Þjóðviljinn - 12.07.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.07.1961, Blaðsíða 12
3:1 i'.í! 1 gærkvöld lék skozka liðið Duudee 3. : og síðasta leik sinn hér. Þeir sigr- wðu Suðvesturland aneð 3 mörkum gegn 1 (2:1). Þórður Jóns- son skoraði mark ís- lendinga. Einum Skotanna var vísað útaf í seinni hálf- leik og léku þeir tíu eftir það. Gerði það leikinn leiðinlegan að öllu leyti. Þessi skemmtilega smynd var tekin. er ÍA lék við Skotana. Skozki markmaður- inn horfir á eftir Iboltanum, sem stefn- ir beint á ljósmynd- sirann. þlÓÐVIUINN Miðvikudagui’ 12. júlí 1961 — 26. árgangur — 155. tölublað Þisnndjr manna fögnuðu Oagarín við komuna tii London í gærmorgun Borgarstjóri heimtar 22 millj. kr. nýjar álögur á bœjarbúa Bœjarstjórnarhindiir um máiið á fimmtudag Á bæjarráð.sfundi í gær, sem er hinn þriðji í röðinni inn TÚtsvarshæklcanirnar, kom borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, fram með beinar tölulegar tillögur ura hækkun á útsvörunum og oðrum bæjargjöldum. Guðmundur Vigfússon mælti eindregið gegn þessum tillögum <og flutti eftirfarandi frávísun- artillögu, sem íhaldið og Magnús Ástmarsson felldu með hjásetu: „'Með því að tekjur bæj- arsjóðs fóru á s.l. ári verulega fram úr áætlun, og þar sem enn hefur ekki verið gengið frá samningum um breyting- ar á kaupi og kjörum fastra starfsmanna bæj- HÆKKANIRNAR; Hækkun útsvara 11,4 m.k. Hækkun SVR-gj. 2,5 m.k. Hækkun hitav.gj. 2G m.k. Hækkun rafm.gj. 5,8 m.k. Samtals 22,0 m.k. arins og bæjarstofnana og breytingar á kaupi og kjörum v'erkamanna hjá bænum eru rétt að koma til framkvæmda, eftir að vinna og greiðslur til þeirra hafa legið niðri um 5 vikna skeið, telur bæjar- ráð ekki ástæðu til að bæjarstjórnin taki, að svo stöddu, til umræðu og af- greiðslu tillögur um breytingar til hækkunar á fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs eða gjaldskrám bæj- arstofnana. Hins vegar felur bæjar- ráð sparnaðarnefnd að taka nú þegar, í samráði við borgarstjóra og for- stöðumenn viðkomandi bæjarstofnana, til gagn- gerðrar rannsóknar og at- hugunar alla möguleika til aukinnar hagkvæmni og sparnaðar í vinnubrögð- um og rekstri bæjarins og stofnana hans, og skila tillögum bar um til bæi- arráðs ei?i síðar en 15. ágúst n.k.“. Þegar tijlaga Guðmundar var felld, komu hinar óskammfeilnu tillög'ur borgarstjóra til af- greiðslu. Sparnaðarnefnd var mætt á fundinum og. lagði fram álit sitt til stuðnings borgar- stjóra. Eins og fram kemur í tillög'u Guðmundar er hér um gersam- lega þarflausar ráðstafanir að ræða, sem bera keim heiítar og ofstækis gagnvart verkalýðssam- tökunum. Er furðulegt. hve bæj- arstjórnaríhaldið gengur langt í þjónustu sinni við kröfur svart- asta afturhaldsins í Vinnuveit- endasambandinu og rikisstjórn- inni, sem nú berst fyrir því að gera hinar ný umsömdu kaup- hækkanir að engu. Framhald á 11. síðu. LONDON 11/7 — Sovézki geim- farinni Júrí Gagarín koni í morgun til London með flugvél frá Moskvu. Mörg þúsund manns höfðu raðað sér meðfram veginum frá flugvellinum að sovézka sendiráðinu til að fagna honum. Við komuna sagði Gagarín við blaðamenn á flugVélJinum að hann vonaðist til að ferð hans út í geiminn i april s.l. mætti þjóna málstað heimsfriðarins og ennfremur að heimsókn hans til London myndi tengja Bretland og Sovétríkin fastari böndum. Gagarín kom til London í sambandi við opnun sovézku vörusýningarinnar í Earls Court. Hann ók í opnum bíl hina tveggja mílna vegalengd frá flugvellinum að sovézka sendi- ráðinu þar sem sendiherrann Alexander Soldatoff tók á móti honum. Honum var ákaft fagn- að af mannfjöldanum meðfram veginum og þegar hann kom til sendiráðsins var bill'inn fullur af