Þjóðviljinn - 12.08.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN —- Föstudagur 12. ágúst 1960
f auðma
Frainhald af 7. síöu.
þrisvar sinnum lægra. Það
mætti vitna í ummæli Pérez,
efnahagsmálaráðherra: Þjóð-
in er „sárfátæk að matvælum,
fatnaði, húsnæði og sam-
göngutækjum“. Að hverju er
hún þá rík? Jú, hún hefur
undir fótum einhverjar auð-
ugustu lendur heims, sem hún
getur ekki einu sinni látið
veita sér til fæðis og skæðis
vegna ásóknar framandi hræ-
gamma.
Hinar lögmálsbundnu krepp-
ur auðvaldsskipulagsins koma
einkarhart niður á lör.dum
með einhæfan þjóðarbúskap.
Yfirleitt hafa hráefni og
matvæli líka hneigð til að
lækka í verði gagnvart iðn-
aðarvörum. Enda þótt Argen-
tína sé þróaðasta land róm-
önsku Ameríku og iðnaðar-
framleiðslan sé nú orðin eins
mikil eða meiri að verðmæt-
um en landbúnaðarframleiðsl-
an, eru þó landbúnaðarafurðt
ir enn þá ríkjandi í útfluth-
ingnum (korn, kjöt og ull yf-
ir 60%). I árslok 1957 og á
árinu 1958 komst Argentína
í mjög erfiða aðstöðu. Kreppa
gerði vart við sig í Banda-
ríkjunum og yíðar, verð hrá-
efna féll á heimsmarkaðinum.
Verzlunarjöfnuður varð óhag-
stæður og erfitt að standa í
skilum við útlönd. I desember
1958 neyddist Frondizi for-
seti til þess að taka 329 millj-
ón dollara lán í Bandaríkjun-
um. En það -fylgdi böggull
skammrifi, því að ganga
varð að hinum svívirðilegustu
kostum. Skilyrði lánveiting-
arinnar voru þessi: gengis-
iækkun, afnám hafta á inn-
og útflutningi, hætta að
greiða niður neyzluvörur,
banna kauphækkanir, hætta
að styrkja taprekstur ríkis-
fyrirtækja í iðnaði. (Þetta
var sem sé „viðreisn“ í orðs-
ins nýjustu merkingu). Hið
yfirlýsta takmark var að
minnka neyzlu innanlands og
auka útflutning. Á eftir
þessum aðgerðum komu erleml
auðfélög í stórhópum og
buðu „aðstoð“ sina. Gerðir
voru samningar um athafna-
frelsi og þess háttar við
fjölmörg slík, einkum þó
olíuhri/nga svo sem ESSO,
Shell, Pan American Inter-
national Oil, þar eð það
þótti hin mesta óhæfa, að
argentíska ríkið skyldi hafa
frumkvæðið um nýtingu
hinna tiltölulega nýfundnu
iinda í Patagónf.u. Árangur-
inn af öllu þessu varð sá, að
f jölmörg meðalstór og smærri
fyrirtæki urðu gjaldþrota, en
■þau stærri juku við sig, eink-
um döfnuðu erlend fyrirtæki.
■Það tókst að vísu að minnka
innflutning og skerða lífskjör
almennings, en að auka út-
flutninginn með þessum ráð-
um reyndist að sjálfsögðu
ókleift. Svona notfærir 'al-
þjóðlega auðvaldið sér vand-
ræði smærri ríkja, hlutast til
imi efnahagsmál þeirra og
reynir að ná fótfestu í lönd-
um þeirra.
