Þjóðviljinn - 29.10.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.10.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. októbcr 1960. — 5. árgangur — 30. tölublað. — ÖSKASTUNDIN ijj 111! íi i ii 11111 i i 11111111 i ] 11 u 1111111 ■ 1111111111111111 e 11111 m 11111111111! 11111111111; m! 1111111! 1111111 u i.ij 1 SUMAR ER I SVEIT 1 sj Númi Þorbergsson hefur gert þessar vísur við lag Árna ísleifs = E °g Þær Sóffía og Anna Sigga nýlega sungið inn ó plötu. E Dagbjartsdóttir — Útgefandi ÞjóVviijinn ~ Sumar er í sveit = sólin björt og heit hátt á himni ljómar hýrgar grænan reit þá svo indælt er, úti að leika sér. Bráðum lifna á lyngi = lítil krækiber. ~ Úti í sól og sumaryl E sælt er þá að vera til. E Þegar ómar allt af söng E ekki verða kvöldin löng. E Létt og glöð er lund E Ieikur liverja stund 3 litlir andarungar E æfa á tjiirnuni sund. E Lömbin kát og létt E lyfta sér á sprett. Lækjarfiskar lóna lygnan hyl við klett. Úti í sól og sumaryl sælt er þá að vera til. Þegar ómar allt af söng ekki verða kvöldin löng. Blómin gul og blá bala grænum á öllum veita yndi yl og birtu þá upp í hömrum hátt hrafninn krunkar dátt. Ljúfur lóukliður loftið fyllir blátt. Úti í sól og sumaryl sælt er þá að vera til. Þegar ómar allt af söng ekki verða kvöldin löng rii111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iii Gaukshöfði GaukshöíðavQð heitir efsta vaðið á Þjórsá niðri í byggð; það er í ÞjórsáEflýil ,-.og dregur nafn a£ ..höfða nokkrum við ána; liggja sums- staðar klettar að höfð- anum en sumstaðar brattar bijekkur. Höfð- inn dregur aftur nafn af manni þeim sem Gaukur hét; hafði hann orðið sekur og átti sér . -■ -vv-. •'t.i:, bæli og vígi í höfðan- um þar sem klett3.Enir eru mestir og réðst þaðan á menn til rána. Seinast komust þó ferðamenn, sem hann hafði ráðist á, milli hans og bælisins og var hann veginn þar á sand- inum fyrir framan höfðann og dysjaður síðan. Fyrir nokkrum árum féll jarðfall fram úr hlíðinni og fundust )■ ^ ft4: >■ þar mannsbein og leifar af sverði, og hefur séð stað beinanna til þessa og hafa sumir látið mikið yfir stærð þeirra. (ísl. þjóðsögur). Laustn á heila- brotum Hefði konan verið blind frá fæðingu, hvernig gat hún þá vit- að hvernig rauður litur leit út? . HEFNDIN SEM MISTÓKST (SÍÐARI HLUTI) „Við skulum kenna hann við klúbbinn okk- ar,“ sagði einn. „Köllum hann Martein bókvísa". „Við skulum segja frá menntun hans og ferða- lögum“, sagði annar. „Við skrifum smellna skopsögu". Og þeir ræddæ um sög- una og byrjuðu meira að segja á henni. Allir fimm voru jafn áhugasamir um áformið. En áhugi þeirra var skammvinhur. Eftir stutt- an tíma hættu þeir við all saman. Swift var sendur til frlands, og klúbbur hinna bókvísu vina leystist upp. Og fimm árum seinna fór .Swift að velta fyrir sér þessari gömlu hug- mynd um skopsöguna. En hin upphaflega óætlun líkaði honum ekki nú. Hann vildi ekki ein- göngu sýna fram á fá- nýti viðurkenndrar menntunar, heldur vildi hann líka benda á spill- ingu og óhæfni stjórnar og ráðamanna landsins. Hann ætlaði að skrifá um ferðir Marteins bók- vísa, já, dvöl hans hjá dvergum og risum og hinna svonefndu vísinda- manna. En Marteinn átti ekki að vera sá dauðans asni, sem kíúbbfélagarn- ir höfðu hugsað sér hann. Nei, hann átti bara að vera venjulegur, blátt á- fram og skír maður, rétt sýnishorn meðalmanns- ins, en ævintýri hans áttu að spegla ósarri- kvæmni, grimmd og skoplega beyskléika ensku yfirstéttárinnar. Þessi saga átti að gcra England ,að -athlægi frammi fyrir öllurn' heiminum, og alla Engíi lendinga bálreiða. Það skyldi vera hefnd Swifts fyrir brostnar framavon- ir. Árum saman vann Swift að bókinni. Lengi Framhald á 2. síðu. Þeir voru allir fimm sammála um, að þetta væri efni í ágætis bók. • • .V: . Unglingallð keppir við lið frá landsliðsnefná á morgun Unglingar.efnd Knattspyrnu- sambands íslands gengst fyrir knattspyrnukappleik á morgun, sunnudag, klukkan 2, þar sem lið sem nefndin hefur valið leik- u.r við lið sem . Landsliðsnefnd hefur sett saman., Lið Unglinga- nefndarinnar er. skipað leik- mönnum sem eru 21 árs eða yngri en lið Landsliðsnefndar er ískipað mönnum 22 ára og eldri. Kemur leikur þessí