Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 6
þlÚÐVILJINN ÍJtgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu - ^Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: láagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. - FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Uagnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ckólavörðust. 19. líml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Kauphækkun stolið fyrirfram Qpinberir starfsmenn hafa nú um langt skeið gert kröfur um mjög verulegar kjarabætur. Hafa 'þeir fært röik að því hvernig afkoma þeirra hefur rýrnað á undanförnum árum og það svo alvarlega að það er ek-ki aðeins stórfellt vandamál fyrir starfsmennina sjálfa heldur og þjóðarheildina; nægir í því sambandi að minna á sívaxandi kennaraskort. Þessi vandamál hafa mjög verið rædd á fundum opinberra starfsmanna og mótuðu algerlega síðasta bandalagsþing, þar sem samþykktar voru mjög eindregnar ályktanir með kröf- um um kjarabætur. Á því þingi gerðust einnig þau tíðindi að stjórnarflokkarnir glötuðu þeim, algeru yfir- burðum sem þeir höfðu haft á bandalagsþingum um langt skeið; mátti segja að fylkingar stæðu jafnar og var kosin blönduð forusta fyrir bandalagið, og eru þó fulltrúar stjórnarflokkanna fleiri. Hin nýja stjórn tók síðan til óspilltra málanna að móta kröfur opinberra starfsmanna, og náðist að lokum algert samkomulag um það að starfsmenn þyrftu að fá 33,8% kauphækkun til þess að vega upp þá skerðingu sem þeir hefðu sætt af völdum viðreisnar og fyrrá misréttis. Um þessa nið- urstöðu var stjórn OB.S.R.B. algerlega sammála, Sjálf- stæðisflokksmenn og Alþýðuflokksmenn ekki síður en sósíalistar og Framsóknarmenn. ■yiðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessum kröfum hafa verið lærdómsrík. iHún dró málið á langin, þumb- aðist við og -fékkst ekki til neinna raunverulegra samninga. Og nú er öllum ljóst hvers vegna ríkisstjórn- in dró málin á langinn. Hún þurjti aö jramkvæma nýja gengislækkun jyrst; hún þurjti aö stela jyrirjram þeim kjarabótum sem hún ætlaöi að sletta í opinbera starjs- menn á pappírnum. Og nú er þetta allt komið í kring; fyrst er framkvæmd rúmlega 13% gengislækkun og síðan er starfsmönnunum sagt að þeir geti látið sér nægja rúmlega 13% kauphækkun! Og vert er að minna á að í þeim hópi sem ákvað þessi vinnubrögð á leyni- fundum um síðustu mánaðamót eru 'býsna margir op- inberir starfsmenn, meira að segja menn sem hafa látið mjög mikið að sér kveða í samtökunum, eins og Sigurður Ingimundarson og Ólafur Bjömsson. fjegar ríkisstjórnin hafði skammtað starfsmönnunum kaupið eftir gengislækkunina lagði hún ofurkapp á það að fá stjórn bandalagsins til þess að sætta sig við skammtinn og þakka fyrir. Gerði hún sér vonir «m að sá merihluti bandalagsstjórnarinnar sem fylgt hefur stjórnarflokkunum að málum myndi láta sér lynda þessar niðurstöður. En því fór víðs fjarri, í allri bandalagsstjórninni fannst ekki einn einasti maður sem vildi sætta sig við skammtinn. Menn kunna að vísu að efast um heilindi sumra þeirra eftir það sem á