Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 12
Þúsundum samon íögnuðu Reykvíkingar stofnun Samtaka hernámsandstœðinga Þúsundir Reykvíkinga fögnuðu stofnun Samtaka hei'- námsandstæðinga með því að sækja útifund samtakanna i Lækjargötu í fyrrakvöld. Mannfjöldinn tók með dynjandi lófataki undir heit- strenginguna í ávarpi Þingvallafundar um ótrauða bar- áttu fyrir brottför hersins og ævarandi hlutleysi.íslands. Upprætum kjarkleysið Nokkru fyrir klukkan níu tók fólk að safnast saman á fundar- staðnum við Miðbæjarskólann. Lúðrasveit verkalýðsins lék ætt- jarðarlög undir stjórn Sigur- sveins D. Kristinssonar. Á mín- útunni níu setti dr. Jakob Bene- diktsson íundinn. A-Þýzkaland vann ísland í frjálsum Landskeppni tslendinga og B-liðs Austurtþjóðverja í frjáls- um íþróttum fór fram 1 Sehwe- rin í fyrradag. Keppt var í 16 greinum, Austurþjóðverjar sigr. uðu með 111 stigum gegn 70. Þjóðverjarnir áttu fyrsta mann í 11 greinum. íslendingar sigr- uðu í 5 greinum: 100 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, þrístökki, stangarstökki og kringlukasti. Nángp verður greirtí frá landskeppninni á íþróttasíðu blaðsins síðar Jakob minnti á Keflavíkur- gönguna og þjóðarhreyfinguna sem vakin hefur verið með fundahöldum sem náðu hámarki á Þingvailafundi þar sem Sam- tök hernámsandstæðinga voru stofnuð. Mesta mein okkar á undan- íörnum árum hefur verið van- trú alltof margra á að nokkuð þýði að reyna að hrinda herset- unni af höndum okkar, sagði Jakob. Þetta er háskaleg viila sem verður að uppræta. Við verðum að reka sinnuleysið, deyfðina og kjarkleysið á flótta. Ekkert gull getur bætt glataðan þjóðarheiður. Við verðum að þora að vera Islendingar, trúa á land og þjóð. Örlög herstöðvaþjóða Þegar Jakob gaf fyrsta ræðu- manni, Guðmundi J. Guðmunds- syni. fjármál^ritara Dagsbrúnar, orðið, var svæðið frá Miðbæjar- skólanum að BÓkhíöðustíg óg Vonarstræti orðið fullt af fólki. Sundurþykkja meðal her- námsandstæðinga hefur alltaf verið beittasta vopn andstæðinga okkar, sagði Guðmundur. Þing- vallafundurinn hefur sýnt að ólíkar skoðanir á öðru þurfa ekki að hindra sameiginlega baráttu íyrir þessu mikla máli. Guðmundur minnti á örlög smáþjóða, svo sem Möltubúa og íbúa á ýmsum Kyrrahafseyjum. sem fengið hefðu herstöðvar framandi stórvelda í löndum sínum með þeim afleiðingum að herstöðvavinna hefur orðið helzti atvinnuvegur fólksins. Þegar brezka herstjórnin ákvað að kippa að sér hendinni á Möltu vegna þess að fiotastöðin þar var orðin úrelt, blasti neyð og örbirgð við Möltubúum, sem nú draga fram lífið á stopulli atvinnubótavinnu hjá brezka flotanum. Það er háskaleg skammsýni, sagði Guðmundur, að halda að góð hfskjör á íslandi geti byggzt á erlendum hernaðarframkvæmd- um. Ef við eilum ekki okkar eig- in atvinnuvegi og trúum á þá, Framhald á 5. síðu = Skilyrði til myndatöku S E voru ailt annað en ákjósan- ~ leg á útifundinum við Mið- = ~ bæjarskólann í Lækjar- = E giitu á sunnudagskvöldið, = ~ en þessar tvær myndir = E gefa nokkra hugmynd um = E mannfjöldann sem var S E saman kominn. Sú til E E vinstri er tekin yfir g’öt- = E una frá skólanum en liin = = niðureftir götunni. Töluvert E = vantar á að þær nái til E = samans yfir allt fundar- E = svæðið. — (Ljósm Sig. E = Guðm.) E III ii i !■ I ii i ii i ii 1111111 ií 11 m 111111 ii u i n i u Hver hefur völd í Konsó? Vefstóll sem vegur 25 tonn á Álafossi Um helgina var tekinn í notkun í verksmiðjunni á Ála- fossi nýr .gólfteppavefstóll. Er | þetta stærsti vefstóll í notkun hér á landi, vegur 25 lestir, full uppsetning á spólugrindur , vegur 2 lestir, en ullarspólurn- | 'ar erti alis 4160 talsins, Vef-j stóllinn getur ofið allt að 3,65 m breið gólfteppi. Kasavúbú reynir að steypa þingræðisstjórn landsins og skipa ólöglega ríkisstjóin Eftir fregnum frá Kongó í gær að dæma var enn ekki ljóst hvor hinna tveggja deiluaðila hefði raunverulega völdin í landinu. Herinn virðist skiptur í stuöningi sín- um við þá Lumumba og Kasavúbú, sem skipað hefur ólöglega ríkisstjórn enda þótt stjórn Lumumba hafi ó- skorað traust