Þjóðviljinn - 17.01.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.01.1961, Blaðsíða 10
&0) — feJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. janúar .1961 F.r.amhald af 12. síðu. vinnu í landi. 75 istýrimerm og' .24 skipstjórar, sem auðvitað aettu að vera i sínum stéttaríé- lögum, 32 vélstjórar og vélgæzlu- menn, 29 verkstjórar, 20 bíl- stjórar, 14 verzlunarmenn, níu íisksalar, átta múrarar, sjö for- stjórar, og þannig mætti iengi télja bændur, gi/.lsmiðá, skó- smiði, dómara, garðyrkjumenn «. s. frv. Vísað frá. Á aðall'undinum á sunnudag- inn báru starfandi sjómenn i'ram tillögu um að binda endi á Jætta óíremdarástand með því að breyta lögum félagsins á þann hátt að menn sem ekki hafa stundað sjó í tvö ár flytjist á aukaskrá. Stjórnin vísaði þess- ari tillögu frá á þeirri forsendu að hún væri of seint fram kom- in. Bátasamningarnir. Ýmsir sfarfandi sjómenn tóku Mesti máisri Framhald af 7. síðu. lands síns, og jafnframt lif- andi list. Fyrsia stórverkið, ,,Höfuðskepnurnar“, málar •hann 1922. Árið eftir er hann kosinn framkvæmdastjóri stéttarfélags byltingarsinn- aðra myndlistarmanna, mynd- höggvara, málara og svart- listarmanna. Jafnframt starf- inu að list sinni tekur Siqu- eiros virkan þátt i verkalýðs- baráttunni, hann skipuleggur verkalýðsfélög námumanna og hefur forustu í verkföllum þeirra. Hvað eftir annað er hann handtekinn og settur í fangelsi. Árin 1932 og 1933 er hann landflótta. Árið 1934 kemur hann heim og stofnar þjóðarsamtökin til baráttu gegn fasisma. Frá upphafi borgarastyrjaldarinnar á Spáni berst hann með lýð- veldissinnum, hann er foringi í sveitum sjálfboðaliða frá löndum rómönsku Ameríku. ^Frá árinu 1939 þangað til liann var handtekinn síðast- lið'ð haust hefur Siqueiros verið mikilvirkur við list sína. Veggmálvark hans frá þessu tímabili þekja mörg hundruð fermetra. Alþýða Mexikó dá'r Siqu- , eiros, siðustu árin hefur hann verið formaður Kommúnista- flokks Mexikó. Nú situr hann í fangelsi án dóms og laga. Listamenn, verkalýðsforingjar og stjórnmálamenn frá fjölda landa hafa skorað á Mexikó- stjórn að láta ekki það hneyksli viðgangast lengur að Davið Alfaro Siqueiros sé geymdur bak við lás og slá eins cg ótíndur glæpamaður. árásarmálið Framhald af 12. síðu farð með hana inn í skýlið á leikvellinum en talcii sig ekki muna greinilega, hvað síðan hafi gerzt. Segist hann hafa verið á fylliríi síðara hluta föstudagsins og kveðst aðeins muna óljóst eftir ýmsum at- vikum er þá gerðust. Guðmundur hefur ekki áður komizt á sakaskrá. Hann var úrskurðaður í þriggja mánaða gæzluvarðhald og til geðrann- eóknar. -6 til máls um bátakjörin, þeirra £ meðal Iljálmar Ilelgason, Guð- mundur Guðmundsson og Sig- urður Breiðfjörð. Jón Sigurðsson hinn nýkjörni íormaður. var einn—til andsvara. Staríandi sjómenn báru fram tillögu um að kjósa t'imm manna nefnd til að vinna með samn- ingamanni félagsins að báta- kjarasamningnum, en 1'éJags- stjórnin hefur ekki tre.yst sér tii að halda fund með bátasjómönn- um um samningana. Urðu miklar umræður um tillöguna. Klukk- an sex sagðist félagsstjórn ekki hafa húsið lengur og umræðum var slitið. þótt enn væru starf- andi sjómenn á mælendaskrá. Tillögunni um n'efnd var vísað til stjórnarinnar með 37 atkvæð- um gegn 25, og voru þá allmarg- ir farnir af íundi. Meðal þeirra sem 'atkvæði greiddu með því að vísa málinu til stjórnarinnar voru Pétur Sigurðsson þingmað- ur og stýrimaður, Björn Andrés- son bóndi, Sveinn Þorbergsson gjaldkeri Mótorvélstjórafélags- ins, Einar Guðmundsson skrif- stofumaður hjá Landsmálafélag'- inu Verði, Guðbergur Guðjóns- son húsvörður Tryggingastofn- unar ríkisins, Ingibergur ól- afsson húsvörður Alþýðuhússins, Óli Bardal kaupmaður, Ólafur Sigurðsson verkstjóri hjá Bæjar- útgerðinni og Áburðarverk- smiðjustarfsmennirnir Sigurður Ingimundarson og Þorgils Bjarnason. Hinsvegar sat Jón Sigurðsson hjá við atkvæða- greiðsluna. Togarinn vsld- ur skemmdum á hafnúrgcrðinum Vestmannáeyjum. Frá fréttar. Þjóðviljans. Belgíski togaiinn Marie Jose Rosettc kemur enn við sögu; nú vegna þess að hætta er taiin á að hann valdi stórskemmdum á hafnargarðinum verði ekki að gert bráðlega. Togarinn hefur þegar valdið talsverðum skemmdum á garð- inum, því að stefni hans hefur brotið göt á tvö steir.ker við garðinn. Hafnarnefnd Vestmannaeyja kom saman til íundar vegna þessa í gær og í morgun voru háð hér sjópróf. Mættu þar hafnarstjóri, verkfræðingur bæj- arins og verkij|peðingur vita- málastjórnarinnar. Ekki munu menn hafa komizt að niðurstöðu um hvað ge.ra ætti í málinu. Helzt er hallast að tveim leið- um: 1.) að fylla togarann af grjóti og steypa fastan við hafn- argarðinn, en slíkt verk er afar- kostnaðarsamt. 