Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 6
j$) — ÞJOÐVILJINN — Miðvikudagur 2. ágúst 1961 þlðÐVILJINN | í&tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: =: •dagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — p=s FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir = Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. rrr aíml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. == Prentsmiðía Þjóðvilians h.f. = t Andstæður 'IZommúnistaílokkur Sovétríkjanna hefur birt drög §§j v að nýrri stefnuskrá sem lögð verður fyrir flokks- g þing í haust, og var skýrt frá nokkrum meginatriðum |s hennar í blaðinu í gær. Stefnuskrá þessi er vafalaust §§§ ein hin merkasta stjórnmálaályktun sem samin hef- = ur verið og sýnir glöggt bjartsýni og sigurvissu sov- Wz= ézkra ráðamanna. Samkvæmt éætluninni er gert rá𠧧§ fyrir að á þessum áratug komist Sovétríkin fram úr §1 öllum öðrum ríkjum í framleiðslu og á íhinum næsta §jg verði hafizt handa um framkvæmd kommúnismans: a𠧧§§ hver maður fái samkvæmt þörfum sínum, en leggi §§j af mörkum samkvæmt getu sinni. Á þessu tímabili ||| er ætlunin að stytta vinnutímann allt niður í 30 j== stundir á viku en margfalda jafnframt raunverulegar §§§ tekjur hvers íbúa, lækka verðlag, afnema skatta og m stórauka lýðræði og frelsi hvers einstaklings, og er §§§ þá fátt eitt talið. Þær ihugsjónir sem birtust braut- g ryðjendum sósíalismans í fjarska eru nú að verða að @ nærtækum veruleika; lokaorð stefnuskrárinnar eru §§§ þessi: „Flokkurinn lýsir því hátíðlega yfir.að sú kyn- m slóð sem nú lifir í Sovétríkjunum mun búa við komm- j§§ únistískt þjóðfélag.“ £? C*ízt er að efa að þessi stefnuskrá vekur mikinn fögn- p§ ^ uð í Sovétríkjunum, en hún mun einnig hafa hin = víðtækustu áhrif um heim allan. Einnig í Vestur- §§§ Evrópu hlýtur hún að vekja menn til umhugsunar um §§§ hag sinn og framtíðahhorfur. Hér á íslandi eru stjórn- |j| arvöldin t.d. ekki að gera áætlanir um glæsilega fram- g tíð á þessum og næsta áratug; þau eru önnum kafin ^ við áætlanir um skert kjör og erfiðari framtíð. Raun- s verulegt kaupgjald hér er lægra en það var fyrir §§1 hálfum öðrum áratug og valdhafarnir eiga þá drauma g nærtækasta að halda áfram að lækka það; framtíðar- §§§ horfur þeirra eru svartnætti og 'bölsýni. í Bretlandi eru ráðamennirnir að framkvæma hliðstæða stefnu; §§§ boðskapur þeirra er sá að þjóðin verði að stíga skref |§§ afturábak. f Bandaríkjunum hefur Kennedy forseti §§§ hýlega boðað að þjóðin verði að taka á sig nýjar byrð- §§§ ar og aukna erfiðleika, eðki til þess að tryggja bjart- = ari framtíð heldur til þess að auka vígbúnað og magna §§§ morðtól, í þágu dauðans en ekki lífsins. Aldrei hef- §§§ ur verið ljósara en nú að forustumenn auðvaldsríkj- §§í anna eru komnir í sjálfheldu; kerfi þeirra getur ekki f§§§ leyst vandamál nútímaþjóðfélags; ríki þeirra standa §§§ í stað og hrörna á sama tíma og þróunin í ríkjum §§§ sósíalismans verður sífellt öruggari og rishærri. Ríki g kapítalisma og sósíalisma eru að verða æ algerari §1 andstæður, eins og fortíð og framtíð. Cósíalistísku ríkin hafa fyrir löngu skorað auðvalds- §§§ ríkin á hólm í friðsamlegri samkeppni um aukna §§§ velmegun og fegurra