Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 2
w -1 das1 er laiiKardajrur 19. áfirúst. Masrnús biskup. Tungl í hásuðri ki. 18.36. Árdegisháflæði kl. 10.22. Síðdegisháflæði kl. 0.13. Xæfuryar/.Ui vikuna 13.—19. á- gúst er í Vesturb.'ápótek'i, sínti 22290. ' Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. — Læknavörður L.R. er á sama stað klukkan 18 til 8, sími 1-50-30. flugið Flugfélafi- lslands Millilandaflufi:: Millilandaflugvél- in Hrímfaxi fer ti Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavikur kl. 22.30 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmanna.hafnar kl. 08.00 í fyrramálið. Miililandaflug- vélin Guilfaxi fer til Öslóar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 16.40 á morg- un. Millilandaflugvéiin Skýfaxi fer aukaferð til Kaupma-nnahafn- ar kl. 09.00 í fyrramálið. Innanlandsfiug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akurayrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar, Sa-uðárkróks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 ferðir), Á morgun er áætiað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir h.f. 1 da.g laugardag 19. ágúst er Snorri Sturiuson væntanlegur frá Hamborg, Kaunmannahöfn og Gautaborg kl. 22,00. Fer til N.Y. kl. 23.30. skipin Skipaútgerð ríkisins. Hekla fer frá Kristiansand í kvö’d áleiðis til Færeyia og Is- lands. Esja er á Vestfjörðum á norðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 13 í dag til Þor- lákshafna.r. Þaðan fer skipið kl. 16 til Vestmannaevja og frá Vest- mannaevium kl. 22 til Reykiav'k- ur. Þvrill fer frá Hjalteyri í kvöld áleiðis til Reykjavíkur. Skja'd- breið fér siðdegis i dag austur um land í hringferð. Eimskipafélag íslands. Brúarfoss fer frá Hafnarfirði i dag til Rotterdam og Hamborg- ar. Dettifoss fór frá Hamborg 15. þ.m. Væntanlegur til Revkjavík- ur á vtri höfnina kl. 06.30 í morg- un. Fjallfoss er í Revkiavik. Goðafoss er í Revkiavík Gu’Ifoss fer frá Reykiav:k kl. 15.00 í dag til Leith og Kaunmannahafnar. Laga>'foss fór frá Kotka 17. þ.m. til Gdvnia Antwernen. Hull og Revkiavikur. R.eykiafoss fer frá Stokkhólmi i dag til Hambor^ar og Revkjavíkur. Selfoss fer frá N.Y. 25 þ.m. til Revkiavikur. Tröllafoss er : Revkiavik. Tungu- foss fór frá. Ákurevri 17. þ.m. til Akraness og Reykjavíkur. SUipadeild S.I.S. Hvassafell fór i gær frá Stettin á- leiðis til Reykja.vikur. Arnarfell er væntanlegt til Archangelsk í dag frá Rouen. Jökulfe’l fer vænt- anlega á morgun frá Ventspils á- leiðis til íslands. D;sarfell er í Reykjavík. Litlafell er í o’íuflutn- ingum i Faxaflóa. Helgafell er á Reyðarfirði. Hamrafell er í Hafnarfirði. Hafskip. Laxá var væntanleg til Neskaup- staðar í nótt frá Leningrad og kaupmannahöfn. MESSUR A MORGUN: Hailgrímskirkja: Messa. kl. 11 f.h. Sérá Jakob Jónsson. I.augarneskirkja: Messa kl. 11 f.þ. Cand. theol, Erling Moe frá Nor- egi predikar. Séra Garðar Svav- arsson. Dómkirk.jan: Klukkan 10.30 prest- vígsl.a, Biskup íslends herra Sig- urbjörn Einarsson vígir cand. theol. Árna Pálsson til prests að Mik’aholtsprestakalli í Snæfells- nesprófastsdæmi. Séra Þorsteinn L. Jónsson í Vestmannaeyjum lýsir vígslu. Séra Magnús Guð- mundsson i ölafsvik þjónar fyr- ir altari. Vígsluvotta-r auk þeirra eru Helgi Sveinsson í Hveragerði og séra Rögnvaldur Jónsson í Reykjavík. Hinn nývgði prestur predikar. 