Þjóðviljinn - 20.08.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1961, Blaðsíða 1
KONUR GERÐU GARÐINN Sunnudagur 20. ágúst 1961 — 26. árgangur — 188. tölublað. Frásögn um Listigarðinn á Akureyri. — Sjá opnuna — GAMU OG NÝI TÍMINN Á HAGATORGI Gamla eimreiðin, nýmáluð og uppdubbuð, er í baksýn. Ilún skipar öndvegissess á Reykjavíkurkynningunni og á hug og hjarta barnanna, sem koma á sýningarsvæðið. Börn- in eru öll úr vesturbænum, en þau hafa undanfarna daga haldið sig á hátíðasvæðinu til að fylgjast með öllu því sem þar hefur verið að gcrast. Myndin er tekin á afmælis- degi Reykjavíkur, nokkru áð- ur en hátíðahöldin hófust. Dagskráin í e'eg Á 5. síðu blaðsins í dag er auglýsing um dagslirá Rvík- urkynningarinnar bæði í dag og á morgun en í dag er sér- stakur æskulýðsdagur kynn- ingarinnar. Á 2. s'ðu er einn- ig sagt frá kynningarferðum. Vísitala fyrir „vörur og I)jónustu“ nam 120 stigum 1. ágúst s.l. áður en síðasta geng- islækkun kom til fram- kvæmda. Almennt verðlag hafði þannig hækkað um 20% síðan gengið var lækkað í fyrra, og er sú verðhækkun tvöfalt meiri en kauphækkun sú scm Dagsbrúnarmenn féll- ust á að láta sér lynda. Sýn- ir sú staðreynd enn hversu ó- svífin og fráleit er sú kenn- ing stjórnarblaðanna að samn- ingar verkafólks hafi gert nýja gengislækkun óhjá- kvæmilega. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofu fslands var vísi- talan fyrir ,,matvörur“ 113 stig 1. ágúst s.l. og hafði hækkað um 1 stig fyrir júlí. Vísitalan 2fyrir „hita, raf- magn o.fl.“ var 130 stig og hafði hækkað um 4 stig í júlí; kemur þar einkum til hih stórfellda rafmagnshækkun í- haldsins i Reykjavík. Vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru“ var 127 stig og hafði -haldizt óbreytt í júlí. Vlsitalan fyrir „ýmsa vöru og þjönustu“ hafði einnig haldizt óbreytt 124 stig. Þá hcfur vísitala sú sem nær til opinberra gjalda hækkað um 1 stig, upp í 80 stig, . og stafar það af hækk- uninni. á sjúkrasamlagsgjöld- . um. Hin opinbera „vísitala fram- . færslukostnaðar“ — sem feng- in er: með því að reikna „vísi- tölufjQlskyldunni“ skattaíviln- .atiir. og fjölskyldubætur — var 106 stig 1. ágúst og hafði hækkað um 1 stig í júlímán- uði.. Vörar biómista liaia hækkað ívöfalt meira en kaupgfaldið Viðskipti við vöruskiptalönd voru takmörkuð um þriðjung MarkaSur íslendinga þrengdur með rangri viSskiptasfefnu Á árinu 1960 voru viö- skipti íslands viö vöru- skiptalöndin skorin niöur um sem næst þriðjung frá árinu 1959. Þessi stórfelldi samdráttur, sem var eitt af stefnuatriöum viöreisn- arinnar, hefur takmarkaö mjöe; beztu markaöi ís- lendinqa og veidur bví aö ríkisstjórnin hefur aftur oe aftur ri”öiö að grípa til framleiöslustöðvunar. I nýútkominni ársskýrslu Landsbanka Islands eru birtar töflur um hlutfallslega skiptingu útflutnings og innflutnings. Þar er skýrt frá því að árið 1959 höfðum við flutt 37.4" u af nauö- synjum okkar frá vöruskiptalönd- um en árið 1960 aðeins 25,2° Það er hlutfallslegur samdráttur um 32,6%. Útflutningur okkar til þessara landa minnkar þá einn- ig að sama skapi úr 39,6" 