Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. september 1960 — ÞJÓBVILJINN — (5
Eitrað smjörlíki írá Unilever
sýkir tugþúsundir í Hollandi
rTnTm—iirrr———nninMBMiiiniiii i ni'i n m i
Tugþúsundir manna í Hollandi hafa að’ undanförnu
tekið veiki sem læknum þar í landi var ekki kunnug
áöur. Nú þykir sannað aö veiki þessi stafi frá mesta feit-
Fidei Ceastro reif simcunr
herstöðvcsamninginn
Fyrir skömmu var haldinn útifundur í Havana, liöf-
uðborg Kúbu, og sóttu hann nær allir borgarbúar, um
milljón talsins. Fidel Castro, léiðtogi byllingarinnar,
ávarpaði mannfjöldann og skýrði honum frá því að
stjórn Kúbu hefði sagt upp samningnum sem heimilar
Bandaríkjunum afnot af flotastöðinni Guantanama.
Hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur tók samn-
ipginn úr vasa sínum og reif hann í tætlur við óstjórn-
legan fögnuð allra fundarmanna.
metíshring heims, Unilever.
Eitt af dótturfyrirtækjum
hringsins í Hollandi framleiðir
smjörlíki sem nefnist Planta og
heíur það verið ein mest selda
smjörlíkistegundin þar. Um
miðjan ágúst hóf hringurinn
auglýsingaherferð til að auka
enn hlut sinn af smjörlíkis-
verzluninni. í auglýsingunum
var tekið fram að nú hefði ver-
ið blandað sérstöku efni í Planta-
smjörlíkið sem gerði að verkum
að það tæki öllu öðru smjörlíki
fram.
Útbrot um allan líkamann
Skömmu eftir að smjörlikið
kom á markaðinn tók að bera á
einkennilegri veiki sem læknum
reyndist örðugt að skilgreina.
Sjúklingarnir fengu óstjórnlegan
kláða, síðan útbrot um allan
líkamann og blæddi úr. Þeim
var svimagjarnt og hætt við að
selja upp. Veikinni fylgdi líka
mikill sótthiti.
Skýringin fannst fyrir
tilviljun
Læknar stóðu fyrst ráðþrota
frammi fyrir þessum sjúkdómi
og orsökum hans og það var að
þakka tilviljun einni að skýr-
ingin á upptökum hans fannst.
Læknir einn í Rotterdam sem
kvaddur var til sjúklinga sem
tekið höfðu veikina á heimili al-
þýðufólks í borginni veitti því
athygli að þótt svo virtist sem
hér væri um mjög smitsaman
sjúkdóm að ræða og öll börnin
í fjölskyldunni hei'ðu tekið hann,
haíði hvorugt foreldranna
veikzt. Þegar hann athugaði mál-
ið nánar kom í ljós að foreldr-
arnir gáfu börnum sínum jafn-
an smjörlíki til matar, en sjálf-
ir neyttu þeir smjörs einvörð-
■ungu.
Þegar aðrir læknar sem með-
höndlað höfðu fólk sem tekið
hafði veikina gættu betur að
komust þeir einnig að raun um
að allir sjúklingarnir höfðu
neytt smjörlíkis í mat sínum —
og að ávallt var um smjörlíkis-
tegundina Planta að ræða.
Faraldurinn breiðist út
Veikinnar varð fyrst vart í
Rotterdam en þar hafði sala hins
nýja, „bætta“, smjörlíkis hafizt,
en brátt bárust fréttir um að
veikin væri komin til annarra
borga í Hollandi og n’ánari at-
hugun sýndi að veikin breiddist
út nákvæmlega eftir sömu leið-
um og smjörlíkið var sent eftir
út Um landið.
25. ágúst taldist hollenzka
heilbrigðisráðuneytinu svo til að
tilkynnt hefði verið um 10.000
manns sem tekið hefðu veikina,
næsta dag hafði þeim fjölgað
upp í 40.000 og degi síðar upp í
60.000 og áður en varði var
fjöldi sjúklinganna kominn upp
fyrir 100.000.
Tekið í taumana
En nú var stjórnarvöldunum
orðið órótt. Dótturfyrirtæki
Unilever, Jurgens van den
Bergh, sem framleiðir Planta-
smjörlíkið, kvaðst reiðubúið að
hætta írekari sölu hins eitraða
smjörlíkis. Þessu var þó hald-
ið leyndu um sinn, og enn var
látið svo heita að engin skýr-
ing hefði íengizt á hinum „dul-
arfulla" sjúkdóm. Þetta var
gert til þess að forða auð-
hringnum frá því mikla fjár-
hagstjóni sem vita mátti fyrir
víst að hann yrði fyrir ef upp
kæmist um eiturbrallið.
Loks varð þó umhyggjan fyr-
ir velferð almennings gróða-
hyggjunni yfirsterkari. Héil-
brigðisráðuneytið tilkynnti að
-4
margt benti til þess að siúk-
dómurinn ætti upptök sín í
Plantasmjörlíkinu.
5 milljónir pakka komnir
á markað
En þegar ráðuneytið tók rögg
á sig hafði Unileverfyrirtækið
þegar sent 5 milljónir hálfs-
punds pakka af smjörlíki sínu á
markað og allverulegur hluti
þess var þegar seldur. Ekki voru
liðnar 'nema nokkrar klukku-
stundir frá því að ráðuneytið
birti tilkynningu sína þegar
langar biðraðir mynduðust við
matvælaverzlanir um allt Hol-
land, óttaslegnar húsmæður vildu
fá að skila aftur hinu eitraða
smjörlíki.