mannlíf. Maður skyldi ætla að m slík áskorun hefði verið auðvaldssinnum fagnaðarefni, §§§ ef þeir tryðu á málstað sinn. En það verður sífellt fji ljósara að ráðamenn kapítalistísku ríkjanna trúa ekki Hl lengur á kerfi sitt, heldur gagntekur vanmetakennd- j§§ in þá í æ ríkara mæli. í Bandaríkjunum verða þær = raddir t.d. stöðugt háværari að auðvaldsheimurinn ^ múni líða undir lok í friðsamlegri sambúð og friðsam- |§i legri ikeppni við sósíalistísku ríkin og því sé styrjöld §j| eina leiðin til að Ikoma í veg fyrir sigur sósíalisma §§§ og kommúnisma. Tortíming og dauði er sú framtíðar- jjj sýn sem auðvald Bandaríkjanna bregður á loft á sama §§§ tíma og ráðamenn Sovétríkjanna leggja á ráðin um 11 fullkomnara og auðugra mannlíf en áður hefur veri𠧧j Jifáð á jörðu hér. — m. ^ BJÖRN FRANZSON: Málverkagjöf Ragnars Jónssonar r\ til Alþýðnsambands Islands I Sýningin á verkum þeim, sem Ragnar Jónsson gaf Al- þýðusambandi Islands, hefur nú staðið um hríð og mönn- um gefizt gott tóm til að skoða hana og hugleiða. Hefur sýningin vakið verð- skuldaða athygli og hennar verið getið allítarlega bæði í ræðu og riti. Að vísu hafa þær umsagnir aðallega verið fólgnar í almennum lofsemd- arorðum^ en hins vegar verð- ur naumast sagt, að nokkur tilraun hafi verið gerð í þá átt að leggja hlutlægt mat á safn það, sem um er að ræða, og gagnrýni þeirrar tegundar sem venja er að birta um málverkasýningar hefur víst engin komið fram, þó að slíks væri einmitt sér- stök ástæða í þessu tilfeHi, vegna þess hvernig sýningin er til komin og hver til- gangur henni liggur til grundvallar. Hér er sem sé að ræða um sýningu á mál- verkum, sem ætlað er að verða stofn að listasafni verkalýðssamtakanna. ®n sú staðreynd vekur þá spurn- ingu, hversu góður sá stofn sé eða i hverju honum kunni að vera áfátt, og svo hina, hvernig bezt verði fyrir því séð að upp af honum megi ná að vaxa fullgilt íslenzkt listasafn. Án efa er þetta það sem meginmáli skiptir og nauðsynlegt er að gera sér sem gleggsta grein fyrir, ef unnt á að verða að gera. skynsamlegar áætlanir um framtíðarþróun safnsins. Skal því leitazt við í þessari grein að svara að nokkru spurning- um þeim, sem nú voru nefnd- ar, með því að enginn hef- ur ennþá vakið máls á þessu. Umsögn þessi tekur vitan- lega aðeins til sýningarinn- ar sjálfrar, en ekki þeirra 43 mynda,sem eru að vísu í safninu, en koma ekki fyrir almenningssjónir að þessu sinni. n Sé nú sýningin gaumgæfð, þá reynist þar vera nokkur kjarni myncla, sem teljast mega ágæt listaverk- Þessi kjarni er að visu ekki stór, en aljgóður þó. Ber þar fyrst að nefna „Hellisheiði" (37) eftir Jóhannes Kjarval og mynd þá, er hann nefnir „Fjallamjólk“ (33), tvímæla- laust verðmætustu verk safnsins. Kjarval á þarna fjórar aðra'r myndir, og eru tvær þeirra ágætar, „Dyr- fjöll“ (36) og „Sólarlag á hafi“ (38), hin þriðja góð, ,,Blóm“ (34), hin fjórða sízt, sú er nefnist „Það er gaman að lifa“ (35)- Enn fremur ber að nefna tvær verðmætar myndir eftir Þórarin Þorláks- son, „Frá Snæfellsnesi" (51) og „Viðeyjarsund“ (52), og eina eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur, „Vífilsfell" (53)- Snilld Ásgríms Jónssonar nýtur sín ekki til fulls í þeim fimm myndum, sem þama eru