Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 9
Mrðvikudagur 2. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN (9> Fimmtugur í dag ' i r' UHar Þórðarson Aðeins í.iórum dögum áður en Knattspyrnufélagið Valur vígái fyrsta knattspyrnuvöll sinn *á Melunum fæddist lítill sveinn sem gefið var nafnið Úlfar.. Mik- ið vatn rann þó til sjávar áður en leiðir Vals og Úlfars lágu saman. þannig að það markaði ákveðin spor í sögu Vals og íþróttamálanna hér. Þó mun það hafa verið svo, að ..ef svipazt er afur í tím- ann, minnast menn þess að hafa séð ljóshærðan. svifléttan dreng með sama nafni á æfingum Vals“ eins og það er orðað í 50 ára afmælisbiaði Vals. Þess er þó ekki getið, að hann hafi getið sér mikinn orðstír sem knatt- spyrnumaður. enda langt á æf- ingar alla leið innan frá Kleppi þar sem foreldrar hans bjuggu. Það var styttra í Sundlaug- arnar og þar gerðist hann t'ð- ur gestur, og þá lét árangurinn ekki á sér standa. Hinn eidlegi áhugi Úlfars fékk útrás í sund- íþróttinni, og brátt varð hann einn bezti sundmaður landsins á þeim tíma. Hið meðfædda fjör hans og ákafi mun vissuféga hafa haft sín áhrif innan Sundfélagsins Ægis. en hann var félagi í því á þeim '-um, sem það lét einna mest að sér kveða. Hann náði það langt í bessari íþrótt, að hann var valinn árið 1936 til þess að taka þátt í Olvmpiu- leikunurn í Berlín í sundknatt- leik. Það er ekki fyrr en löngu síðar sem leiðir Úlfars og Vals liggja saman að nýju. Þá er hann hættur sundiðkunum fyrir löngu, en er orðinn kunnur augnlæknir, bæði hér á landi og viðar. Þá hagar málum þannig til í Val. að menri eru ófúsir að taka að sér formennsku. Þá er horf- ið að því ráði að leita allt að því út fyrir félagið og fara þess á leit við Úlfar að taka það að sér sem hann og gerði. Þetta var mikið happ fyrir Val og íþróttahreyfinguna í landinu. Hann skynjaði öllum betur. að iþróttamannvirki væru hverju íélagi nauðsyn. Verkefn- ið á Hlíðarenda blasti við og margt þurfti að gera, en fé vár lítið. En bjartsýnin hefur verið Úlfars sterka hlið alla tíð, og þegar hann fór að hugsa um þetta fannst honum betta allt svo einfalt. Eftirfarandi kiausa úr 50 ára afmælisriti Vals lýsir bjartsýnismanninum og hug- sjónamanninum ágætlega. þar segir: ,.Það mun mörgum minn- isstætt. begar á fulltrúaráðs- fundi var rætt um áframhald- andi framkvæmdir að Hl'ðar- enda. begar Úlfar Þórðarson lagði sínar áætlanir. ,.Þetta er aht í lagi,“ sagði Úlfar. ,.við fáum bráðum styrk- inn út á Félagsheimilið. hann notum við til þess að hefjast handa um byggingu malarvall- arins, og þegar bvi er lokið og við höíum unnið töluvert í sjálf- bo.ðavinnu og safnað nokkru fé auk þess, þá förum við í að bvggja grasvöllinn fyrir styrk- ina út á malarvöllinn. Þegar styrkurinn út á grasvöllinn fer að koma og við bætum svolítið við með fjársöfnunum og sjálf* boðavinnu. byrjum við á íþrótta- húsinu. þetta er ósköp einfalt“. Já, þetta var ósköp einfalt, og svo mikið er víst að allt þetta stendur á fandi Vals, Hliðar- enda, og í fullum notum fyrir Val og marga aðra. Þó eru ekki liðin nema 14 ár síðan Úlfar gerðist formaður Vals, og það átak sem hann hefur gert á þeim tima er meira en nokkurn mann óraði fyrir. en þar hefur hann verið sá sem forustuna hefur haft um framkvæmdir og hefur enn. Þó þetta allt hafi verið ,,ó- sköp einfalt“ í augum Úlfars, er sanni nær að segja, að það hafi gerzt kraftaverk á Hlíðar- enda á þessum árum, og ekki framkvæmanlegt nema af mönn- um með yfirnáttúrlegri starfs- orku, óvenjulegum áhuga, bjart- sýni og viljafestu. Formaður var Úlfar í þrjú ár, 1947—1950, og' sannarlega kom með honum ferskur blær. Hann hreif félagana með sér með áhuga sinum, og þótt vel hafi tekizt um stjórn hans verður þó nafn hans Jengst á lofti fyrir afskipti hans af bygg- ingarmálum Vals. