Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 12
Enn heldur verðhækkanaskrið- an áfram að velta yfir almenn- ing. í dag eru það brauð sem hækka um 14—16,7%- Sam- kvæmt auglýsingu frá verðlags- stjóra, sem birtist í blöðunum í dag hækka franskbrauð og heil- hveitibrauð (500 gr.) úr kr. 4.55 í kr. 5.20 eða um 65 aura, hækk- un 14.5%. Vínarbrauð (stykkið) hækka úr kr. 1.20 í kr. 1.40 eða um 20 aura, hækkun 16.7%. Kringlur (1 kg.) hækka úr kr. 13.60 í kr. 15.50 eða um krónur 1.90, hækkun 14.0%. Tvíbökur (1 kg.) hækka úr kr. 20.00 í kr. 23.00 eða um kr. 3.00, liækkun 15%. Adenauer heimtar aukna hervœðingu í skjóli NATO Berlín, Bonn 18/8 — Aden- auer kanzlari Vestur-Þýzka- lands hélt ræðu á sérstök- um fundi þingsins í Bonn í dag. Adenauer sagði að Vestur-Þýzkaland myndu nú auka herbúnað sinn og herlið í skjóli Atlanzhafs- bandalagsins. Kanzlarinn sagði að Bonn- stjórnin hefði fullt samstarf við NATO-ríkin um eflingu hersins, og nauðsynlegt væri að hernáms- veldin í Vestur-Þýzkalandi ykju líka setulið sitt og vopnabúnað í landinu vegna hins alvarlega á- stands í Berlín. Adenauer réðst harkalega gegn Sovétríkjunum og sagði að þau stæðu á bak við að- gerðir yfirvalda í Auustur-Berlín. Adenauer talaði mikið um vænt- Friðrik nálgasf nú örngggn sigur I 13. umferð á skákmótinu í Marianske Lazne vann Friðrik Ólafsson Barendregt, Johannesen vann Blom en Filip og Ljung- quist, Uhlmann og Ghiteseu gerðu jafntefli. Þá vanr> biOsfeáir Eíná ur Í2 umferð. Staða efstu manna er þá þessi: 1. Frið- rik ll*/2 vinning, 2. Filip 10V2, 3. Uhlmann 101 /2 og biðskák, 4. Johannesen 81/ og 5. Ghitescu 8. Aðeins tvær umferðir eru nú eftir. 1 næstu umferð teflir Frið- rik við Blom en þeir Filip og Uhimann tefla þá saman. anlega styrjöld og sagði að vest- urveldin gætu lagt Sovétríkin í eyði. Willy Brandt hélt einnig ræðu í þinginu í Bonn. Hann var bit- ur í orðum og óánægður. Sagði hann að vesturveldin yrðu að gera eitthvað til að mæta aðgerð- um Austur-Þjóðverja. Hann kvaðst ekki mæla með vopnuð- um aðgerðum, en vesturveldin mættu ekki láta sitja við stór orð en sýna algert ráðaleysi þannig að hlegið væri að þeim allt frá Potzdamer-torgi í Austur- Berlín til Vladivostok í Síberíu. Rólea't í Berlín Eftirlitið á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar gekk rólega og vandræðalaust í dag og allt var með kyrrum kjörum í borginni. I Vr-tur-Berlín hafa yfirvöldin grÍDÍð til ýmissa þvingana og of- sókna. Fólk. sem telur eftirlitið •siálfsagt. er hundelt og mörgum slíkum hefur verið sagt upp vinnu við stærstu iðnfyrirtækin Kólera í Km Hongkong 18/8 — fólks stóðu í í Hong- !fðng tíl þess að verða bólusett gegn Kóleru. Bólusetning hófst eftir að blöð borgarinnar höfðu greint frá því að 20—30000 manns hafi látist úr kóleru í Kantum-héraði í Suður-Kína. Heilbrigðisyfirvöldin í Hong- kong segja að í morgun hafi orðjð vart við fjögur kólerutil- felli í borginni og tvö óviss. Tveir menn höfðu þá látizt. í Vestur-Berlín. Þá hefur Brandt látið loka austurþýzku fréttastof- unni ADN í Vestur-Beriín og sömuleiðis skriístofu austur- þýzka útvarpsins og blaðsins Berliner Zeitung. Húsmæður í Vestur-Berlín hafa hamstrað mikið aí matvælum í þessarri viku. Johnson á vettvang 1 dag var tilkynnt að Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, yrði sendur til Vestur-Berlínar á laugardag. Á hann að kynna sér 'á standið og einnig mun hann heimsækja Adenauer í Bonn og votta honum samúð Bandaríkja- stjórnar. OfbeSdi Frakke í Túnis mótmælt Túnis og Parí-s 18 8 — Bourguiba, forseti Túnis, tilkynnti að um helgina yrðu þrtggja daga mót- mælaaðgerðir um allt landið gegn ofbeldi Frakka í Túnis og hef- .