Þjóðviljinn - 20.08.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1961, Blaðsíða 7
PIÓÐVIUINN firtveí&ndl: Samelnlngarflokkur alþýðu — , Sósíalistaílokkurinn. — Ritstjórar: Maícnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr iíagnú8son. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ekólavörðust. 19. liml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr 3.00, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Níðingsverk í undirbúniugi jþað er ljóst orðið að hér á landi vinnur voldug klíka manna að því að koma íslandi inn í Efnahagsbanda- lagið. Það á að koma þjóðinni að óvörum. Það á að dylja fyrir henni afleiðingar slíks skrefs. Það á að tala um allskonar fyrrvara til að byrja með, jafnvel setja þá. Það á að fá ýmiskonar yfirlýsingar, eins og frá Acheson utanríkisraðherra Bandaríkjanna, 1949 við inngönguna í Atlanzhafsbandalagið um að enginn her yrði á íslandi á friðartímum, — svo þokkalega sem það hefur verið haldið. Það á með öðrum.orðum að blekkja þjóðina með ýmsu móti, — en það á að koma íslandi mn. Svo mikið er þegar víst. Því veltur nú öll framtíð íslenzku þjóðarinnur á því að hún átti sig í tíma, rísi upp og hindri þetta níðingsverk. Ella verður það ekki íslenzk þjóð ein sem ræður þessu landi og byggir það ein í framtíðinni. Jjjfnahagsbandalagið er raunverulega nýtt ríki, sem er að rísa upp í Vestur-Evrópu, — en þó fyrst og fremst sameiginlegt efnahagslegt ríki, en þvf er ætlað 'að verða meira. Sem efnahagslegt ríki er það undir ægishjálmi stórþýzku auðhringanna. Auðvald Þýzka- lands er að leggja undir sig Vestur-Evrópu í samráði við auðhringa Frakklands og annara ríkja, — með hávaðaminna móti en Hitler gerði 1940, er franska auð- stéttin sveik landið í hendur þýzka auðvaldinu og nas- istum þess. Auðhringavald þetta vill ráða stóru, vold- ugu ríki og varðar ekkert um þjóðerni, þjóðmenningu eða neinn slíkan „hégóma“. Þetta ógnarvald varðar að- eins um gróða, — sér aðeins gróða og gróðavon og mið- ar allar aðgerðir sínar við gróða. Þessvegna er höfuð- atriðið fyrir það frjáls og ótakmarkaður aðgangur að öllum auðlindum ,,stórríkisins“, ,,frjáls“ fjárfesting all- staðar og „frjáls“ flutningur vinnuafls milli landa. y/'erði ísland innlimað í Efnahagsbandalagið, þá geta hinir voldugu auðhringar og hvaða erlendir brask- arar sem eru eignast hvaða fyrirtæki, sem þeir vilja, haft sama aðgang að auðlindum íslands sem íslending- ar. — Með öðrum orðum: þýzkir iðjuhöldar t.d. réðu jafnt atvinnufyrirtækjum á íslandi sem í Holstein eða Suður-iSlesvík. Yfirráð íslendinga yfir eigin efnahags- lífi væru þar með úr sögunni. — Og það var það, sem við börðumst fyrir að fá í margar erfiðar aldir. En ekki nóg með það. Hið drottnandi auðvald Efnahagsbanda- lagsins krefst þess að fá að flytja fólkið, sem það ætlar að þvæla út í verksmiðjum sínum, hvaðan að sem það vill. Það heimtar að geta flutt inn, jafnt til ís- lands sem Vestur-Þýzkalands, ef ísland er innlimað i Efnahagsbandalagið, hundruð þúsunda erlendra verkamanna, ef það