Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.09.1961, Blaðsíða 12
Sunnudagur 3. september 1961 — 26. árgangur — 200. tölublað. Eins og kunnugt er fer raf- orkuþörf landsmanna sívax- andi, þannig að virkjanir þær, sem gerðar hafa verið til þessa hafa á skömmum tíma orðið alltof litlar og ófull- nægjandi. Því er það, að farið er fyrir alvöru að hyggja á stórvirkjanir og hefur ó veg- um Raforkumálaskrifstofunn- ar verið unnið að því und- anfarin sumur að framkvæma ýmsar nauðsynlegar undirbún- ingsz'annsóknir. Kortið hér að ofan er af einum þeiri-a staða, þar sem komið hefur til tals að gera virkjun. Hugmyndin er að gera stýflu í Þjórsá nokkru fyrir ofan Tröllkonuhlaup og leiða vatnið síðan í jarð- göngum í gegnum Búrfell. Með minnstu stíflu væri hægt að fá nægilegt vatnsafl til þess að fi-amleiða um 100 þús. kw orku en slík virkj- un ein saman myndi full- nægja nálega allri núverandi oi'kuneyzlu landsmanna. Með því að gera stóra stýflu, er næði austur yfir Rangárbotna eins og teikningin sýnir og yrði um 2 km að lengd, feng- ist um 180 þús kw oi'ka. Þetta mun vera stærsta hugsanleg vii'kjun á landinu, t.d. myndu virkjanir við Hvítá, Hvítárvatn og Hest- vatn, sem allar eru í athug- un, gefa mun minna oi'ku- magn. Og auðvitað yrði ekki ráðist í slíka stórvii'kjun nema í sambandi við fyrirhugaða stóriðju. Athugun hefur einnig farið fram á því, að nota Þór- isvatn til vatnsmiðlunHr fyr- ir virkjanir við Tungríáá og Þjórsá neðan við Tungnaár- ki'ók, en allar eru þessar í’annsóknir á byrjunarstigi. Eins og áður sagði -er hug- myndin að grafa jarðgöng í gegnum Búrfell. Yrðu þau 2.5—3 km að lengd. f sumar hefur verið unnið að jai'ðvegs- rannsóknum þai'na eystra í sambandi við hugsanlega stýflu og j arðgangnagerð og segir nánar frá því á 3. síðu blaðsins í dag. Inn á kortið ei'u auk stýflunnar einnig merkt jai’ðgöng í gegnum Búrfell. G0ULART K0MINN TIL BRASILIU itlO DE JANEIRO 2/9 — Goul- írt, varaforseti Brasilíu, flaug >eint í gærkvöld frá Montevideo [ Uruguay og lenti í nótt á 'lugvelliiium í Porto Alegre, tiöfuðborji'ýdi; i hcíaoinu Rio CJrande do Sul. Héraðsstjórinn, Brizola, og yfirinaður þriðja brasilíska hersins, Lopez, tóku á nzóti honum. Um 50.000 manns fögnuðu Goulart, Brizola og Lopez þegav i,eu’ Jíómu í morg- un til stjórnarhallarinnar til að ræða ástandið. Leiðtogar hlutlausra ríkja styðja aðild Kína að S. Þ. Belgrad 2/9 — Ráðstefna leið- toga hlutlausra ríkja heldur á- fram í Belgrad. Fréttir þaðan herma að miklum óhug hafi sleg- ið á fundarmenn við fréttina um ákvörðun Sovétstjórnarinnar um að hefja kjarnavopnatilraunir að nýju. Meðal ræðumanna í gærkvöld var Bourguiba Túnisforseti. Hann mælti með því að stærstu þjóð heims, Kínverjum yrði þegar í stað veitt aðild að S.Þ. Einnig kvað hann nauðsynlegt að breyta um stjórnai'fyi'irkomulag Sam- etnuðu þjóðanna. Koma Kongómenn? í gærkvöld var sterkur orð- rómur á kreiki í Belgrad um það að Adoula, forsætisráðherra Kongó, og Gizenga varaforsætis- ráðherra væru væntanlegir til ráðstefnunnar. Var því haldið íx'ain að þeir kæmu til Belgrad í dag. Talsmaður stjórnarinnar kvaðst ekkert um þetla vita. Nkrumah talar Nkrumah, forseti Ghana. bauð að skipul. fund æðstu manna austui's og vesturs í Ghana. Hann sagði að síðasta kjarnorkuspreng- ingin ætti að gera öllum ljóst hvílík hætta steðjaði nú að mannkyninu. Aldrei hefði riðið meira á bví en nú að tryggja friðinn með algerri. fullkominni afvopnun. Nkrumah kom með eftirfarandi tillögur í ræðu sinni: 1. Belgrad-ráðstefnan vinni að algerri afvonnun. 2. Bæði þýzku ríkin verði við- urkennd. 