Þjóðviljinn - 20.04.1961, Síða 9

Þjóðviljinn - 20.04.1961, Síða 9
Fimmtudagur 20. apr'il 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9* *, <rr' i Körf uknattleiksmótið: Körfuknattleiksmótið hélt á-! fram á þriðjudagskvöldið og var aðalleikur kvöldsins á milli Ármanns og ÍKF í meistara- flokki. Leikurinn var full grófur á köflum eins og vill- urnar sýna, en hvort lið fékk 16"villur. Varla verður sagt að liðin hafi náð því bezta sem þau geta. VíÖavsngshlaup fll hefst klukkan 2 Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag og hefst kl. 2 í Hljómskála- garðinum og endar þar. Kepp- endur eru aðeins 8 frá KR og HSK. Róðrarkeppni í Nauthólsvík í dag fer fram róðrarkeppni í Nauthólsvík og hefst hún kl. 10,. Vegalengdin sem róin er er um 500 m. Róðrarfélag Reykjavíkur sér um keppnina. Hörkuna í leiknum má að nokkru kenna dómurunum sem ekki tóku nægilega harl á brolum í byrjun leiks og höfðu því ekki nóg vald á leiknum. Beztur í liði Ármenninga var Birgir Birgis, sem hefur gott lag á því að smeygja sér inn að körfunni á réttu augnabliki og skora, enda skoraði liann 18 st. Hörður og Davíð Jóns- son áttu sæmilegan leik. Ár- mann hafði forustuna i leikn- um, en þeir hefðu mátt vera meira vakandi fyrir hröðum á- hlaupum. iFK sýndi heldur léltari leik' en á móti IS um daginn og gerðu meira að því að skjóta. Bezti maður liðsins var Ingi Gunnarsson sem er skipuleggj- andinn. Hjálmar og Bjarni Jónsson áttu og allgóðan leik. 1 hálfleik stóðu leikar 22:12 fyrir Ármann. Þeir sem skor- uðu stigin fyrir Ármann voru Birgir Birgis, Hörður Kristins- son 10, Davið Jónsson og Sig- urður Guðmundsson 8 hvor. Davíð Helgason 4 cg Yngvar Sigurbjörnsson 3. Ármenningar fengu 9 víti og notuðu 5. Fyrir ÍFK skoruðu: Bjarni Jónsson 16, Hjálmar Guð- mundsson 7, Friðrik Bjarna- son 6 og Páll Pétursson 2. IFK fékk 19 víti og nýttust 7 þeirra. 2. fl. karla ÍR:Árniann b. 56:17 Leikur ÍR var góður og gátu þeir gert það sem þeim sýnd- ist móti þessu b-liði Ármanns, sem enn vantar þroska og leik- reynslu. Bezti maður ÍR-liðsins var Þorsteinn Hallgrímsson. Guðmundur Þorsteinsson og Agnar Friðriksson áttu líka góðan leik. I liði Ármanns var það Finnur Finnsson sem vakti 1 athygli sem efnilegur leikmað- | ur, en þetta er fyrsta árið hans í 2. flokki. Þeir sem skoruðu fyrir ÍR voru: Guðmundur Þorsteins- Vióavangshlsup Hafnarf jarðar Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fer fram í dag og hefst kl. 4. Keppt verður í þrem aldurs- flokkum og er þátttaka góð, sérstaklega í yngsta flokknum. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik- ur frá kl. 3.30 þar til hlaupið hefst. Keppendur og starfsfólk er beðið að mæta kl. 3.30. son, og Einar Hermannsson 12 stig hvor, Agnar Friðriks- son 10, Sigurður Gíslason 6 og Kristján Eyjólfsson 4. ÍR-ingar fengu 21 vítakast en aðeins 6 fóru ofaní körf- una. Fyrir Ármann skoruðu Finn- ur Finnsson 7, Sverrir Krist- jánsson 4, Guðjón Magnússon og Þór Hannesson 3 hvor og Guðmundur Matthíasson 1. Ármann fékk 11 vítaköst og fóru 5 þeirra ofan í körfuna. Dómarar voru Jón Eysteins- son og Hrafn Johnson. I kvöld fara fram tveir meistaraflokksleikir, sem geta orðið skemmtilegir. Eigast þar við IR og ÍFK, og ef ÍR nær ekki betri leik en á móti ÍS. getur leikurinn orðið jafn og skemmtilegur, en takist ÍR hinsvegar upp verða þeir ekki í vanda með að vinna með yf- irburðum. Hinn leikurinn er á milli Ar- manns og KFR og getur hann orðið tvisýnn. Þegar þessi lið áttust við síðast vann KFR í framlengdum leik. Á morgun, föstudag, keppa í kvennaflokki Ármann, sem er íslands- og Reykjavikur- meistari, við KR sem á mjög efnilegt lifi og verður sá leik- ur vafalaust skemmtilegur og úrslit óviss. Meistaraflokkur karla kepp- ir og eigasl þá við ÍFK og KFR og virðist sem KFR sé liklegri sigurvegari. Pípulagningamenu Sveinafélag pípulagningamanna heldur spila- og' skemmtikvöld að Freyjugötu 27, föstudaginn 21. þ.m., kl. 8.30. Skemmtinefndin. ttboð Tilboð óskast um að byggja III. áfanga Gnoðar- í vogsskóla. Uppdrátta og útboðslýsingar má vitja i skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð, gegn 1.000.00 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. 1 G/eð//egí sumor! H. Jónsson & Co., Bílamarkaðurinn, Brautarholti 22 GleBílegf sumar! Borðstofan, Hafnarstræti 17 GleBilegf sumar! Gísli J. Johnsen GleBilegf sumar! Verzlunin Drífandi, Samtúni 12- GleSilegf sumar! t Verzlun Björns Kristjánssonar, ritfangadeild GleBilegf sumar! Verzlunin Rín, Laugavegi 64, Njálsgötu 23 GleBilegf sumar! Kornelíus Jónsson skartgripaverzlun Skólavörðustíg 8 — Úr og listmunir, Austurstræti 17 — Pálminn, Keflavík GleSilegf sumar! Bananasalan h.f., Mjölnisholti 10 GleBilegf sumar! Verzlun Péturs Kristjánssonar h.f., Ásvallagötu 19 GleSilegf sumar! Almenna bílasalan, Bifröst við Vitatorg GleSilegf sumar! Burstagerðin, Laugavegi 96 GleSilegf sumar! A. Jóhannesson & Smith h.f., Brautarholti 4 GleSilegf sumar! !» Sælgætis- og efnagerðin Freyja h.f. GleSilegf sumar! Axminster, gólfteppaverksmiðja GleSilegf sumar! Eygló, Laugavegi 116 GleSilegf sumar! Þórsbar GleSilegt sumar! GleSilegt sumar! Sæla Café, Brautarholti 22 GleBilegf sumar! GleSilegf sumarl Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114 GleSilegt sumarl Prentsmiðjan Oddi h.f. Vatnsvirkinn li.f. Hraðfrystistöðin í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.