eftir hann, en þeirra bezt er mynd- in „Keilir" (22) og þar næst „B)óm“ (1) og „Úr Borgar- firði“ (19). Ekki þykir mér mikið koma til myndanna níu eftir Jón Stefánsson, þennan málara, sem stundtim hefur betur gert, þó að fráleitt sé að telja hann jafnoka þeirra Ásgríms og Kjarvals, eins og ýmsum þykir hlýða. Af fimm myndum Gunnlaugs Schev- ings er ein býsna góð og ef- laust með því bezta ,sem hann hefur gert. Það er myndin ,,Á stöðli" (27), þar sem mál- arinn beitir að vanda 'hinum stirðlega stíl sínum, en nær eigi að síður talsverðri mýkt og mikilli hygð („stemn- ingu“). Einnig má nefna smámynd hans „Bátur“ (63). Lofsverðar eru myndirnar „Frá Stóra Núpi“ (23) og „Hestar“ (24) eftir Jóhann Briem. Hér hefur þá verið nefnt flest hið bezta og markverð- asta á sýningunni. Ef reynt væri að skipa þessum 77 myndum í flokka eftir list- gildi, þá væri varla fjarrí lagi að segja, að i flokki ágætra myrda eða góðra væri tæpur fjórði hluti. 1 annan flokk kæmu þá myndir á ýmsum stigum þess, sem kalla má í meðallagi, en þær myndir mætti áætla nærfellt helming sýningarinnar. í þessu á þó ekki að felast neinn allsherjardómur um hlutaðeigandi málara, því að ýmsir þeirra gjalda þess, að miður vel hefur til tekizt um val mynda eftir þá í safnið. — Afganginum, rúmlega þriðjungi sýningarinnar, yrði loks að skipa í sérflokk, sem ekki er unnt að gefa hærri einkunn en þá að tákna hann sem hálfgert rusl. Til þess flokks yrði eigi aðeins að telja megnið af svonefndum afstraktmálverkum eýningar- innar, heldur líka „figúra- tífar" myndir slíkar sem myndina af Nínu (50) eftir Louise Matthíasdóttur og mynd Kristjáns Davíðssonar af Þórbergi Þórðarsyni (39), þetta dárlega afskræmi nýrr- ar íslenzkrar málaralistar. Vera kann, að einhverjum þyki þetta harður dómur um sýninguna- Hann gelur þó með engu móti órðið vægari. Viðtakendur gjafarinnar hafa þegar gert. sína sky>iu, að þakka fyrir sig með til- hlýðilegri kurteisi. Þess er varla að vænta, að þeir takist á hendur það óþægilega og sjálfsagt að sumu leyti ó- vinsæla verkefni að bera fram nauðsynlega gagnrýni, og mun því verða að teljast eðli- legast, að þetta komi í hlut annarra, sem ekki hafa neitt sérstakt t.illit að taka í þessu efni né skyldur að rækja aðrar en skyldurnar gagnvart listmenningu þjóð- arinnar og verkalýðshreyf- ingunni. En því aðeins get- ur málverkagjöf eins og þessi orðið til góðs og náð þeim tilgangi að verða alþýðunni menningarauki, að menn skirrist ekki við að leggja á hana rétt mat eða gera sér Ijóst, hvað af henni er raun- verulega verðmætt og hvað minna virði. m Af hálfu þeirra fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, sem til máls hafa tekið um mál- verkagjöf Ragnars, hefur ver- ið bent á nauðsyn þess að koma upp viðhlítandi hús- næði handa safninu. Þetta er auðvitað mikilvægt atriði. En auk þess eru svo aðrir hlutir, sem enn siður má gleyma. Safnið verður sem sé að þróast. á heilbrigðan hátt, eigi það að geta orðið sá menn- ingarþáttur, sem vér hljótum að vilja, að það verði. Það hlýtur að eiga fyrir sér að vaxa, og þá er vandamálið að gera sér þess grein, hvernig vexti þess og þróun verði heillavænlegast. háttað. Það er þá í fyrsta lagi aug- Ijóst, að val mynda í