Þjóðviljinn - 24.11.1960, Side 2

Þjóðviljinn - 24.11.1960, Side 2
*5) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 24. nóvember 1960 1 fsland hlutlaust, boðbsri friðar Framhald af.,,1, ,,síðu. un“, sagði Einar. Jafnvel stór- Þjóð á okkar mælikvarða eins og Englendingar telja víst að þeirra biði ekki annað en tor- tíming, ef til heimsstyrjaldar komi. Með hernaðartækni nú- tímans í huga geti þýðing her- stöðva á íslandi einungis verið að þær séu skotmark, er drægi að sér eldíiaugar fyrstu mínút- umar eða fyrstu klukkustund- irnar í kjarnorkustyrjöld. Her- stöðvar á íslandi hafa því ein- ungis neikvæða þýðingu fvrir íslendinga, en gætu ef til vill verið einhvers konar varnar- skjöldur fyrir Bandaríkin fáein andartök í striðsbyrjun. Vitnaði Einar í orð Eisenhow- ers, brezka landvarnaráðherr- ans Duncan Sandys (frá 1957) og fleiri því til stuðnings að i kjarnorkustríði yrði ekki um neinnar varnir að ræða, íslend- ingar yrðu varla tíl sem þjóð að loknu kjarnorkustríði, ef hér væru herstöðva.r í byrjun þess stríðs. ★ ísland má ckki verða skotmark. Skylda okkar við þjóðina er að sjá um að sem minnstar lík- ur séu til þess að ísland verði skotmark, ef til stríðs k.emur. Það þýðir, að það er meginatr- iði að hér á landi séu ekki her- stöðvar, ekkert það er gæti dregið að sér þau ógnarvopn sem stórveldin búa ,nú yfir.. Lagði Einar áherzlu á, hve aðstaða íslands í stríði Hefði gerbreýizt við tilkomu hinna nýju gereyðingarvopna, er tor- tímingarhætta vofir yfir þ.jóð- inni þegar fyrstu daga styrjald- ar. ★ Afstýra vcrður styrjiild. í annan stað cr það skylda Islendinga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að af- stýra því að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Minnti Einar á sam- .þykkt Alþingis 1954. þar sem skorað var á Sameinuðu þjóð- irnar að vinna að því að koma á allsherjarafvopnun í heimin- um. Barátta fslands íyrir því máli fj'ndi nú enn dýpri hljóm- grunn en 1954, ekki sízt ef Al- þingi fylgdi nú eftir fyrri sam- þykkt með þeim ráðstöfunum sem þingsályktunartillaga Al- þýðubandalagsins fjallar um. ógnir kjarnorkustyrjaldar getur enginn gert sér í hugar- lund. Einn frægasti vísinda- maður Bandaríkjanna Linus Pauling, nóvelsverðlaunahafi. telur t.d. að árás á Bandaríkin með nútímakjarnorkuvopnum þýddi að á fyrsta degi létu 36 milljónir manna lífið, og á sex- tugasta degi slíkrar styrjaldar heíðu 72 milljónir manna farizt af' árásinni eða aíleiðingum sára sinna. Vitað er að bæði Bandaríkin og Sovétríkin hafa hvort um síg kjarnorkuvopn, sem nægðu til að útrýma hvorri þjóðinni um sig, ef þær lentu í styrjöld. Og staðhæít er að hægt væri marg- sinnis að eyða öllum íbúum jarðar með þeim kjarnorku- vopnum sem nú þegar hafa ver- ið framleidd. Yfirmaður írönsku kjamorku.rannsóknanna sagði í apríl 1957: ,,Jafnvel hin stærstu lönd munu, eí þau lenda í slíkri kjarnorkust.vrjöld hrapa niður á stig hinna frumstæðustu landa, máski á fáeinum dögum, vegna óstjórnlegs manntjóns og eyðileggingar framleiðslutækja“. Einar bætti við: ,.Ég býst við að óhætt sé að fullyrða, að nú þegar muni vera til sjálfvirkar kjarnorkuíallbyssur, sem geti haldið áfram að skjóta kjarn- orkuskeytum heimsálfanna á milli, löngu eftir að hver ein- asti máður er fallinn sem með þessar býssur hefði að gera eða væri í námunda við þær,“ og fóikið sem lifði af slíka styrj- öld gæti af sér hryllilega van- skapninga, vegna geíslavirkn- ár Ifættan á styrjöld. Vísindamenn og stjórmnála- menn væru ekki að ósekju að hræða fólk með slikum mynd- um. Mannkynið stendur á barmi slíkrar styrjaldar. Herstjórn Bandaríkjanna hefur lýst yíir að sífellt séu á flugi flugvélar með vetnissprengjur, svo hægt væri að svara árás þó allar stöðvar á landi væru eyðilagðar. Ðg litið þarf til. taugaveiklun nokkurra stjórnenda eða mis- skilning, til þess að þeir létu sprengjumar falla. En sama orkan sem bundin er í s]ík drápstæki gæti líka skap- að þjóðum heimsins allsnægtir, útrýmt fátækt og sjúkdómum, hjálpað mönnunum til að nema alheiminn. Nú eru möguleikar til að hefja nýja öld allsnægta og framfara ef yið kunnum að hagnýta vísindi og tækni í þágu mannkynsins. ★ Hergagnahringar vilja stríð. Einar ræddi því næst ræki- Iega um hernaðarbandalögin tvö, sem helzt