úaail Bizerte. Bourguiba kvaðst sjálfur myndu stjórna aðgerðun- um. Ef franskir hermenn beita vopnum gegn þeim sem taka þátt í mótmælaaðgerðunum, myndu túniskir hermenn svara árásun- um. Seint í kvöld fóru um 50.000 manns í kröfugöngu í Bizerte, sem Frakkar hersitja. Á mánudag hefjast umræður um Bizarte-deiiuna á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Laugardagur 19. ágúst 1961 — 26. árgangui' — 187. tölublað. FORLATA GJÖF Forseti Islands ltom í opin- bera heimsókn til Reykjavíkur í gærdag og ávarpaði borgar- stjórinn í Reykjavík hann í fundarsal' bæjax-stjórnar. For- setinn þakkaði siðan gott boð fyrir hönd þeirra hjóna og árn- aði Reykjavík allrar blessunar á komandi árum. Að því loknu kvaddi frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir sér hljóðs og kvað það sér mikill heiður og ánægja sem formaður Bandalags kvenna að afhcnda við hina miklu hátíð gjöf nokkra frá kvenfélögum í Bandalagi kvenna í Reykjavík, sem fé- lögin vonuðu að myndi prýða fundarsal bæjarstjórnarinnar. Við konur elskum bæinn okk- ar, sagði frú Aðalbjörg, og ósk- unx aö prýða hann og vinna honum til hcilla eftir því scnx við höfum vit á. Vcggtcppið sem við færum að gjöf er minningin ‘ um fyrsta íslenzka heimilið og öndvcgissúlurnar tákn heimilisins og þjóðlegi'a erfða. Hugmyndin um ráðhústeppiö kom fyrst fram á aðalfundi Bandalags kvenna i Reykjavík 4. nóvember 1952. I>að var frú Ragnhildur Pétursdóttir, for- maður Hins íslenzka kvenfé- lags, er fyrst vakti máls á, að reykvískar konur gæfu væntan- legu ráðhúsi Reykjavíkur oíið teppi. A næsta fundi 1953 var á- kvcðið að gefa teppið, kosin undirbúningsncfnd og Jóhanni Briem, listmálara, falið að gera frumdrætti að teppinu. Gcrði hann allmarga uppdrætti og var að lokum ákvcðið að velja mynd er sýndi ltomu þeirra Hallveigar Fróðadóttur og Ing- ólfs Arnarsonar til Reykjavíkur. Arið 1956 var Iistvefnaðarkon- unni Vigdísi Kristjánsdóttur falið að vefa teppið. 21 félag hefur lagt fram fé til ráðhússteppisins og margar aðrar gjafir hafa borizt. Klæða- verksmiðjan Álaíöss vann og gaf allt h'and í tcppið. Myndin cr tekin að lokinni afhjúpun. Konurnar cru, taliö frá vinstri: Frú Aðarbjörg Siguröardóttir, frú Vigdís Krist- jánsdóttir er óf teppið og frxi Ragnhildur Halldórsdóttir, sem afhjúpaði gjöfina cn hún er dóttir Ragnhildár Pétursdóttur, sem átti hugmyndina að gjöf- inni, cn hún lézt . 9. janúar 1961. (Ljósm. Þjóðv.) . W' 1 dag birtist önnur myndin í verölaunagetraun Þjóðvilj- ans. Og að þessu sinni hljóðar spurningin svo: Hvaða gatna- mót eru þetta? Þesai spurn- ing er tiltölulega auðveld við- fangs, mun auðveldari en sú í gær. Svarseðil er að finna á 11. síðu blaðsins í dag og ættu sem flestir að útfylla hann og senda til Þjóðviljans á Skólavörðustíg 19, merktan myndagetraun. Eins og frá var skýrt í blað- inu í gær verða veitt ein verð- laun fyrir rétt svör við öllum getraunarspurningunum og verður dregið um verðlaunin úr öllum réttum lausnum, sem berast. Verðlaunin ei’u, eins og áður hefur verið sagt, fei'ðaviðtæki. Takið. þátt í get- rauninni og verið alls ófeimin að senda svör, þótt þið séuð ekki alveg viss um, hvort þau séu rétt. Ein getrauj^amynd verðui' í blaöinu: á^”hvérjifrn degi á meöan ’R%kay0atf-” kynningin stendur yfilú Og:" spi'eytið ykkur nú og sýnið, hve vel þið þekkið bæinn ykk- ar. ÞEKKIRÐU BÆINN ÞINN?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.