blómum sem kastað hafði verið til hans. Gagar'n biða nú þrír erfiðir dagar i London. Har.n þarf að fara í margar heimsóknir og veizlur, m.a. hefur honum verið boðið til forsætisráðherrans Macmillans á fimmtudag og á föstudag til Elisabetar drottn- ingar í Buckingham Palace. Æ.F.R. fer kvöldferð út í bláinn í kvöld kl. 8 frá Tjarnargötu 20. Lauoeviðræðor að hefjast við cpin- berc starfsmcnn Eirs og áður hefur verið skýrt frá sendi B.S.R.B. ríkis- stjórninni hinn 15. febrúar s.l. kriifur um launabætur til lianda starfsmönnum rikisins og fór fram á viðræður. Samkvæmt fyrirheiti fjármála- ráðherra niunu viðræðumar liefjast urn næstu helgi. (Frétt frá B.S.R.B.) Gífurleg síldveiði var síðasta sólarhring á austursvœðinu Allur flotínn kominn oustur fyrir Langanes Seyðisfirði 11/7 — Frá fréttaritara Þjóðviljans. — Hér ’er allt á kafi í síld og tvífylla bátarnir sig á sólarhring. Síldin er mjög stór og feit og hefur ekki sézt hér slík síðan árið 1944. Allur flotinn er nú kominn austur fyrir Langanes. Hér á Seyðisfirði hefur verið saltað í á þriðja þúsund tunn- ur undanfarna tvo sólahringa á tveimur plönum, en byrjað verð- ur að salta á því þriðja á morg- un og bræðsla hófst í verksmiðj- unni í dag. Það voru Norðmenn sem fundu síldartorfuna á iaugar- dagskvöld og var þá moksíld út af Digranesi og Glettingsnes- flaki. en þar voru þá engir ís- lenzkir bátar. Nokkrir ísjenzkir bátar komu þangað á sunnudag og fylitu sig þegar af mjög feitri og' stórri síld. sem. eins og áður segir. hefur'ekki sézt hér eystra síðan 1944. Hún mun þó eitt- hvað vera blandaðri eftir þvi sem sunnar dregur. Mikið að gera hjá síldarleitinni Það reyndist erfitt að fá greinargóðar upplýsingar hjá Síldarleitinni á Seyðist'irði og Raufarhöfn í gærkvöld. Sá sem varð fyrir svörum á Seyðis- Sannleikurinn mun gera yður frjálsa! 2. júní 8. júlí Menn eru ýmsu vanir af Morgunblaöinu, enda er það í þjónustu afturhverfustu afla þjóðfélagsins. Rit- stjórn þess hikar ekki við að grípa til lyginnar, ef þess gerist þörf. Hér birtist eitt sýnishorn .Hinn 2r júní sl. segir blaðið, aö 6% kauphækkun geti oröið varanleg, þ.e. að ríkisvaldið muni sjá um, að henni verði ekki velt yfir í verðlagið. Hinn 8. júlí sl. segir blaðið, að það hafi aldr.ei sagt pað sem birtist 2. jún\, og heimtar raunar, að öll kauphœkkunin fœri beint út í verðlagið. Þœr tvœr setningar, sem hér birtast myndir af, sýna með hverjum heilindum blaðið er skrifað og í hvaða tilgangi. firði hafði það eitt að segja að þeir þar heíðu annað þaríara að gera en að svara blaðamönn- um. ,,Hér er allt vitiaust“, sagði hann. „Við höl'um ekki undan að svara iyrirspurnum". Síldarleitin á Raufarhöfn gaf sér ög'n meiri tíma til viðræðna við blaðamanninn. en 'þó var þar líka tekið fram. að þeir hefðu öðru mikilvægara starii að gegna en tala við blaða- menn. Kastað hefði verið á ölluni stöðum á veiðisvæðinu frá Digranesflaki og' suður að G'ettingsnesgrunni og- allir fengið góð köst, veiðin oft meiri en bitarnir gátu tekið við. Alstaðar væri verið að landa í bræðslu og víðast væri orðin lördunarbið. Allt útlit væri fyrir að veiðin myndi halda áfram, enda væri veður ágætt; að vísu ekki gott skyggni, en logn. Raufarhöfn á kafi í síld í fyrrinótt var bezta síldveiði- nóttin á sumrinu, sagði frétta- maður Þjóðviljans á Raufarhöfn [ viðtali við blaðið síðdegis í gær. Síldin veiddist á Digranes- t'lakinu, sem er gamalkunnugt veiðisvæði en úridanfarin -sumur hefur síidin ekki íárið að Veið- ast þar fyrr en seint í tjúlí. Þaðan er 8 tíma sigling til Raufarhafnar. Margir bátar fengu svo stór köst. að þeir urðu að skilja eftir. er þeir Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.