undan er gengið, en þeir voru þá svo hræddir við af- stöðu stéttarbræðra sinna að þeir dirfðust ekki að veita •ríkisstjórninni lið. Þess vegna hefur stjórn BSRB fellt það einróma að sætta sig við tilboð ríkisstjórnarinnar og mun hún nú vera að undirbúa mótaðgerðir. Oú staðreynd að ríkisstjórnin skuli ekki eiga einn ^ einasta opinberan liðsmann í kjaramálum í hópi meirilhluta síns í forustu BSRB er ótvírætt tákn þess hversu einangruð ríkisstjórnarklíkan er meðal þjóðar- innar. Engum getur dulizt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum ósæmilegt glapræði, og nú skiptir meginmáli að finna sem fyrst réttar leiðir til þess að hnekkja þessari stefnu. Allir þeir sem eiga í vaxandi mæli um sárt að binda af völdum hennar, verklýðssamtök, bændur, opinberir starfsmenn, þurfa að hefja sameig- inlega baráttu til að rétta hlut sinn. Gegn slíkri sam- stöðu fær ekkert staðizt. — m. EFTIR Hvítir reykjarbólstrarnir úr verksmiðjustrompinum hrann- ast ón afláts, blandast þokunni, falla niður og fylla vitin þeim ilmi er nefnist peningalykt. Við höfum staðnæmzt við Rauðu mylluna, þar -sem unglingarnir lepja kók og japla á einhverju því sæta gumsi sem framleitt er í ótrúlegustu holum á furðu- legustu stöðum — og nefnt „þjónusta“ við almenning. 1 Rauðu myllunni hangir ein- mana fáklædd paopírskona á rimlum uppi á vegg — ó- keypt enn. Nokkrum metrum fiær stendur gluggalausa gráa húsið. Við dyr bess mikil þyrp- ing fólks er bíður utan dyra, maret snariklæt.t. Hónurinn stækka.r jafnt og bétt og leng- ist út á götuna. Fólkið stendur þa.rna. margt yfirhafnarlaust, og bíður þolinmótt; úrsvalur þokusuddi kvöldsins sezt jafnt hægt f föt bess. Eftir hverju er fólkið að bíða? Handan götunnar halda krí- umar glaða veizlu í vilpunni miklu ofan síldarbræðslunnar. Milljónunum sem hér hafa ár- lega verið lagðar á land á und- anförnum árum st.ungu að- knmnir gróðafuglar í vasann þeear beir fóru, en vilpan varð eftir. Nú hefur þessi ríkisvilpa loks orðið að láta töluvert und- an síga, það hefur verið rutt niður í hana mold og allskonar rusli. Hálf gluggagrind lítur þar dagsljósið hinzta sinni, helmingur hennar sokkinn í vott myrkur vilounnar. Rétt áða.n var bíll að losa þar möl í vfirla.g næst verksmið.iunni. Rigndur maður með yfirskegg gengur hægt framh.iá og horf- ir íhugandi kringum sig. „Gátt- ir allar áður gangi fram um skvegnast skvli. . . .“ Þa.ð renn- ur mórauður rakki á hæla hon- um. Leikararnir í „Kiljanskvöldi". Frá vinstri: Lárus Pálsson, Helga VaUýsdóitir, Rúrik Haraldsson og Ilaraldur Björnsson. (Ljósm. Þjóðv.). gluggalausa húsið hefur nú stækkað um helming; úrsval- ur þokusuddinn heldur áfram að setjast í föt þess. Eftir hverju er fólkið að bíða? Við nennum ekki að bíða kyrrir þarna lengur en förum bæinn á enda í átt að höfða er einhvern tíma var nefndur í sambandi við óstina. Við þræðum þetta milli húsa og tunnuhlaða, endum við kirkju staðarir.s, þar sem útihús prestsins stendur, en prestur sést hvergi; vafalaust er hann nú að lesa kvöldbænina, ell- ekar hann selur annarra sókna börnum kaffi í þessum