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um íþróttamanninn og framkvæmdamanninn Úlfar Þórðarson. Um lækninn vinsæla og snjalla munu aðrir rita að verðleikum. Honum er við þessi tímamót árnað mikilla heilla og þakkir fram bornar fvrir óeigingjarnt starf til heilla fyrir íslenzka íþróttaæsku. F.H. Norðurlanddmeistaramótið í Osló: Jón þriðji, Kristleifur fimmti á nýju meti, Val- björn 3. og Björgvin 5. eftir fyrri keppnisdag Á öðrum degi Norðurlandameistaramótsins 1 írjálsum íþróttum í Osló í gær náðu íslenzku kepp- endurnir mun betri árangri en á fyrsta keppnisdeg- inum. Jón Ólafsson varð fyrstur íslendinganna til. að hreppa verðlaun á mótinu; hann varð þriðji í. hástökkinu, stökk 2,01 metra. Þá setti Kristleifur Guðbjörnsson nýtt, glæsilecrt íslandsmet í 3000 m. hindrunarhláupi og þeir Valbjörn Þorláksson og~ Björgvin Hólm stóðu sig vel í fyrri hluta tugþraut- arkeppninnar. Osló 1/8 -— Norðurlandameist- ajramótinu í frjálsum íþróttum var fram haldið á Bislet-leik- vangi hér í borg í dag. Nokkuð rigndi meðan á keppni stóð. Áður en aðalkeppnin hófst tóku tugþrautarmenniirnir til við sínar greinar. Fyrsta grein þrautarinnar var 100 m hlaup. Þar náði Finninn Sepolutari beztum tíma 11 sek. réttum sem gefa 908 stig, en Valbjörn Þorláksson hljóp á öðrum tíma 11,2 sek. (834 stig). I langstökkskeppni tugþraut- arinnar náði Svíinn Ericksson beztum árangri, stökk 6.81 m, 2, Suutari -Firinlandi 6,69, 3. Skaset Noregi 6,58, 4. Valbjörn 6,55. Björgvin Hólm varð 7. 'í langstökkskeppninni, stökk 6,41 metra. Eftir tvær fyrstu greinar tugþrautarinnar var Finninn Suutari í fyrsta sæti með 1600 st'g, Valbjörn var í 2. sæti með 1488 stig, en Björgvin Hólm í 7. sæti me'ð 1294 stig. Hefur dómarinn alltaf rétt fyrir sér? Því hefur lengi verið hald- ið fram, að knattspyrnudómari á leikvelli hefði alltaf rétt fyr- ir sér, honum þýddi ekkert að mótmæla, það sem aðrir segðu um gjörðir dómarans væri ramgt, þó það væri alveg rétt. Mun þetta hafa verið túlka'ð þannig til þess eins að „vernda“ manninn, sem verður, að taka ákvarðanir á broti úr sekúndu, ákvarðanir sem geta ráð:ð úrslitum í leik eða 1 móti. Hann hefði engr.n tíma til að leggja niður fyrir sér og rökhugsa atv'kið í langan tima. Það verður oft a'ð koma eins og ósjálfráð tilkynning, sá dómur sem fellur. Nú vii'ðist sem þessi „vemd“ sé elcki lengur örugg fyrir dómarann. Nú fyrir nokkra skeði það, að alþjóðadómari var, af hvorki meira né minna en alþjóðasamhandinu FIFA, útilokaður frá því að dæma landslciki um nokkurt skeið. Vafalaust munu íslenzkir dómarar og knattspyrnumenr' hafa gaman af að vita nánari .skil á atviki þessu, sem mun án efa verða umdeilt meðal dómara um allan heim. Veröa því birtar hér á eftir frásögn og umscgn tveggja blaðamanna erlendra um mál þetta; sú fyrri er á þessa leið: — í landsleiknum á Rásunda í Stokkhólmi hinn 28. maí sl. milli Sv'íþjóðar og Sviss vís- aði hinn portúgalski dómari Soares svissneska miðherjan- um af leikvellinum. Ástæðan var ódrengilegur leikur gegn markmanni Svíþjóðar Bengt Nyholm. Sviss tapaði leiknum 4:0 en sendi mótmæli gegn brottv'kningunni. Því var hald- ið frcm að Schneiter hefði ekki viljandi ,,tekið“ Bengt Ny- holm. Þeir héldu því fram, að það hsfði ven'ð hreint óhapp. Þriðji þátturinn í þessu leið- indamáli l!ggur nú fyrir. Eft- ir að hafa grandskoðað kvik- myndir og myndir hefur FIFA útilokað