álítur sig þurfa þeirra við. Verði ísland innlimað í Efnahagsbandalag auðhringanna, get- ur svo farið að það verði ekki íslenzk þjóð, sem byggir þetta land í framtíðinnifheldur verðum við hér minni- hluti, sem smásaman missir hér öll yfirráð. petta eru þau banaráð, sem íslenzku þjóðerni nú eru brugguð. Það er ekkert að marka neina fyrirvara, sem hræddir landráðamenn þykjast vilja gera í dag, meðan þeir eru að beygja þjóðina undir þetta nýja ok. Þjóðin hefur þegar reynsluna af því. Loforðið, sem þeir gefa í dag, svíkja þeir á’ morgun. það er hart fyrir oss íslendinga, þjóð manngildisins og frelsisins, að eiga einmitt á þessari örlagastundu yfir oss ríkisstjórn hinna feitu þjóna. En erlendir herr- ar skulu 'ekki of snemma hrósa sigri yfir kotkörlum á Islandi. Sú þjóð, sem nú er barin af feitum þjónum auðsins sem væri hún þrælar. mun rísa upp og sýna auðkóngum Evrópy, að hún er MIKIL þjóð, þótt fámenn sé, og ætlar sér EIN að ráða því landi, sem forfeður hennar gáfu henni, hvað sem það kostar. Þessi orð blasa við á cirtöflu þegar komið er noklcuð inn í garðinn. Þessi garður sem kon- ur gerðu er mjög óvcnjulcgur — annar slíkur garður finnst hvergi á landinu. Af þeim 430 tegundum er vaxa hér á landi er 390 að finna í licssum garði, flestar þeirra í tveimur beðum. Nokkurnveginn örugg vissa er fyrir því að áþessu sumri bætist garðinum 10—20 tegundir og vantar þá ekki nema herzlumuninn til þess að í liann sé komið sýnishorn alls þess gróðiirs sem vex hér á fslandi. Auk þess var þar í sumar gerð fyrsta tilraun með að safna hór grænlenzkum plöntum. títlendar tegundir cru alls um 1200 svo alls eru í garðinum kringum 1600 tegundir. Myndir úr Lystigarði Akureyrar. Á myndinni til hægri sést plöntusafnið (ísienzka flóran) í langbeðunum sitt hvoru megin við grasflötinn. Margarjethe Schjöth var gerð að heiðursborgara Akureyrar á 70 árá afmæli sínu og sést hún hér á myndinni með heiðursskjalið. Hvaða garð ertu að tala um maður? spyrjið þið kannski. Vitanlega Lystigarð Akureyrar, — eina garðinn sem þjóðin á. íbúar Akureyrar 1. des. s.l. voru ........, þá voru íbúar Reykjavíkur ........ Samt er það Akureyri en ekki Reykja- vík sem kom upp fyrsta gras- garði landsmanna. Á hátíðleg- um stundum hefur þó verið rætt um slíkan garð í Reykja- vík, en það hefur verið látið sitja við rómantískar ræður og fögur orð. Reynslan heíur sýnt að vonlítið má telja um slíka stofnun í Reykjavík meöan sauðþrátt Reykjavíkuríhaldið ræður þar ríkjum. Það fæst nefnilega enginn hermangsgróði af menningarstofnunum. Eitt megineinkenni Akureyrar eru hinir fögru garðar. Ibúar Reykjavíkur hafa raunar hii» síðustu ár gerzt mjög hættu- legir keppinautar Akureyringa í blómarækt, en samt stenzt hvorki Reykjavík né aðrir ís- lenzkir bæir samanburð, í gerð trjágarða stendur Akureyri fr'emst. ‘Mikill hluti landsmanna hefur sennilega einhverntíma komið til Akureyrar, og þá vafalítið einnig í Lystigarðinn; skal því elíki reynt að lýsa honum hér. Samt skulum við fræðast ofur- lítið um hann af Jóni Rögn- valdssvni