Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 1
Hflfl'l Wl wJlNR Ksfffi stolið í fyrrinótt var brotizt inn í a . Gildaskálann við Aðalstræti og i stolið þaðan dálitlu af kaffi og um 35 kr. í peningum. Miðvikudagur 2. ágúst 1961 — 26. árgangur — 173. tölublað. NÝ LÆKKUN ÁKVEÐIN Vald til gengisskráningar tekiS af Alþingi meS bráSabirgSalögum og afhent seSlabankanum - Stjórnarklíkan undirbýr ofbeldisverk gegn launþegum i þágu skuldakónga og verðbólgubraskara Ríkissíjórnarklíkan hefur ákveðið að framkvæma nýja gengislækkun fil hess að hefna sín á launþeg- um eftii ósigra sína í verkföllunum í sumar. í gær- kvöldi lét hún forseta fslands gefa út bráðabirgða- lög þar sem Seðlabankanum er heimilað að ákveða gengi íslenzkrar krónu að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, en til þessa hefur það verið talinn léttur cg skylda alþingis að taka ákvörðun um gengið cg bera ábyrgð á verkum sínum frammi íyrir þjcðinni. Með þessum bráðabirgðalögum er þannig verið að skerða þingræði og lýðræði en gefa stjórnarklíkunni og peningastofnunum henn- ar alræðisva'íd til bess að skammta almenningi kaup og kjör og mannréttindi í þágu verðbólgu- braskara og skuldakónga stjórnarflokkanna. 1} riíOiibin/ihilö i\ Ákvörðunin um að afhenda seðlabanka og ríkisstjórn al- ræðísvald til gengisáLrráningar óg þannig til ákvörðunar um kaup og kiör almennings var tekin í gærkvöld á leynifundum þingmanna stjórnarflokkanna. Höfðu þingmenn íhalds og krata verið kvaddir í kyrrþey til bæjarins, og hófust fundir þeirra í fyrradag. Mátti vita að mikil óhæfuverk væru fyrir- huguð þegar þessir leynifundir hófust; þannig hefur áður ver- ið farið að þegar landið var hernumið 1951 og þegar ákveð- ið var að gera landráðasainn- ingana við Breta um landhelg- ira. Eiris o.g kunnugt er krafðist þingflokkur Alþýðubandaiagsins þess í síðustu viku að þing yrði kallað saman til þess að fjalla um ástandið í efnahagsmálum. "Þeirri kröfu var hafnað, en stjórnarþingmennirnir einir kall- aðir í staðinn. Ríkisstjórnin þorði ekki að ræða málin frammi fyrir alþjóð; málstaður- inn var betur talinn samsvara myrkraverkum. Pingræði og lýðræði skert. Afturhaldið íslenzka hefur oft áður haft hug á að taka valdið til gengisskráningar af Alþingi — kjörnum fulltrúum þjóðar- innar. Þær fyrirætlanir hafa þó mistekizt til þessa; einnig innan afturhaldsflokkanna haí'a alltaf verð til menn sem báru þá virðingu fyrir heiðri og réttind- um Alþingis að þeir töldu sér ekki heimilt að skerða þingræð- ið á svo afdrifaríkan hátt. Einn- ig nú má telja fullvíst að ekki hefði teícizt að taka þennan rétt af Alþingi á opnum þingfundi; þessvegna var sá kostur valinn að þrúga þingmenn á lokuðum leynifundum og binda þannig hendur þeirra. En aumur er hlutur þeirra þingmanna sem láta hafa sig til þess að skerða þannig vald og heiður þeirrar stofn- unar sein þcir eru kosnir til að vernda. Svívirðileg ofbeldisráðstiifun. Engum dylst að tilgangurinn með þessum bráðabirgðalögum er að framkvæma nýja gengis- lækkun án tafar. R.kisstjórn og atvinnurekendur hafa beðið ó- sigur í átökunum við verklýðs- samtökin í sumar, o.g í stað þess að taka afleiðingunum ai' þeim ósigri með nýju og skyn- samjegra stjórnarfari, grípur valdaklíkan til einræðis til þess að hefna sín á launbegum. til þess að stela ai'tur þeim litla hlut sem verkafólk hefur áunnið sér með harðri baráttu. Þeir menn sem þannig hegða sér eru ekki stjórnmálamenn í neinni venjulegri merkingu þess orðs; viðbrögð af þessu tagi væru óhugsanleg í nokkru ná- tægu landi. Þetta eru gerræöis- Framhald