veitinga- húsalausa bæ. um innri. dyrnaf. ,þ.að eru enn - la.us sæti. á; aftasta bekk •— og >: enn er fólk að kpma. ,Á síðustu stundu ótta ég.mig;,á að mér; ber e.kki að taka sæti frá ,fólk-.. inu hér. Það er ekki svo oft'. sem fólkið ,ýti á latldi á völ þeirrar beztu listar er þjóðin á. Raunar hefur það farið. í Nokkrir piltar ganga víga- legir framhjá í stelpuleit. Ljósgrá heilög kýr röltir göt- una í heimspekilegri ró. Það fvlgir henni drengur og danglar öðru hvoru ólarspotta í heilag- leikann. Tvær fermingartelpur vagga framhjá okkur mjöðmum sem enn skortir fyllingu. í kvöld æfa þær af kappi nokkuð sem þær hyggja vera dömufas. Elskulegar litlar telpur. („Og ef hún manna vissi það. . . “) Hópurinn sem bíður við Við röltum sömu leið til baka milli tunnuhlaða og húsa. í Rauðu myllunni sitja nú at- hvarfslausir aðkomumenn og „drepa tímann", vanmegna að nýta tómstundina. Dyr gluggalausa hússins hafa nú verið opnaðar, hópurinn að mestu horfinn inn um dyr þess. Eftir hverju hafði fólkið ver- ið að bíða? Við förum þangað og sjáum þá að útum lítið gat á húsi þessu eru seldir aðgöngumiðar IIér sézt yfir stærstu söltunarstöðina í þorpinu og má reyndar skynja hvernig allt . er ál fieygiferð og; héndúr ■ látnar standa fram úr crum, því að hver stund er dýrmæt, þegar silfur hafsins er annarsvegar. Kirkjan og presthúsið í baksýnúóúrþar er rekin;sjómannastofa BÍflA? handrita. - Þessir tímar þegar erlendir kaupahéðnar höfðu í hendi sér að skrá gengið dag- lega voru miklir dýrðardagar fyrir þó, en mjög „erfiðir tím- ar“ fyrir íslenzka þjóð; svo erfiðir að við ættum ekki að gera okkur íeik að því að leiða aðra slíka yfir okkur að nýju; ættum ekki að láta erlenda kaupahéðna eða búðarlokur þeirra skrá gengið daglega og skammta á borð íslenzkra manna. En þótt forfeður okkar gengju á kú-skinnsskóm og byggju í .moldarkofum og „gengi“ ís- lenzkra vará væri slíkt að þeir ættu ekki fyrir snæri til að draga fisk og væru hýddir fyrir að stela snæri — þótt fá- tækt og.evmd ætti sér vart takmörk. há geymdu þeir enn þær íslenzkar bækur sem góð- viliaðir erlendir prófessorar vilja enn ræna á atómöld, — og þá var manngöfgi og mann- BJÖRN FRANZSON: trúboði á steini í Brennugjá og sýnir ljóslifandi ofstæki trú- boðans og er svo vígfimur í þrætum við vantrúarhunda að það hvarflar að manni að lík- lega hefði hann getað orðið skeinuhættur pólitískur þrætari. Eigi veit ég hvenær Harald- ur Biörnsson byriaði að leika; sjálfur á ég honum margar góðar stundir að þakka í meir en 30 ár. Fyrir fáum dögum varð ha^n sjötugur. — á svið- inu í leikför úti á landi. Ætia mætti að stiórnarvöldin sæ.iu sóma þióðarinnar í því að launa -301110 hans og langt starf að verðleikum. — Máski er honum sjálfum kærast þakk- læti þess fólks er sialdna'it á bess kost að njóta snilldar hans. Á Kiliankvöldi siáum við snöggvast Guðmundsen kaun- mann, --altfisksbarón úr Brekku- kostannál, forvera dollaragríns- millanna í dag. Ennfremur nú- að Kiljanskvwldi. Sý.ning á senra ■ Bófgarfiþðf, Tagt leið sína um að hefjast. Við förum.inn. í foí- i Snæféllshes, Ðali, Húnavatns- dyt’i .. þessa, .gluggfilgusa - húss • sýsiút. Skagáfjörð, Eyjafjörð og þrír lögregluþjónar,. alvarlegin. .