En þótt enginn þyrði nú að
láta slíkan mat ofan í sig hélt
faraldurinn áfram að geisa:
læknar komust að þeirri niður-
stöðu að oft liðu tíu dagar frá
því smjörlíkisins var neytt þar
til fyrstu sjúkdómseinkennin
komu í Ijós.
Hundruð í sjúkrahús
Veikin lagðist misjafnlega
þungt á fólk, en mörg hundruð
manns veiktust svo, að flytja
varð þá í sjúkrahús. í Rotter-
dam þar sem faraldurinn var
verstur gátu sjúkrahúsin tæp-
lega sinnt öllum þeim sem hon-
um urðu að bráð og Rauði kross-
inn varð að auglýsa eftir hjúkr-
unaríólki.
Læknar ráðlögðu sjúklingum
sínum eftir beztu getu. en gátu
þó aðeins losað þá við verstu
óþægindin. Ekkert obrigðult lyf
fannst við veikinni.
Hafði ekki verið reyut til
fullnustu
Unileverhringurinn reyndi að
sjálfsögðu að þvo af sér hinn
ljóta blett, en jafnvel stórvirk-
ustu þvottaefni hans hefðu lítið
dugað til þess. Hlutabréf hrings-
ins lækkuðu um 72 stig' í kaup-
höllinni í Amsterdam á einni
viku.
Hringurinn reyndi að halda
því fram að hann væri Jaus við
alla sök, þar sem hann hefði
gert allt sem í hans valdi stóð
til að gengið. væri tryggilega frá
því að efni það sém bætt var
í smjörlíkið væri með öllu ó-
skaðlegt.
Það kom þó í Ijós við nán-
ari athugun að fjarri var því.
Tilraunir sem gerðar höfðu ver-
ið með hið „bætta“ smjörlíki
voru aðeins til málamynda og
aðeinsj haffii verið prófað á
mönnum hvernig þeim smakk-
aðist það.
Eiturefninu haldið leyndu
Unileverhringurinn fékkst
heldur ekki til þess að segja
hvaða efni það hefði verið sem
bætt var í smjörlíkið.
Blað kommúnista í Amster-
dam, De Waarheid, varð fyrst
til að skýra frá því að efni
þetta, sem auðveldar hnoðun
smjörlíkisins, hefði verið fengið
frá Vestur-Þýzkalandi.
Það kom líka fljótt á daginn
að hollenzk stjórnarvöld höfðu
nána samvinnu við vesturþýzk
um rannsókn þessa máls. Þetta
hefur orðið til að vekja hjá
mönnum grun um að útbrota-
veiki sú sem fyrir tveim árum
stakk sér niður í Vestur-Þýzka-
landi og læknar kunnu þá enga
skýringu á myndi hafa verið sú
sama sem nú hrjáir Hollend-
inga.
Einn mesti auðliringur heims
Unilever er alþjóðlegur auð-
hringur sem teygir anga sína
um allan heim, einnig hingað til
íslands. Verulegur hluti af feit-
metisframleiðslu ,.hins frjálsa
heims“ er í höndum hans, eða
hefur verið til skamms tíma.
Hvort sem um hefur verið að
ræða íslenzkt síldarlý;i. norskt
hvallýsi, ítalska ólífuoliu eða
afríska jarðhnetuolíu hefur
hringur þessi ginið yfir mark-
aðnum og einnig má nefna að
verulegur hluti af togaraútgerð
og fiskverzlun Breta er á hans
vegum á einn eða annan' hátt.
Af alþekktum framleiðsluvörum
hans sem einnig eru seldar' hér
á landi má nefna handsápuna
Lux, Sunlight sápuna og tann-
kremið Pepsodent.
Kongó
Framhald aí 12. siðu.
þeim Kasavúbú forseta og Ileo
forsætisráð’herra hans.
I gærkvöld barst sú frétt að
Lúmúmba hefði dvalizt nóttina
d Leopoldherbúðunum við Leo-
poldville, en þar eru hýstir
menn úr Kongcher en einnig
menn frá Ghana úr gæzluliði
S.Þ. Reuter hafði það eftir tals-
manni S.Þ. að hann hefði leit-
að ásjár hjá hermönnum Ghana.
-Sagt var aðí gærkvöld hefði hann
farið heim til sin úr herbúðun-
um og hefðu iþá fjandsamlegir
hermenn úr Kongóher gert að-
súg að ihonum, en Mobútú hefði
þá 'komið á vettvang og bjarg-
að lífi hans.
í fyrrinótt samkvæmt íslenzk-
um tima talaði Sorin, fulltrúi
Sovétríkjanna, í Öryggisráði
S.Þ. Hann gagnrýndi harðlega
aðgerðir gæzluliðsins í Kongó,
yfirstjórn þess og þá sérstak-
lega Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóra samtakanna. sem
hann sakaði um að hafa ekki
framfylgt samþykkt ráðsins
um samvinnu við stjórn Kongó
(Lúmúmba) til að tryggia ein-
ingu landsins og sjálfstæði. ,