á 2. siðu Fréttatilkynningin, sem Þjóð- viljsnum barst seint í gær- kvö’.cl frá viðskiptamálaráðu- neytinu um bráðabirgðalögin, er svohljóðandi: „Forseti íslands hefur í dag samkvæmt tillögu viðskipta- málaráðherra sett bráðabirgða- lög þau, sem hér fara á eftir um breytingu á lögum nr. 10 29- marz 1961, um Seðlabanka Islands: Forsetj íslands gerir kunn- ugt: Viðskiptamálaráðherra hef- ur tjáð mér, að vegna hinna miklu kauphækkana, sem átt hafa sér stað að undanförnu, séu fyrirsjáanlegir miklir erf- iðleikar í efnahagsmálum, ef ekkert sé að gert. Áhrif kaup- hækkananna muni á skömmum tíma breiðast um allt hagkerfið og va’da almennri hækkun framleiðslukoslnaðar og auk- inni eftirspurn eftir gjaldeyri, en þetta muni svo á hinn bóg- inn hafa í för með sér versn- ar.di afkomu útflutningsat- j vinnuveganna og alvarlegan greiðsluhalla þjóðarbúsins út á við. Til þess að koma í veg fyrir þessa þróun cg atvinnu- leysi og gjaldeyrisskort, sem henni mundi fylgja, beri nauð- syn til að endurskoða gengis- skráninguna í samræmi við breytt viðhorf, og þyki eðlileg- ast að Seðlabanki Islands, sem komið hafi verið á fót nú á þessu ári, skrái gengi íslenzkr- ar krónu, að fengnu samþvkki ríkisstjórnarinnar, enda sé sú skipan algengust í nálægum löndum. Fyrir því eru hér með sett bi'áðabirgðalög samkvæmt 28. gr, stjcrnarsk rárinna i•, á þessa leið: 1. gr. 1. málsgr. 18. gr. laganna orð'st 'svo: Seðlabankinn ákveður, að fengra samþykki ríkisstjórnar- innar, stofngengi (pari) ís- lenzku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldeyri og gulli. Kaup- og sölugengi má ekki vera meira en 1% undireða 1% yf'r stofngengi. Innan þessara marka skráir Seðlabankinn dag- lega kaup- og sölugengi þeirra Framhald á 2. síðu. Kenysttc verður loks látinn lcns SS Sennilega myndu 50 milljónir bíða bana11 Washington 1/8 — Fimmtíu milljónir manna munu sennilega bíð'a bana og tuttugu milljónir særast hættulega ef meiriháttar vetnissprengju- árás yröi gerð á Bandaríkin, sagði McNamara landvarnaráðhemi fyrir bandarískri þingnefnd í dag. Ráðherrann bætti því við að þótt öllu því fé yrði variö til loftvarna sem ráð væri á myndi það ekki draga neitt úr þessum manndauða. 21 félag í verkfallinu við Megagerð ríkisins í gær kom til framkvæmda verkfall 10 verkalýðsfélaga hjá Vegagerð ríkisins og eru félögin, sem í verkfallinu eiga þá oröin 21 aö tölu. Vegir eru nú mjög teknir að spillast víða vegna við- haldsleysis, t.d. eru Keflavík urvegurinn og fleiri vegir á Suðvesturlandi að veröa nær ófærir af þeim sökum. Þá eru margir þeir, sem stund- að hafa vegavinnu, nú farn- ir að huga sér aö annarri vinnu og má búast viö því, aö þeir ráði sig annars slaöar, ef verkfalliö leysist ekki fljótlega. í gær höföu samninga- fundir legiö niöri um hríö vegna samninganna í far- mannadeilunni, en fundur var boöaöur með deiluaöil- um kl. 8.30 í gærkvöld. Jomo Kenyatta LONDON 1/8 — Jomo Keny- atta, leiðtoga þjóðfrelsislireyf- ingar Kenyamanna, sem Bretar liaf.a lialdið í fangelsi í átta ár, verður nú loks látinn laus. Kenyatta var handtekinn 1953 og dæmdur í sjö ára fangelsi eftir framburði Ijúg- vitna fyrir að hafa stjórnað mau-mau lireyfingunni. Þegar fangelsisdómurinn var litrunn- inn var hann fluttur nauðugur án laga og réttar í afskekkt hérað og lokaður þar inni, Nú segir brezki landstjórinn í Kenya að hafi ástandið í land- inu ekki versnað um miðjan mánuðinn frá því sem nú er muni Kenyatta leyft að fara til bæjarins Kiambu og hánn látinm laus nokkrum dögum síð- ar. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.