Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 3
Mikil hitabylgja geltk yí'ir Bandaríkin fyrir skömmu og komst liitinn víða upp í 35—38 gráður á sclsíus. I New York var hitinn svo óþolandi að skrúfað var frá slökkviliðshönum á götum úti til jjess að krakkarnir gætu buslað. 56372 fiskar athugaðir í fiskirannsóknarleiðangri SI. fimmtudag ræddi Aðal- steinn Sigurdsson fiskifræðingur við fréttamenn um fiskiranusókn- ai-Ieiðangur, seni farinn var um- hyerfis landið á vegum Fiski- deildar Atvirmudeildar Háskólans dagana- 20. júlí tii 11. ágúst sl. á vai'ðskipinu Maríu Júlíu, en Að- alsteinn var forstöðumaður leið- angursins. Slíkir leiðangrar hafa nú ver- ið farnir á hverju sumri sl. 6 á Er tiigangur þeirra fyrst og fremst að afla uppiýsinga um á- Fangroppreisn s Naskville NashviUe 17/8 — Lögreglustjór- inn í Nashville í Tennesseeríki í USA sendi allt lið sitt til rík- isfangelsins í borginni í dag með vopn og táragassprengjur, til þess að bæla niður uppreisn fanganná. Hópur fanga hafði tekið 21 gisl og skýldi sér bak við þá í íangabústaðnum. Tveir upp- reisnarmp.nnanna voru vopnaðir. Meðal gisla voru þrír fangaverð- ir, þrír embættismenn en hinir voru fangar. Tveir uppþotsmenn tóku einnig þátt í svipaðri að- gcrð í þessu fangelsi í marzmán- uði 19(50. Þá tóku þeir 10 fanga og héldu þeim sem gislum í 24 stundir. Sjúkisr brezkur sjémaður settur í Ecnd eystra Nesitaupstað, 17. ágúst. — í fyrrinótt kom hingað brezkur toga.ri’ méð 'veikan skipstjóra. Reyntiist hann vera með botn- langabólgu : og var þegar fluttur í sjúkrahús.og.skorinn upp. I dag kom annar brezkur togari með slasaðan mann. Hér hefur verið leiðindaveður í dag, þoka og 'súlef;*"— stand fiskistofnanna, svo sem aflamagn á togtíma. aldurs- og lengdardreifingu, vaxtarhraða, styrkleika árganganna, göngur o.s.frv. Einnig voru gerðar at- huganir á áhrifum möskva- stærðar á stærð fisks þess, er veiðist. Fiskurinn var veiddur í botn- vörpu og v.ar togað á 25 stöð- um víðsvegar umhverfis Jandið. Sagði Aðalsteinn, að enn hefði ekki unnizt tími til að reikna út fjölda á togtíma en bráða- birgðaathuganir virtust benda til þess, að aílamagn væri víð- ast svipað og undanfarið. Hann lagði þó áherzlu á. að þetta væru aðeins lauslegar áætlanir og í annan stað gefi það engan veginn örugga mynd af ástand- inu, þótt togað væri einn dag eða hluta úr degi á hverjum stað. Nokkrar breytingar voru þó sums staðar á aflamagninu frá því, sem verið hefur. í Eyja- firði austán Hríseyjar var næstum -enginn fiskur en þar hefur venjulega verið talsverð- ur þorskur. undanfarin ár. í Skjálfanda virtist þorskurinn vera nær sandinum en venju- lega, enda voru þar stórar torf- ur af seiðum, sem hann mun hafa verið að eita. Þorskurinn j mun einnig hafa verið með minna móti. Minni afli en venjujega virúst vera við Dyr- hólaey Vestmannaeyjar og í Faxaflóa einkum við Dyrhóla- ey og í Garðssjó. Á Eiðisvík var talsvert meiri þorskur1. en venju- lega og var bað eini staður- inn þar sem um verulega aukn- ingu var að ræða. Til þess m.a. að athuga aldur fiskanna. var safnað kvörnuni og voru teknár kvarnir úr 7806 fiskum aðallega þorski, ýsu og skarkola. Þá voru merktir 1068 þorskar, 1892 ýsur og' 3377 skar- kohrr eða samtals 6337 fiskar. Sú nýbreytni var viðhöíð í Faxaflóa, að 300 skarkolar voru tvímerktir. Gefur það möguleika á að leiðrétta skekkiur vegna þess, að merki.. losna . úr . íiski eða hann drepst vegna merk- ingar. Einnig getur það sýnt, hvort ein merkjategund er betri en önnur. Smáriðið net var haft yfir poka vörpunnarf ti) þess að sýna gi’.di möskvastærðarinnar. Voru notaðir pokar með mismunandi riðli. Eru þessi gögm mikils1 virði, þegar ákveða skal möskvastærð á botnvörpu eða dragnót. Þá voru teknar í Skjálfanda og Faxaflóa blóðprufur úr þorski. Er það gert með því að gera hjartaskurð á fiskinum. Blóðprufur þessar voru teknar fyrir danskan erfðafræðing, er síðan ætlar að vinna úr þeim. Notar hann blóðvökvann til þess að greina á milli þorsk- stofnanna. SJíkar tilraunir hafa aldrei verið gerðar fyrr hér við land. Alls voru meðhöndlaðir 56372 fiskar í leiðangrinum og er það um þriðjungi minna en í sams- konar leiðangri sl. sumar. Á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag bar verkfall verkfræðinga, scm cnn stendur, á góma. Felldu fulltrúar meiri- lilutans þá tillögu um að bærinn tæki upp sjálfstæðar samninga- viðræður við verkfræðingana. Það var Guömundur Vigfússon, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, sem hreyfði máli þessu og bar fram svofellda tillögu: , Bæjarstjórnin telur nauðsyn til bera að bundinn verði endi á vinnudeilu þá milli Stéttarfé- lags verkfræðinga og Reykjavík- urbæjar sem yfir stendur. Felur því bæiarstjórn bæjarráði og borgarstjóra að hefja þegar sjálf- stæðar samningaviðræður við Stéttarfélag verkfræðinga í þvi augnamiði að ná santkomulagi scm fyrst.