Þjóðviljinn - 17.01.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.01.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. janúar 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (R : IsíandsmófJS i handknattleik: Fyrstu Ieikirnir á ís- landsmótinu í handknattleik fóru fram i fyrrakvöld. Fóru leikar svo að KR vann nauman sigur yfir Val, 25:19 og ÍR stóran sig- ur yfir Aftureldingu 30:16 eft- ir leik, sem lengi vel var nokk- uð jafn, einkum uni miðbik leiksins. „Come-back“ hjá KR KR-liðið stillti að þessu sinni upp 3 mönnum. sem ekki hafa sézt lengi í handknattleiksliðum íelagsins, en þeir eru Þórir Þor- steinsson, Þorbjörn Friðriksson og hinn velþekkti knattspyrnu- markvörður Heimir Guðjónsson. Endurkoma, eða .,come-back“. eins og' útlendingar kalla það, hafði góð áhrif á KR-inga eink- um móralskt, því enginn er þess- ara manna í íullri æfingu. Heim- ir átti þó góðan leik í mark- inu. Leikgangurinn var lengst af nokkuð jafn, en aidrei tókst Val að komast yíir, en oft að jafna. Fyrst jafna þeir á 8:8. síðan á 10:10. en í hálfleik standa leikar 15:11 fyrir. ixlL. Gó3 byrjun Vals í síðari liálfleik Valsmenn byrjuðu skynsam- lega siðari hálfieikinn, léku hægt og' sígandi og hlutu íyrir 3 mörk í röð, 15:14, en Geir Hjartarson, bezta skytla liðsins. dvaldist ut- an leikvallar og' hvíldist fyrir síðari átök. Er Geir er settur inn standa leikar 16:15 fyrir KR og skömrnu síðar ,.kvittar“ Árni Njálsson. en Heinz skorar fyrir KR og Geir svarar, 17:17. Reynir skorar fyrir KR úr víti og enn svarar Geir. Eru nú um 10 mínútur til leiksloka og þær mínútur eru KR-minútur þvi þær áttu þeir að heita mátti með I húð og hári og' skoruðu 5 mörk gegn eina marki Vals, sem Berg- ur Guðnason skoraði úr víta- kasti. 25:19 voru því úrslit leiks- ins, scm e.t.v, er heldur miklir yfirburðir miðað við getu beggja liða. KR-liðið í afturfiir KR-liðið virðist heldur í aí't- urför heldur en hitt, og virðist ekki vanþörf að yngri mönnun- um sé gefinn kostur á að leika með meistaraflokki og reyna að endurnýja blóðið í stað þess að ná i gamlar stjörnur írá gull- Öld handknattleiksins í KR. Slíkt er ekki til frambúðar. Aí KR-ingunum í þessum leik var Karl beztur. átti á köflum mjög góðan leik. Reynir átti og' góða kaíla. Þorbjörn er sterkur varnarmaður. en það sakar ekki að hug'sa líka um boltann. Heim- ir var frískur í markinu og gerði margt vel. Þórir er þungur sem fyrr, en einkum og sér í lagi vegna æfingaleysis, Skotin hans eru þó til og nokkur mörk skor- aði hann ágæt. Valur Saknar Jóhanns Gíslasonar Jóliann Gíslason, sem um niörg undanfarin ár hefur verið einn bezti handknattleiksmaður Vals mun nú hættur leik með félag- inu og hefur hafið æíingar með Víking. Með Jóhanni er ekki ótrúlegt að sigur hefði náðst. Geir var bezti maður liðsins eins og' oft áður og skoraði langflest mörk, enda þótt hans væri tryggilega gætt. Bergur Guðnason er enn vaxandi mað- ur og á eítir að verða hættu- 'egur. Sóimundur var heldur ó- heppinn í markinu þetta kvöld, éinkum fyrst í iéiknum. Dómari var Daníel Benjamíns- :son og hefur oftast áður dæmt betur og nákvæniar en nú. hálfleik komust Mósfellingar næst ÍR i 17:15 og þá var.leik- urinn orðinn mjög spennandi.