Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1960, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. desember 1960 •— ÞJÓÐVILJINN 3 Þessa heims og annars Oscar Clausen: Við yl miuninganna. Bókfells- útgáfan. Rvík 1960. 230 blaðsíður. Þetta er þriðja bindið af endurminningum þessa fjöl- fróða Snæfellings. Höfundur er f járkaupmaður, hrossa- prangari, templari og skottu- læknir af vangá og kynnir okkur fjölda fólks af öllum stigum. Við sitjum með hon- um á s’ðkvöldi í gömlu kaup- mannsheimili í Hólminum, andrúmsloftið er þrungið af vind'areyk og ilmandi toddýi, en áður varir leggur að okk- ur ískaLdan gust ofan úr Kerlingaskarði, — pósturinn hefur orðið úti. Þetta er blæ- brigðarík bók um gleði og sorgir. Eins og all’r aldnir íslend- ingar man Clausen íslenzka fornöld og skeið einhverra stórbrotnustu hamskipta, sem nokkur þjóð hefur lifað. Minningar hans eru ekki sam- felld saga stórbrotinna at- burða, heldur brotasilfur, mis- jafnlega skýrar svipmyndir af atburðum og fólki bæði lífs og liðnu. Hann virðist hafa átt því láni að fagna að lenda í góð- um félagsskap um dagana, enda heitir fyrsta bindi minn- inga hans „Með góðu fóiki“. Honum er ógjarnt að narta í náungann, en er gæddur rikri samúð með söguhetjum eínum og bregður oft upp eft- irminnilegum myndum af ör- lögum þeirra. Bezti þáttur bókarinnar er um séra Jens Hjaltalín, sem flýði með konu sinni prestsetrið á Langanes- strönd „eitt harða vorið“ og fór einhesta til frændfólks vestur við Breiðafjörð. „Ann- að og meira en þau gátu haft á hestunum, bundið við söðla sína, áttu þau ekki af jarð- neskum munum, og skepnur átti prestur engar nema ‘hest- ana, sem þau riðu. Um vorið höfðu þau orðið að þola hung- ur og kulda, því að þau voru um tíma bæði bjargarlaus og eldiviðarlaus. Þegar prestur hafði yfirgefið staðinn og frostið fór úr þekju baðstof- unnar, féll hún ofan í tóft- ina. Síra Jens hafði í eldivið- arleysinu orðið iað brenna öll- um viðum innan úr bænum, og þegar taka átti út prest- setrið um vorið, voru hús staðarins ekki annað en mold- arhrúga“, Jens baslar í prestskap á Snæfellsnesi af frægu fyrir- h.vggjuleysi að lokum með ráðsmanni og ráðskonu; hún er forkur og stjórnar presti, en verður blind, af því að augun hrökkva úr höfði henn- ar af ákafa, er hún slær vef- inn, og ráðsmanninum telur prestur sig aldrei geta nóg- samlega greitt verkkaupið. Þátturinn um þetta fólk er lietjusaga um listamann og öðling, sem kjörin kreppa og kýta. Það verða harðfylgnari menn á leið Clausens en presturinn á Setbergi. Orðtak Kristjáns Jörundssonar á Þverá var: „Það skal“, — en Clausen fræðir lesandann eink um á því, hve þessi lífsstefna lék höfund sinn stundum grátt. Boldangsmenn eru ein- hvern veginn ekki hans fólk; hin hrjúfa skapgerð þeirra verður honum efni í gaman- sögur. Hann dvelur einkum við hjálpsemi manna og gest- risni. Skyndimyndin af kon- unni í kotinu, sem rífur eina línlak'ð, sem hún á, til þess að binda um meiðsli hans og feimin kýs sér lífstykki að launum, er ein af mörgum smáperlum, sem gera minn- ingar Clausens einkar hug- þekkar. Aðrir menn hafa mér vitan- lega ekki lýst betur því Grettistaki, sem íslendingar lyftu, er þeir stofnuðu Eim- skipafélag Islands og eignuð- ust fyrsta millilandaskipið. „Það var bláfátæk, en ein- liuga þjóð, sem stofnaði fé- lagið.