Ameríku var enn mjög hægfara árið 1959, segir í nýútkominni skýrslu Efnahagsnefndar S.Þ., fyrir Mið- og Suður-Ameríku. Efnahagsástandið hefur stöðugt farið versnandi í þess- um löndum síðan 1955, nema árið 1957. Efnahagsþróunin í Mið- og Suður-Ameríku á árunum 1955 -59 var aðeins örlitlu broti ör- ari en fólksfjölgunin, og með tilliti til framle;ðslu á hvern íbúa hefur aukningin minnkað úr 3,6 og 1,8 af hundraði ár- in 1955 og 1956 niður í 1,3 og 0,3 af hundraði árin 1958 og 1959. Við bætist að verð á út- flutningsvörum þessara landa hefur lækkað. Árið 1959 einkenndist efna- hagsástand;ð á svæðinu í heild —- og einnig í flestum hinna einstöku ríkja — af sívaxandi halla í vöruskiptaverzluninni við útlönd og minnkandi land- búnaðarframleiðslu á hvern íbúa. 1 báðum tilfellum koma til greina staðreynd’r sem gera baráttuna við dýrtíðina mjög erfiða. Landbúnaðarframleiðsl- an árið 1959 var á öllu svæð- inu aðeins 1,9 af hundraði meiri en árið 1958. Framleiðsl an fyrir, heimsmarkað jókst um 1,7 af hundraði og útflutn- ingsframleiðslan um 2,2 af hundraði. Á sama tíma nam fólksfjölgunin 2,6 af hundraði, þannig að framleiðslan á hvern íbúa var næstum 1 af hundraði minni en árið áður. í iðnaðinum er hins vegar annað upp á teningnum, en hann hefur allt frá stríðslokum verið sú atvinnugrein sem ör- ast hefur þróazt í Mið- • og Suður-Ameríku. Sama máli gegndi um síðasta ár. Argen- tina ein var undantekning, og var þar um að kenna langvar- andi vinnudeilum. Þær iðnað- argreinar sem örast hafa þró- azt eru framleiðsla olíu, stáls trjákvoðu, pappírs, málmiðnað- urinn og loks bílaiðnaður í Argentinu. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ.) 39000 nýjar skólastofur 39.000 nýjar skólastofur verða byggðar í Mexíkó, og er það liður í stórfelldri skóla- áætlun fræðslumálayfirvald- anna sem mun kosta alls 35.000 pesos (2800 dollara). Skólarnir verða byggðir um land allt — einn’g á svæðum sem eru mjög torkvæmileg og þangað sem flytja verður allt byggingarefni lengar leiðir á burðardýrum. Þar sem leiðin liggur um torsótt kjarr eða frumskóga hafa íbúarnir boð- izt til að gerast burðarmenn og taka þannlg beinan þátt í framkvæmd áætlunarinnar. (Frá upplýsingaskrifstoifu SÞ.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.