- og margir farnir að sjá fram á sig- ur Aftureldingar, rrieð" áfram- haldandi deyíð ÍR-inga. Én síð- asta stundarfjórðunginn náðu ÍR-ingar enn undirtökunum og skora nú 11 rnörk í röð án þess að fá svar írá Aftureldíngu og lauk leiknum með sigri ÍR 30:16, en ekki verður liðunum hælt fyr- ir góðan eða taktískan hand- knattleik og ÍR verður ekki fyr- irgefið að missa miðbik leiksins svo algerlega úr höndum sér eins og nú varð. Hermahn og Gunhlaugur skor- uðu 27 af 30 mörkum ÍR ÍR hefur oft léikið 'betur en nú. Að vísu munar liðið mikið um fjarveru Péturs Sigurðsson- ar, sem er í Þýzkalandi við nám og Matthíasar, sem nemur íþróttir að Laugarvatni, en samt ætti liðið að ná 'betri árangri en það gerir. Einnig er eitthvað bogið við taktík liðs. sem kemst í 13:0 á stundarfjórð- ungi, en missir síðan trompin úr hendi sér, lætur hitt liðið komast nærri að jafna, en skorar síð- an 11 mörk í röð undir lokin. Gunnlaugur og Hermann báru af í leik þessum. og markatala beggja er talandi dæmi un? þetta — Hermann 13 mörk og Gunnlaugur 14. Annars er það ókostur fyrir hvaða lið sem er að hafa ekki nema eina til tvær skyttur. Aftureldiugu skortir ta^kni, — en krafturinn er feykinógur Líklega finnst ekkert lið a. m. k. hér á landi, sem skákar Aft- ureldingu að afli. en það sem greinilega skortir á. er tækni við -knöttinn, allt hið ííngcrða. sem' .gélrir' handknattleikinn áð- laðandi og skemmtilega íþrótt. Ásbjörn Sigurjónsson, æðsti forystumaður handknattleiks- manna á íslandi. leikur með Iið- inu. Ásbjörn er geysisterkur og markmaðurinn má vera góðúr ef hann nær skoti sem fer í gegn frá honum. en því miður gerir Ásbjörn ekki nóg af að 'stökkva upp og skjóta, en það. getur hann og gerði reyndar tvlvegis í leiknum með árangri. Reynir Hálfdánarson er skot- sterkur maður og mætti skjóta. meira en hann gerir. Sigurðúr Skarphéðinsson er ágætur líriu- maður og bróðir hans. Skúli, ver markið oft vel. Berharð er einn- ig liðtækur handknattleiksmað- ur. svo og Tómas, en aþir eiga. þeir sammerkt að þurfa meiri tækniæfingu. Dómari var Valgarð Ársæls- son, Val, og dæmdi allvel. ÞRIÐJI FLOKKUR KARLA ÍR : ÞRCTTUR 9:5 I 3. flokki karla fór fram rr sunnudagskvöldið einn leikur milli ÍR og Þróttar. ÍR náði strax í byrjun góðum tökum á leiknum, en Þróttarar voru slak- ir til að byrja með og fengu á. sig 7:2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var jafnari. og vann Þróttur hann með 3:2, en úrslitin 9:5 fyrir ÍR. Leikurinn var allsæmilega leikinn af beggja hálfu, einkurrt: ír-inganna. — b i p — Fjör í handknattleiksdeild Vals: IR—Afturelding stóð 13—0 eftir fimmtán mínútur Á fundi þeim er Valsmenn héldu ineð blaðamönnuin á sunnudaginn sýndi hinn kunni markvörður Sólmundur Jónsson ágæta kvikmynd eftir sig', er hann tók sumarið 1959, bæði af undirbúningi Færeyjaferðar svo og ferðinni sjálfri. Sólmundur kann sýnilega margt fyrir sér annað en að verja mark Vals og landsliðsins af snilli. Hann hefur þarna tekið ágæta kvikmynd, sem hann heí- ur bætt með færeysíkri tónlist. söng Valsstúlkna og skemmtileg- um texta Sigurðar Sigurðssonar útvarpsþuls. Eftirminnilegur og stórfenglegur er kaflinn er sýn- ir grindadráp í Vogi í Færeyjum og er mjög sjaldséð að sjá slíkt í kvikmynd svo vel sem þarna. Kvikmynd þessa mun Sól- mundur hafa gefið Val í tilefni 50 ára afmælisins. — b i p — ÍR-liðið virtist eftir 15 mín- útna leik ætla að setja íslands- met í markatölu með svipuðu áframhaldi. því liðið haíði þá skorað 13 mörk. en þá var eins og einhver öryggiskennd og' kæ.ruleysi gripi liðsmenn og Aft- urelding nær undirtökunum það sem eftir lifir hálfleiks, og' langt fram í síðari hálfleik er Aftur- elding' að vinna á. í hálfleik stóðu leikar 14:9, en í síðari Sfærst® íþróftamét érsins seff i kyrrþei Gróí mistök hand- knattleiksráðsins Haudknattleiksmót íslands var sett