Þjóðviljinn - 03.09.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.09.1960, Blaðsíða 9
'4f — ÖSKASmniIN -— ----------—, Hver vill ekki fá bréf frá París? f Kaupmannahöfn hitti ég hóp af frönskum drengjum, sem voru á ferðalagi með kennara. Þeir ætluðu að dvelja mánuð í Danmörku. Margir þeirra höfðu elvalið í Sviss og ferðast mikið í heimalandi sínu. Þeir urðu ákaflega glað- ir yfir því að kjmnast íslendingum og vildu endiiega keppa við þá í fótbolta. Fjórir frönsku drengjanna óskuðu eftir þvi að skrifast á við ís- lenzkar stúlkur á svip- uðum aldri. Bréfin þurfa ekki að vera á frönsku, þeir skilja svolítið í ensku. Annars sögðu þeir að kort með fáeinum orð- um á íslenzku væri ein- mitt það, sem þeir vildu fá. Þeir vilja gjarnan skiptast á frímerkjum og minjagripum jafnframt. Bréfaskipti Ég óska eftir að kom- ast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 10—11 ára. Mynd iylgi. Lilja Kristinsdéttir, Ormsstöðum, Grímsnesi, Árnessýslu. Ég óska eftir að kom- ast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 12—14 ára. Mynd fylgi. Auna Garðarsdóttir, Ormsstöðum, Grímsnesi, Árnessýslu Hér eru nöfn þeirra: GÉRARD SAROGLIA (131/2 árs) 10 FAIDHERBE REPUBLIQUE DRANCY (SEINE). YVER JEAN JACCQUES (14 ára) 13 RUE SEVERO PARIS XIV. EME. GERARD AUGER (14 ára) 157 RUE GABRIEL PÉRI SARTROU VILLE (S.O.) Nei, Gúri er ekki heima. ORÐSENDING Framhald af 2. síðu. ur á brúðusamkeppnina. iÞað er ekki ráð nema í tíma sé tekið, og það fer tími í að búa til frum- lega og fallega brúðu. Munið að við ætlum að háfa sýningu í gluggan- um eins og í fyrra. Með beztu kveðjum, Vilborg Dagbjartsdóttir. JEAN PIERE LECLERCG (14 ára) 69 RUE DES BLANCS VILAINS SEINE. Annarlegar tungur Hér í Krizanov eru að jafnaði öluð fimm tungu- mál: tékkneska, franska, þýzka, enska og íslenzka. Bömin láta það ekki á sig fá, þau fara í leiki, skiptast á frímerkjum, dansa og skemmta sér og tala saman. Það er furðu- legt hve auðveldlega þau skilja hvort annað, þótt orðaforðinn sé ekki mik- ill og samræðurnar minna helzt á látbragðs- leik. Túlkarnir hafa alltaf nóg að gera, einkum er oft komið til þeirra á matmálstímum. Samræð- urnar við matborðið ganga þá stundum stirð- lega. Bömin koma og spyrja: „Hvernig er . falleg á íslenzku?“ Hvern- ig er góður á frönsku?" o.s frv. Grísk stúlka kom til Helenu, sem túlkar fyrir fslendingana' og spurði hvernig hún ætti að segja íslendingunum, að hún væri grísk. Hel- ena kenndi henni að segja það og stúlkan, fór brosandi að borði ís- lendinganna og sagði: „Ég er grís“. Hún skildi alls ekki hvers végna þeim fannst það hlægi- legt. Lftúpinlagur 3. september — Í6. árgangur >— 26. itölublað Kitstjóri Vilbona Dagbjartsdóttir — Útgefandi B>j6Sviljinn I UNGHERJABÚÐUM I TÉKKÓSLÓVAKIU f júlílok lagði af stað frá Reykjavík hópur barna, sem hafði verið boðið til mánaðar dvalar í Tékkóslóvakíu. Börnin voru á aldrinum 11 til 15 ára. Árlega bjóða Tékk- ar fjölda bama frá ýms- um löndum til dvalar í ungherjabúðum, sem starfræktar eru í júlí og ágúst. Þessar alþjóðabúð- ir eru 8 talsins og eru .