safn- ið verður framvegis að fara að nokkru eftir öðrum sjón- armiðum en þeim, sem vakað hafa fyrir gefandanum, er hann var að koma því upp. Þar verður til dæmis að gera öllu strangari kröfur um list gildi en hann hefur stund- um gert, en hliðhylli við á- kveðnar stefnur, er í tízku kunna að vera þessa eða hina stundina, má aldrei verða til þess, að slakað sé á þeim kröfum. Það má til að mynda ekki geta átt sér stað, þegar safnið er orðið helmingi stærra en nú, að unnt verði að segja um það, að ekki sé nema fjórði hluti myndanna raunverulega góð listaverk, en hitt geri ekki betur en vera í meðallagi eða þar fyr- ir neðan. 1 öðru lagi er nauðsynlegt að bæta úr þeirri takmörk- un safnsins, að í það vantar með öllu verk eftir nærfellt helming betri hlutans af mál- urum vorum, og á það ekki síður við um þann hluta þess, sem ekki er á sýningunni. Ég skal nefna flesta þessara mál- ara í stafrófsröð: Ásgeir Bjarnþórsson, Barbara Áma- son, Brynjólfur Þórðarson, Eggert Guðmundsson, Eyjólf- ur Eyfells, Finnur Jónsson, Gréta Bjömsson, Guðmundur Einarsson, Guðmundur Thor- steinsson, Gunnlaugur Blön- dal, Höskuldur Björnsson, Kristín Jónsdóttir, Magnús Árnason og Sveinn Þórarins- son. Hjá því verður ekki komizt að afla safninu smám saman nokkurra af beztu verkum hvers eins þessara málara, sem allir hafa vissu- lega meiri verðleika en sum- ir þeirra, sem vel er fyrir séð á eýningunni. Eins þarf að bæta hlut sumra þeirra mál- ara, sem eiga að vísu myndir í safninu, en fá ekki notið s'n, vegna þess að val mynda eftir þá er ekki sem heppi- legast. í þriðia lagi er svo það, að mjög lítill hluti mvndanna í þessu safni er úr lífi alþýð- unnar, hinna vinnandi stétta- Eh slíkar myndir eiga að sjálfsögðu sérstaklega heima í málverkasafni verkalýðsfé- laganna. Þess ber að vænta, að þeir. sem til verða settir að veita safninu forstöðu, geri sér far um að afla því þess konar verka og láti þau jafnvel sitja í fvrirrúmi að öðru jöfnu. Ég segi „að Framhald á 11. síðu. Erlenður í Unuhúsi, málverk efíir Kristján Ðavíðsson. Miðvikudagur 2. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7 „Dæmið ckki, til pess að pér verðið ekki dænídir Hann séra Árelíus Níelsson flulti tvö meiri hátfar erindi í útvarpið fyrir skemmslu. Hann talaði um æsku nú- tímans af mælskugnótt, við- urkennandi glæsimennsku liennar og þrótt, en minntist með nokkrum ugg á viðhorf hennar gagnvart lífinu og hvernig þess skyldi notið. Hann talaði um það af mikl- um sársauka, hve skemmtan- ir ungs fólks virtust fátæk- ar af andans auði, Jive þær væru tómar af innra lífi og þeirrar alltumstreymandi lífs- hamingju, sem við og aðrir fulltrúar eldri kynslóðar þykjumst muna frá okkar æsku. Okkur séra Árelíusi er það báðum ljóst, að áhyggj- ur okkar eru að nokkru leyti af sama toga og áhyggjur hverrar einustu kynslóðar hafa alltaf verið gagnvart næstu kynslóðinni í aldurs- stiganum, ástæðan einfald- lega sú, að við erum farnir að verða svolítið gamlir. En jafnframt erum við sammála um, að áhyggjur okkar eiga að öðru leyti við raunveruleg rök að styðjast. Tilhlökkun æskunnar til fullorðinsáranna er ekki eins djúp og hrein og hún var í okkar ungdæmi, henni er ekki eins Ijúft að leggja mikið á sig