á Iaugardagskvöldið fyrir auðum áliorfendabekkj- um, eða því sem næst. Það er hryggilegt að vita að mistök eins og þau sem Hand- knattleiksráð Reykjavíkur hef- ur nú gert, skuli yfirleitt geta gerzt. Ekkert dagblaða Reykja- víkur var látið vita af að Jteppni var að hefjast, en út- varpið látið vita á elleftu stundu. Ekki verður hægt að segja frá leikjum laugardagsins í blaðinu í dag, þar eð írétta- menn síðunnar vissu ekki um mót þetta fyrr en á skotspón- Um laugardagsei'tirmiðdaginn, og heyrðu auglýsingu í kvöld- útvarpi tvær mínútur fyrir átta, og var kvöldinu þá ráð- stafað á þann hátt að ekki varð við komið að fara að Há- logalandi. Magnús Jónsson, íormaður HKRR sagði i viðtali í fyrra- dag að mistök þessi stöfuðu fyrst og' fremst af því að stokka hefði þurlt fyrri niður- röðun mótsins óg heíðu aljar aðgerðir komizt i eindaga, blaðafulltrúi ráðsins svikizt um að hafa samband við blaða- menn o.s.frv. Vonandi að hinum ungu full- trúum í HKRR lærist af þess- ari reynslu, sem þeir hafa fengið og láti ekki slíkt henda öðrú 7 :sinni. Úrslit Jeikia á laugardags- kvöid voru þessi: Míl. karla Akranes : Þróttur 26:20. Mfl. kvenna Valur ; Þróttur 13:6. Akurnesingar eru sagðir í íramíör í meistaraflokki, en þeir leika í 2. deild, eins og kunnugt er. Breytingar hafa orðið á Valsliðinu í kvenna- ílokki, Sigriður Jeikur ekki með og Kata tefur flutt yfir í Fram. — b i p — 300 mssina Eiraikeppni í hsnáknat!- leik — voíi á sierku liði frá Svíum Blaðamenn þágu góðar veit- ingar Valsmanna í félagsheimili þeirra að Hlíðarenda á sunnu- daginn. Formaður Vals. Sveinn Zoega og formaður Handknatt- leiksdeildar, Þórður, höfðu orð íyrir stjórninni og skýrðu þeir írá því sem á döfinni er og því sem er að' gerast í handknatt- leiksmálum félagsins vegna 50 ára afmælis þess ó árinu. < Hraðkeppnismót í öllum flokkum Einn liðurinn, og só sem ein- mitt nú stendur yfir er mikil hraðkeppni í handknattleik, en í keppninni tekur þátt eitthvað um 300 manns, eða 44 sveitir. Þórður, formaður Handknatt- leiksdeildar, kvað þetta fyrstu hraðkeppni þar sem öllum flokk- um er gefinn kostur a þátttöku, áður voru slíkar keppnir ein- göngu miðaðar við meistara- ílokkana. Keppnin hefur farið fram að mestu í Félagsheimili Vals. en tvö síðustu leikkvöldin munu verða um næstu helgi að Háloga- landi og fara þá fram leikir í meistaraflokkunum og úrslita- leikur í 3. ílokki karla. I HEIM — sterkt sænskt lið kemur á vegum Vals Sveinn Zoega upplýsti að nokkuð örugg' væri koma sænska liðsins Heim, sem ku vera lið á heimsmælikvarða, enda er lið- ið í forystusætum sænsku deilda— keppninnar þessa dagana og á möguleika á að verða sænskur innanhússmeistari í ár. Liðið mun að öllum líkindum koma þann 21. marz og vera hér til 30. marz og leika á því tímabili 5 leiki. Til greina kemur að Valur- fari utan með handknattleiks- flokk að hausti og endurgjaldi. Svíum heimsóknina, en ekki er fyllilega vist hversu gagnkvæm sú heimsókn verður og stendur- enn í samningum um það atriðL Deildaskiptingin — spor í rétta átt Sveinn Zoega sagði að lokurrr álit sitt ó deildaskiptingu þeirri, sem Valur tók upp i fyrravetur: ■— Við hefðum aldrei trúað því hve mikið hefði orðið af déílda- skiptingunni. Fjöldi ungra manna og kvenna hafa bæzt við' sem góðir starfsmenn. og menr eru yfh’leitt virkari nú en áður- og á það ekki sízt við úm hand- knattleikinn. — b i p — v,jurúfÞók óumomm VesÍiJujcCÍœ, /7,vm Sóní 23970 ’ t INNHEIMTA LÖGFnÆ.Ql3TÖ1ZF \ nn iit j:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.