2) að draga tog- arann út og reyna að gera við hafnargarðinn til bráðabirgða til vorsins. SkipverjPT á varðskipinu Þór haía unnið að því undanfarna daga að bjarga ýmsum tækjum ýr hinum, strandaða togara, botnvörpu o.fl. Eru menn undr- andi á þeirri ráðabreytni að Þór skuli þundinn • í Vestmanna- eyjum vegna þessa, þar eð næg- ur. starfskraftur ej: hér í landi til þesssrn. björgunarstaría, Hroksfullt sver daginn 12. - jan. 1961, ályktar cftirfarandi: Þar sem flestum kjarasámn- ingum stéttarfélaganna í land- inu hefur verið sagt upp og krc.fur um verulegar breyting- ar á fyrri samningum hafa þeg- ar borizt frá nokkrum stéttar- félögum, telur fundurinn rétt að marka sameigiri’.ega stefnu vinnuveitenda til kauphækkana og kjcrabóta. Reynsla a.m.k. 15 undanfar- andi ára hefur óumdeilanlegi sannað, að kauphækkanir, sem eru umfram greiðslugetu at- vinruveganna, verða ávallt að engu með haékkuðum álögum eða gengisfellingum, sem jafn- harðan taka af launþegum meintar kjarabætur kauphækk- ana og þyngja byrðar atvinnu- veganna. Fjárhagsaðstaða höfuðat- virauvegaiina er nú , slik, að útilokað er, að þeir geti tékið á sig aukin útgjöld, án þess að fá það bætt á einhvern hátt. Ljóst er því, að aukinn til- kostnaður atvinnuveganna myndi leiða til liækkaðs verð- lags og nýrra uppbóta eða gengisfelliiigar, eða cð öðrum kosti valda samdrætti í at- vinnurekstrinum, minnka at_ vinnuöryggi og jafnvel valda atvinnuleysi. Grundvcllur fyrir kauphækk- unum er því ekki fyrir hendi r/ú. Einnig skaT á það bent, að dagvinnutími verkafólks er yf- irleitt styttri hér, en 'i Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og álag vegna yfirvinnu miklum mun hærra hér eri þar, þó þær þjóðir séu lengra komnar í tækniþróun en vér íslendingar. Furdurinn heitir á alla lands- menn að standa saman um að 28 fórust i radarturni Ratsjárturn Bandarikjamanna, sem staðsettur var í Atlanzhafi 80 mílur úti fyrir New York. hefur brotnað í stormi og haf- róti. í turninum voru samtals 28 menn, bæði radarstarfsmenn og einnig iðnaðarmenn, sem voru að gera við fyrri skemmdir á turninum. í fyrrinótt sendu turnmenn út neyðarskeyti, en þegar björgun- arskip komu á vettvang, var turn og allir menn horfnir i haf- rótið. Turninn tilheyrði aðvör- unarkerfi bandaríska hersins. Kngó-málið Framhald af 1. siðU. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anria, í Kongó sagði við, frétta- menn í gær, að herlið Lum- umba hefði nú öll ráð í hendi sér í norðurlduta Katanga. Allmikil brögð hapa verið að því, að Balubamenn á þessum slóðum hafi skotið á flutninga- tæki liðs S.Þ. vegna njisskilnr ings. Hafa þeir haldið að þar væru liðsmenn Tshombe á ferð, en Tshombe hefur leikið Brlubamenm grátt og alloft látið fremja á þeim fjöldamorð. koma atvinnuvegunum á traust- an grundvöll og tryggja þann- ig atvinnuöryggi allra lands- manna við arðbær störf. Verði nú lagt út í harð.vit- ugar og langvinnár viriiiudeílur, sem skaða myndu þjóðina alla, ber að lýsa ábyrgð á hendur þeim, sem til þess hvetja. Fáist á hinin bcginn friður á vinnumarkaðinum, munu launþegar og þjóðin öll innan jtíðar, öðlast bætt lífskjör jvegna aukinnar framleiðslu og •bættra afkasta. Félagasamtök þau, sem að fundÍBúm standa, sámþykkja ‘ að 'fiáfá! algera samstöðu í: væntanlegum samningaviðræð- um og ekki gera neinar breyt' jingar á fyrri kjarasamningum, ' nema áður hafi verið haft sam- ráð við 5 manna nefnd þá, sem fundurinn mun kjósa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.