á vegum menntamálaráðú- neytisins; þær taka hver pm sig nálægt 150 börn. Með erlendu boðsgestun- um eru svo hópar tékk- neskra barna, og er þessi tilhögun í þeim tilgangi að efla vináttu Tékka og annarra þjóða og stuðla að friði í heiminum. Ungherja- eða píónera- sambandið er félagsskap- ur skólabarna á aldrin- um 9—15 ára og eru ná- iega öll skólaskyld börn í sambandinu. Börn byrja að vísu sex ára í skóla hér, en þeim gefst þá kostur á að taka þátt í undirbúningsfélagi, sem heitir Neistar. Að skipu- lagi til minna ungherja- félögin nokkuð á skáta- félögin, en þó er á þeim grundvallarmunur, t.d. eru þau ekki háð neinum trúarbrögðum. í hverjum einasta skóla starfar ungherja- félag. Bömin stjórna þeim sjálf, en kennari eða valinn leiðtogi fylg- ist með störfum barn- anna og aðstoðar þau og leiðbeinir. Allir ungherj- ar ganga í hvítum skyrt- um og bera rauðan klút um hálsinn. Þeir læra í félögunum að starfa sam- an, iðka hollar íþróttir, fara í leíki. dansá. syngja og fara í ferða- lög Þeir, vinna til heið- ursmerkja fyrir ýmis af- rek t.d. í íþróttum. Á sumrin meðan skólinn er lokaður gefst þeim kost- ur á að dvelja í sumar- búðum mánuð í senn oa eru þær um allt landið, þótt aðeins 8 séu fyrir erlenda gésti einnig. fslenzki hópurinn er í alþjóðabúðunum í Kriz- anov á Mæri. Þar eru 142 börn: 11 íslenzk, 11 belgísk, 29 frönsk, 20 austurrísk og 71 tékk- nesk. Fyrirkomulag ér hér eins og í öllum öðr- um ungherjabúðum í Unglierjabúðirnar í Kricanov. Laugardagur 3 september 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 117. dagur 3. september 1960 Eitt, af því sem fólk finn- ur núgildandi stafsetningu mest til foráttu, er notkun z. Nú skal ég ekki fara í laun- kofa með að ég tel þennan staf þarflausan — eins og fleira í núgildandi stafsetn- ingu. En um það skal ekki rætt nú; þessi svokallaða upprunastafsetning er nú einu sinni sá kross sem lagð- ur hefur verið á nútimamenn og okkur hefur enn ekki tek- izt að losna við né lagfæra neitt á herðum okkar. Innan ramma þessarar stafsetningar tel ég notkun z réttlætanlega og jafnvel æskilega til . að losna við margs kyns vandræði vegna þeirrar ríku áherzlu sem lögð er á að sýna uppruna eða skyldleika orða rneð stafsetn- ingu þeirra. Eins og kunnugt er, er z nótuð þar sem vera ætti ðs, ds eða ts eftir upp- rnina hverrar orðmyndar, en ekki heyrist nema s 4 skýrum framburði. Þetta síðasta at- riði þarf strax nokkrar at- hugunar við. 1 lýsingarhætti þátíðar i miðmynd af sögn- inni að sjá er rituð z sam- kvæmt stafsetningunni, þótt framburður margra sé þar greinlegur ðz, þ.e. „hefur séðst“, en rita skal „hefur sézt“. Aftur á móti er rituð „hefur máðst“, veg-na þeirrar stafsetningarreglu sem segir að veikar sagnir er enda á á í nafnhætti, skuli ritaðar í lh. þt. mm. með ðst, ekki zt, og sögnin ,,að má“ er ein- mitt ve'.k. Hentugt er að greina milli tvenns konar notkunar z, eftir þvi hvort um er að ræða stcifn eða endingu. í ending- um sagnorða er hún algeng- ust 4 miðmynd. Það er líka eðlilegt þiegar þess er gætt að miðmyndunarendingin er st og margar sagnir enda á d, ð eða t í germynd. Þetta d, ð eða t samlagast svo eftir- farandi s-i (í miðmyndarend- ingunni) og úr þvi verður z, þetta skýrist bezt með dæm- um: I sam'bándinu „þeir liafa- skrifað“ er sögnin í germynd (skrifað). Síðan bætum við miðmyndarendingunni st við, það er skrifað + st, en við stafsetjum ekki skrifaðst, heldur „þeir hafa skrifazt á“. Sambærilegt er um aðrar sagnbeygingar. Það er því augljóst að höfuðmáli sklptir að leysa upp miðmyndina sem kallað er, þegar maður veit ekki hvort hann á að skrifa z, þáð er taka ending- una st aftan af varaorðinu og sjá hvað þá verður eftir við eðliléga beygingu orðsins. Auðvitað verður þá að taka tillit til þess að merking mið- myndarinnar er önnur en ger- myndar að jafnaði. Við skulum líta á annað órðasamband. „Þið segist liafa hist“ — eins og menn bera það almennt fram. Við tökum endinguna st aftan af „segist" og þá verður orða- Sambandið ,,þið segið....