til að ná settu marki, liún er fátækari að hugsjónum til að keppa að, hún kennir tómleika, sem við þekktum ekki, gleði hennar er ekki eins djúpstæð og hrein, skemmtanir hennar ekki eins gleðiríkar, svo að nú þykir meiri þörf eiturefna til að hækka fagnaðarspdnnu lijartans. Svona kemur þetta okkur fyrir sjónir- Og orsök- ina teljum við skort á hug- ejónaverkefnum, sem beina lífinu inn á bjartari vegu. Nú er fjarri því, að ég hafi að ráði kynnzt skemmtunum yngstu kynslóðarinnar af eig- in sjón og raun, en dreg ekki í efa sannindi ýmissa lýs- inga, sem ég hef hlotið frá greinargóðum sjónarvottum. 'Hitt dreg ég ekki heldur ! efa, að viða kemur ungt fólk saman til skemmtana á landi hér, þar sem við með gömlu minningarnar megum vel við una, kvöldvökur, ferða- lög og dans af gleði hins ó- spillta hja'rta. Það fer færri sögum af þeim félagsskap og þeim skemmtunum, við gömlu mennirnir erum þar uian- garðs, en gleðjumst, er okk- ur berast fregnir af slíku. En eina góða endurminn- ingu á ég frá síðari árum. Þar var æskufólk saman kom- ið hundruðum saman ásamt álitlegum hópi eldri kyn- slóðar og dansaði á stein- palli í miðri stórborg suður við Svartahaf. Þar var eng- inn söluskúr með tyggigúm, kók og sígarettur. Þar var bara hljómsveit, sem lék danslög, og þar var ákaflega mikil gleði, sem leiftraði af hverri hreyfingu og Ijómaði af hverju andliti. Þar var enginn með glas upp á vas- ann eða áfengi í kollinum. Það var eins fjarslætt að hugsa sér það og að sjá stjörnuhrap um hábjartan dag. Og eldri kynslóðin, allt upp að sjölugu, féll eins og undirrödd inn í hljómkviðu gleðinnar og urðu þannig eitt með æskufólkinu. Mér datt í hug hann pabbi minn, sem fór að læra að dansa á sextugs- aldri og gekk þá í ungmenna- félagið til að geta verið eitt með ungu kynslóðinni í leik hennar. Eg hef ekki í ann- an tíma minnzt eins ljóslif- andi skemmtananna á Mýrun- um á fyrstu árum ungmenna- félaganna. Svo heilbrigð var lífsgléði þessa unga mann- fjölda, sem steig dansinn á steinpalli suður við Svaríahaf á ágústkvöldi 1956. Enda var þetta alveg eins og heima hjá mér í mínu ungdæmi: til skemmtunarinnar var efnt, af því að fólk langaði til að skemmta sér, en ekki í fjár- öflunarskyni, þar sem tak- markið er að ná sem mestu fé af ungu fólki, sem lang- ar til að skemmta sér. Ekki hef ég hugsað mér að gera þessa dansandi kvöld- stund að sérstöku umræðu- efni, en nú get ég ekki stillt mig um það vegna hans séra Árelíusar- í erindum sínum minntist hann á ýmsar stefn- ur, sem hefðu verið mesti bölvaldur í andlegu lífi æskunnar, og nefndi þar til fasisma, nazisma og komm- únisma. En það er mín skoð- un, að það hefði verið rétt- ara af honum að sleppa kommúnismanum í þessari upptalningu, og það álit mitt er stutt fastlega af minning- unni frá umræddu kvöldi á steinpallinum suður við Svartahaf. Það var sósíölsk æska, sem þar var að skemmta sér, prúðmannleg,, svo sem bezt verður á kosið, þar var ekki tómleika að sjá á nokkru andliti, en mikið af kyrrlátri gleði. Ég held, að uppspretta þeirrar gleði hafi verið tilfinning fyrir miklu lifsöryggi og háleit markmið, sem biðu í skauti framtíðar. Uppspretta gleðinnar var uppeldi sósialismans og verk- efni sósíalismans.. Yngri