þingsins. Slys - þjófnaðir - innbrot Átta ára gömul stúlka, Gunn- vör Ásta Guðmundsdóttir Digranesvegi 4, varð fyrir bif- hjóli á laugardagskvöld. Hún bæði fót- og lærbrotnaði á Vinstra fæti. SOFANDI UNDIR STÝRI Á sunnudagsmorgun ók Volkswagen aftan á mannlausa bifreið á Sogavegi. Ástæðan: maðurinn hafði sofnað undir stýri eftir erfiða nótt við drykkju og skotæfingar á Hell- isheiði, eftir því sem hann tjáði lögreglunni. Báðir bílarn- ir skemmdust mikið, en mað- urinn vaknaði illa af værum blundi. BÍLAÞJÓFAR Tveir menn hafa játað á sig að hafa stolið bílum. Um fyrri helgi stálu þeir bifreið og fóru 4 henni m.a. upp í Skíðaskála. Sl. laugardag stálu þeir Opel- bifreið og skiluðu henni síðan aftur á sinn stað. Á sunnu- vlagskvöld ætluðu þsir að stela sömu bifreiðinni aftur en voru þá handsamaðir. ENGINN ÞJÓFUR Á sunnudagsmorguninn kom lögreglan um borð í Herjólf og meinaði farþegum land- göngu um stundarsakir. Ástæð- an var sú að maður, sem hafði verið undir áhrifum á leiðinni, kærði fyrir skipstjóra 10 þús. kr. stuld, en þá peninga kvað hann hann hafa horfið úr veski sínu. Við yfirheyrslu kom ekkert fram sem gaf vísbend- ingu um þjófnaðinn og fengu farþegar að fara í land við svo búið. INNBROT — STULDIR 1800 króna verðmæti var stolið á Röðli á laugardags- [ slökkva. nóttina. Innbrot var framið í Gúmmívinnustofu Rvíkur cg stolið þar smávegis og e;nn- ig var innbrot framið i Stjörnukaffi og stolið þar m.a. 200 pk af sígarettum og 300 kr. í peningum. EKKI ELDUR HELDUR REYKUR 1 gærkvöid var slökkviliðið kvatt út að Gróðrarstöðinni Alaska vegna þess að maður nokkur hafði séð mikinn reyk stíga upp frá húsum þar. Þeg- ar betur var að gáð var verið að svæla út pöddur með svo mögnuðum reyk. BARN MEÐ ELD Talsverðar skemmdir urðu af völdum elds á Bugðulæk 9 í gær, en barn hafði kveikt í legubekk og breiddist eldurinn töluvert út áður en tókst að í gær bárust fregnir um það að Lumumba hefði verið hand- tekinn samkvæmt skipun Kasav- úbú. Fregn þessi var borin tii baka. Lumumba fór af sjálfs- dáðurn til herfcúða fyrir utan Leopoldviile til að eyða mis- skilningi herforin,gja þar og til þess að ávarpa hermennina. Að því loknu hélt Lumumba í íylgd hermanna sinna til út- varpj.stöðvarinnar í því skyni að fiytja ávarp, en hermenn S.Þ. vörnuðu honurn inngöngu. Herlið S.Þ. opnaði annars í gær útvarpsstöðina á ný. Ríkis- stjórn Ghana heíur mótmælt því misrétti, að Lumumba skuli vera meinaður aðgangur að útvarps- stöðinni meðan Kasavúbú hefur haft ótakmarkaðan aðgang að útvarpsstöðinni í Brazzaville. Stjórn Ghana sagði einnig í yfirlýsingu i gær, að hún myndi ekki viðurkenna stjórn þá sem Kaavúbú skipaði með Ileo í embætti forsætisráðherra. Stjórn frá Kongó væntanlegar til New fork. Önnur var skipuð fulltrú- Framhald á 5. síðu. Alvarlegt slys í Ólafsvík Ólafsvík. frá fréttaritara Þjóðviljans Sl. laugardag slasaðist sjó- maður hér í Ólafsvík inikið er verið var að skipa upp afla úr dragnótabát. Slysið varð miili kl. 5 og 6 íúðdegis, er unn:ð var að upp- skipun úr vélbátnum Víkingi, fiém stundar dragnótaveiðar héðan. Festi einn skipverjanna, Sigurður Steinþórsson, annan handlegginn í dráttarvír og dróst að vindunni. Tókst Sig~ urði ekki að losa sig og kubb~ aðist upphandleggurinn ofan. við olnboga. Ýmis önnur meiðsl hlaut Sigurður. Héraðslæknirinn var fjar- Lumumba sé hin eina lögleg'a ^ ataddur úr þorpinu er siysið stjórn landsins. Hún hafi traust varg 0g bjþ Sonur hans, Bjarni og umboð beggja dejida þings-1 Ai’ngrímsson sem stundar ins. Hún hafi og fylgi alls þorra j læknisfræðinám, um sár hins þjóðarinnar og sé ein fær um j glasaða eins og hægt var. Síð- að stjórna. Það skapist hættu-' an Var siglt með manninn á legt fordæmi ef þjóðhöfðingja báti til Rifs og honum komið sé leyíilegt að setja frá löglega þaðan til flugvallarins við stjórn. sem hafi traust þingsins. Sand, en þangað sótti flugvél í gær voru tvær sendineíndir hann bg flutti til reykjavíkur. þJÓÐVILIINN Þriðjudagur 13. september 1960 — 25. árgangur — 204. tbl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.