- hváfvetrta vefið góð aðsókn (að góðlegir en virðist leiðast mjög.u éirium stað undanskildum). að standa . hér; Við lítum .irœ • í formála að Kiljanskvöldi Segir á þá leið :að brugðið skuli -upp myndum úr lífi genginna kvnslóðá. Og’ við, Islendingar bílá-;fJuevéla- og vetnisvopna- • aida.r, höfum gött af því að mifmast þess endrum og eins •dð'við erúm ekki hingað dottn- ir af himníim ofán, fyrstu menn á íandirtu. heldur eigum okkur vöxt að hópar úr höfuðstaðn-. fóftið ög bjóðarsögu. Þeir tím- um ferðuðust um landið á' ar eru ekki langt að baki er sumrum til a.ð sk?rpmta .fólk- • förféðurnír urðu að hýrast í inu á „útkjálkupqm“. Af við- toi'fbfeöium undir steinahlíðum ræðum við fólk ,á nokkrumion f úeglausu iandi óg skipalausu, slíkum stöðutn hef ég orðið þegár það tók ár að ná fundi þess vísari qð. . það undrást si’jóinarvalda og konungs — ef mjög bve mikið af .því sem frá menti bá tíkki fórust í hafi. höfuðstaðnqm kemur : á sumra . Ei'tóndir káupah’éðnar höfðu ís- in er graðhestamúsik og fimm-i lahd- á Teigu og skömmtuðu aurabrandarar. prfaa á öllum- vörum og gættu 1 kvöld erum við á Raufar-'ó þcss ætíð að verðið á innfluttu höfnj en ég var.svo -stálheppH.'.:’ vörunam' Væri' miklu hærra inn að vera.áður,staddur á;stað .. öti.-‘vertð’- á íslenzkum vörum þar aem, Lárus Pálsson og.flokk að'-.'>þeir gætu fyrir „gengis- hans, þau lielga Valtýsdóttiii*- > )milninn“ byggt sér hallir í er- Ilaraldur Björnsson og Rúrik ,;<lenðri - borg • og haldið þar dýr- jlaraldsson þ.ar ,að qgarði, þótt " Tega fagnaði':meððn Islendingar ekki væru.þar þiðraðir, Kiljansk.í urðu að bjafgá tórunni með kvöldsmenn höfðu byrjað í. . áti -skóbóta og- glötun skinn- Hér sést yfir tjörnina í miðbiki þorpsins og í baksýn verk- smiðjan, sem malar gull dag og nótt í sumar, og skilar drjúg- um arði í þjóðarbúið. gildi ekki í minni metum en nú í dag. Persónurnar í sögum Kiljans eru raunar fæstar eða engar nafngreindar eftir mönnum Is- landssögunnar, en þó þekkja þær allir, — þær eru -svo sann- ar að íbúar margra þorpa standast vart reiðari en sé dreg- ið í efa að Kiljan hafi haft einmitt þeirra Bogesen til fvr- irmyndar! Þessvegna er Kilj- anskvöld íslandssaga. Og hvað, sýnir þetta Kiljanskvöld okkur? Lárus Pálsson er þar ógievni- anlegur íslenzki bóndinn, ljúf- ur, en lætur ekki fangast, og selur ekki hulduhest barnanna sinna fyrir fé, — og gerir samt enga kröfu til að vera talinn mikilmenni. Bóndinn sem gengur á konungsfund og á- varoar hann sem jafningja sinn. Rúrik er hinn röggsami góðvilj- aði sýslumaður — og við bykj- umst kenna gerfið. Helea Val- týsdóttir sýnir okkur hina saklausu fávísu bóndadóttur sem veit ekki hvað hún vill — og veit það þó! Haraldur Björnsson gerist tímamanninn Pétur okkar þrí- hross. Að lokum 4 atriði úr íslandsklukkunni — og hana þekkja allir. Við sjáum tímann þegar Islendingar drukku sig fulla við hallirnar er byggðar höfðu verið við erlendan sæ fyrir „gengismuninn" á erlendri og íslenzkri vöru á íslandi“; d.rvkku sig fulla vegna þess að , I -land var sokkið hvort sem vp’-“. Samt var það íslenzkur maðnr er fróðast.ur var allra í Panaveldi um bókmenntir og átti bað safn bóka er hvergi fe.’