væri ætlað að lenda k.vnnu í ófriði, Atlanz- hafsbandalagið og Varsjár- bandalagið, aðalríki auðvaldsins og heim sósíalismans. Lagði hann áherzlu á þann grundvall- armismun að í sósialistísku löndunum væri öll hergagna- íramleiðsla ríkisrekstur, og því beint tap íyrir þjóðirnar. í auð- valdslöndum hefðu auðhringar ofsagróða af hergagnafram- leiðslu, og hefðu beina hags- muni af því að stríð hæfust og stæðu lengi. Minnti t.d. á dæmi um samspil. hergagnaframleið- enda báðum megin víglinunnar í tveimur heimsstyrjöldum, er einungis miðaði að þvi að stjTj- öldin héldi áfram og auðhring- arnir héldu áíram að græða. Ekki sízt vegna þessa eðlis ríkjanna í Atlanzhafsbandalág- inu væri hætta á að það reynd- ist árásarbandalag'. Teldi A,l- þýðubandlagið enn sem fyrr að fslendingar ættu ekki heima í neinu hernaðarbandalagi, hvorki í Atlanzhafsbandalaginu né neinu öðru, ísland ætti að losa sig úr hemaðarbandalagi og taka upp hlutleysi á ný. ★ ísland og hlutlausu ríkin friðarafl. Loks ræddi Einar um þann hluta þingsályktunartillögunnar sem fjallar um að ísland snúi sér tij allra ríkja sem eru utan hernaðarbandalaga í heiminum með tilmælum um að íulltrúar þeirra komi saman á ráðstefnu til þess að ráðgast um hvernig þessi ríki gætu bezt beitt sam- eiginlegum áhrifum sínum á vettVangi Sameinuðu þjóðanna og víðar til þess að tryggja hlutleysi og sjálfstæði sitt, koma á fullum friði og algerri afvopnun, og upplausn allra hernaðarbandalaga. Með þessu gæti ísland stuðl- að að því, að hinar tvær and- stæðu fylkingar, auðvaldsriki og sósíalistísk ríki keppi í friði en útkljái ekki ágreiningsefni sín með styrjöld. Með hlutleysi ís- lands væri að sjálfsögðu ekki átt við hlutleysi i baráttu hinna ýmsu stefna í heiminum, heldur hlutlejyei . í hernaðú . að ,, ísland ætti að beita áhrifurri sínum til að komið yrði: á almennri ,af- vopnun og uppiausn alírá hern- aðarbandalaga. Áhrifum væri t. d. hugsanlegt að beita á vett- vangi Sameinuðu þjóðann, en þar væri nú ástandið mjög að breytast vegna tilkomu hinna mörgu nýju ríkja, er flest að- hylltust hlutleysisstefnu. ★ _____________ Einar lauk ræðu sinni með því að leggja áherzlu á að svo hefðu aðstæður í heiminum ger- breytzt síðasta áratuginn, að enginn þyrfti að skammast sín fyrir að haía nú aðra afstöðn til mála eins og t.d. þátttöku ís- lands í hemaðarbandalagi. Lagði hann fast að þingmönnum að ræða þessi mál af þeirri á- byrgðartilfinningu og alvöru sem þau verðskuldi, og minnast þess að líf og tilvera íslenzku þjóðarinnar geta oltið á ákvörð- unum þeirra. Sýningu Páls lýk- urásunnudag * i Sýning Páls Stefánssonar í Bogasalnum hefur verið mjög vel sótt og hafa nokkrar mynd- ir selzt. Sýningin verður aðeins opin þessa viku og lýkur á sunnudagskvöld. Opið frá kl. 2-10 nema á sunnudag frá kl. 10-10. ! Endummningar Oscars Ciausens „Við yl mmninganna" heitir nýja minningabókin hans Clausens og það er ekki ósennilegt að mörgum finnist þetta hans skemmtilegasta bók fram til þessa, og hafa hinar fyrri þó átt miklum vinsældum að fagna. í þess* ari hók njóta fjör hans og frásagnargleði sín til fulls, enda er efni bókarinnar geysilega fjölbreytilegt. Þarna ægir saman minningum um stórskáldið og skörunginn Einar Benediktsson, garpinn og glæframanninn danska Alberti, draugasögum og dulrænni reynslu höfundar sjálfs og frásögnum af sérstæðum mönnum og stór- brotnum persónuleikum, sem Clausen kynntist i Döl- um og á Snæfellsnesi. „Við yl minninganna“ hefur að geyma efni, sein á djúi»stæð ítök í öllum unguni og eldri íslendingum. BÓKFELLSÚTGÁFAN Leiðir allra sem ætla að kaupa eða selja B í L liggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg 37. Þórður sióari eHSSIPS Barbosa lögregluforingi átti ekki í neinum erfið- leikum með að finna bátinn því nokkrum mánuðum áður liafði þessi för verið ákveðin og þá höfðu verið kortlagðir þeir staðir, þar sem báturinn ætlaði-að taka éldsneýti. Þórðúr stöðvaði bátirin og setti út o o.'nu akkeri, Straumurinn var mjög sterkur og þyrilvængj- an, sem hafði vatnaskíði varð að lenda rétt við ströndina, því annars hefði straumurinn hrifið véliria með sér. Élugmaðurinn varð að fara mjög varlega, ef þetía átti að heppnast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.