í stað leiks unglingaliða við 10 ára lands- líðsménh, en sem kunnugt er KvSkmyndasýning Stjóm Knattspyrnusambands íslands hefur ákveðið að hefja að nýju sýningar á kvikmynd- inni frá Heimsmeistarakeppn- inni sem fram í'ór í Svíþjóð 1958, Verða sýningarnar í Tjarnar- bíói eins og áður og hefjast í dag, laugardag. Aðsókn var góð að fyrri sýningunum, enda má sjá þar mjög góð augnablik úr þessum 16 leikjum sem fram fóru í lokakeppninni. var enginn landsleikur árið 1950. Lið það sem Unglinganefndin hefur valið er skipað þessum mönnum: Gísli Þorkelsson KR, Helgi Hannésson IA, Þorsteinn Friðjónsson Val, Gunnar Felix- son KR, Rúnar Guðmundsson Fram, Guðjón Jónsson Fram, Örn Steinsen KR, Ingvar Elías- son IA, Þórólfur Beck KR, Ell- ert Schram KR, Jóhannes Þórð- arson IA. Varamenn: Karl Jóns- son Hafnarf., Sigurður Einars- son Fram, Björn Júlíusson Val, Bergsteinn Magnússon Val, Rún- ar Guðmundsson er fyrirliði. Lið Landsliðsnefndar: Helgi Daníelsson IA, Ámi Njálsson Val, Bjarni Felixson KR, Ormar Skeggjason Val, Hörður Felix- Matthías Hjartarson Val, Sveinn Jónsson KR, Þórður Jónsson ÍA, Guðmundur Óskarsson Fram, Gunnar Gunnarsson KR. Vara- menn: Heimir Guðjónsson KR, Kristinn Gunnlaugsson IA, Ragn- ar Jónsson Hafnarfirði, Grétar Sigurðsson Fram, Baldur Schev- ing Fram. Hvor vinnur? munu margir spyrja. Ekki er ósennilegt að það verði leikur sókr.ar Ung- lingaliðsins og varnar liðs Landsliðsnefndai*. í öUu falli getur þetta orðið skemmtilegur leikur. staðreynd Sænska Idrottsbladet bendir .réttilega á, að síðan 1676 hafa Danir aldrei ráðizt inn í Sví- þjóð með svo mikinn liðsafnað sem nú til Gautaborgar til að sjá landsleikinn, en árið 1676 réðust Danir yfir til Svíþjóð- ar með mikið lið, en Svíar unnu mikinn sigur yfir Dönum í or- ustunni við Lunji. Danir sem nú „gerðu innras“ í Svíþjóð höfðu ekki bitvopn : í höndum, heldur rauð-hvítu j fánana sína, sem þeir veifuðu meðan á leiknum stóð, um leið og þeir kyrjuðu þjóðsöngva. En endalok þessarar baráttu urðu þau eömu og við Lund forðum — stórt tap Ðana. Laugar-dagur 29. október 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (9 ir Reykjavíkurmótið í hard- knattleik heldur áfram um helg- ina og verða leiknir tólf leikir. í kvöld eru það yngri flokk- arnir sem keppa og má bú- ast við skemmtilegum leikjum, sérstaklega í öðrum og þriðja flokki karla. Leikimir í þeim flokkum hafa verið yfirleitt skemmtilegir og tvísýnir sumir hverjir. í öðrum flokki kvenna hafa þeir ekki verið eins góð- ir. Þó getur leikurinn milli Fram og ÍR orðið tvísýnn. Framstúlk- urnar hafa sýnt góða leiki og hinar ungu ÍR-stúlkur lofa góðu. Annars fara þessir leikir fram í kvöld: 2. fl. kvenna AB; Ármann — KR 2. fl. kvenna AA; Fram — ÍR 3. fl. karla AB; Þróttur •— Fram’ 3. fl. karla AA; Víkingur — Ár- mann 2. fl. karla AB; Víkingur — ÍR 2. fl. karla AA; KR — Fram 2. fl. karla AA; Valur — Þróttur Á morgun eru það meistara- flokkarnir sem eigast. við, og fara fram tveir leikir 4 kvenua- flokki. Fyrst keppa Víking'ur og Valur og getur það orðið skemmtilegur leikur, því að bæði þessi ungu lið léiká oft góðan handknattleik. Vafalaust ná Víkingsstúlkurna.r sér bét- ur á strik í þessunl leik én móti KR um daginn, og þött Valur sé líklegri sigurvegari eftir sigurinn yfir Ármanni um ;s:ðustu helgi er hann engari veginn viss., Það kemur naumast til að KR- stúlkurnar í þeirri þjálfun sem þær eru núna tapi fyrir Þrótti. Eins mun óhætt að gera ráð fyrir því að KR í karlaflókki vinni Víking., Sennilegt er líka að Fram vinni Þrótt, en takist Þrótti að tá fram það sem iiðið getur, geta þeir orðiö erí- iðir Frain. Leikur ÍR og Vals getiir líka orðið jafn þótt ÍR sé Tiklegri si'gúi'végari. Hin veika ’hlið ÍR-inga hefur verið vörnin, og takist þeim ekki að þétta hana getur allavega farið. Blómlaukar Þing norrænna íþróttaleiðtoga haldið hér Norrænt þing íþróttaleiðtoga verður haldið hér um næstu helgi. Koma hingað 7 gestir, 3 Finnar, 1 Svíi, 2 Norðmenn og 1 Dani. Slíkt þing var hald- ið hér fyrir 9 árum. Þingið verður haldið að Grundarstíg 2. Haustfrágangur1 gróðrastöðin við Miklatorg j Símar 22-822 og 19-775. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.