Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 1
Laugardagur 19. ágúst 1961 — 26. árgangur — 187. tölublað. Slidarfréttir Irá Ncrð- ur- og Auslurlandi á 2. síðu. Þlngið íær að íjalla ★ ★ ★ ★ ★ ★ Loforð viðsk iptaniá I aráðlierra Rikisstjórnin heiur ekki tekið neina ákvörðun um það að sælvja um inngöngu í Eínahagsbandalag Evrópu. sagði GyU'i Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra í viðtali við Þjóðviljann í ga;r. Og hann hélt áfram: Endanleg ákvörðun uni það efni verður ekki tekin íyrr en málið hefur verið Iagt fyrir al- þingi; það kemur ekki til mála að ríkisstjórnin sæki um inn- göngu upp á sitt eindæmi. Ástæðan til þess að Þjóðvilj- inn sneri sér til viðskiptamála- ráðherra ,,var sú að Morgunblað- ið gefur þa.ð: í skyn í risafrétt í gær að alveg sé komið að því að ríkisstjórnin sendi formlega inntökubeiðni. Skýrir blaðið frá því að fulltrúar. í ráðgjafanefnd frá ýmsum atvinnugreinum og atvinnurekendasamtökum hafi mælt með því að sótt yrði um inngöngu. Fulltrúi Alþýðusam- bands Islands lýsti hins vegar yf- ir eindreginni andstöðu og er greinargerð hans birt á öðrum stað í blaðinu. Morgunblaðið virðist telja að niðurstaðan í rúðgjafaneíndinni nægi til þess að ríkisstjórnin geti sótt um inngöngu nú þegar, en Gj'lfi kvað þetta aðeins hafa verið einn lið í þeirri heildar- könnun sem ríkisstjórnin heí'ði verið að framkvæma um langt skeið, og yrði málið í heild lagt fyrir Alþingi áður en nokkur ákvörðu.n yrði tekin. Þeir sem um málið hafa fjall- að fyrir ríkisstjórnina eru auk ráðgjafanei'ndarinnar í'yrst og fremst embættismenn, þeir Jónas Haralz frá viðskiptamálaráöu- neytinu, Sigtryggur Klemensson frá fjármálaráðuneytinu, Jóhann- es Nordal frá Seðlabankanum, Benjamín Eiríksson frá Fram- kvæmdabankanum, Pétur Bene- diktsson frá Landsbankanum og Davíð Óiafsson fiskimálastjóri. Viðskiptamálaráðherra sagði í viðtali sínu við Þjóðviljann Framhald á 10. síðu. ----■ ■■ 'gsaeoNgsíié. R.eykjavíkurkynningin var sett í gærkvöld á hátíð asvæðinu við Melaskóla og Neskirkju. Alhnargt manna var viðstatt sctningarathöfnina og skoðaði sýninguna að henni lokinni. Myndin var tekin er Björn Ólafsson, fyrrverandi ráðherra, formaður undirbúningsnefndar Reykjavíkurkynningar, flutti 1 ræðu sína í gærkvöid. í baksýn Neskirkja. (Ljós mynd Þjóðviljans). v«-í ÞATTTAKA I EFNAHAGSBANDALAGINU ER VIÐ Alþý8usamband Islands mófmœlir þvi aS erlenf vald fái œSsfu ráS yfir efnahagslifi Islendinga og afvinnu ® Alþyöúsamband íslands liéfur lýst yfir því að það telji ekki koma til greina að ísland sæki um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, þar sem þátttaka í því myndi skeröa fullveldi ís- lendinga á hinn alvarleg- asta hátt og veita erlendu auðmagni tök á algerum yf- irráðum hér hér á landi. Þessi afstaða Alþýðusam- bandsins kóm fram fyrir nokkr- um dögum ,á -fundi í ráðgjafar- nefhri . sem; r'kisstjórnin heíur skipáð ,til þess að fjalla um. bahdalagsmál " Vestur-Evrópu- ríkjanna, en í henni ejg'a sæti fulltrúar írá ýmsum atvinnu- greinum. samtökum atvinnurek- enda og Alþýðusambandinu. Vqru fuiitrúarnir . beðnir að svara því hvort þeir teldu að ísland ætti að sækja um aðild að ElUahagábandaiagi Evrópu. undir forustu Vestur-Þýzka- lands. Fulltrúi Alþýðusambands- íslands, Haukur Helgason hag- fræðingur, svaraði á þessa leið: ,.