-’rist annað slíkt. ivrinnisstæðast frá Kiljans kvöldinu er mér þó Lárus Páls- soo’ sem hinn svarti Jón Hr»ggviðs'-0n 'þegar hann f"p,’nmi fyrir því erlenda pen- inff>!><,styrmi er lagði til húsið. gsrðinn og peningana og keypti bókmann Islands, lýsir þeim konuaugum íslenzkum er „horfðu á Jón Hreggviðsson boim augum sem munu ríkja yfir íslandi þegar afgangurinn af heiminum er fallinn á sínum illvérkum." J. B. rlí Kvaran Karl Kvaran sendir mér nokkur orð í Þjóðviljanum hinn 9. þ.m. undir einkunnar- oi’ðunum „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir“. Þetta eru, í alvöru talað, einkar heopilega valin einkunn- arorð, vegna þess hversu þau bregða skæru ljósi á þá stað- reynd, sem er undirrót orð- •sendingar Karls og einkennir afstöðu margra hinna ungu tízkulistamanna vorra. En stað- reyndin er bessi: Þeir vilia ekki bola gaanrýni. Það má ekki dæma bá, nema þá lofsam- le°um dómum. Skyldi einhver dirfast að dæma á hinn veg- inn, má sá hinn sami eiga víst að verða s.iálfur dæmdur óvægilega af listamönnum bess- um, sem hafa reyndar sjaldn- ast tiltækar aðrar röksemdir en þær, a.ð hann sé „geövond- ur“, „hrokagikkur“, „smekk- leysingi“ og þar fram eftir götunum. Mér hafa þeir sent tóninn þessum og þvílíkum orðum í dagblöðum bæjarins Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Þorvaldur Skúla- son og fleiri tízkumenn, af því að þeim hefur ekki þótt ég vera nógsamlega hrifinn aí málverkum þeirra. Og nú upp- hefur Karl Kvaran einnig sína raust í svipuðum tón, án þess þó að öllu meira fari fyrir rökfærslunni hjá honum en hinum. II Af orðum Karls verður vart annað skilið en að hann hafi ætlazt til, að ég gerði sérstaka grein fyrir skoðun minni á hverri mynd sýningarinnar á málverkagjöf Ragnars Jónsson- ar í athugasemdum þeim um sýninguna, sem ég skrifaði í Þjóðviljann 2. þ.m. En sé þess minnzt, að myndirnar voru 77 að tölu, þá má ljóst vera, að slík umsögn hefði orðið dálít- ill bæklingur, en ekki venju- leg blaðagrein, og hvorki hefði ég haft tóm til slíkra skrifa né Þjóðviljinn rúm til að birta þau. Á það má þó gjarnan minna í þessu sambandi, að stað- hæfing getur verið sönn, þó að ekki fylgi rækileg rökstuðning, og hún getur verið gagnleg lesanda með því að benda hon- um á hið rétta, en láta hann sjálfan um að leita röksemda, ef honum sýnist svo, enda er hvort sem er hver frjáls að sinni skoðun í þessum efnum. En þó að í grein minni væri að sjálfsögðu ekki kostur ítar- legra rökræðna um sérhverja mynd út af f.vrir sig. ber bess að minnast. að greinin fjallaði um ýmis fleiri atriði. að því er varðar myndasafn þetta og framtíð bess. og mun enginn geta saat með sanni, að þau siónarmið, sem þar voru sett fram, hafi verið órökstudd. Revndar mæt.ti Karl Kvaran heldur en ekki láta hendur standa fram úr ermum við skriftirnar. ef bann viidi taka listdóm.endur til bæna. í hvert sinn er