Þjóðviljinn - 02.08.1961, Page 12

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Page 12
í gær kom aldraður maður á afgreiðslu Þjóðviljans og keypti eina blokk í afmælis- happdrætti blaðsins. Er hann hafði rif- ið upp númerin, sem dregið hefur verið um fyrirfram, kom í ljós, að hann hafði fengið 500 kr. vinning. Þar með fór þriðji vinning- urinn, en eftir eru 501. Þessi maður heitir Þórður Jónsson, Hverf- isgötu 86, og hann er 72 ára gamall. Hann hefur alltaf keypt miða í happdrætti Þjóð- viljans, en aldrei fengið vinning áður. Spenningurinn er ekki úti enn því eftir er að draga um fjórar Volkswagenbifreiðir og þá á Þórður vinningsvon eins og aðrir. • Það er þegar komið í ljós að fólk hefur mikinn áhuga á þessu happdrætti og þegar er kominn allgóður skriður á sölu miðanna. Búið er að senda miða í flest kauptún og kaupstaði og verður bráðlega hægt að birta skrá yfir umboðsmenn happdrættisins úti á landi. • Það þykir rétt að brýna það enn einu sinni fyrir fólki að í þetta sinn verða miðar ekki sendir heim. Þeir, sem ætla að kaupa miða, eða selja, þurfa að skrifa til happ- drættisins, pósthólf 310, eða hringja í síma 22396 eða 17500 til þess að fá sendar blokk- ir, sem hver og einn ætlar að kaupa eða selja. Menn geta einnig gengið við í skrif- stofu happdrættisins að Þórsgötu 1, sem er opin daglega frá kl. 9—12 og 1—7 og einnig eru miðar til sölu í afgreiðslu Þjóð- ■viljans. Vinningsnúmerin voru birt i fimmtudags- blaðinu. Þau verða birt aftur síðar og einn- ig verða þau sérprentuð. Myndin: Þórður Jónsson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). þlÓÐVILJINH Miðvikudagur 2. ágúst 1961 — 26. árgangur — 173. tölublað. Samninpr tókusf í far- mannadeiiunni i gærdag í fyrrinótt náðust samningar í farmanmadeilunni og voru þeir undirritaðir á ellefta tím- anum í gærmorgun. Þar með var aflýst vinnustöðvuninni sem kom til framkvæmda á miðnætti þá um nóttina þannig að um verulega stöðvun varð ekki að ræða. Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Sjó- mannaíélagi Reykjavíkur. eru aðalbreytingarnar frá siðasta samningi, er gerður var 1958. þessar: Mánaðarkaup og yfir- vinna hækka um 21% bæði í innanlands o^ utanlandssigling- um. Farmenn í utanlandssigling- um fengu í fvrra 19 % hækkun á kaup vegna skertra gjaldeyr- isfríðinda af völdum g'engis- lækkunarinnar og eru þau inni- falin í þessum 27% nú. Þá hækka fæðispeningar úr kr. 33,08 á dag í kr. 50,00. Enn- fremur fá undirmenn í vél aukaálag á kaup. Loks fá far- menn nú 200 þúsund króna króna slysatryggingu. er greið- ist við dauðsfall eða fulla ör- orku. Samningarnir ná til undir- manna á þilfari og í vél. Samningur þessi gildir til 1. júní 1962 oe eru ákvæði um uppsögn og framlengingu hans þau sömu og verið hafa í flest öllum samningum annarra verk- lýðsfé’aga í sumar. Nýtt sovézkt frumkvæói i afvopnunarmálysiyii Washington 1/8 — Sovétríkin hafa enn tekið nýtt frumkvæði í afvopnunarinálunum og stjórn- ir vesturveldarna fjalla nú um hinar nýju tillögur þeirra. Það er Reutersfréttastofan sem hefur þetta eftir „góðum heimildum" í Washington. Ekki ------------------------------«' er enn vitað hverjar hinar nýju sovézku