Ég vil, að höfðu samráði við miðstjórn Alþýðusambands ís- lands, gera í höfuðatriðum grein fyrir afstöðu miðstjórnar- innar til þeirra býðingarmiklu mála. sem hér eru til umræðu: Miðstjórn Alþýðusambands Islands telur að ekki geti kom- ið ti! greina, að ríkisstjórn ís- lands, hefji nú sámninga við Efnahagsbandalagið með væ'nt- anlega þátttöku íslands fyrir augum. Rökstuðningur miðstjórnar- innar fyrir þessari skoðuu sinni er í meginatriðum eftir- farandi; Með Rómarsamningnum er stefnt að samruna nokkurra af rikjum Evrópu, jafnt á stjórn- málalegu-, eínahagslegu-, sem hernaðarlegu sviði. Með þátt- töku okkar íslendinga í slíkum samruná, er hætt við að sér- kenni okkar sem sjálfstæðrar smáþjóðar. tunga okkar og menning komist í bráða hættu. í samræmi við nefndan til- gang hafa sexveldin þegar í vissum tilgreindum málum sitt eigið sameiginlegt þing', sam- eignlega yfrstjórn og sameigin- iegan. dómstói. Með þátttöku okkar ýrði því að nokkru leyti þegar í stað að afhenda erlend- um aðilum æðsta löggjafarvald islenzku þjóðarinnar, æðstu yf- irstjórn og æðsta dómsvald i hinum sömu tilgreindum mál- ] um. Síðar er ætlunin, að lög- gjaíarvald, stjórn og æðsta dómsvald enn fleiri málaflokka falji undir hið sameiginlega þing, yfirstjórn o.g dómstól að- ildarríkja Efnahagsbandalags- ins. Ákvæðið í Rómarsamnignum um frjálsa hreyfingu á fjár- magni, þjónustu og vinnuafli getur orðið smábjóð stórhættu- leg't. Ekki sízt fyrir okkur ís- lendinga, sem erum með íá- mennustu þjóðum veraldar, én ráðum yfir l:tt numdum orku- iindum ,og öðrum náttúruauð- æíum. Þátttaka í Efnahagsbandalag- iriu getur haít í för með sér stórfellda breytingu til hins verra í aðstöðu ýmissa at- vinnugreina iandsmanria og valdið atvinnuleysi og öðrum kjaraskerðingum. Þá er þess sérstaklega að geta, að hagur íslenzka sjávar- útvegs kæmist í hina alvarleg- ustu hættu. þar eð fiskveiði- floti annarra meðlimaríkja Efnahagsbandalagsins hefðu hér sömu réttindi og við íslending- ar, bæði til veiða, landana og aðgerða á afla sínum. Nú verða vafalaust gerðar til- raunir af hálfu þeirra ríkja, sem sækja um inngöngu í Efna- hagsbandaiagið til breytinga á grundvallarákvæðum Rómar- samningsins. Eítir þeim upplýs- ingum, sem miðstjórnin hefuri aflað sér, eru sáralitlar líkur ■ fyrir að siíkar tilraunir beri! nokkurn árangur. enda ósenni- legt að ríki, sem æskja þátt- töku fái samþykktar þýðingar- miklar breytingar á grundvall- ! arákvæðum Rómarsamningsins“. Hafa snúizt eins og skopparakringlur. Þessi afstaða er í fullu sam- ræmi við skoðanir þær sem Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.