0 af heildarútflutningi í 25,7% eða um rúmlega 35 af hundraði. i Helmingi minna til TékkóslóvaUíu Stærsti viðskiptaaðilinn í vöru- skiptalöndum er Sovétríkin. Árið 1959 kaupum við þaðan 16% af nauðsynjum okkar en 1960 er það hlutfall komið niður í 13.9% Mun alvarlegri er þó samdrátt- urinn að því er Tékkóslóvakíu varðar. Við fluttum þaðan 5,3% af innflutningi okkar 1959 en 3,7% í fyrra. Og útflutningur þangað minnkar úr 7,9" 0 í 4,0",0 — eöa nærfellt um helming. Herlið þetta er búið miklum vopnum og öðrum hernaðarút- búnaði. Þáð mun ætla að íara yí.ir landamæri Austur-Þýzka- iands á morgun og fara í flutn- ingabílum eftir bílabrautinni frá Helmstadt til Berlínar gegnum austur-þýzkt land um 200 km leið. í Reutersfrétt segir, að Bandaríkjamenn sendi herliðið landleiðis til að halda því fram við Sovéthkin að þeir hafi rétt til' flútninga til Berlinar um A- Þýzkaland. Ljóst er að alvarleg ögrun er fólgin í því að senda svo fjölmennt lið í einu þessa leið, þar sem afleiðingin hlýtur að vera aukin spenna í Berlín. Bandaríkjamenn hafa fyrir 5000. manna herlið í Vestur- Berlin, og hernámsveldi vestur- Framh. á 10. siðu. Minnkað um 2 5 Þess ber að geta í þessu sam- bandi að samdrátturinn hófst þegar 1959. Sé borið saman við árin 1957 og 1958 hafa þessi við- skipti verið takmörkuð um sem næst 40% í tíð núverandi stjórn- arflokka. Horfur eru á að þessi viðskipti muni enn dragast saman í ár. Þannig er freðfisksalan til Sov- étríkjanna nú aðeins brot af því sem hún hefur verið á undan- förnum árum. Framleiðslan takmörkuð Eins og margsinnis hefur ver- ið rakið hér í blaðrnu hefur þessi viðskiptastefna mjög alvarleg á- hrif á útflutningsframleiðsluna. Markaðirnir í sósíalistísku lönd- I unum tryggðu ekki aðeins hag- stætt verð heldur einnig mjög mikið öryggi; þar seldum við fyrirfram ákveðið magn — en í löndum þeim, sem rfkisstjórnin hefur dálæti á, höíum við alla á- hættu af sölunni og sú áhætta hefur oft bakað okkur mikið tjón. Ríkisstjórninni hefur ekki 'j heldur tekizt að afla markaða í [ stað þeirra sem hún hefur kastað á glæ í sósíalistísku löndunum. Þess vegna hefur hún á þessu ári orðið að banna karfaveiðar, ein- mitt þegar aflinn var mestur. Þess vegna hefur hún orðið að banna síldarsöltun og kasta síld í útlendinga fyrir gjafverð, þótt næga markaði væri hægt að fá I í vöruskiptalöndunum með ann- | ari víðskiptastefnu. SENDA HERLIÐ Washington og Bcrlín 19/8 — Kennedy Bandaríkjaforseti gaf í nótt fyrirskipun um mikla liðsflutninga banda- rískra hermanna til Berlínar, og sömuleiðis hafa Bretar á- kveðið mikla hergagnaflutn- inga til Berlínar. Með þessu verða vcsturveldin við ákalli Willy Brandt borgarstjóra i Vestur-Berlín um að láta ekki sitja við orðin tóm gegn Aust- urþjóðunum. Adenauer kanzl- ar hefur þakkað Bandaríkja- mönnum innilcga fyrir að auka vígbúnaðinn í Berlín. Samkvæmt skipun Kennedys verður fyrst sent 1500 • manna herlið fótgönguliða frá Mann- heim í Vestur-Þýzkalandi til V- Berlínar og lagði fyrsti hópur- inn af stað snemma í morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.