Þjóðviljinn - 30.03.1961, Page 4

Þjóðviljinn - 30.03.1961, Page 4
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. marz 1961 Sjálfstœðisbarátta Um þessar mundir er verið að saína undirskriftum kjús- enda til stuðnings þeirri kröíu að herstöðvasamningnum við Bandaríki Noi'ður-Ameríku verði tafarlaust sag't upp, her- stöðvar allar hér á landi nið- ur lagðar og lýst yfir ævar- andi hlutleysi íslands í hern- aðarátökum. Helztu formæl- endur erlendrar hersetu í hópi íslenzkra stjórnmálamanna hafa að sjálfsögðu nokkurn beyg af undirskriftasöfnun þessari, fara um hana hörðum J Eítir I Ólaí lóh. Sigurðsson orðum í dagblöðum sínum, kalla hana þjónkun við stór- veldi í áu,stri og impra jafn- vel á því. að hún sé í raun réttri myrkraverk. Nú vita allir að myrkraverk brjóta ætíð í bóg við heil- brigða siðgæðisvitund og eru langoftast glæpsamleg. Það getur því naumast verið ágizk- un tóm, að formælendur er- lendrar hersetu, sem margir hverji.r gegna valdamestu embættum þjóðíélagsins og bera ábvrgð á rekstri þess, velti mjög fyrir sér þeirri ráð- gátu að þúsundir og aftur þús- undir manna úr öllum flokkum ■og stéttum skuli fagna því að íá tækifæri til að bendla sig' við myrkraverk. í annan stað verður að telja líklegt, að þeir grafi heilann seint og snemma um einhverjar heppilegri að- gerðir en illyrðaflaum til að stemma , stigu fyrir slíkum háska. Vegur þeirra er uiidir þvi kominn. þeim takist að sameina þjóðina í þessu máli, vekja hrifningu hennar af her- stöðvum á ættjörð sinni, kenna henni að bera fram orðið varn- arlið á réttan hátt, innræta henni ástúð á þeim gestum, sem færa sig jafnt og þétt upp á skaftið, heimta ný og ný svæði undir vígvélar sínar og sprengjur. Ráðgátan um myrkraverkin, fjrrrnefnda undirskriftasöfnun. mundi skjótt taka að greiðast sundur fyrir sjónum ritvöðla þeirra, sem ákafast gylla bandaríska hersetu, ef þeim hugkvæmdist að glugga í stjómarskrá íslands og' fræðslulöggjöf. í stjórnar- skránni eru skýlaus ákvæði, sem heimila hverjum þegni þessa þjóðfélags að heyja lýð- ræðislega baráttu fyrir skoð- unum sínum. Fræðslulöggjöfin vejdur því hinsvegar að sér- hver íslenzkur unglingur veit nokkur deili á sögu þjóðar sinnar og hefur auk þess not- ið kennslu í mannkynssögu. Slík kennsla hlýtur að leiða í ljós þá staðreynd, að smá- þjóðum hefur frá öndverðu orðið hált á því að gerast stórveldunum eftirlát, rétta þeim litlafingur og treysta þeim í blindni. Víðsvegar á spjöldum mannkynssögunnar blasa við dæmi um ófarnað smáþjóða, lægingu og bölvun af völdum erlendrar hersetu, sem einatt virtist meinlaus í jfyrstu, jafnvel hagkvæm. Þessi yitneskja efiir sömu hugmynd- ir og saga íslendinga á liðn- úm öldum. eins og hún birtist ( i viðurkenndum námsbókumý Það hefur djúprætt áhrif á sér- hvern ungling. að skuggi sekt- ar og fyrirlitningar hvílir þar á islenzkum skósveinum er- lendra stjórnarvalda, hversu miklir höfðingjar sem þeir þóttust vera, en tiginn bjarmi leikur um nöfn hinna, sem risu geg'n ásælni og kúgun, þorðu að berjast fyrir frelsi og sjálf- stæði þjóðar sinnar. Formælendum bandarískrar hersetu á íslandi er auðvitað Ijóst, að þrotlaus illyrðaflaum- ur þeirra um andstæðingana kemur þeim að litlu haldi þeg- ar fram líða stufldir. En hvað eiga V''sir oddvitar að taka til bragðs, svo