3. Skorað verði á stórveldin að undirrita friðarsamninga við Þýzkaland án ástæðulausrar taf- ar. 4. Ráðstefnan krefjist algers Framhald á 9. síðu. Óskert vald í gær samþykkti þjóðþingið j,o i bieyta ekM ar.iÁynársIcrá lands- iíis í því augnarmiði að rýra vald forsetans, eins og hið aft- urhaldssama herráð hafði lagt til. Þingforsetinn tilkynnti að Gouiart yrði látinn vinna emb- ættiseiðinn sem forseti á mánudag. í hinum löngu umræð- um í þinginu kom glöggt í Ijós, að þingmenn voru andvígir því | að breyta stjórnarskránni vegna þvingunar frá hernum, og var mikill þingmeirihluti fyrir því að Goulart tæki við embætti. Ilarka á ný Herforingjaklíkan virðist hafa reiðst mjög ákvörðun þingsins. : Herráðið sagði að barist yrði gegn ..uppreisnarmönnum" þriðja hersins, sem styður Goulart. Allt bendir þó til þess að Fylgzt tneð ferðum rúss- neskra skipa í gær skömmu áður en blað- ið fór í prentun barzt Þjóðvilj- anum svofelld frétt frá Land- helgisgæzlunni um rússnesk skip hér við land: ,.Á Gunnólfsvik við Langanes voru 4 rússneskir togarar og Framhald á 11. síðu. hinir afturhaldssömu iærióríngl- að beygja sig, þar sem meirihluti hersins virðst líka vera Goulart tryggur. Hin op- inbera blaðafulltrúakrifstofa stjórnarinnar hefur tilkynnt, að Goulart taki við embætti á mánudag. Jafnframt gaf herráð- ið út yfii-lýsingu um að herinn fylgdi foringjum sínum. Útvarps- stöð í Rio de Janeiro tikynnti í dag, að 1500 fallhlífarhermenn hefðu verið sendir að mörkum héraðsins Rio Grande do Sul, og að skip með þrjár herdeildir sjó- liða væri á leið suðureftir. Tvö skip komu með síld til Sayðisfjsrðar Seyðisfirði í gær. — í nótt var var vitað um fjóra síldarbáta á miðunum og fengu tveir þeirra síld um 90 mílur út af Dala- tanga. Óiafur Magnússon EA íékk 350 tunnur, sem verða salt- aðar hjá Valtý Þorsteinssyni og Dofri BA íekk 200 tunnur, sem eru saltaðar hjá Haföldunni. SíJdin er biönduð. Hinir tveir bátarnir, Sunnutindur og Baldur Dalvík fengu enga síld. Ekki er vitað um aðra báta en þessa fjóra sem enn eru á síldveiðum og Doíri var nú í sinni síðustu veiðiferð. Skyndileg veik- indaforföll ullu seinkuninnl Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi athugasemd frá Flug- félagi fslands vegna fréttár í blaðinu í gær urh töf á íerð Slrýfaxa til Lundúna: „Vegna fréttar í Þjóðviljanum um flug Skýfaxa til Londori óskar Flugfélag íslands að taka fram, að töf á brottför flugvél- arinnar stafaði af því. að klukku- tíma fyrir áætláðá "bi'öttför til- ltynnti aðstoðarílugiriaður veik- indaforföll og að Þorfinni karls- efni, sem kom með fjóra far- þega, sem ætluðu áfrárn með Skýfaxa seinkaði um hálfa klukkustund. Nokkurn tíma tók að ná í aðstoöarílugmann. en hann kom 'fljúgandi á lítilli kennsluflugvél, sém yarð að „þyrlu frá hernum'* í'^rásögn Þjóðviljan-s. ;,; ” . _ Flugfélag íslands hefur frá upphafi áætlunarflugs, lágt rfka og sjálfsagða áherzlu á i'rarri- kvæmd áætlana á réttum tím- um, en er snöggleg veikindafor- föll ber að höndum getur i'eyrizt erfitt um framkvæmd.“ Eins og fram Itemur í at- hugasemdum Flugfélagsins var beðið eftir aðstoðai'ílugmanni umi'ætt skipti, en ekki siglinga- fræðingnum eins og stóð ,í blað- inu. Siglingafræðingur í þessari fei'ð var Rafn Sigui'vin-sson. einn af elztu og reyndustu flugliðum Flugfélags fslands. Ei' upplýst að hann var mættur á flugvellinum Framhald á 11. síðu. Þess hefur orðið vart, að ýms- ir af kaupendum Þjóðviljans hafa reiknað með því, að þeirn yrðu sendar happdrætt- isblokkir á sama hátt óg und- anfarin ár. Vegna hins bre\-tta fyrir- komulags á happdrættinu er ekki hægt að koma við þeirri dreifingaraðferð, sem áðúr var. enda mæltist það mis- jafnlega fyrir að senda miða óumbeðið. Þessa dagana eru hins veg- ar meðlimir í Sósíalistafélagl Reykjavikur að heimsækja fólk og bjóða fram miða í Af- mælishappdrættinu. Geta menn keypt einn miða í hverri happdrættisblokk og tryggt sér númei'ið áfrani í hin skiptin. Þá geta menn keypt heilar blokkir. én í hverri blokk eru fjórir mið- ar. Er sérstök ástæða til að vekja athygli á endurnýjun- arfyrirkomulaginu — en með því móti þarf ekki að svo stöddu að greiða nema fjórða- hlutann af þvi framlagi, sem hver og einn ætlar að færa Þjóðviljanum í afmæli'sgjöf. Annar hluti þess greiðist þá í desember, sá þriðji í febr- úar næsta ár og lokagreiðsl- ur í apríl 1962.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.