Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. september 1960 Afglöp síldarutvegsnefndar Framhcdd af 7. síSú. vegna þess, að S'ldarútvegSr' nefnd hefir bannað söltun á bessari snemmveiddu síld. En nefndin virðist ekkert hafa Iært af reynslunni. Nú í sumar kastaði fyrst tólfunum. Aðeins hefir verið saltað í 125 þús. tunnur, en samið hefir verið um sölu á 260—280 þús. tunn- vim af Norðurlandssíld. Kunn- ugir telja, að salta hefði mátt 60—80 þús. tunnum meira á Norðurlandi. ef söltun hefði verið ieyfð um viku fyrr en gert var. Rök þeirra Erlendar og Jóns L„ sem sátu i Reykjavík með- an verið var að kasta beztu söitunarsíld sumarsins í „gú- anó“, fyrir söltunarbanninu voru þau; að fitan í síldinni væri svo laus, að hún myndi renna út í pækilinn í tunnun- um og síldin því missa íitu- magn eftir söltun. Töldu þeir, að síldin hefði snöggfitnað og íitan væri því ekki komin inn í fiskinn. Virðast þeir hafa byggt þessa skoðun á þvi, að í nokkrum fyrstu sildarförm- unum. 17.—20. júní, var síld, Uppruni Islend- inga Framhald af 4. síðu. vesturnorræn, og sé hægt að draga nokkra ályktun af ís- lenzku Saurbæjunum, þá foendá þeir eindregið til þess að landnámsmennirnir, sem reistu þá, hafi verið hánorsk- ir. Nöfn, sem enda á bær, eru talin til orðin að mestu á víkingaöld. Goðnöfn eru aldrei forliðir bæjarnafna, sem enda á -hær; þannig er enginn Freysbær til í Noregi, en margt um Freyshof, Freysiönd, Freysnes, Freys- setur o.s.frv. Saurbæjarnöfn eiga því ekkert skylt við forn- an átrúnað og frjósemisdýrk- un. Hér verður ekki fjallað frekar um ritgerðir Barða um Uppruna íslendinga og ís- lenzkar skáldmenntir. Krist- ján Eldjárn hefur rakið í bókinni Kuml og haugfé, að bollaleggingar hans um forn- gripi og grafsiði eru reistar á vanþekkingu og misskiln- ingi, og Sigurður Nordal hef- ur sýnt fram á staðleysi þess, að öll skáld hafi hlaup- izt úr Noregi til Islands á landnámsöld. Það var engum greiði gerður með því að gefa þessar ritgerðir út að nýju, og sízt eru þær útgefeniium til sóma. Menn skrifa alls konar fræði oft í blöð og tímarit einungis til þess að hrella menn og skjóta á arf- helgar skoðanir. 'Barði var uppreistarmaður og stórbrot- inn á ýmsan hátt, og hann var vísindamaður eins og rit- gerðir hans um tímatal fornra íslenzkra rita votta. Hann sér réttilega, að Land- náma og aðrar fornar bækur eru alleinhæfar heimildir um uppruna þjóðarinnar og um margt er leyfilegt að efast, en honum fór sem öðrum, sem hafa ráðizt í þá víking að vefengja fornar íslenzkar sagnir, hann hafði ekki er- indi sem erfiði. sem aðþins var 8- - l'Ócl ffeitl En nokkrum dögum seinna véidd- ist 18—20% feit síld. Sér hver heilvita maður, að þar var um aðra síldargöngu að ræða. Ilvaðan kemur þeim Erlendi og Jóni L. sá vísdómur. að þessi feita síld haíi snöggíitnað? Er ekki einmitt líklegt, að hún haí’i vikurnar áður en hún veiddist verið í átu og fitnað hægt? Hafa þessir heiðursmenn leitað álits fiskifræðinga og efnafræðinga um þessi efni? Eða telja þeir e.t.v. ekki ó- maksins vert að leita álits sér- fræðinga, áður en þeir taka á- kvarðanir, sem varða þjóðar- búið tugum milljóna í erlend- um gjaldeyri? Annars er fróðlégt • að bera saman fitúmaelingar síðustu vikuna áður en söltun var leyfð annars vegar, og fitu- mælingar eftir að söltun var leyfð hins vegar, Söltun var leyfð 27. júní sl. Dagana 21.