Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 4
3£ý — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. desember 1960 Leynivínsala. Bæjarpóstur góður. Leynivínsala er nú mjög á dagskrá. Bifreiðastjórar kvarta sáran yfir ágangi lögreglunnar og óbilgirni við áfengisieitina, segja farþeg- . um sínum jafnvel stafa bætta af. Hafa þeir nýlega bent á það úrræði, að hafa útsölu cpna til miðnættis og telja, að þ-annig megi út- rýma ósómanum. Ekki legg ég dóm á það, en lítið held ég að drykkjuskapur al- mennt - minnki við þær að- gerðir. Ég hygg líka, að eins og málum er komið, stundi mennirnir þessa auka- vinnu af illri nauðsyn. Fáir atvinnuvegir eru jafn vand- reknir fyrir dýrtíðar sakir, heldur en leiguakstur, nema ef vera skyldi togaraútgerð. Engri atvinnugrein er eins ofþjakað með tollum og sköttum, t.d. má nefna- það, að hjólbarðar hafa hækkað um 100% á 3 árum og annað eftir því og jafn- hliða hefur atvinnan dreg- izt mjög saman. Ég held að leynivínsölu verði ekki útrýmt, meðan kjör bifreiðastjóranna eru jafn slök og nú er. Fyrrverandi leigub'lstjóri. Frá Gverdi, hefur eftir- farandi borizt: Þátturinn „Efst á baugi“ hefur nú grasserað í útvarpinu um nokkurn tíma, flestu góðu fólki til ama, en mörgum illgjörnum sálum eflaust til skemmtun- ar. Umsjónarmenn þáttarins, virðast sérfræðingar í að fara i kringum og brjóta gróflega hið þjóðsagna- kennda ,,hlutleysi“ útvarps- ins. Segi þeir frá einhverju, sem á að gerast austan tjalds, hnýta þeir ævinlega aftanvið illyrmislegum at- hugasemdum frá eigin mis- vitrum brjóstum. Hins veg- ar virðast þeir taumlausir dýrkendur alls, sem fram fer i U.S.A. en þó einkum og sér í lagi í V-Þýzkalandi. Þó að þeir væru nú ekki sekir um neitt af þvi, sem að framan er sagt, þá eru mennirnir svo leiðinlegir, að þeir hljóta að teljast ó- hæfir útvarpsfnenn. : MMróm- 'ur, áherzlur, framsetning og tilreiðsla efnisins, er allt á eina bók lært, hundleiðin- legt. Mér var að detta í hug, hvort uppivaðsla hlutleysis- brotamanna í útvarpinu að undanförnu, væri nokkur til- viljun. Hvort hér væri ekki um samræmdar aðgerðir að ræða. Bróðurlegt samspil út- varpsstjóra ög menntamála- ráðherra, til að gera útvarp- ið að áróðurstæki svörtustu afturhaldsafla ílialds og krata. Þátturinn ,,um daginn og veginn“, er til dæmis að verða nær einlitur íhalds- áróðursþáttur. Svo hópast að hljóðnemanum klerkalýð- ur og allskonar trúarvingl- ar, með hið svívirðilegasta kjaftæði um sósialisma. Hvort má það vera, að slíkur guðsfriður' ríki í út- varpsfjósinu, að bolinn geti öskrað og bölvað, án þess að kvígan rumski? Gíæný bátaýsa saltfiskur, skata, létt saltaður rauðmagi, reykt síld, nætursaltaðnr fiskur. FISKHÖLLIN Trjggvagöu. í íslenzkri bainabókageið Nú geta börnin eignazt vinsælu barnaævintýrin Hans og Grétu, Mjalihvít, Rauðhettu og Þyrnirósu, hvert fyrir sig í myndskreyttri bók með stcru og góðu letri. Textann þýddi Stefán Jónsson rithöfundur. Á forsíð- unni er hljómplata, þar sem Lárus Pálsson segir söguna áf sinni alkunr.u snilld. -— Bara láta bókina á plötu- spilaraijn og barnið hlustar hugfangið á IArus segja ævintýrið. — Verð kr. 27.80. INGVAR HELGASON. m *o ■ E o CN4 c 2 3 /<e nn 7" a:i r— Æz EFTIR 13 verður áregii um þessa íbú§ /3 \.'Z /96 2 50 1 L_ L J L= II sot J l _|U isá • o S.S o Þessi íbúð, sem er aðalvinningurinn í íbúð arhappdrætti Þjóðviljans, er að verðmæli kr. 180.000,00. Hún er í Stóragerði 8, 93 fermetrar sjálf íbúðin auk stigaliúss, sér- geymslu í kjallara og sameignar í þvoítahúsi, barnavagna- og reiðhjólageymslu o.s.frv. Auk íbúðarinnar eru tveir aukavinmn.gar að verð mæti 5000^00 livor. Þá liljóta næsta núm- er fyrr ofan og næsta númer fyrir neðan vinningsnúmerið. '5 FreisfiS gœfunrtar i ibúöarhappdrœtti ÞjóSviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.