fortöðumanni hans. „Konur gerðu garðinn". Og því skal ekki gleymt að það voru danskar konur sem frum-; kvæði áttu, þótt raunar væru þær íslenzkir borgarar. Sjálft nafnið, „Lystigarður“, segir til um hverjir það voru sem geng- ust fyrir stofnun hans árið 1912. Það var Anna Katharine Schiöth, tendamóðir Marga- rjethe Schiöth, sem gekkst fyr- ir stofnun garðsins árið 1912. Hún var þá orðin aldin að ár- um er hún réðst í þetta, en tengdadóttir hennar Margrét tók við af henni og hélt starfi hennar áfram. Anna stofnaði á sínum tíma Lystigarðsfélag Ak- ureyrar og starfaði það eitthvað fyrst, en fljótlega kom að því að hún varð sjálf að bera hit- ann og þungann af ræktun garðsins. Stefán Stefánsson skólameistari var um þær mundir bæiarfulltrúi. á Akur- eyri og mun hafa stutt þetta mál vel. Bærinn tók að styrkia garðinn og æ meira bví lengra sem leið. unz hann tók að fullu við starfrækslu hans fyrir 8 ár- um. Margrét Schiöth tók fljótlega við starfi önnu í garðinum og vann að ræktun hans óslitið þar til fyrir 2—3 árum, en hún er nú 90 ára og orðin mjög heilsu- tæp. Oft hóf hún starf í garð- inum kl. 7 að morgni og vann bar löngum stundum. Um langt árabil hafði Þura í Garði allan veg og vanda af garðinum og umsión hans, eða syo lengi sem heilsa og krai'tar entust. Það er bví sannmæli er á. eirtöfhmni stendur: Konur gerðu garðinn. Jón Rögnvaldsson hefur verið umsjónarmaður garðsins. síðan, 1954. Mörg ykkar þekkið til hans — það var hann sem skrifaði bókina Skráðgarðar. En hver er Jón Rögnvaldsson? Hann er Eyfirðingur, -fæddur í hinum þingeyska hluta,: ættað- ur úr báðum sýslunum ,.Uann byrjaði garðyrkjustprf um ferm-. ingaraldur hjá Sigurði búnaðar- málastjóra í Gróðrarstöðinni á Akureyri, Sigurður búnaðar- málastjóri hóf árið 1912 að safna þar plöntum, en seinna var þeirri starfsemi hætt. Á vorin voru 6—8 vikna garð-■ yrkjunámskeið í Gróðrarstöðinni: ög sumir unnu bar einnig allt:; sumarið. Var bar fyrst vakinn áhugi margra fyrir ræktun. En við ætluðum a.ð rspða um Jón Rögnvaldsson. Eftir dvöl í Gróðarstöðinni fór hann í Gagn- fræðaskólann á Akureyr.i, og komst þá töluvert niöur í grasa- fræði hjá Stefáni skóiampiptara. Jón mun hafa hugað á; fram- haldsnám, fór til Reykjayíkur, í því augnamiði, en ,lenti í spönsku veikinni 1918, ojL.varð' það endirinn að hann . fþr til. Ameríku Þar komst hann; síðar í búnaðarháskólann, garðyykju- deildina, í Winnipeg.; Síðan vann hann í 3 ár v.ið skógrækt < hiá Kanadastjórn. „Eftir f». ára dvöl í Kanada hélt, hann . heim til fslands og gerðist garðyrkju- bóndi í Fífilgerði í,- Eyjafirði. (Þeir sem hafa trúað aði Fífil- gerði betta sé á Akureyri ..fara villt, en skammt er þang;ið). í Fífilgerði hóf Jón að safna plöntum í garð sinn og var korhinn vel áleiðis með íslenzku flóruna þegar hann tók við um- sjón Lystigarðs Akureyrar. — Hvenær var byrjað á gras- garðinum hér í Lystigarðinum? — Það var ekki fyrr en 1955 og Sfðan, svaraði Jón Rögn- váldssott. Fram að 1954 voru ekki mjög margar tegundir í gárðinum, hann hafði