Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 4
4) ■— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. september 1960 Björn Þorsteinsson sagnfrœð ingur: Vppruni Gudmunds, Síðastliðið haust gaf Menn- ingarsjóður út þær ritgerðir Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar, sem hann lét eftir sig um sagnfræðileg efni, en útgáfuna önnuðust þeir Skúli Þórðarson sagn- fræðingur og Stefán Péturs- son þjóðskjalavörður. Aðal- efni þessarar bókar eru rit- gerðir, sem Barði birti 3 Helgafelli 1942—45 og And- vara 1939 og 1951, en þær fjölluðu einkum um uppruna islenzkrar skáldmenntar og ísleníikrar þjóðar. Af þessu dregur bókin nafn, þótt ann- að efni hennar sé merkara og geri hana eigulegt verk. Undan þvi liefur verið kvartað. að svonefndir fræði- menn ihafi sýnt kenningum Barða furðumikið tómlæti, og var á það drepið hér í blað- inu fyrir skömmu. Þetta tóm- læti er sprottið af því, að mönnum er yfirleitt geðfelld- ara að rita lof um menn en last, en fyrrnefndar greinar Barða geyma vafasaman fróð- leik, sem óþarft var að gefa út að nýju. Fyrstu fimm rit- gerðirnar í bókinni, Uppruni íslendinga, eru allar gagn- merkar og hafa fyrir löngu skipað Barða á bekk með fremstu sagnfræðingum vor- um Þessar ritgerðir eru: Támatal Ara fróða (áður ó- prentað), Tímatal annála um viðburði sögualdar, Goðorða- skinan og löggoðaættir, Goð- orð forn og ný og Uppruni Landnámabókar. I ritgerðinni Goðorð forn og ný greiðir Barði á hinn skynsamlegasta hátt úr fornu vandamáli, og allar ritgerðirnar hafa að geyma grundvallarrannsóknir á mikilvægum atriðum ís- lenzkrar sögu. Með ritgerðum s'inum um tímatal fornra ís- lenzkra heimilda (þ.á.m. er ritgerðin Merkasta ár í sögu Islendinga) leeerur Barði traustari grundvöll en áður var rð tímatali íslenzkrar sögu á fyrstu öldum lands- bvggðarinnar. Gildi þessara ritgerða fvrir íslenzka sagn- fræði verður aldrei lýst of sterkum orðum. . Hér vildi ég helzt láta stað- ar numið, því rð þær ritigerð- ir, sem á eftir koma, eru höfundi FÍrum og öllum, sem um bær fjalla til armæðu og sorgar. . Ógæca þessarar bókar hefst vneð inngangi Skúla Þórðar- sonar. en hann ber titilinn Forfeður Islendinga. Skúli var mikill vinur og aðdáandi Barða Guðmunds- sonar og hann virðmt frpm- ur láta stjórnast af trúar- legu en skynsamlegu viðhorfi til meistarans.. I inngangin- um rekur hann helztu atriðin í kenningum (Barða um upp- runa Islendinga, en getur að engu þess helzta, sem um þær hefur verið ritað með og móti. Kristján Eldjárn, Sig- urður Nordal og Jón Jóhann- esson hafa allir fjallað um kenningar Barða í þekktum ritum, og fveir þeir fyrr- nefndu gerðu þeim allrækileg skil. Hvaða skoðanir sem Skúli ihefur á niðurstöðum þeirra, bar ihonum skylda til að reifa þær og meta. Inn- gangur að bók eins og rit- gerðasafni Barða verður að geyma ihlutlæga skýrsiu um það helzta ,sem ritað hefur verið um sama efni, en inn- gangur, sem er einungis end- ursögn og útdráttur úr efni bókar, bætir auðvitað ekki spönn við gildi hennar. .Skúli átti að skipa Barða til sætis í röðum norrænna sagnfræð- inga á vísindalegan hábt, en forðast að ausa hann jarðar- farasannleika, sem er hvorug- um þeirra til sæmdar. . Hér er