'Zí.pjt 4; íkvjhW. Langreyður. Búrhvalur. 239 HVALIR HAFA VEIÐZT Samkvæmt upplýsingum Lofts Bjarnasonar útgerðar- manns hefur hvalveiðin í sum- ar gengið talsvert lakar en í fyrrasumar og kemur þar margt til greina. Veiðiveður hefur ekki verið eins gott og í fyrra og einnig hefur verið lengra að sækja á miðin, minna veiðzt hér syðra en áður. Loks bilaði einn hval- báturinn í vor og urðu af því tafir á veiðunum. 1 gær var veiðin orðin 239 hvaiir það sem af er vertíðinni og er það um það bil 35 hvöium minna en á sama tíma í fyrra. Eins og frá hefur verið sagt festi Hvalur h.f. kaup á tveim nýjum hvalbátum frá Noregi í sumar. Kom hinn fyrri til landsins í síðasta mánuði og hóf veiðar um mánaðarmótin. Hefur hann reynzt í alla staði vel. Síðari báturinn er vænt- anlegur til landsins seint í þessum mánuði. í sumar hefur veiðzt mest langreyður og einnig veiðzí á annað hundrað búrhvalir. Auk þessara tveggja aðaltegunda hefur sandreyður veiðzt svo- litið. Steypireyður er alger- lega friðaður í sumar og svo var einnig í fyrrasumar. Var talið, að farið væri að ganga of mikið á stofninn. Stærsti hvalur, sem veiðzt hefur hér frá upphafi var 86 fet á lengd og yfir 100 smá- lestir að þyngd. Var það steypireyður, er veiddist 1950. Bannað er að veiða hvali, sem eru innan við 65 fet að lengd Flest hafa veiðzt 517 hvalir á vertíðinni, það var árið 1957, en minnsta veiðin mun vera 265 með þeim bátafjölda, sem nú er við veiðarnar. Eins og undanfarin sumui’ stunda fjórir hvalabátar v.eið- arnar. Er það talinn hæfilegur f jöldi báta og verða eldri bátarnir teknir úr umferð í stað nýju bátanna tveggja. Á bátunum eru alls 55 manns en í hvalstöðinni vinna álls um 70 manns. Eru það því samtals 125 manns, sem vinna við hvalveiðarnar í einn eða annan hátt. Vertíðin stendur fram í septemberlok og er veiðunum venjulega hætt á tímabilinu 20.—30. september. © Flyðu Reykjavík, héidu til l»órs- haínar í Færeyjum I gær. á afmælisdegi Reykjavíkur, sendi norska íréttastofan NTB út svo- felida frétt: „Júgóslavnesk hjón ásamt þrem börnum eru komin til Þórshafnar í Fær- eyjum frá íslandi og hafa beðið um hæli sem pólitískir flóttamenn. Flúið höfðu þau fyrst til Ítalíu, þaðan til Frakklands og áfram til ís- lands.*’ ’— Því má bæta við þessa frétt að júgóslavneski húsbóndinn mun hafa, eins og margir hinna flóttamarin- anna sem hingað hafa leitað á síðustu árum, talið sér heimilt að fara með eigur annarra a.f meira frjálsræði en lagaparagraffar mæla íyrir um. ' O Síld íyrir Norður- landii en eríift að fást við hana Siglufirði í gærkvöld, föstu- dag — Þi átt fyrir bræluna á Norðurlandsmiðum í gærkvöld fengb. nokkur skip afla á Skagagrunni. Dreifðust skip- in á hafnirnar, fóru ýmist til Skagastrandar eða Siglufjarð- ar. 1 kvöld hafði veður batn- að á miðunum og um 10 leyt- ið höíðu 7 eða 8 skip kastað en ekki er mér kunnugt um afla þeirra. Sjómenn telja að síld sé fyrir Norðurlandi á svæðinu frá Mánáreyjum að Skagagrunni, en erfitt er að eiga við hana. — Fréttaritari. © Allair brær fullar á Seyðisfirðí Seyðisfirði í gærkvöld — Slæmt veður hefur verið á miðunum í gær og nótt og hafa bátar því légið hér inni, en voru 'að' tínast út í dag. Enn er þó bræla á miðunum og erfitt að athafna sig en líkur eru á batnandi veðri í nótt. Hrafn Sveinbjarnarson fékk dágóða veiði. 