Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 3
Miðvikndagur 2. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ibv iviíivuvv* Það var líf í tuskunum á Raufarhöfn á dögununi, þeg- ar mest barst þangað af síld- inni og enn var saltað á hvcrju söltunarplani og verksmiðjan í fullum gangi. Á söltunarstöðvunum unnu ekkí eingöngu íslendingar, karlar og konur; starfsfó.'k þar var af ýmsu þjoðerni: stúlkur frá Ástraiíu og Finn- lardi, piltur frá Egyptalandi, Svíar og Danir. Á myndinni hár fyrir ofan sjást áströlsku stúlkurnar Pat Cowell frá Tasmaníu (t. v.) og Marie Mike A^elaide frá Suður-Ástralíu. Mohamed Moliey Áhdul- Hamid frá Egyptalandi' sést á myndinni til hægri við störf sín á söltunarplaninu, í hópi íslenzkra starfsfélaga. — (Ljósm. G.M.). KLAKj- og ELDISstöð fyrir lax verður reist í Kollafirði Mælingar og teiKningar aö fyrirhugaöri laxeldisstöð ríkisins hafa veriö geröar, en þar er ætlunin aö veröi eldistjarmr samtals 1,7 hektari aö flatarmáli. Standa vonir til aö hægt ýeröi aö ala upp í gönguseiöastærö ái-lega 300—350 þús. iaxaseiöi og selja 2,5 millj. ung- seiöa á ári, þegar stööin er komin í fullan rekstur. Stefnt er aö því aö fyrstu seiöunum veröi sleppt úr eldisstööinni voriö 1962 og stööin kom aö fullu í rekst- ur aö fjórum árum liönum. Frá þessu er skýrt í frétta- tilkvnningu, sem Þjóðviljanum .barst' í gær frá landbúnaðar- ■ráðvtneytinu. Jiirðin Kollafjörður keypt. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: I lögum um lax- og silungs- veiði nr. 53/1957 er gert ráð fyr- ir að ríkið reisi klak- og eldis- stöð fyrir laxfiska, þegar íé er veitt til bess á fiárlögum. 1 fjárlögum yfirstandandi árs yeitti Aibingi síðan heimild til jarðakaupa og lántöku til að reisa slíka stöð. Hefur rikis- stjómin nú ákveðið að hefja að reisa stöðina á þessu ári og þegar fest kaup á jörðinni Kollaíirði í Kjósarsýslu í þessu skyni. Enn er unnið að samn- ingum um kaup annarra rétt- inda og jarðnæðis, sem stöðin þarfnast. Laxaeldi Eins og talsvert hefur vcrið rekstri laxeldisstöðvar er þvíþætt: ríkisins rætt og ritað um opinþerlega að undanförnu hefur reynsla 3/missa erlendra aðila leitt í ljós að laxaeldi er vel arðbær búgrein, ef vel er á haldið. Dvaldist veiðimáiastjóri Þór Guðjónsson, í Bandarikjunum '1. vetur til að kynna sér nýj- ungar á þessu sviði. Eldið fer þannig fram. að laxahrognum er klakað út í stórum stíl og seiðin síðan alin í þar til gerðum tjörnum; fyrst í íersku vatni, en síðan sjó- blöndu, þar til bau eru orðin nægilega þroskuð til að ganga í sjó eins og þeim er eðlilegt. Þegar svo er komið er seiðunum sleppt í sjó eins og fé á afrétt. 1 sjónum íerst talsvert af seiðunum. en sá hluti þeirra sem- lifir af nær fu'Jum þroska á 1—3 árum. Reynsla hinna erlendu aðila hefur sýnt, að langflestir lax- anna, sem bannig eru til orðnir, ’eita hrygningarstöðva í eldis- stöðinni, þar sem þeir eru aldir upp og þeim sleppt í sjó. Sé 5VO um búið gengur laxinn sjálf- - inn í stöðina og þar er hann veiddur. Ætlunin með byggingu og I fyrsta lagi yrði bar reynd ti] þrautar sú eldisaðferð, sem lýst hefur verið hér að framan og hún löguð að íslenzkum staðháttum, safnað saman á einum stað þeirri reynslu og Framh. á 10. síðu I gær kynnti Gísli Indriðason fyrir blaðam iinnuni norskan brautryðjanda á sviði fiski- ræktarmála, Karstein Vik arki- lckl. Ilann og bróðir lians. Olav Vik, liafa byggt fyrsíu sjóeldis- stöðina fyrir lax og silung í Noregi og er liann nú hingað komirn á vegum h.f. Búðaóss til að athuga aðstæður ti! fiski- eldis hér á landi og skipu'.eggja og teikna sjóeldisstöð fyrir hlutafélagið við Búðaós á Snæ- fcllsnesi. Fiskiræktarstöð þeirra bræðra er i Sykky’ven skammt frá Ále- sund og var stofnuð fyrir sex árum. G.’sli kvaðst hafa farið þangað í vetur og kvnnt sér starfsemina. Þar væri fyrst og framst sjóeldi og væri þar um að ræða algera byltingu í fiski- rækt því að í stað þess að nota flóð og fjöru væri vatnið end- urnýjað með dælum á þriggja tíma fresti og gæi'i það miklu betri útkomu en áður hefði þekkzt. Þá er seiðunum ekki sleppt lausum í ár og vötn held- ur alin uun í stöðinni þar til þau eru fullvaxin. Karstein Vik skýrði frá gangi þessara mála í Noregi. Hann sagði að þar væru tvenns konar stöðvar til íiskeldis. Sérstök stöð væri rekin af þeim bræðr- um til að venia fiskinn við salt- vatnið í sjónum en svo