— 26. júní reyndist fitumagn sld- ar,- sem fitumæld var á Siglú- firði 18,2—20,7%. Hér var um að ræða meðalíitumagn í heil- um förmum, en að sjálfsögðu er lélegustu síldinni kastað úr við söltun og má teija ugg- laust, að meðalfita þeirrar síld- ar, sem söltuð hefði verið, heíði reynst 20—22%. Eftir að söltun var leyfð, reyndist fitu- magnið sízt meira og jafnvel minna. T.d. var meðalfitu- magn dagana 29. júní til 7. júlí 14,7—20,5% og dagana 23. júlí til 2. ágúst 9.5—19,7%. í>á er rétt að vekja athygli á því, að síld sú, er söltuð var í banni nefndarinnar vik- una áður en söltun var leyfð, var fitumæld um það bil mán- uði eftir að hún var söltuð og reyndist fitumagn hennar allrar yfir 20%. Er þar með sannað, að kenning þeirra Er- lends og Jóns L. um það, að fita myndi renna út í pækilinn og síldin missa fitu, er alger- lega út í bláinn. / • TJÓN ÞJÓÐARBÚSINS Sennilegt er að tjón þjóðar- búsins af ráðslagi Síldarútvegs- nefndar, að banna söltun í vor, hafi numið 35—40 millj. króna í erlendum gjaldeyri. Útflutn- ingsverðmæti hverrar tunnu er um kr. 800,00, og 60—80 þús. tunna söltun hefði þýtt a.m.k. 50—60 millj. króna í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyrisverðmæti sama magns af bræðslusíld er hins vegar aðeins um 13 millj. króna, og auk þess er mikil ó- vissa um sölu síldarmjöls og síldarlýsis. • TJÓN SALTENDA OG VERKAFÓLKS Því miður hefir alltof lítið verið saltað á flestum söltunar- stöðvum norðanlands og fyrir- sjáanlegt er, að margir salt- endur munu verða fyrir stór- töpum í sumar vegna ráðs- mennsku Síjdaryitvegsnefndar. í>á hefir atvinna verkafólks verið mjög rýr og bæði konur og karlar munu bera skarðan hlut frá borði eftir sumarið. 60—80 þús. tunna meiri söltun hefði hinsvegar þýtt góða af- komu flestra söltunarstöðva og sæmilegar tekjur fyrir verka- fólk. Tjón saltenda og land- verkafólks af völdum Síldarút- vegsnefndar mun nema 15— 20 millj. króna. , ■. e T.IÓN SJCMANNA OG ÚTGERÐARMANNA Verð á uppmældri tunnu af síld til sjómanna og útgerðar- manna var í sumar kr. 180.00. en verð á bræðslusíld kr. 110,00 málið. Verðmunurinn á 60—80 þús. uppsöltuðum tunn- um og samsvarandi magni af bræðslusíld. mun nema 8—9 millj. króna. sem er beint tjón sjómanna og útgerðarmanna af völdum S.'ldarútvegsnefndar. • IIVAÐ GERIR RÍKIS- STJÓRNIN? Nú er mönnum spurn: Hvað segir ríkisstjórnin og efnahags- málasérfræðingar hennar? Láta þeir sér í léttu rúmi liggja, þótt þjóðarbúið verði fyrir 35 —40 millj. króna tjóni? Sjá þeir enga ástæðu til að krefja þá Erlend Þorsteinsson og Jón L. Þórðarson um skýringar á athæfi þeirra? Ef ekki, þá hljóta afglöpin einnig að skrif- ast á reikning' ríkisstjórnarinn- Skipaðir full- trúar á þingi S.Þ. Utanríkisráðuneytið hefur til- kynnt að fulltrúar íslands á 15. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst í New York í næsu viku, hafi verið skipaðir þessir; Hannes Kjartansson að- alræðismaður, Kristján Alberts- son rithöfundur, Sigurður Bjarnason ritstjóri, Stefán Pét- ursson þjóðskjalavörður, Thor Thors senaiherra og Þórarinn Þórarinsson rftstjóri. Veðurhorfurnar í dag er spáð suðaustan átt og rigningu — hiti 8—10 stig. Vörubílstjórar Framhald af 3. síðu. •;; R'áðningarst'öíu Revkj'ávíkOifbæl-1 *R v'/f i, - ,.j ‘ j, ar skúli falið'að éndurskoða þær reglur' sem stofnunin hefur far- ið og fer eftir við ráðningu bif- reiðarstjóra og skuli við þá endurskoðun haft samráð við stéttarfélag vörubil'reiðarstjóra. Auður Auðuns borgarstjóri tók til máls og var mjög æst en ekki að sama skapi mælsk. Gekk konunni bersýnilega illa að verja mábtað sinn og ekki örlaði í ræðu hennar á rÖkum gegn til- lögu Guðmundar J. Guðmunds- sonar í einu né neinu. Ósvífnustu ósannindin Einn þeirra manna. sem íhald- ið hefur hossað hæst í verka- lýðssamtökunum, Magnús Jó- hannesson, trésmiður, vakti sér- staka athygli í umræðunum vegna ósvífinna ummæla sinna. Ilélt hann því frani að aðeins 7 vörubílstjórar haíi látið skrá- setja sig atvinnulausa í sumar og væri þó vitað að ýrnsir létu skrá sig þó að fulla vinnu hefðu. Einnig sagðist þessi „verkalýðs- foringi" ekki vita betur, en þeir bifreiðarstjórar, sem væru í lausavinnu frá stöðinni. hefðu jaíngóðar, ei' ekki betri tekjur, en þeir sem fastráðnir væru hjá bænum. eins og bezt sæist af því að margir stöðvarbílstjórar væru nú að kaupa sér nýja bíla, atvinnutæki upp á 300—400 þús- undir króna. Biíreiðarstjórar munu vafa- laust festa sér þessi orð íhalds- fúlltrúans í minni. Gamla fyrirkomulagið áfram Að umræðum loknum var samþykkt frávísunartillaga Auð- ar borgarstjóra svohljóðandi: „Með vísun til umsagnar stjórn- ar Ráðningarstofunnar, dags. 23. júní þ.á. um erindi vörubílstjóra- félagsins Þróttar og með því að bæjaryfirvöldin ráðstafa ekki til annarra ráðningu á vinnu hjá bænum, telur bæjarstjórn ekki tímabag^t að samjiykkja Jram- ..kiomna tillögpog. tekpr,. fyrir nleiita mál á' dágskrá"-: 'Þessari i'rávísunartillögu greiddu at- kvæði 10 íhaldsfulltrúar, en 3 fulltrúar Alþýðubandalagsins gegn. 2 sátu hjá. Síðan var samþykkt að vlsa tillögu Magnúsar Ástmarssonar til bæjarráðs með 10 atkvæðum gegn 5. Sambandsráð Framhald af 3. síðu. héraðssamböndunum leiðbein- endur í starfsíþróttum til und- irbúnings keppninnar á lands- mótinu að Laugum. Sambandsráðsfundurinn fagn- ar því að samvinna hefur tek- izt milli Ungmennafélags ís- lands og annarra landssam- banda, sem aðilar eru að fé- lagsheimilum, um athugun á auknu menningarstarfi í fé- lagsheimilunum. Fundurinn telur þetta svo mikilsvert og merkilegt mál að það verði nákvæmlega að at- ihuga. Því heitir fundurinn á nefnd þá, sem þetta mál hefur til meðferðar, að halda starfi sínu áfram og leggja síðar fram athuganir sinar Hvernig vissi Hersteinn... ? Framhald af 12. síðu unblaðið segðu frá áletruninni og birtu mynd af. Vi ssu ekkert Séra Eiríkur kvaðst hafa farið frá Þingvöllum á áttunda tímanum á laugardagskvöld