Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.09.1960, Blaðsíða 6
6) -— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. september 1960 iplOÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sósialletaflpkkurtnn, — RitstJdrar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Toríi Ólafsson, Sl*- urBur QuBmund8son. — FréttaritstJórar: tvar H. Jóneson. Jón BJa^nasor.. — AuglýslngastJóri: OuBgeir Magnússon. -- RitstJórn. afgrelBsia auglýslngar, prentsmiBJa: SkólavörBustíg 19. — Biml 17-500 (5 línur). - ÁskrlftarverB kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmlBJa ÞJóBvllJans. IÍ& Skálkaskjól p'engi íslenzku krónunnar hefur farið hrað- ^ minnkandi að undanförnu, og þar hafa hag- fræðingar verið að verki- En það er athyglis- verð staðreynd að eftir því sem þeir hafa tálg- að meira af krónunni, hafa þeir rýrnað örar- sjélfir. Ekkert er til fallvaltara hér .á, laþ4i ,.en mannorð hagfræðinga, þannig að gengi krónunn- ar má raunar kallast mjög traust í samanburði við gengi þeirra. Hagfræðingar þeir sem stóðu að krónulækkuninni 1950, Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson, urðu svo alræmdir að stjórnaiiherrarnir forðuðust það eins og heitan eldinn að hleypa þeim nálægt krónuskerðing- unni nú. í staðinn voru kallaðir til nýir menn, Jónas H. Haralz, Jóhannes Nordal og hvað þeir kunna að heita allir saman. Var þeim hampað í nokkrar vikur, síðan virtist draga mjög úr notagildi þeirra, og að undanförnu hafa þeir varla heyrzt nefndir á nafn. Gengið er komið niður í núll. tti /\g nú voru góð ráð dýr. Ríkisstjórnin stóð ^ uppi hagfræðingalaus með öllu, sérfræðing- arnir höfðu gengið sér til húðar, og staðreynd- irnar einar blöstu við almenningi. Þá var það að einhverjum datt það snjallræði í hug að flytja inn hagfræðing frá Noregi; kannski væri hægt að notast við nafn hans og titil í nokkrar vikur eða daga. Og sjá, hingað er dreginn mað- ur nokkur með hagfræðipróf og hafði hann þann stóra kost að enginn hafði heyrt hann nefndan áður. Maður þessi veit ekkert um íslenzk efna- hagsmál, hann kann ekki neitt í íslenzku, og hefur ekki hugmynd um hin sérstöku vandamál íslendinga. Hann stendur hér ivið í þrjár vikur, og á milli veizluhalda og ferðalaga talar hann við Jónas Haralz og Jóhannes Nordal; þeir þýða fyrir hann speki sína á skandinavísku og hann skrifar vísdóminn hjá sér. iSíðan fer hann iheim og festir á skýrslu það sem hann hafði fengið að heyra hjá Jónasi og Jóhannesi og sendir því næst plaggið til íslands. Hér er það þýtt á íslenzku á nýjan leik iog svo er kallað á blaða- menn og reynt að auglýsa samsetninginn sem nýja og djúpstæða speki. En þeir sem leggja á sig að lesa hina svokölluðu skýrslu sjá fljótt að þar er ekkert að finna annað en „vísdóm- inn“ úr Jónasi Haralz og Jóhannesi Nordal, eins og hann lítur út þegar búið er að iþýða hann á norsku og síðan á íslenzku á nýjan leik! í ¥lér er semsé um einstæðan skrípaleik að ræða. Og það er fróðlegt að gera sér ljóst hvaða tilgangur er á bak við skrípaleikinn. Hér er reynt að nota titil og lærdómsheiti til þess eins að blekkja almenning — norski hagfræðingur- inn segir það; hvað þurfa menn þá frekar vitn- anna við? Blekkingin er að þessu sinni alger; Jónas Haralz og Jóhannes Nordal lögðu þó fram vinnu á sínum tírna, en norski hagfræð- ingurinn Ihefur ekki lagt fram neitt sjálfstætt verk; hann leyfir stjórnarvöldunum aðeins að nota sig og nafn sitt og titil gegn borgun. í gegnum hann eru íslenzku hagfræðingarnir látn- ir tala eftir að þeir eru orðnir svo útjaskarðir að enginn tekur mark á þeim. Norski hag- fræðingurinn ætti að nota greiðsluna sem hann fær fyrir viðvikið til þess að kaupa