Einn tíundi hluti banda-
rísks fjármagns á svæði róm-
önsku Ameríku er að finna á
■gmáeyju í Karabíska hafinu,
Kúbu. Banidaríkin gerðu
Kúbu að svkurframleiðs'.u-
landi, og er í þeirri land-
fræðilegu verkaskiptingu ekk-
ert vitrænt eða heppilegt ann-
að en það, að með þvi gátu
Bandaríkjamenn tryggt sér
bæði sætan sykur og enn sæt-
ari gróða. Þriðji hluti syk-
urinnflutnings Bahdaríkjanna
kom frá Kúbu. Sykurfram-
ieiðslan veitti 67% þjóðar-
tekna eyjarskeggja og yfir
80% útflutningsins. Þannig
sáu Bandaríkjamenn um það
að Kúbumenn lifðu og dæju
fyrir sykur. I því b’rtist þó
ekki neins konar náttúrulög-
mál eða óumbreytanleg örlög,
því að eyjan er t.d. alveg
sérstaklega auðug að járn-
grýti og öðrum málmum, sem
gætu veitt grundvöll blóm-
legs iðnaðar, enn fremur er
landið vel faliið til hins fjöl-
breyttasta landbúnaðar. En
drottnuri auðmagnsins gerði
Kúbumönnum ókieift að fram-
le'ða handa sér nóg matvæli
(þau eru flutt inn í stórum
stíl), hváð þá nýta auðæfin
í iðrum jarðar. 42 prósent
sykursins kom af ekrum
í eigu Bandaríkjamanná og
það sem ekki kom þaðan varð
líka að hreinsa í tækjum
bandarískra. Ekki gekk nú
þessi sykurparadís betur en
svo, að allan ársins hring
var stöðugt atvinnuleysi um
300 þúsundir og á vissum
árstímum allt upp í milljón,
en það er helmingúr verka-
lýðsstéttar landsins. Yerka-
maður á Kúbu bar að meðal-
tali úr býtum 70 pesa á mán-
uði (pesi — jafngildi doll-
ars), en 100 pesar er talið
það minnsta sem hægt er að
komast áf með (Lebensmin-
imum).
Eins og kunnugt er þoldi
almenningur á Kúbu ekki
lengur við undir oki Batista
einvalda, góðvinar Banda-
ríkjastjórnar, gerði uppreisn
um áramótin 1958-1959 og
kom á frjálslyndri borgara-
legri stjórn undir forsæti
Fidels Castro til valda.
Verkalýður og bændur styðja
þessa svonefndu byltingar-
stjórn af heilum hug, enda
ber hún hag þeirra fyrir
brjósti. En þrátt fyrir allt
frelsishjal Bandarikjamánna,
þykknaði brátt í þeim, er
þeir sáu, að Castro væri al-
vara að bæti kjör þjóðar
sinnar. Hér er einfaldlega
um að ræða, að hagsmunir
Bandaríkjamanna og þjóða
eins og Kúbumanna eru svo
andstæðir, að engin mála-
miðlun getur komið til
greina. Þetta er sögulegt
framhald og rökrétt afleiðing
af mótsögninni milli launa-
vinnu og auðmagns, verka-
lýðs og borgarastéttar.
Eitt brýnasta verkéfni
byltingarstjórnarinnar var að
skipta landinu milli bænda.
Áður áttu nefniléga kúbansk-
ir og útlendir stórjarðeigend-
ur 90% landsins, aðeins fjög-
ur bandarísk auðfé-’.ög áttu
eamtals 700 þúsund hektara,
I maí ,í fyrra var farið að
framkvæma jarðskiptingar-
lögin, en samkvæmt þeim er
land tekið til skiptingar frá
fyrri eigendum, þeim gre'dd-
ar skaðabætur eftir eigin
mati á jörðinni við skatt-
framtal 1958, og verði þær
inntar af hendi á 20 árum
með 4% vöxtum. (Það er
þetta sem Bandaríkjamenn
kaila þjófnað og rán). Nú eru
400 hektarar mesta land-
stærð, sé um sykurekru að
ræða, þá 1300, en það er skil-
yrði að eigandi sé kúbanskur
ríkisborgari. Jarðnæðisiaus-
um landbúnaðarverkamönn-
um er yfirleitt úthlutað 26
ha skika endurgjaldslaust. —
Þessar ráðstafanir Kúbu-
stjórnar, og þær sem fylgt
h'afa eftir (þjóðnýting syk-
uriðnaðarins), eru Banda-
rikjamönnum mikill þyrnir í
augum. Linna þeir ekki lát-
um að svívirða, rægja og
ógna stjórn og fylgismönn-
um Castros. Hafa þeir nú
þegar takmarkað mjög sykur-
innflutning frá Kúbu. En
þegar byltingarstjórn Castr-
os gerði samhinga við Mik-
ojan um sölu 1 milljón lesta
sykurs til Sovétríkjanna
næstu fimm árin, urðu Banda-