að hér mynd- ist sú eining um herstöðvarn- ar, sem þeir þarfnast svo mjög? Það yrði þeim skammgóður vermir að breyta stjórnar- skránni í samræmi við mál- stað sinn og málflutning. Það bryti ekki heldur sókn and- stæðinganna á bak aftur að láta ritvöðla semja nýjar kennslubækur í ísiandssögu og mannkynssögu, þ'ar sem kaþpkostað yrði að frægja þá eina, sem hneigðu sig þannig fyrir erlendum yfirgangsseggj- um að nef nam við tær. Efti.r sem áður mundi menn- ingarafur þjóðarinnar, bók- menntir hennar að fornu og nýju, Ijóð og sagnir. annálar og ævintýri, fylkja henni til baráttu gegn herstöðvum og hermangi, eggja hana lögeggj- an að endurheimta óskoruð yfirráð í landi sínu. Hvern dag og hverja stund mundi landið sjálft halda áfram að krefjast. hollustu og knýja á börn sín, að þau sættu sig ekki Jengur við morðtól og mútur útlendinga, — slík er fegurð þess og hreinskiftni, slíkar eru minningarnar, sem runnið hafa saman við fjöll þess og dali, hraun þess og kjörr. Engin bannfæring, ekk- ert öþrifaráð stjórnmálamanna í sjálheldu getur skorið sundur svo rammar taugar. Þessvegna mun þeim aldrei takast að fá meiri hluta þjóðarinnar til að fajlast á sjónarmið bandaríska herforingjaráðsins né kenna öðrum en dindlum sínum að bera fram orðið varnarlið með Jotningarfullum hreimi. Þess- vegna munu þeir komast að raun um að þúsundir og aftur þúsundir fslendinga, sem unna ættjörð sinni, tungu og sögu, eru þega.r búnir að slíta flokks- viðjar þeirra og bendla sig við myrkraverkin svoneíndu, undir myrkraverkin svonefndu, undir- hafin, hina nýju sjálfstæðis- baráttu. Á vorjafndægrum 1961 Ólafur Jóh. Sigurðsson. Huseigendur Nýir og gamlir miðstöðvarkatl- ar á tækifærisverði. Smíðum svala- og stigahandrið. Við- gerðir og uppsetning á olíu- kynditækjum, heimilistækjum og margs konar vélaviðgerð- ir Ymiss konar nýsmíði. Látið fagmenn annast verkið. FLÓKAGATA 6, slmi 24912. Þegar ég kom í Lista- mannaskálann nú að þessu sinni cg sá sýningu Jóhann- esar komu mér í hug liðnir dagar, þegar Septembersýn- ingin stóð með blóma liér í húsi. — Þá var Listamanna- skálinn nýr og fagur og fögn- uður meðal listamanna og list- vina yfir ágætum saiarkynn- um fyrir málverkasýningar. Það var á þessum dögum að nýir straumar myndlistar bárust hingað norður, hlýir straumar menningar frá sól og birtu suðrænna landa og var fögnuður og eftirvænting í lofti. Nýir menn með nýjar stefnur voru löngu komnir fram á sjónarsviðið. Cezanne var að hverfa, Picasso kominn í hans stað og hinum nýja foringja fylgdi mikill og fríð- ur hópur traustra drengja. En það voru vcrhret á ís- landi þá eins og oft fyr og síðar — bæði í veðurfari og þjóðlegri innteHigensíu ■—•. Þessir ungu íslenzku lista- menn nýkomnir utan úr lönöum, með sina drauma um nýjar stéfnur og ný viðfangs- efnj — og nýtt vor i listum, voru stundum illa séðir á finni stöðum. — Það var sagt um það að þeir væru lélegir borgarar sem máluðu slæmar myndir aðallega í þeim til- gangi að stríða saklausum manneskjum. Svona fór um vorið sem listamemi komu með — sunn- an úr löndum. Mér kom þetta alit í hug er ég sá sýningu Jóhannesar, því mér hefur alltaf fundizt- hann hafi á sinum tíma verið einn þeirra ungu manna, sem settu sinn svip á September- sýninguna. .