----------Það kom fyr- ir, að tveir urðu að leggja saman aleigu sína til að geta eignazt einn einasta tuttugu og fimm króna hlut! Margir unglingar spöruðu allt við sig, söfnuðu 25-eyringum í heilt ár til þess að geta lagt í þessa guðskistu þjóðarinnar“. Og hann nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Það er mikið um dýrðir, þegar Gullfoss kemur í fyrsta sinn til landsins og siglir milli hafna og menn taka að skoða skipið sitt. Mikið hefur ver- öldin breytzt frá 1915. Olausen Jeiðir lesandann með bukti og beygingum fram fyrir tröllið og fjárglæfra- manninn AJberti Islandsráð- herra, sem dútlaði að lokum við það að prjóna sokka og sauma kaffipoka. En Clausen kann skil á fleiru en fólki og ráðlierrum, því að hann á sér kunningja í öðrum heimi. Um aldaraðir hafa Islendingar bú- ið á mörkum hins raunveru- lega og ímyndaða, átt sér kærasta nágranna í hulduhól- um og álfaborgum og miður geðþekka móra og skottur að gistivinum. Clausen býr enn á þessu forna fróni. Hann á sér skottlausa tófu, sem varð dönskum kaupmanni að bana, að ættarfylgju; e. t. v. hafa þau grandað hvort öðru. Oscar Clausen Þótt tæfa sé ekkert hrífandi, þá reynist þetta mesta gæða- dýr, eins og allir aðrir, sem Clausen kynnist. Að vísu gera sumar eilífðarverurnar lionum smáglennur, kippa t.d. botn- inum undan rúminu hans; annars eru þetta allt sauð- meinlausar en helúur viðvika- liprar verur. Þeim virðist helzt vera í nöp við raf- magnsmenn og ekki að ástæðu lausu, en ég verð að játa, að rafmagn og eilifðarverur eru mér jafnmikil ráðgáta. Málfar Clausens er J5purt og frásögn fjörleg, dá'ítið lrýr, og bókin er vel út gefin. Björn Þorsteinsson. Aí enskum bókamarkaði: Úrdráttur úr eyðileggingu Picasso: His Life and Work 'By Rcland Pen- rose. Gollancz 25 s. Því er ekki neitað, að ýms- ar samsetningar lita og forma þykja. mönnum fallegar í X’ablo Picasso sjálfu sér. Myndlistarmenn hafa löngum reynt að nota samsetningar þessar til að sýna manninn, verk hans eða náttúruna. Síðustu fimmtíu árin liefur vaxandi hópur myr.dlistarmanna tekið að fást við hreinræktun þessara samsetninga forma og lita. Pabló Picasso, áhrifamesti og frægasti málari 20. aldar- innar, hefur ekki verið í hópi þessara myndlistarmanna. — Skoðanir sínar á myndlist setti lrann fram í þessum orð- um í viðtali við Christian Zervos í Caliiers, d’Art 1936: „Abstrakt list er engin til. Á einliverju verður að byrja. Síðar er unnt að má út svip raunveruleikans. Það er ekki hættulegt; hugskotsmyndin af Framhald á 10. siðu ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 129. þáttur 10. des. 1960 Orðabelgur Ýmsar upplýsingar hafa bor- izt um þau orð er spurt hefuí verið um hér í þættinum, hverflitur (bæði nafnorð og iýsingarorð), en það er í Reykjavíkurmáli oft nefnt sjansérað, sem er næsta vond íslenzka. Annað orð er til í þessari merkingu og er sjálf- sagt það komi fram, því það er gott: litföróttur, það er sem skiptir lit eftir því hvernig ljósið endurkastast af efninu, en einkum er þetta not- að um vefnaðarvöru. Einnig eru ýmsir lesendur sem kann- ast við orðalcppa („sá fékk nú orðaleppana“), kúvík („strand- ferðaskipið sjeikir hverja kú- vík“). Þátíðin hangdi af sögn- inni að hanga mun miklu út- breiddari en ég hugði, og eru heimildir um hana úr Þing- eyjarsýslu, Fiiótum í Skaga- firði, Fljótsdalshéraði, og einn- ig kemur hún fyrir í einu hand- riti Snorra-Eddu (Konungs- bók). Því er líklegt hún sé til víðar á landinu en hér hefur verið tilgreint, og væri mjög æskilegt að frétt’a af því. — Annars verða svör urri ofangreind orð rakin síðar. Þá eru hér nokkur orð sem tilgreind eru í orðabók Sig- fúsar Blöndals, en æskilegt væri að fá fleiri heimildir um. Algengast er að nota nafn- orðið herfa um það sem er mjög ljótt