Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 5
................................ i 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 k ....................................... .—-----------------——------------------------------------------Laugardagur 10. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 iimmmmmmmimmmmmmmmimmmmmmmmmmmiimmmmmuimiminimmmmimimimimmmmmiimimimimiimmmmmnmiimmmmmmmmmmmmmmmmiu „PQraCásarhelmf5 undir smásgá heimspressunnar. HELGAFELL, Veghúsastíg 7. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiríiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHjiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiúimiiiiii Engin fyrri bók Laxness hefur komið jafnmiklu róti á hugi fólks hér heima og síð- asta bók hans Paradísarheimt. Og engin náð eins mikilli og skjótri sölu. Engin fyrri bóka skáldsins kallar eins þrálátlega á endurlestur, fyrst ákveðinna kafla og síðan allrar bókarinnar. Hún. brýst inní merg og bein og setur allt í uppnám. Við- fangsefni skáldsins og persónur sögunnar hafa áður en varir tekið sér bústað !í hug- um fólks og náð tökum á eigin viðfangsefnum þess uns það á ekki annarra kosta vcl til þess að losna úr þeim heimspekilegu flækjum sem það er orðið við riðið, en lesa bókina aftur og aftur, eins og hlustað er á tónverk, þangað til lausnin einn góðan dag kemur eins og af sjálfu sér og án átaka. Það er mjög eftirtektarvsrt að einmitt þessi bck hlýtur meira lof en aðrar bækur skáldsins í heimspressunm og heimsskáldin keppast við að láta heyra frá sér um hana og ausa hana lofi. I tveimur af útbreiddustu og áreiðanlegustu blöðum á Norðurlöndum, Dagens Ny- heter í Stokkhólmi og Politiken í Kaupmannahöfn taka til máls um hana víðfræg skáld og listdómarar, sem ekki eru véfengdir, Tom Kristensen og Folke Isaksson. Folke Isaksson segir meðal amiars: ,,I sjálfstæði sínu er hann (Laxness) í ætt við Snorra og nafnlausu höfundana miklu“. og ,,í scgunni um Steinar minnkar höfundur það stcra og stækkar það litla, þetta er flakkaraskáldsaga með sögu á fjarlægu baksviði. Laxness hefur éf il vill aldrei verið eins létt um að skrifa eins og í þessari litlu bók, sem ásamt Brekkukotsannál virðist byrjun nýs þáttar 'í skáldsagnagerð hans, þar sem skáldskapur og skop liafa mótað afstöðuna hvort til annars og litirnir orðið ljósari, óttinn blandast skopinu á undursamlegan hátt. Hann er ekki sterk andstaða glaðs hófs. Hann er eittlivað sjálf- sagt, a.m.k. fyrir þá fátæku og yfirgefnu. Þeir eru stórhuga, einnig þegar þeir þekkja ekki gildi myntar og meydóms eins og stúlkan Steina“. Og „Hann dregur upp stórfenglegar landslagsmyndir, stundum eins og í einlægri, skáldlegri hugljómun. Hann sér líf í hrjóstrugu landi, lind, sem sprettur upp í hóffari, tún, sem gefur grasvonir, loft, sem er blátt eins og draumur þrettán ára unglings“. Mikið’ og fagurt listaverk. Mesta afrek íslenzkra fagmanna, Bókin um „Mugg“ lruldumanninn, söngvarann, leikarann ög listmálarann Guömundur Thorsteinsson var hin fædda listamanna- sál, allt sem hann snerti við varð að list. Þessi fagra bók, hin fegursta sem gerð hefur verið hér, og mest til hennar kostaö, er einstök jólagjöf. Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur skrifaö um ævi og list Muggs, frábærilega fallega og af næmum skilningi. í bókinni eru yfir 30 litmyndir og um 70 aörar myndir af listaverkum og loks er aftan við bókina sérstök myndabók um ævi listamannsins. Fegursta bók gerð á íslandi. Verð í níðsterku strigabandi 575,00. Tom Kristensen segir: ,,Ef Halldór Laxness væri ekki húmoristi, sem ein- hvern tíma á eftir að fá að taka í hönd á Cervantes á hijnnum, en væri einn af hinum mörgu smærri spámönnum gamanseminnar hefði hann að sjálf- sögðu makað krókinn á þessu söguefni. En hann hefur hafnað því og ltýs heldur að segja frá ferð bónda á konungsfund og til Pílkristínarölkeldu til að bergja hennar sæludrykk (þetta er guðdómleg frásögn) og mormónahreyfingunni. Maður skyldi því ætla að húmor sögunnar stafaði frá heimildarritinu, en Laxness dregur ekki dár að heittrúuðu fólki, hvort sem það eru kommúnistar, kaþólíkar eða monnónar, en hann veit ofboð vel hve skoplegum þeim hættir til að verða í umhverfi, sem þeir fá ekki ráðið við.“ og að lokum: „Hlæðu, lesari, hlæðu, þótt þú finnir til ekka. Því að svo mælir hinn mikli húmor fyrir“. Gefið vinum yðar PARADÍSARHEIMT í jólagjöf. Önnur skáidverk Laxness og ævisaga lians fást alltat' í UNUHÚSI. Skáld fólksins og lífsins. Skáld trúariniiar, heiðarleikans og manngöfginnar. Maðurinn eldist að árum, en listin eldist ekki. Þjóðskáld íslendinga Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sýnir með nýrri bók sinni, 1 DÖGUN, að hann hefur aldrei verið yngri í listsköpun sinni, aldrei ódeigari, aldrei róttækari, en nú. Engum sem les þessi nýju kvæði Davíðs getur blandast hugur um það að hin beztu þeirra eru fremri öllu er skáldið hefur áður ort og eru þau kvæði of mörg til að telja upp hér. Þér getið með engu móti valið vinum yðar betri jólagjöf en bók Davíðs „I DÖGUN“. Verð í níðsterku leðurl'iki aðeins kr. 194.00. Nokkur sett eru til af öllum verkum Davíðs. Island í máli og myndum Tólf þjóðkunnir menn víðsvegar að af landinu skrifa stuttar játningar, einskonar lofsöng um ættjörðina eða uppáhalds sveitina sína. Bókin er prýdd 35 fram- úrskarandi fallegum myndum prentuðum í litum. Þetta er virkileg jólabók. Verð í sterku bandi 275,00. Gvendur jóns og við hinir Bók fyrir karlmenn, einkum stráka nýjar og af- bragðsskemmtilegar prakkarasögur úr Vesturbænum eftir Hendrik Ottósson Verð í vönduðu bandi 74,00. Kvæðasafn Allt kvæðasafn Magnúsar Ásgeirssonar komið út í tveimur stórum bindum. „Með Ijóðaþýðingum sínuin opnaði Magnús kvæðaunii endum nýjan heim“ segir Tómas Guðmundsson í minningargrein sinni um vin sinn Magnús Ásgeirsson, sem birtist aftan við síðara bindi kvæðasafnsins. Ekki er á því neinn vafi að Magnús er þegar í hug- um íslenzkra ljóðaunnenda sestur á bekk með höf- uðskáldunum Jónasi, Bjarna, Matthíasi og Einari. í síðara bindi kvæðasafnsins eru mörg af stærstu verkum Magnúsar, Kvæðið um fangann, Rubayat, Síðasta blómið, Meðan sprengjurnar falla og Faust- þýðingarnar sem ekki hafa verið birtar áður. Allt safnið, tvö bindi yfir 700 fols. !í vönduðu bandi kosta aðems 404,00. í næstu viku 'kemur ein skemmtilegasta og fallegasta jólabókin Mesta skáldverk aldarinnar |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.