“ Geir Hallgrímmsson borgar- stióri sagði að það væri „tómt mál að flyt.ia þessa tillögu“ og gerði þá breytingartillögu við til- lögu Guðmundar að síðari máls- greinin orðaðist svo: „Felur bæj- amtiórnin því bæjarráði og borearstjóra að stuðla að lausn deilunnai’.“ Breylingartillaga borgarstjóra va.r sambykkt að loknum um- ræðum með 11 atkvæðum íhalds Floti USA stækkaður 17/8 — Bandaríski flotinn til- kynnti í dag, að bætt yrði víð 43 bardagafærum orustuskipum í ílotann, þannig að bandaríski flotinn telji 861 skip, sem reiðu- búin eiu til atlögu. Talsmaður flotans segir að þetta sé einn liðurinn í auknum vígbúnaði Bandaríkjanna, sem leggja nú áherzlu á að auka vopnabúnað af venjulegum vopnum auk atómvopna. og krata gegn 3 og tillaga Guð- mundar svo breytt samþykkt samhljóða. Fyígzt vcr sjó og landi Moskva 17/8 — Blaðið Pravda skýrir frá því í dag, að sovézk I skip á Atlanzhafi og Kyrrahafi I hafi fylgzt með geimfarinu Vo- | stok II, sem geimfarinn Titoff fór með 17 sinnum umhverfis jörðu úti í geimnum. Einnig var tylgzt með geimfarinu frá stöðv- um á jörðu niðri í Sovétríkjun- um. Bæði skipin og aðrar stöðvar voru í stöðugu sambandi við höfuðstöðvar geimrannsókna Sov- étmanna, sem einnig höfðu beint samband við geimfarið með sjónvarpi og útvarpi, og frá höfuðstöðvunum var einnig hægt a.ð stjórna geimfarinu. Sérfræð- ingarnir sáu m.a. þegar Titoff greip myndavél, sem sveimaði þyngdarlaus í stjórnklefa geim- farsins. Þeir sáu geimfarann brosa og hlægja, borða mat sinn og framkvæma þær athuganir og stjórnanir sem honum voru ætl- aðar. Séríræðingarnir í höfuðstöðv- unum fylgdust með geimfarinu hverja einu.stu mínútu í þær 25 stundir sem það var á lofti. Þeir tóku við skýrslum frá Titoff um flugið og fylgdust með öllum hræringum með tækjum sínum. Sérhver hreyfing geimfa.rsins var teiknuð jaínóðum á kort og upp- drætti þannig að fylgzt var með hverju smáatriði. Ef eitthvað óvænt hefði komið fyrir, hefði verið hægt að láta geimfarið lenda hvenær sem var meðan á ferðinni stóð. Leitið og þér munið finna Það hefur vakið athygli £^ð Gunnar Thoroddsen, hinn biblíufasti, birti enga gi-ein í Vísi á miðvikudaginn var, og hafði þó verið tilkynnt að greinar eftir hann myndu koma þar vikulega. Ástæðan er eflaust sú að hann er enn að leita að heppilegri tilvitn- Verður gengið hækkað? Fyrsta verkfallið eftir geng- „islækkun er nú hafið. Kjöt- kaupmenn hafa bundizt sam- tökum um það að neita að selja nýslátrað dilkakjöt nema þeir fái greitt stórhækkað kaup fyrir viðvikið. Nema kauphækkunarkröfur þeiri'a hvorki meira né minna en 67" o, og rnyndi verða kveðið og sungið ef Dagsbrúnarmenn ættu. í hlut. Almenningi mun þó finnast kjötið nægilega dýrt þótt ekki bætist enn ofaná. Þegar fyrsta kjötið kom á markað í fyrra kostaði kílóið kr. 27.47 en tímakaup Dagsbrúnarmanna var kr. 20,67 það hrökk þanii- ig fyrir hálfu öðru pundi af súpukjöti. Nú átti kílóið af kjöti að kosta kr. 45.10 en Dagsbrúnarkaupið er kr. 22.74; það hrekkur ekki nema fyrir pundi í ár. Kaupmáttur verkamannskaups hefur þann- ig rýrnað um þriðjung á einu ári, ef ætlunin er að nota það til að kaupa nýslátrað dilkakjöt. Og verði þóknun kjötkaupmanna hækkuð um 67" o fer kílóið upp í kr. 47.50, og skammturinn sem fæst fyr- ir tímakaupið rýrnar enn. í fyrra neituðu ka.upmenn um skeið að selja kartöflur og fengu álagningu sína hækkaða til muna. Því mun verða veitt athygli hvort þeir fá nú 67" u kauphækkun fyi'ir að selja kjöt, ekki sízt af þeim sem taldir eru hafa steypt þjóð sinni í glötun með 10% kauphækkun. Og eins mun verða tekið eftir því hvað ráðheri-ar, hagfræðingar og bankastjórar gera til þess að stela hækkuninni af kaup- mönnum þegar búið er að semja um hana. Ráðið til þess er að hækka gengið! Austri Laugardagur 19. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.