og ekki komið aftur fyrr en á mánudagsmorgun. Á þriðjudag kom í ljós að fólk á Þingvöll- um hafði ekkert vitað um áletrunina í Almannagjá, en á sunmijagsmorgun varð þess vart að „Ami go home“ hafði verið má’.að á bakdyrahurðina í Vaihöll og eitthvað merki dregið upp í flaggstöng. Seg- ir forstöðukona gistihússins, að það hijóti að hafa verið gert eftir klukkan eitt til tvö á sunnudagsnótt, þegar fólk í Valhöll var gengið til náða. Á þeim tíma voru allir sem að Þingvallafundi stóðu löngu farnir af staðnum, síðasti mað- urinn sem flutti farangpir vegna fundarins fór klukkan átta á laugardagskvöld. Lítið bar á Séra Eiríkur skýrði Þjóð- viljanum frá því að sér væri kunnugt um að ýmsir hefðu farið um Almannagjá meðan áletrunin var þar án þess að verða hennar varir. Málað hafði verið á sléttan klett nærri veginum á hægri hönd þegar ekið er niður gjána. Steinninn er í botni dældar í bergið og bar lítið á áletrun- inni. Á þriðjudag gerði séra Eirík- ur ráðstafanir til að áletrunin væri fjarlægð. Málað hafði verið með ljósum lit, að því er virtist olíumálningu. Þjóðgarðsvörður kvað sér al- gerlega ókunnugt um hverjir orðið hefðu áletrunarinnar var ir strax á sunnudag. Kæra send sakadómara Þegar í gær kærði Guðgeir Magnússon skrif Vísis um sig til sakadómara. Krefst hann þess að málið verði tekið til opinberrar rannsóknar, þar sem á hann em bomar sak’r, mjög móðgardi, auk þess sem um refsivert athæfi væri að ræða ef rétt væri. Krefst Guðgeir þess að ábyrgðarmanni Vísis verði refsað fyrir rangar sakarg'ft- ir og hann dæmdur til að greiða miskabætur. Auk þess verði allar aðdróttanir Vísis dæmdar dauðar og ómerkar. Kann ekki íslenzku Frarnhald af 12. síðu. Vinnubrögð af þessu tagi eru móðgun við íslenzkan almenn- ing. Ástæðan fyrir þessum endem- islegu vinnubrögðum er fyrst og fremst sú að enginn maður tek- ur lengur neitt mark á Jónasi Haralz og Jóhannesi Nordal; þeir þurfa því að fara króka- leiðir til að koma speki sinni á framfæri. En önnur ástæðan er sú að norski hagfræðingurinn er starl’smaður hjá Alþýðusam- bandi Noregs. Þarna er verið að reyna að misnota Alþýðusam- band Noregs, gefa í skyn að það beri einhverja ábyrgð á þessari einstæðu skýrslugerð og beita því gegn Alþýðusambandi íslands. „Verkalýðsmálasérfræð- ingar“ stjórnarflokkanna hér á landi vita íullvel að enginn tek- ur lengur mark á þeim, og því reyna þeir nú að skjóta sér bak við norsku verkalýðssamtökin í fullkomnu heimildarleysi. Enginn... Framhald af 7. síðu. ‘hluta að gefa sérstakan gaum. Og nú eftir Þingvalla- fundinn er ég sannfærðari um að þátttaka þess í andstöð- unni við hernámssjónarmiðin er mjög veigamikill og nauð- synlegur þáttur. Og að lokum þetta: Enginn þjóðhollur einstaklingur get- ur horí't aðgerðalaus á að land hans sé hersetið og líi'i og hagsmunimi þjóðarinnar fórnað á altari hernaðarvilli- mennsku. Það trúir því eng- inn lengur að okkur sé vörn í herstöðvum, og þess vegna hefur stefnu herstöðvaand- stæðinga vaxið mjög fylgi um allt land. Og nú ber að fylgja þeim sigri eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.