dómarann, Soares, í eitt ár. I tilkynningu sinni til Knattspyrnusambands Portú- gals bendir FIFA á það, að úti- lokurín varði aðeins landsleiki, þannig að Soares má halda á- fram að dæma leiki heima í Portúgal. Með öörum orðum: FIFA hefur tekið mctmælin til greina og útilokað dcmarann í lieilt ár. Hér heima er því haldið fi-am, að „dómarinn hafi allt- af rétt fyrir sér“. FIFA er sem sagt á annárrl skoðiin. Knattsuyrnudómari er aðeins mennskur maður. Knattspyrnu- dómari getur gert vitleysur! Þessi ákvörðun FIFA vekur til umhugsunar, eri enginn mun ásaka, FIFA fyrir að vilja, grafa undan valdi og virðingu dómmans á leikvelli. Annar blaðamaður tekur þetta mál upp og segir m;a.: Eg verð að bi'ðja afsökunar á þVí, að ég trúi ekki, að hér sé rétt með faiið. Sé svo lítur iþað svart út fyrir knattspyrnu- dómara, ekki aðeins hér heldur í öllum löndum. Að minnsta kosti vildi ég ekki vera dóm- mynd sann ari og taka þá áhættu að verða útilokaður fyrir að hafa dæmt eftir því sem mér sýndist. Og hvernig ætti það svo að ganga til á tímum sjónvarps- ins, ef allir ættu þa'ð á hættu, að hver einasta dómsmiður- staða virtist vafasöm og ætti að leggjast til grundvallar til rannsókna og málaferium. 1 þessu tilfelli alla leið til FIFA — það varðaði leik í HM? Það er enginn hér heima, sem álítur að dómara geti ekki yfirsézt. Öðru nær, við höfum hér dómaranefnd, sem vakir yfir því, að dómarar, sem send- ir eru út eða eru notaðir í stóram leikjum, hafi sanna'ð getu s'ína. Menn era fluttir upp og niður eftir frammi- stöðu sinmi á vellinum. En memi éru ekki útilokað:r þó þeii- kveði upp dóm vegna brots ' sem þeim sýndist, þó þeim hafi missýnzt. Kjarninn í máli þessu mun vera sá, að dómari þessi mun ekki hafa verið heppiim — það hendir heztu dómara. —, og svo er hann ekki lengur not- aður í HM-leiki. — Frambald á 10. síðu. I kúluvarpskeppni tugþraut- arinnar náðu þrír jöfnum ogr beztum árgangi, vörpuðu kúl- unni 13,80 m. I þeim var Björg- vin Hólm. Valbjörn Þorláks- son varpaði kúlunni 12,08 m.. Eftir þessa grein var Suutarr enn i fyrsta sæti með 2491 stig,. landi hans Kahma var annar- með 2246 st:g, Valbjöm í 3.. sæti með 2077 og Björgvin. Hólm fjórði með 2044 stig. Fjórða grein tugþrautarinn- ar var hástökk. Þar stökk Val- björn 1,80 metra og Björgvirt 1,70. Staðan vaar þá þessi: 1- Suutari Finnland 3023 stig 2.. Kahma Finnlandi 2902 stig„ Valbjörri í 3. sæti og Björgvint. í fimmta sæti. I 5. grein (ugþrautarinnar„ 400 m hlaupi, náði Valbjörir. þriðja bezla tímanum 51.1 sek.„ en Björgvin Hólm varð 7. 52.7. Að loknum 5 greinum tug- þ.rautarinnar fyrri keppnisdag— inn hafði Suutari Finnlandi forastuna með 4144 stig, Iandí lians Ivahma var annar með 3664 stig, Valbjörn Þorláksson þriðji með 3612 stig, Svíinn Ericksson fjórði með 3575 stig, Biörgvin Hólm fimmti með: 3360 stig og Norðniaðuriim Skafet sjötti með 3299 stig. Önnnr úrslit urðu þessi: Sleggjukast 1. B. Asplund Svíþjóð 62.98 m~ 2. Kalevi Horppu, F. 62.23S (nýtt finnskt met) 3. F. Leide Nor. 59.61. 409 m hlaup 1. Pettersson S. 47.1 sek. 2. Rintamáke F. 47-6; 3. Johansson S. 47.7“ 800 m hlaup; 1. Dan Waera S. 1.48.9* 2. O. Salonen F. 1.49,7" 3. Benlzon N. 1.49,9“ 3000 m hindmnarhlaup 1 1. Toienby S 8.51.(þ 2. Tjörnebo S 8.52.0 3. Siren F 8.52.4 4. Virtanen F 8-56. (Þ 5. Kristleifur nýtt ísl met 6. Gustafsson S 8.57,0 (í skeytinu var tími Krist- leifs ólæsilegur, en sé miðað við tima 4. og 6. manns f hlaupinu hefur liann bætt_ís- lenzka metið stórlega því að það var 9.06,6 mín. sett í Qsló» fyrir skömmu). Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.