sér nýtt ættarnafn og nefnagt hér eftir Skálkaskjól. — m. nrt ua ií Þjóðviljinn haíði tal aí nokkrum íulltrúanna á Þingvallaíundinum og bað þá segja nokkur orð um afstöðu sína í hernámsmálunum. Svörin eru veitt í hasti á hlaupum frá fundarstörfum. Svör þeirra voru á þessa leið: Sigmundur Þorgilsson: Orsökin er Allanzhafsbandalagið Sigmuiulur Þorgilsson á Ásólfsskála hefur verið kenn- ari og skólastjóri i Vestur- Eyjafjallahreppi í 38 ár. Hann mælti á þessa leið: Hernámið er afleiðing. Or- söldn er Atlanzhaísbanilaiag- ið. Úr bandalaginu verðum við því að losna. Sigmundur Þorgilsson í ræðu- stói á Þingvallafundinum. — (Ljósm.: Guðbj. Gunnarsson). Það er óhugsandi sjálfstætt líf fyrir okkur Islendinga nema byggja það á friði, lög- um og rétti. Meðan við erum í hernaðarbandalagi, herlaus og vopnlaus þjóð, erum við ánauðugir, •— háðir þjóðun- um sem eru í og ráða Atlanz- hafsbandalaginu. Hervald er óöruggasti og tilviljanakennd- asti grunnur til að byggja sjálfstæði okkar á. Hervald gerir sjálfstæði okkar því ekki öruggt heldur ótraust. Sagan sýnir að hernaðar- bandalög og hernaðarkapp- h'aup stefnir ævinlega beint að stríði. Slíkt varnar ekki stríði, heldur veldur stríði. Ef við viljuni tryggja sjálf- stæðj okkar í framtíðinni höfum við aðeins eina leið: þá að skipa okkur EKKI í raðir hernaðarvelda og víg- búnaðarkapphlaups, heldur vera friðn.ytjendur meðal þjóðanna. Við eigum ekki að vera atkvseði stórþjóðanna heklur liafa dirfslm til að taka frumkvæði. Við megum ekki apa allt eftir erlendum þjóðum, ekki hugsa frá sjónarmiði annarra þjóða, því. þá hættum við að vera IsJendingar. Við eigum að vera sjálfstæði þjóð sem þorir að eiga sína menningu og standa vörð um hana. Það ber margt til þess að ég er á móti herstöðvum í landinu, en ég ætla að víkja aðeins að einu atriði. Með tilkomu nýjustu vopna er hérnaður með því sniði sem hann var í síðustu heims- styrjöld óhugsandi. Herstöðv- ar svipaðar og þær voru þá eru nú með öllu úreltar og engin vörn í þeim lengur. Er- lendar herstöðvai> hér eru okkur því einskis virði til varnar. Þær eru þvert á móti bein hætta. Það er ekki lík- legt að farið yrði að skjóta e’dflaugum á Island væru hér engar herstöðvar. En í stýrj- Hlöðver Sigurðsson i Eigi Islendingai Jafnvel norður á Siglufirði, sem er þó fjarri herstöðvun- um, sjást þó ýmis merki þess að hersetan hefur siæm áhrif bæði á atvinnu- og menning- arlíf. Þegar atviimuleysi var á Siglufirði hér á árunum hugsuðu ráðamennirnir ekki um að byggja atvinnuiíf Sigluíjarðar upp, heldur um að senda sem flesta Sigllirð- inga í hemámsvinnu á Kefla- víkurflugveiji. Afleiðing n var að vanrækt var að byggja at- vinnulíf Siglufjarðar upp, — og mennirnir sem sendir voru Hlöðver Sigurðsson í ræðustól Þingvallafundinum. (Ljósm.: Þjóðv. A. K.) öld reyna stríðsaðilar að eyðileggja herstöðvar and- stæðinganna, og hei’stöðvarn- ar hér yrðu því eítt fyrsta skotmarkið, kæmi til stríðs m;lli „austurs og vesturs“. Ef til stríðs kæmi yrði það háð með kjarna- og vetnisvopnum, og það þarf ekki margar slíkar sprengjur -á herstöðv- arnar hér til þess að íslenzku þjóðinni yrði með öllu út- tímt. Þetta eina atr'ði nægir til þess að sýna að enginn sem vill að ís^enzk þjcð lifi áfram í landinu getur framvegis verið með dvöl erlends hers og herstöðvum í landinu. 1111111ii■ 11;1111m11i:11111111111ii1111111111111111111111111ii1111111111111111111!11m1111ii11h111111111111:i:imi!!i miiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin Sverrir Karvelsson, ísaíirði: Þetta eina atriði Síldarstúlkiir á Kaufarhöfn í einni af þeim fáu söltunarlirotiun sem urðu í sumar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.