beir gera ekki ítarlegri grein fvrir dómum sínum en ég f áðurnefndri grein. Ég hef til dæm’.s milli handa umsögn listdómara stærsta daeblaðsins í höfuðstaðnum um málverka- sýnineu eins helzta afstrakt- málarans. bar sem allt er einn fjálglegur lofsöngur, án þess þó að minnzt sé sérstaklega á eina einustu mynd sýningar- innar, hvað þá að kveðinn sé upp um nokkra þeirra rök- studdur dómur. Og þetta er vissulega ekkert ein-sdæmi. Ekki hefur þó borið á því, að Karl Kvaran eða samherjar hans hafi átalið þetta á prenti. En ef til vill er honum rök- stuðningur ekkert aðalatriði, þegar verið er að hæla sjálf- um honum eða stallbræðrum hans í hópi tízkumálara. Vonandi skilur enginn orð mín svo, að kröfur um full- nægjandi rökstuðning dóma um list séu mér hégómamál. Það hefur oft 01'ðið mér umhugs- unarefni, hversu mikið skortir á í þessu efni hjá oss. Væri til þess ætlazt, að listdómend- ur gerðu ítarlega grein fyrir dómi sínum um sérhverja mynd sýningar, þá héldist þeim vissu- lega síður uppi að hæla gegnd- arlaust hvers konar fánýti, eins og nú á sér stað alltof oft. Það væri því sannarlega æski- legt, að vel hæfir listdómend- ur fengju-st til að skrifa ítar- legar og vandlega rökstuddar ritgerðir um hverja málverka- sýningu, blöðin fórnuðu rúmi undir slíkar umsagnir og nógu margir lesendur vildu lesa þær og gera sér að íhugunarefni. Hætt er þó við, að á þessu geti orðið nokkur bið. Hins vegar mætti ætla um mann, sem gerir eins strang- ar kröfur um rökstuðning hverrar staðhæfingar og Karl Kvaran í grein sinni, að hann væri ekki sjálfur með órök- studdar fullyrðingar einmitt í hinni sömu ritsmíð. En hann lætur sér reyndar nægja að kalla niðurstöður mínar „móðg- un við lesendur“ og „sleggju- dóma“, sem almenningur taki „ekkert mark á“, án þess að gera einu orði grein fyrir því, með hverjum hætti ég hafi rangt fyrir mér að hans dómi. Þetta mun hann nú víst ekki kalla sleggjudóma hjá sjálfum sér né brot gegn boðorðinu „Dæmið ekki“, — eða hvað? III Karl spyr mig, hvers vegna ég álíti myndir Kjarvals „Hell- isheiði" og „Fjallamjólk11 verð- mætustu málverk safnsins. Ég skal játa, að þetta getur verið álitamál, þó að ég sé þessar- ar skoðunar. Hitt mun enginn listskyggn maður véfengja, að þessar myndir eru með því allrabezta í safninu, og það er raunar aðalatriðið. Karl Kvar- an má vera á annarri skoðun um þetta fyrir mér. Hann spyr í annan stað. hvers vegna ég álíti fráleitt að tel.ia Jón Stefánsson jafnoka Ásgríms og Kjarvals. Mig skortir að vísu ekki rök fyrir svo augljóslega réttri skoðun, en mun þó ekki fara að ræða það mál frekar hér, minni aðeins á það, að margir vel dónibærir menn hafa löngu séð í gegnum þjóðsöguna urn mikilleik Jóns Stefánssonar og skipað honum til sætis ein- hversstaðar nálægt mið.iu í metm’ðastiga íslenzkra mynd- listarmanna. Það er vissulega engin vansæmd að eiga þar sæti, og i slíku mati felst síð- ur en svo nokkur óvirðing við Framh. á 10 síðu 6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. ágúst 1961 Laugardagur 19. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.