— Myndir hans voru þó hrjúfar og stirðar en sterlcar cg með ákveðnum dráttum. Einhverra h'uta vegna man -ég nú betur eftir þessum verkum, heldur en ýmsum öðrum myndum á þessum sýningum, og má vera að lvn stórbrotnu og hrjúfu einkenni, hafi orðið mér eftir- minnilegri, en sumt annað sem þar var að sjá. Yfirleitt virðist mér að undirstraumar í list hinna yngri manna hér heima Jiafi átt upptök sín, og borið frá grcskumiklum og villtum upptökum og í átt Skákþing íslands hófst í Breiðfirðingabúð laugardag- inn 25. marz og stendur yfir um bænadagana og páskana, Keppt er í t.veimur, flokkum, landsliðsfl. og meistaraflokki. vægi í byggð landsins. Keppendur í landsliðsflokki eru þessir, taldir eftir töfiu- röð: 1. Björn Þorsteinsson 2. Ólafur Magnússon 3. Lárus Johnsen 4. Gunnar Gunnarsson 5. Haukur Sveinsson Frá Skákþingi íslands Þátttaka má teljast góð, því í landsliðsflokki eru 14 kepp- endur, en 18 í meistaraflokki. Keppendur eru víða að af landinu: frá Akureyri, Siglu- firði, Húnaþingi, Hafnarfirði, Keflavík, Laugarvatni, Sel- fossi o. s. frv. 'Er það ánægju- leg þróun, hve skáklíf virðist glæðast ört út um lands- byggðina, en um t.íma var það svo, að nær allir beztu skákj menn landsins voru búsettir í Reykjavik. Nú er að verða á þessu breyting, og ætti hún ásamt fleiru að geta stuðlað að hinu margrómaða jafn- 6. Jónas Þorvaldsson 7. Páll G. Jónsson 8. ' Friðrik Ólafsson 9. Jónas Halldórsson 10. Jón Ingimarsson 11. Magnús Sólmundarson 12. Freysteinn Þorbergsson 13. Ingvar Ásmundsson 14. Halldór Jónsson Þarna ætti Friðrik að vera öruggur með sigur, en hættu- legustu andstæðingarnir verða væntaniega Freysteinn og Lárus Johnsen. Ingvar Ás- mundsson hefur farið illa af stað og mun vera æfingarlít- iU. Þrír skákmeistarar Norð- til meiri menningar og still- ingar í listinni, en þó jafn- framt. til hcgværari átaka. Þessi orð mín eru frá minni hendi hvorki lof né last, þetta kemur mér aðeins svo fyrir sjónir. , Þegar ég sé nú þessa síð- ustu sýningu Jóhannesar koma mér í hug áðurnefndar breyt- ingar í hinni ungu list okkar, og mér finnst hvað Jóhannesi viðkemur sé um mikla fram- för að ræða. Litir myndanna eru stórum betur samstilltir en áður var, myndbygging og öll tilhögun verksins örugg- ari og meira sannfærandi og mér finnst að sú hógværð sem er einkenni þessara síð- a.ri verka búi yfir traustari mvndlægri uppistöðu en hinn ótamdi kraftur hiima fyrri verka. —• Beztum árangri finnst. mér málarinn nái í myndum eins og ,,í hrauni“ — „Vetur“ og „Sof þú bald- ursbrá". Það er fallegur heildarblær yfir sýningunni. Frágangur allur og uppheng- ing myndanna til fyrirmynd- ar. Gurnlaugur Scheving. anlands eru i þessum hópi, 2 fyrrverandi þeir Hdlldór Jónsson og Jónas Halldórsson, og svo núverandi skákmeistari Norðurlands Jón Ingimarsson. Verður fróðlegt að vita, hvernig þessum norðlenzku meisturum reiðir af, ekki sízt Jónasi Halldórssyni, sem mun. ekki liafa teflt hér syðra áð- ur._ í meistaraflokki em eftir- farandi keppendur, taldir eft- ir töfluröð: 1. Guðjón Jóhannsson 2. Egill Valgeirsson 3. Jóhann Sigurjónsson 4. Leifur Jósteinsson 5. Björn Karlsson 6. Jóhann Þ. Jónsson 7. Ágúst Ingimundarson 8. Grimur Ársadsson 9. Eiríkur MareLson 10. Ólafur Einarsson 11. Magnús Gunnærsson 12. Sigurður Jónsson Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.