ríkjamenn æfir. Þyrluðu þeir
upp miklu moldviðri út af
því, að Rússar skyldu kaupa
sykurinn á heimsmarkaðs-
verði, þar sem þeir, Banda-
ríkjamenn, hefðu verið reiðu-
búnir til að greiða mun hærra
verð (5 cent í stað 3 centa
á pund). Fjölyrtu þeir mjög
um það tjón, sem „ofstæki"
Castros bakaði Kúbu. Sann-
leikurinn er hins vegar sá,
að Bandaríkjamenn greiddu
ekki þetta háa verð af gamni
sínu eða eintómri góð-
mennsku, heldur er þetta hið
rikjandi Sykurverð í Banda-
ríkjunum. Þvi er hins vegar
haldið svona háu í þágu
bandarískra framleiðenda
(sem ,vel að merkja reka
ekki aðeins starfsemi sína
innanlands, heldur og erlend-
is, t.d. á Kúbu-!). Útávið
bera Bandaríkjamenn það
sama, og gildir það að sjálf-
sögðu líka um sykurinn, sem
keyptur er frá Filipseyjum,
Perú, Mexíkó, Dómíníkanska
lýðveldinu o.s.frv. Banda
ríkjamenn segja, að Kúba
skaðist
Castro og hans menn eru að
gera á Kúbu. Þær hafa heit-
ið því, að standa allar vörð
um sjálfstæði eyjarinnar, og
það er ekki að efa, að fleiri
slíkar 'tilraunir munu á eftir
koma. Það er sannaríega
kominn tími til að megin-
land Suðurameríku hristi af
sér klafann og fari sjálft að
skapa sér framtíð. Það er í
iðnaðarlegu og landbúnaðar-
legu tilliti óþróað, og í út-
flutningi hvers lands er ein
eða örfáar vörutegundir ríkj-
andi (kaffi í Brasilíu, tin í
Bó.livíu, kopar og sáltpétur
í Chile o.s.frv.). Þetta mega
þau þakka hinu alþjóðlega
auðmagni og það líka, að þau
bæta ekki hvert annað upp
nema að sára'itlu leyti. Það
sýnir bezt utanríkisverzlunin,
en aðeins 10% hennar er
milli landanna innbyrðis, aft-
ur á móti allt að 50% við
Bandaríkin og 30% við iðn-
aðarsvæði meginlands Vest-
urevrópu. Erlenda auðmagnið
hefur líka séð fyrir því, að
samgöngur Suðurameriku eru
ekki aðeins lélegar innan
hvers Jands, heldur allt að
því ómögulegar milli landa.
Járnbrautalagningar ein--
stakra útlendinga eru svo
fáránlega gerðar, að mismun-
andi breið spor eru í hinum
ýmsu löndum, þannig að oft
þarf að umhlaða vörum
þr:svar sinnum, ef flytja á
yfir álfuna þvera.
íþróftir
Framhald af 9. síðu.
að þetta er krafa ttímans.
Þeir virðast ekki heldur
hafa komið auga á, að slíkar
lýsingar hafa mikla áróðurs-
þýðingu fyrir íþróttina. Það er
fólkið, sem ekki hefur aðstöðu
til að vera á sjálfum vellinum,
vekjandi og örfandi fyrir unga
en það lítur helzt út fyrir að
þeir hefðu helzt viljað fá það
allt inn á völlinn, a.m.k. til
þess að fá aðgangseyrinn, og
fyrst það er ekki hægt, þá það.
Maðurinn var óðamála, og þsg-
ar hægt var að komast að og
spyrja hvort ekki væri komið
nóg, sagði hann það ekki vera,
ef það dvgði ekki til að vekia
um 100 milljónir þessa menn, gem þarna ráða
dollara á ári vegna viðskipt-1 málum, þá mætti halda lengi
anna við Sovétríkin. En á ' áfram ennþá og það vildi hann ^
þp-S er að líta, að ekki að- ^ til vinna. Knattspyrnusam-
eins Sovétríkin, heldur og öll
lönd önnur en Bandaríkin
kaupa sykurinn á heimsmark-
aðsverði, og þau voru aldrei
einu kaupendur Kúbusykurs.
Það mun líka • hafa verið
margt gruggugt í viðskipt-
um Bandaríkjanna og Kúbu,
og það þó að hið • innra arð-
rán sé ekkí tekið með í reikn-
inginn. Einn af leiðtcgum
kúbönsku byltingarinnar
heldur þvi fram, að Kúba
hafi tapað einum milljarð
dol’.ara á tíu árum vegna
hinna cjöfnu verzlunarvið-
skipta v'ð Bandaríkin (un-
e^ual change). Og banka-
stjóri þjóðbankans á Kúbu
hefur lýst vfir því, að jafn-
vel hafi orðið að greiða 60
dol.’ara vaxtakostnað eftir
hverja hundrað, sem Kúba
fékk að láni í Bandaríkjunum
áður fyrr.