enginn kostur að rekja sundur allar rökleysur Barða Guðmundssonar í fram- angreindum ritgerðum. Eg mun skrifa um þetta efni rækilegar í Sögu, tímarií Sögufélagsins, og vísa fróð- leiksfúsum mönnum til þeirr- ar ritsmiðar, verði ekki öðru til að tjalda. Væntanlega mun einhver skrifa ritdóm um bókina í Skírni, tímarit bók- menntafélagsins. Hér verð ég þó að drepa á nokkur atriði. Við íslendingar ihöfum hing- að til lifað allsælir í þeirri barnatrú að vera yfirleitt komnir af Norðmönnum að langfeðgatali, og Norðmenn virðast hafa tekið því fegin- samlega að eiga okkur öðrum fremur að frændum. Þetta frændsemishjal er reginfirra að dóma Barða. „Hin rót- gróna gamla trú, að íslenzka þjóðin og fornmenning henn- ar sé að meginstofni norsk, hefur byrgt fyrir útsýnið. Sem ihuliðshjálmur hefur hún öldum saman hvílt yfir ýms- um mikilvægustu viðfangs- efnum norrænnar sögu og 'breytt þar birtu í myrkur og skini 'i skuigga“, segir hann á bls. 123. I framangreindum ritgerðum, sem birtust upp- haflega í Helgafelli og And- vara, leitast hann við á ýms- an hátt að finna þeirri kenn- ingu sinni staði, að íslenzku landnámsmennirnir hafi að miklu leyti verið afkomendur austu rnor.rænnar f arandþjóð- ar, Herúla, sem hafi verið staddir í Noregi á 9. öld og flúið þaðan ofríki Haralds ihárfagra til íslands. Um Her- úla er það að segja, að heim- ildir okkar um það frægðar- fólk eru næsta fáskrúðugar; þeirra er getið meðal ger- manskra þjóðflokka á þjóð- flutningatímanum, flytjast að nokkru til Norðurlanda á 6. öld, en síðan höfum við engar sagnir af þeim. Það er eftir- tektarvert, að í engil-saxnesk- um, frankverskum og nor- rænum heimildum er aldrei minnzt á Herúla, og frásagnir grískra og rómverskra sagna- manna um þá eru svo fátæk- legar, að af þeim verða eng- ar ályktanir dregnar um það, ihvað hafi einkum mótað menningu þeirra; þeim hefur verið eignuð rúnalistin o. fl., en allt er það á huldu. Ör- uggt má telja, að Herúlar 'hafa ekki iborið sama nafn meðal suðrænna og vestrænna þjóða, en að svo komnu máli er tilgangslaust að tala um það, hvaða nafn þeir hafa 'borið á Norðurlöndum. Eftir miklum og flóknum krókaleiðum leitast Barði við að sanna, að hið sérkenni- legasta í íslenzkri fornmenn- ingu, stjórnskipan og and- legum menntum, sé austur- norrænt að uppruna, komið um Noreg austan frá Svíþjóð og Danmörku, en þá slóð tel-^ ur hann að Herúlar hafi hrak- izt á leið til Islands. í rit- gerðinni: Skáld, svin, saurbýli — reynir hann að leiða rök að því, að hin forna norræna skáldmenning ihafi flutzt til íslands ,,með frjósemjsdvrk- endum, sem kvenguði hylltu". Hann byrjar á því að rekja þjóðsögu um Heiðnarey á Breiðafirði. en ihún ses’ir frá þvi að bóndinn á Múla á skálmarnesi flutti fólk til launblóta út í eyjuna fvrst eftir kristnitöku, og eru því til sönn,unar ömefnin Blót- hvammur, Blótsteinn og Saur. l'ifisgjá á eyjunni. Saga þessi er prentuð í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, I. bindi, bls. 7, útg. 1945, en elztu gerð henn- ar finn ég í Sóknarlýsingum Vestf.jarða frá því um 1840, út ge'fnum 1952, bls. 97. Nú er ógjörningur að grafast fyr- ir um sannleiksgildi sögu þessarar, enda hefur Barði ekki velt því máli fyrir