ekki ver- ið ræktáður í því augnamiði að hafa þar - plöntusafn. — Fluttirðu svo þitt safn hingað? — Já. og svo hélt ég stöðugt áfram að bæta við þeim plönt- —--------------------------------- um sem eg getað náð í. — Hve margar íslenzkar teg- undir eru hér í grasagarðinum? — Hér eru nú 390 tegundir af þeim 420 sem vaxa hér á landi. Af þeim sem okkur vant- ar eru nokkurnveginn öruggt að við fáum 10—12 tegundir nú í sumar. — Hvað er það sem ykkur vantar? — Það er t. d. tvíeggblaðka hún vex í Þrastaskógi, hlíða- burkni — vex í grennd við Hesteyri, marhálmur — vex við Breiðafjöfð, vatnalaukur — vex í Skorradalsvatni, burstajafni — Þura í Garði vex í Breiðdal, knjápuntur — hann vex í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum, ennfremur vantar okkur nokkrar sjaldgæfa punta og starir. Aftrur á móti höfum við hér skeggburkna, — hann er nýr í flórunni, fannst í Höfðahverfi í fyrrasumar. — Er gott að rækta hér? — Já, það er að mörgu leyti gott. Hér þarf aldrei að óttast sjávarstorma, þeir ná ekki hing- að. Hér er staðviðri og oft mik- ill snjór á vetrum og snjóalög skýla því plöntunum. Á einum stað í garðinum er beð eitt, þakið steinum og sandi að mestu og heldur hrjóstrugur gróður. Því spyr ég hvað þarna sé saman komið. — Þetta er frá Grænlandi, svaraði Jón. — Hvernig er það hingað komið? — Kristján bróðir minn komst til Meistaravíkur fyrir stuttu í surnar og safnaði þá fyrir mig plöntum. Flugvélin hafði aðeins fjögurra stunda viðdvöl, svo þetta er aðeins frá því svæði sem hann gat gengið á þeim tíma. Hann kom þó aftur með 20—30 tegundir sem ekki vaxa hér. Eftir er svo að vita hvernig því vegnar hér því þetta er allt heimskauta- gróður. í garðinum eru nokkur bjark- artré er hafa ýmis einkenni þess að þar sé um hengibiörk að ræða, en hvort sérfræðing- arnir hafa kveðið upp endan- legan dóm um það er mér ekki kunnugt. Slenot skal að bylja hér um erlendar tegundir, sjaldséðar hér á landi, tilbúna læki, gos- brunna o. s. frv. Upphaflega mun garðurinn hafa verið 1 ha að stærð en hefur síðan tvisvar verið stækkaður, er nú 3 ha. Það verður gaman að siá hvern- ig sá hluti verður orðinn eftir nokkur ár. — J. B. MESKALIN OG PSILOCYBIN Þessa dagana er verið að halda þing sálfræðinga í Kaup- rnánnahöfn. Einn hinn helzti á þingi þessu er Aldous Huxl- ...ey riíhöfundur og er hann í fylgd • með prófessor nokkrum írá Harward, sem heitir Tomo- thy Leary. Þessir menn hafa ekki lítinn ; boðskaþ að flytja, töfralyfið, sem veldur manni þeirri breyt- ingu, sem Matthías Jochum- son hróþaði á, en bjóst ekki ; við áð hljóta fyrr en í dauð- • anum í fyrsta lagi, er þegar ■ fyrir hendi. Lyf þetta heitir psilocybi (náskylt meskalíni) og ér framleitt í efna- og lyfja- verksrniðjunni Sandoz í Sviss. Á-• föstudaginn (18. ágúst) flutti Aldous Huxley erindi í tón- leikahöllinni í Tivoli um psilo- • cybin: sem hann segir valda „góðrt ög allt að því yfirskil- vitlegri aukningu (eða eflingu) skilnings og skynjunar.