í dag líta þjóðir rómönsku
Ameríku með vonarbliki í
augum á tilraunina, sem 1
bandið væri í sama bát og út-
varpið, það skyldi ekki kröfu
tímans og það skyldi ekki að
á þe’m hvílir sú kvöð að veita
þjónustu og að uppfylla óskir
hinna mörgu unnenda knatt-
spyrnunnar, sem ekki geta
komizt á leikvanginn i Revkja-
vík. Nú látum við þetta duga,
að minnsta kosti í bili, nema,
að það mætti benda báðum að-
’lum á að tala saman eins og
þjónum fólksins í landinu.
Þótt maðurinn hafi verið all-
stcrorður. munu margir taka
undir sköðun hans og að hann
hafi mikið til síns má's. og
því er það flutt hér, óg von-
aodi finna útvarpið og stjórn
KSÍ lausn á málinu.
ÖLL
RAFVERK
Vigfús Einarsson
Nýlendugötu 19. B.
SÍMI 18393.
Hafðu það sem
sannara reynist
Framhald af 8. síðu.
upp og gefast ekki upp, þó
í móti blási.
Um leið og ég lýk þessu
spjalli, vil ég aðeins segja.
þetta.
Mér er líkt farið og Agli
Skallagrímssyni og mýmörg-
um eftirkomendum hans í því,.
að mér þykir lofið gott. Þess
vegna þakka ég Benedikt
Gröndal, þrátt fyrir allt, fyr-
ir það lof, sem hann á nokkr-
um stöðum ber á mig í grein .
sinni innan um allt möld-
viðrið.
Á einum stað segir hann:
„Hannibal hefur látið sér
annt um hag kvenna á ís-’
ladi. . . “
Það ættu fleiri að gera, þvf
að launajafnrétti kynjanna
er réttlætismál, já, sjálfsagt
mannréttindaniál, sem aðeins
verður tafið, en ekki stöðvað
héðanaf.
Þá segir Benedikt á öðrum
stað,:
„Hánnibal hefur notið mik-
ils álits og ýmsir stutt hann
persónulega, þrátt fyrir æv-
intýrapólitík hans með komm-
únistum, í þeirri trú, að þessi
gamla kempa mundi aldrei
láta kommana beygja sig, en
ef til vill takast að mynda
lýðræðissinnaðan sa'meiningar-
flokk.“
Hér er um mikið lof að'
ræða, og þó að rétt' sé; að
óg sé farinn fast að éld-
ast, er ég hræddastur um, áð
ég rísi ekki undir ,,kempu“-
heitinu.
En þá fyrst dró úr mér
allan mátt, er ég las eftir-
farandi málsgrein í helgi-
dagspistli Benedikts:
„Hannibal Valdimarsson á
að baki langan feril í íslenzk-
um stjórnmálum og er einn
þróttmesti baráttumaður sinn-
ar kynslóðar.“
Annað eins og þetta mundi
sóma sér ágætlega í líkræðu.
Svo lofsamlegt er það. —
En bíddu við, Benedikt, —
ennþá er ég ekki alveg dauð-
ur.
Og þrátt fyrir allt oflof-
ið kann ég því illa, að þú
skulir neita staðreyndum.
Það er sem sé staðreynd, að
fólk fær öll lyf ókeypis í
Tékkó-iSlóvakíu. Þar er cll
læknishjálp líka ckeyois. Þar
eru tannlækningar einnig ó-
keypis. Þar nemur húsaleiga
aðeirs 7-—10% af kauni
manna. — En það skal tekið
fram, að þar eru yfirleítt
gerðar minni kröfur til hús-
næðis en hér á landi. — Þar
er fullur ellilífeyrir greiddur
konum frá 55 ára aldri og
karlmönnum frá sextugu. Þar
nær eHilTe.yrir 90% af verka-
mannstekjum. Og þar er
börnum og verkafólki séð
fvrir ódýrri sumardvöl við
hii’ ákir-anleeustu skilyrði.
Eg hrili á big að fara fil_
Tékkó-Slr.vakíu og ganaa úr
skugga. um a.f eigin sjón e.g
raun, hvort þet+u og annað
l'>ð. sem é/>: hef frá skýrt, sé
ekki sannleikanum samkvæmt.
Að því búnu skulum við bera
saman bækurnar, og muu
okkur bá bera stórum minna
á milli.
Hannibal Valdimarsson.