“. Þar á því að rita segist ( = segið + st). Síðara orðið, „hist“, verður enn verra, ef við fökum st aftan af því, en 1 jóst er að hér er um að ræða sögnina að hitta, svo að orðasambandið verður „. . . . hafa hitt“. Þarna á því að rita z. En þá er þess að gæta að z kemur aðeins í staðinn fyrir t + s, ekki tt + s, svo að fyrra t-ið verður að hald-, ast á ur.dan zt. Þess vegna á að rita „.......hafa hitzt (— hitt + st)“. Ef stofn^ sagnar endar á ð, er ritað í slíkum samböndum (lh. þt. mm.) ðzt, t.d. „hefur bre:.ðzt“, vegna þess að tt í Ih. þt. gm. (hefur breitt) er til crðið úr ð + t, svo að raunverulega verður að leysa upp „hefur breið + t + st. — breiðzt“. — Hér skal svo loks minn- ast á það misræmi stafsetn- ingarinnar að rita stst eða jafnvel sstst í slíkum beyg- ingarmyndum sumra sagna (hefur festst, hafa kysstst), því að ekki er leyfilegt að rita z strax á eftir s í ís- lenzku, og er ekki með öllu Ijóst hvað veldur (kannski ritmálið hafi þá þótt líkjast um of pólsku eða þýzku?) Ef ekki væri rituð z í nú- gildandi stafsetningu, yrði að stafsetja ofangreind dæmi: „hafa skrifast, þið ségðst hafa hittst, hefur breittst (eða 'breiðtst), og ætti öllum að vera ljóst að slík staf- setning væri ekki auðveldari. 'En ef ritað væri s 4 stað z, væri þar með rofin sú stefna að láta stafsetningu orða fylgja uppruna, þegar það er unnt. Hitt er ánnað mál að þeirri stefnu er ekki fylgt til hlítar í núgildandi staf- setningu. , Þá er z í stofni orða. Þau orð eru færri vegna þess að þar er aðeins um að ræða orðstofna er enda á ð, d eða t og bæta. við sig viðskéyti sem hefst á s. I þessu atriði skjátlast mörgum sem. annars -eru sæmilega að sér í'staf- setningu, og sprettur það 'venjulega af . því að þeir ieita upprunans lengra - en þörf er á. Rétt er að skrifa orð eins og tízka, veizla, hanzki með z (sbr. tíð, veita, hönd), en í nafnorðum sem leidd eru af sögnum skrifa menn stundum z, þótt hún eigi alls ekki að vera þar. Meðal slíkra orða er t.d. kennsla, sem er dregið af nafnhættinum að kenna, ekki af þát. kenndi, yfirheyrsla dregið af nh. yfirheyra, ekki þát. yfirheyrði, og þann- ig mætti lengi tejja. Hins vegar er t.d. vinzli dregið af nafnhættinum vinda (með d) og því er rituð z þar (þ.e. vind + sl-a). Um z í stofni er annara he.ppilegast að leita til staf- setningarorðabókar, þegar menn eru í vafa um hvenr.g rita skuli. Það gegnir annars mestu furðu hversu ófúsir menn eru á að nota slík hjálpargögn, en hins A'egar gott til þess að vita að sum- ir kennarar kenna nemend- um s'ínum að nota þau. Það' þyrfti þó að vera a1n)ennara., inaarbónus útborgast daglega frá klukkan 9—5. — Nýjum um- ' sóknum um líftryggingar veitt móttaka á sama tíma. Munið lágu iðgjöldin hjá okkur i Vátryggingaskiiisioía Sigiúsar Sighvatssonar h.i., i Lækjargötu 2, Reykjavik. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.