“ Hér fer á eftir viðtal við dr. Leary, sem birtist í Poli- tiken laugardaginn 12. ágúst. — Við höfum gert tilraunir á 170 manns síðan efnið var tilbúið og fullunnið í efnarann- sóknastolum segir dr. Leary, en síðan er eitt ár. Áhrifin eru mjög misjöfn, og fer það eftir því hvprnig á þeim liggur, sem efnið tekur. Því betur sem á honum liggur, því betra. Og séu þessar töflur gefnar þeim ■sem á þeim veit engin deili, hefur enga hugmynd um þær breytingar á skynjunum og meðvitund sem af þeim hljót- ast, getur sá hinn Sami orðið ákaflega hræddúr þegar breyt- ingarnar korna. Þessvegna segj- um við fólktnú á undan allt sem nákvæmlégast um það á hverju það á von, og forðumst að halda nokkru leyndu. Venju- lega tekur læknirinn sjálfur skammt um leið. Af þessu fólki voru það 77 af hundraði, sem fullyrða að sú reynsla, sem þessu er sam- í'ara, hefði gerbreytt þeim. Níutíu og einn af hundraði sagðist vilja reyna aftur. Einn af þeim sem létu gera t.ilraunir á sér, var Koestler rithöfundur. 1 fyrra skiptið fékk hann töflurnar þegar mjög illa hafði legið á honum, og áhrifitt urðu ill, hann sá í of- siónum orma sem breyttust í dreka, fólk sem verið var að háíshöggva og annað álíka skemmtilegt. í seinna skiptið fékk hann þær eftir að hafa verið í glöðu skapi, og áhrifin urðu öll. önnur, hver maður virtist honúm fagur og fríður, góður og vinsamlegur. Tónlist- in, sem hann var látinn hlusta á, hafði ekki nein hversdags- leg áhrif, honum fannst hann skilja innsia eðli tónlistarinn- ar í fyrsta sinn. En ekki gat hann gert grein fyrir því á eftir hvert væri „hið innsta eðli tónlistarinnar“. — Já það er margt sem við hérna á Vesturlöndum eigum engin 'orði yfir. Grænlendingar eiga 20—30 nöfn sem tákna snjó, ensku- mælandi menn eiga ekki nema eitt. Á Austurlöndum er ein- stæður fjöldi orða sem táknar ást, og ýms hugtök sem þessar þjóðir hafa eru óþýðandi á tungumál Vesturlanda. Þessvegna erum við að reyna að finna hugtök sem lýsi í senn dulrænni reynslu austurlanda- manna og hegðun eða látæði vesturlandamanna. Ungur mað- ur, sem vill verða læknir, hlýt- ur að taka á sig gervi og látæði læknis, og halda því svo með- an hann er í embættinu. Það sem styður hann í þessu hlut- verki er honum gagnlegt, hið gagnstæða skaðlegt. Sá sem tekur þessar töflur, sannar ef til vill fyrir sjálfum sér og að líkindum í fyrsta sinn, að metnaðargirni er einsk- is verð, og að til er slík dá- semdarfegurð í tilverunni, að persóna manns bliknar fyrir þessu sem kalla mætti fegurð- ina eins og hún er í sjálfu sér. — Þér hefðuð getað orðið góður prestur! — Ég er nokkurskonar prest- ur, og ég er viss um að Aztek- arnir gerðu rétt í því að sam- eina meskalínneyzlu og trúar- athafnir. — Ætlið þér að stofna ný trúarfélög? Framh. á 10 síðu L I Fyrsfi grasgarcSúr íslendin ga - Wœ/t400\íslenzkar tegundir W. 20-30 grœnlenzkar heimskaufajurtir . : - - Um tólf þúsund erlendar tegundir eðo sexfán þúsund jurtategundir alls KONUR GERÐU GARÐINN StSfgS 5 l «; — ÞJÖÐVILJINN gunnudagur 20. ágúst 1961 ■Suhnudagur 20. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.