357-40 sjómílur út af Norðfjarðárhörni. Síld- in var rnjög blöndúð, allt frá mjög stórri síld niður í svo smáa, að. töluvert af henni á- netjaðist-f notinni. Allar þrær, verlismiðjunnar eru nú fullar, en aftur verður byrjað að landa á morgun. Verksmiðjan hefur nú alls tekið á móti um 80 þús. mál- um síldar. I dag lestaði Svend Garma fyrir Krossanes- og Hjalteyr- arverksmiðjurnar. Una kom í dag og lestar síld fyrir ri'kis- verksmiðjurnar og Julita kem- ur í nótt. © Giezenga fer í Kongé-sfjórn Stanleyville 18 8 — Antoin Gizenga, sem verið hefur forsætisráðherra' stjórnarinn- ar í Stanleyville, viðurkenndi í dag hina nýju stjórn fyrir allt Kongó undir íorsæti Cyr- ille Adoula. Féllst Gizenga jafnframt á að taka við stöðu varaforsætisráðherra í stjórn- inni. 1 yíirlýsingu sinni um þetta segir Gizenga að hin nýja stjórn verði að fylgja stefnu þeirri sem Lúmúmba mótaði og starfaði eftir. Ef það verð- ur ekki gert, mun ég fara úr stjórninni og taka upp bar- áttuna, sagði Gizenga. © Kaupið miSa sl?ax — Hraéið skikm Nú er dreifing hapþ- drættismiðanna í fullurn gangi. Hér í blaðinu hefur að undanförnu verið birt skrá yfir umboðsmenn' Úti á landi — og eftir,: þei.m írétturn, serri börizt hafa frá sumum þessai’á st.áða, virðist sala os dreiijng miða ganga ágætTega. Meðlimir Sósíalistaflpkks- ins úti um lapd ,eru,þg$n- ir að haía hið fyrsta sam- band við sína flokksdeild. )g gerast strax virkir • í happdrættinu. Hér í Rgykjayík _geta flokksfélagarsnúífD séíiUil deildarstjórrianná’’ þg1 :;fekið happdrættisbibklar;..:' Éi®»íg er hægt að taka blokkir í skri.fstofu h'appdÉættisins, Þórsgötu 1 eða-jÞjgðJáljan- um, SkólavörðÚStíg? S5. Takið — ®g?kaup- ið strax miða í hinu stór- giæsilega Aimælishapp- drætti ÞjóðviTjaris.' n- 1 -*»Tuíi f'il » i, © Samtök KérnáittS- andstæSinga f tilkynna ",r Samtök hernámf;aníi§tæð- inga biðja alla þá sem hafa undir höndum undirskrifta- lista gegn hern.áminu. að hafa samband við skriístofuna í Mjóstræti 3. Símar skriistof- unnar: 23647 .og .3470.1..-, Eins. eru rþérin-;ýitísffiTðeg- ast beðnir um að þrað» skil- um fyrir sétda:, haþþ<Jræ|tis- miða samtakanna. ■ j-« í ** © Sovézkur togari leitar haínar Tveir sovózkir fogarar af miðlungsstærð < komu hingað til Reykjavíkur í gærmorgun. Haíði bilun orðið á., sk.rúfu annars togarans svo að hinn varð að draga hann tij hafn- ar til viðgerðar. Meðal áhorfendanna kom Þórður auga á íeitlaginn mann, en við hlið hans sat ung og fögur kona. Þórður hnippti í Hans. „Þekkirðu þennan mann“, spurði hann. „Ég held að þetta sé umboðsmaður Eddys. Þetta er frænka hans sem situr við hliðina á honum. Ég held að Eddy sé ástíanginn af henni.“ Þórður héit ófram að horfa á feita rpanninn. „Ég hef séð þennan mann óður“, tautaði hann með sjálíum sér. „Já, ég hef áreiðanlega ,. •séð hann áður .... Þegar ég var í Brasilíu komsþ.ég. fcr: :: kynni við m'ann að naíni Manúel .... hvað er hariri ■ að gera hér?.‘.‘ •” • ■' : ” l óftf, ’’ '' " ' ' ' ' ' 2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugarolagur 19. ágúst 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.