væru margar smærri uppeldisstöðvar sem keyptu seiðin eítir að þau heíðu vanizt sjónum Qg ælu þau svo áfram. Þeir voru fyrst- ir til að bvrja á sjóeldi og rækta nú bæði regnbogasilung og lax. Lítill áhugi hefur verið á þessum málum í Norégi, sagði Vik, þar til nú að árangurinn er farinn að koma i Ijós og má nefna sem dæmi að í des. sl. voru 20 sjóeldisstöðvar í landinu en eru nú orðnar um 100. Það er miklu ódýrara oð rækta fislc- inn í sjó en í fersku vatni. í fersku vatni barf 10 kg. af fóðri til að ala upp 1 kg af fiski en í sjó ekki nema 3,4 kg. Við fá- um um 20 þúsund hrogn á mán- 40 k,g. af liski á hvern fermetra miðað við 85 cm dýpi. Orfkur heíur tekizt að r.ota hrogp úr okkar eigin stöð og- t ila þau upp. Einnig höfum við' sarnað að hængur getur svilað illt að fjórum sinnum en á.ður hefur alltaí verið álitið að hann læi eftir að hafa svilað eir.u sinni, Uppeldisstöðin hefur ver- ið rnikilvæg fvrir ýmsar rsnn- sóktrir. Svo er það náttúriega kostur að með svona uppeldis- stöðyusn er hægt að hafa fersk- an lax og silung á markaðnum árið • um kring í stað þess að sölutíminn sé bundinn við sum- irið. Ilann verður bka miklu ódýrari á þennan hátt og má tera ráð íyrir miklu verðíali strax og írarrieiðslan er orðin nóg. Vik kvaðst vilja legga áherzlu á að fiskeldisstöðvar ættu ekki bara að vera fyrir lax og sil- ung. h'eldur fyrir allar æðri fisktegundir. Við stæðum enn á Framh. á 10. siðu Hlrut 6 máiuSa vrrðhald og var sviptur ökuleyíi í gærmorgun var kveðinn upp : Sakadómi Reykjavíkur dómur í máli 17 ára pilts, er í fyrra- sumar ók stolinni bifreið á hús- horn við Njarðargötu með þeim aíleiðingum, að félagi hans, er með honum var i bifreiðinni, stórslasaðist og bíllinn geréyði- lagðist. Pilturinn var drukkinn, er slysið varð, og var á ■ ílótta undan lögreglunni, sem var að buga að honum, en hanm hsfði nokkrum dögum fyrir i slysið verið dæmdur fyrir ölvún við akstur. Er áreksturinn var, var bifreiðin á um 120 km hraða bg missti pilturinn þá vald á henni. Pilturinn, sem meiddist, er ena ekki búinn að ná ser; éftir meiðslin, sem hann hlaut. D'óm- urinn fé!l á þá leið, að öku- maðurinn hlaut 6 mánaða varð- hald og var sviptur ökuleyfi: uði á 10 þús. fermetra svæði og ævilangt. Dýr fjármálaráðherra í fyrrakvöld flutti Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra i rikisútvarpið skýrslu um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári. Skýrslu þessa átti hann að gefa Alþingi, en sveikst um það, enda mun hann hafa þurft að beita miklu hug- viti og löngum tíma í að snur- íusa reikningana. Og raunar er mun þægilegra að flytja slíka skýrslu einn í útvarp en að þurfa að ræða reikning- ana á þingi og svara fyrir- spurnum og athugasemdum. Svo er að sjá sem ráðherr- ann hafi tryggt reikningslegt jafnvægi fyrir 1960 á kostn- að þessa árs, því afkoma ríkissjóðs mun aldrei fyx-r í sögu þjóðarinnar hafa verið jafn bágborin og nú þótt ráðherranum láðist að geta þess í útvarpinu. Hefur hann þó áður játað i Vísi að skuld rikissjóðs við seðlabankann hafi numið 200 milljónum króna um mitt þetta ár, en þá átti ríkissjóður einnig ó- greiddar aðrar skuldir sem námu tugum milljóna. Mun láta nærri að Gunnar Thor- oddsen haíi aukið skuldir ríkissjóðs um hálfa aðra milljón dag hvei-n á þessu ári, um 60.000 kr. á klukku- stund hverri dag og nótt, um 1.000 kr. á mínútu. Geri aðrir betur. Jón skömmtunarstjóri Stjórnarblöðin hafa skrif- að nokkuð um það að undan- förnu hversu nauðsyn'egli það væri að meðlimir verk- lýðsfélaga réðu sjálfir mál- efnum sínum en yrðu ekki að lúta boðúm og banni íélags- stjórna. Ástandið í sjó- mannasamtökunum sýnir glöggt af hverjum heilindum þetta er skrifað. Jón Sigurð:- son fékk heimild til þess á1 tæplega 40 manna fundi að boða verkfall fyrir hönd far- manna. Ennfremur lét hann fundinn samþykkja heimiid handa sér til þess að ganga frá nýjum samningum í eir.j. og öllu án þess að bera þá undir nokkurn farmann! Og nú befur Jón notað þessá heimild, skrifað undir sarnn- inga og aflýst verkialii, skammtað farmönnum kaup og kjör án þess að þeir fáí að vita um skammtinn íyrx? en allt er um garð gengið. Síðan fer Jón eflaust á' fund í verðlagsnefndinni cg ákveður að atvinnurekendur fái að velta af sér kauphækk- unínni yfir á almenning í hækkuðu verðlagi. — Asxfc’trj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.