kyn- slóðin átti eldri kynslóðina að félaga, og það var ekkert ó- brúað gímald þar í milli. Ég er viss um, að hefði hann séra Árelíus verið með mér þetta kvöld og dansað við sósiölsku æskuna suður við Svartahaf, þá hefði hann ekki séð neina ástæðu til að leita í sósialismanum að uppsprettu þeirrar spillingar, sem við þvkjumst varir í skemmtana- lífi æskunnar í okkar landi. Séra Árelíus er einn þeirra manna, sem ég get trúað að gjarnan vilji hafa það, er sannara reynist í hverjum hlut. Nú ætlast ég alls ekki til þess, að hann fari að brevta um skoðun á uppeldis- áhrifum sósialismans fyrir það eitt, að ég segi honum frá reynslu minni í fjarlægu 99 landi. Þó ætti hann ekki me5 öllu eþ skella skoViaeyrum við, en ætti að kynna sér umsagnir annarra, er af reynslu geta talað, til saman- burðar. Ég vildi til dæmis. mega benda honum á danska blaðið ALT for damerne frá 11. júlí í sumar. Ég rekst einmitt, á það rétt í þessu, þégar ég er að skrifa þessar línur. Fréttakona blaðsins hefur viðtal við unga stúlku, sem alin er upp í Sovétríkj- unum, en flutti til Danmerk- ur fyrir þrem árum ásamt fjölskyldu sinni. Móðir henn- ar er fædd í Danmörku- í' því viðtali er komið inn á svið þeirra mála, sem við séra. Árelíus erúm að ræða um. Þessi unga stúlka átti einn. vetur eftir til stúdentsprófs, þegar fjölskyldan flutti frá Sovétríkjunum, en þegar til Danmerkur koöi, varð hún að hætta námi og fara að vinna, þá var ekki hægt að kosta öll börnin til náms, en bræð- ur hennar tveir sátu fyrir og hún fór í atvinnu. Hún segir, að í Sovétríkjunum gangi all- ir æskumenn í æðri skóla, að minnsta kosti nokkur ár, og þar séu þeir gagnteknir af áhuga fyrir bókmenntum, hljómlist og leikhússtarfi og kappræðum. Þess vegna kom henni það á óvart, þegar húit kynntist dönskum æskulýð, -hve hann var gagntekbm af ökuferðum, fötum, skrauti og mat. Hún sá ekki þetta danska bros, eem mammá hennar hafði sagt henni frá,. unglingarnir hlæja að vísu, „en þeir brosa of lítið“. Hún- talar um að dan&ki æskulýð- urinn umgangist heimili sím eins og gististað. Hún fell- dr enga dóma um þetta á- stand, en saknar þeirrar virð- ingar, sem æskan í Sovét ber fyrir hinum eldri. Hún held- ur enn þeim sið, að fara ekkr út, af heimilinu án leyfis mömmu og verður svo fyrir aðkasti af félögum sínumt fyrir að vera gama’dags. Ég held við séra Árelíus- munum í hjörtum okkar vera. sammála mn, að þessi stúlka. hafi fengið þannig uppeldi í ríki sósíalismans, að í ýms- um atriðum sé meir að okk- ar skapi en það uppeldi, senn við höfum getað veitt bömunv. okkar í hinum „frjálsa- heimi“. Presturinn ætti að at- huga þessi mál nánar, áður ert hann fellir harða dóma um stefnur, sem hann þekkir ekki nægilega. Hann ætti líka a5 kynna sér þá hópa ungs fólks' hér í okkar landi, sem tekið- hafa sig saman um að leita. skemmtana á þann hátt, sem. við munum telja heilbrigðan. Meðal annars væri vel við> eigandi að vera nokkur kvöld' með Æskulýðsf.ylkingunni f Reykjavík út í bláinn. Þá gæti\ hann næst talað um þessi mál* af nokkurri reynslu, og hann: gæti frekar komizt hjá áð> fara með fleipur. Guniiar Benediktsson. * Nokkur orð til séro Árelíusar Níelssonor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.