útlits, og sú merk- ing er talin íyrst hjá Sigfúsi. E'n þar eru einnig tilgreindar merkingarnar lingerður mað- ur eða raggeit, hugleysirigi. Þessa notkun orðsins þekki ég ekki og þætti mér gaman að frétta nánar af henni. Nafnorðið híma er í orðabók Sigfúsar talið vestfirzka og þýtt sem skammvinnur þurrk- ur (þerrihíma) annars vegar og stuttur svefn eða blundur hins vegar. Nú hefur mér ver- ið sagt að til sé þriðja merk- ingin: þokuslæðingur eða skýja- drög, en um hana skortir mig frekari heimildir og væri því þökk á vitneskju um það at- riði. Sögnin að hveskjast er í orðabók Sigfúsar (viðbæti) tal- in í sambandinu „hveskjast við einhvern“ og þýdd = gera ein- hverjum smágrikki. Orðið er merkt Rangárvallasýslu, en ekki man ég eftir að hafa heyrt það þar né séð annars staðar. Sigfús Blöndal nefnir hvor- ugkynsorðið hvippi aðeins um lykkju á öngli (þar sem öngul- taumurinn er festur í), en einn- ig eru til heimildir um það í merkingunni „lítill engjablett- ur“. Væri mjög þarflegt ef þeir lesendur sem kunna að þekkja þetta orð, létu mig vita hvaða merkingu þeir eru vanir í því. — Einnig er til myndin hvippur í sambandinu „vera eins og hvippur kopp“, sem er skaftfellska oa að vera eins og hvippur og’ merkir að vera óstöðugur eða reikull. Ekki er mér Ijóst hvað- orðið getur merkt upphaílega. en það er talið rótskylt bæði hvumpinn (hvimpinn) og- hvumsa. Alþekkt er orðasam- bandið. „út um hvippin og' hvappinn“ = hingað og þang- að, á víð og dreif, og er það venjulega talið að bæði orð- in séu karlkyns. Sú' skýring' virðist mér þó fullt eins eðli- leg að hér sé um að ræða hvorugkynsorðið hvippi i fleirtölu með greini, í merk- ingunni engjablettur eða eitt- hvað þvíiíkt, og karlkynsorð- ið hvappur, en það merkir laut eða lægð. Eítir því ætti orð- takið að merkja „út um iaut- ir og engi“ og' réttur ritháttur væri þá „út um hvippin og: hvappinn“. Þetta er aðeins til- gáta, og má vel vera hún standist ekki nánari athugun. í sambandi við þetta er rétt að minnast á að í orðabók Sigíúsar Blöndals er nokkur ruglingur á orðum sem byrja á hv og kv. Ber það meðal ann- ars til að sumir þeir höfundar sem Sigfús orðtók rit eftir vegna bókarinnar, kunnu ekki að gera mun þessara hljóða og rituðu hv þar sem vera á kv. Svo er t.d. um Þorgila gjallanda; hann ritar hvika i stað kvika, og á sömu lunct samtenginguna hvikuslíta. Þess- ar röngu stafsetningarmyndir Norðlendingsins hefur Sigfús svo tekið upp sem millivísanir í bók sína. Fleiri dæmi þessa mætti nefna, en ekki skal íar- ið frekar út í það að sinni. í viðtali sem blaðið íslend- ingur á Akureyri birti 12. ágúst sl. við Björn R. Árnason, á Dalvík, segir Björn m.a.r „Mun það hvorttveggja ætt- gengá og uppeldisminjar". Þetta orð er alþekkt og auðskilið, og Sigfús hefur tekið það í orða- bólt sína. En þetta orðalagt minnti mig á annað orð senn haít er eftir Austur-Skaftfeil- ingi og þótti undarlega til orða tekið í öðrum héruðum. Hann sagði einhvem tíma þegar hanu var að vitna til þess hvaö tíðkazt hefði í hans ungdæmi þar eystra: „Það var ættcrnl fyrir austan'* að gera hitt og þetta, sem hann tiltók svo nánar. Orðið er ekki til í þessw ari merkingu í orðabók Sigfús- ar, og væri mér því mikil þökk á að heyra frá þeim les- endum sem kunna að þekkjo það. Beini ég þeim tilmælumt einkum til manna af (sunnan- verðum) Austfjörðum, því að þaðan má helzt vænta sám- stöðu með Austur-Skaftfelling- um um orðafar, svo og til Skaftfeilinga sjálfra. Látum þetta nægja í þetta í sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.