sér. Heimildagildi hennar vex þó ekki við það. að eyjan nefn- ist Heinarey í heimildum fram á 18. öld, sbr. Jarða.bók Árna Magnússonar, 6. bindi 1938 bls. 259 og sýslulýsingar frá 1744. Nafnið Heinarey mun dregið af því, að í eyjunni finnast heinaberg, en það virðist brey'rst í Heiðnarey fyrir rómantísk áhrif snemma á 19. öld. Hin örnefnin geta einnig verið ung. . Saurlífisgjá minnir Barða á þá fullyrðingu Guðbrands Vig- fússonar, að örnefnin: Saurar, Saurbær, Sýrströnd, Súrdal- ur oig önnur slík bæði á ls- landi og í Noregi séu dregin af því, að þar hafi í fyrnd- inni verið stunduð Freysblót, þar hafi menn fest meiri á- trúnað á Frey og Freyju en í öðrum héruðum. Nú eru svo mál með vexti, að orðin saur og sýr—svín eru óskyld að uppruna. Sú staðreynd gerir bollaleggingar Barða í þessu efni út í hött. Sama er að segja um þá fullyrðingu hans, að orðið saurlífi hafi upphaf- lega táknað helgiathöfn, en barátta kristninnar gegn þeim ósóma hafi valdið mestu um það, ihve saur hefur orðið ógeðfellt hugtak í málvitund manna. Saurlífi mun vera þýð- inig á latnesku hugtaki, er táknar almennt kynferðilegt óskírlífi, en er óþekkt sem heiti á helgiathöfn. Barði gengur út frá því sem gefnu, að frjósemisdýrk- endur hafi stundað saurlifi við hátíðlegar athafnir og ræður slíkt fólk til vistar á Saurbæjum. Hann finnur 28 bæi með því nafni í jarðatali frá 1847, og sveitfestir svo með allmikilli hugkvæmni skáld og „kvenfrelsiskonur“ í nágrenni þeirra, en ályktar svo, að skáldmennt og kven- frelsi hafi verið í nánum menningartengslum við frjó- semisdýrkun. „Hvort tveggja hefur fylgt sama þróunarfar- vegi og er arfleifð kynslóðar, sem aldrei hefur land okkar litið. Nú má telja víst, að höfuðsvið hinnar fornnor- rænu frjósemisdýrkunar hafi verið í Danmörku og Sví- þjóð. Vér getum með góðum rökum kallað hana austnor- ræna trúarstefnu“, bls. 140. Saurbýlin og frjósemisdýrk- unin eru m.ö.o. ein af höf- uðrökum Barða fyrir því, að forfeður vorir séu af aust- norrænum stofni. Örnefni, sem hefjast á Saur-: Saur- bær, Saurbýr, Saurar, Saur- vík o.s.frv. eru algeng um allan Noreg allt frá Rakke- stað austan Víkurinnar og norður á Finnmörku; þó er vafasamt, að þau finnist syðst í landinu. Norskir ör- nefnafræðingar segja, að Saur-nöfnin séu ávall.t tengd votlendi og merki nokkurn veginn sama og mýri. Þetta kemur heim við Laridnámu, en þar segir, að Steinólfur hinni lági lét gera bæ „og kallaði Saurbæ, því að þar var mýrlent mjög, og svo kallaði hann allan dalinn.“ Þessi dalur nefnist nú Saur- bær í Dalasýslu. En þar með er ekki allt talið. Saurbæjar- nöfn eru mjög sjaldgæf í Sví- þjóð og Danmörku, þau eru Framhald á 10 síðu. Fró Þingvallafundi Verkefnanefnd Þingvallafundar koniin saman í risherbergi ií Valhiill. Frá vinstri: Böðvar Pétursson verzlunarmaður, Kjart- an Björnsson, Vopnafirði, Bergur Sigurbjörnsson viðskipta- fræðin.gur, Magnús Kjartansson ritstjóri, Halldór Ólafsson, ísafirði, Ingi Tryggvason, Kárlióli, Garðar Guðnason, Fáskr.f. Þrír af riturum Þingvallafundar að störfum. Frá vinstri: Ási í Bæ, Vestmannaeyjum, Sigurður Baldursson héraðsdómslög- maður, Kristján (Bersi Ólafsson, Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.