tillögur eru, en ekki er talið ósennilegt að þær fjalli um á hvaða vettvangi afvopn- unarmálin skuli rædd og hverj- ir skuli mæta þar. Þessar nýju sovézku tillögur voru lagðar fyrir ráðgjafa Kennedys forseta í afvopnunar- Landhelgissamningurínn vid r *,«niiminm —at- fiir" "Tw r m t*® ° Dani kominn til íramkvæmda málum, McCloy, þegar hann var nýlega í Moskvu. og þar mun fundin . skýringin á því hversu skyndilega hann fór aftur heim. Geimstöðvarskoti frestað í USA Landhelgissamningur sá sem i íkisstjórnin hefur gert við Dani um rétt Færeyinga til ■veiða í íslenzkri landhelgi er nú Ikominn til fiamkvæmda. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá hafa fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálanefnd, Finnbogi Rútur Valdimarsson og fulltrúar Framsðknar i nefndinni krafizt þess að hvorki þessi samningur r.é nein- ir aðrir verði gerðir um land- lielgina án þess að þeir hafi áð- iur verið samþykktir af alþingi, en stjórnarflokkarnir hafa far- ið sínu fram og áður samið við Vestur-Þjóðverja eins og kunn- lugt er. Þjóðviljanum barst 'í gær svo- liljóðandi fréttatilkynning fiá útamríkisráðuneytinu um samn- inginn við Dani: Datt í stiga Um kl. 10 í fyrrakvöld varð það slys um borð í togaranum ÍPétri Halldórssyni þar sem hann lá við Faxagarð, að mað- 'ur að nafni Ólafur Guðmunds- son datt, niður stiga í skipinu og skarst talsvert á höfði- 'Hann var fluttur í slysavarð- ■ötofuna. ,,I dag hefur erindaskiptum milli utanríkisráðherra og sendiherra Danmerkur í Reykja vik verið gengið frá samkomu- lagi um aðstöðu Færeyinga til handfæraveiða við ísland. Er skipum, sem skrásett eru í Færeyjum heimilt að stunda handfæraveiðar innan fiskveiði- lögsögu Islands á svæðum þeim og ártíma, sem ísler.Ekum skip- um er heimilt að veiða með botnvörpu eða flotvörpu sam- kvæmt 1. gr reglugerðar nr. 87 frá 29. ágúst 1958 og 1. gr. reglugerðar nr 4 frá 11. marz 1961. Auk þess er skipum, sem skrásett eru í Færeyjum heimilt að stunda handfæraveiðar á svæðinu milli 4 og 8 mllna, inn- an fiskveiðilögsögu Islands við Kolbeinsey. Samkomulagið gildir um óá- kveðinn tíma en hvor aðili um sig getur sagt því upp með sex mánaða fyrirvara. Samkomulag þetta kemur til framkvæmda strax, en er þó háð samþykkj alþingis, er það kemur saman í haust á sama hátt og samkomulagið við Vestur-Þjóðverja frá 19. júlí 1961.“ Canavéralhöfðá 1^8 — Geim- rannsóknarnefnd Bandaríkjanna, NASA tilkynnti í dag að enn hefði verið frestað að skjóta á loft geimrannsóknastöðinni Ranger I. en það er fyrsta bandariska geimstöðin sem ætl- að er að gera athuganir langt frá jörðu. Til stóð að skjóta geimstöðinni á loft í siðustu viku, en úr því hefur ekki orðið .af tækniástæðum“ eins og það er orðað. SILDÁRLÖNDUN Þessi mynd var tekin sl. miðvikudag í Krossa- nesi \4ð Eyjafjörð er verið var að land.a, þar lijá síldarverksmiðjunni úr Sigurði Bjarnasyni frá Akureyri og norska síldarflutnin.gaskipinu Aska. Krossanesverksmiðjan hafði þá tekið á móti 30 þúsund málum síldar í sumar þar af 3 ]msund niáliim af smásíld. Hefur verið unnið nótt o,g dag í verksmiðjunni að undanförnu. I KROSSANESI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.