Þjóðviljinn - 09.09.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.09.1961, Blaðsíða 12
,. il I m w Bragi Kristjánsson stendur við minnisvarða hinna pólsku sjómanna, sem hann starfaði með ¦ á stríðsárunum. (Ljósm. Þjóðv.). Ríkisstjóznin leynir að kaiipa innJlytiend- ur til að hætta að smygla nælonsokkum Fyrir nokkru gáfu stjórnar- völdin kaupsýslumönnum sjálf- dæmi um verðlag á fjölmörgum nauðsynjum, þar á meðal flest- um ytri fatnaði. Eru kaupsýslu- menn nú öimum kafnir við að notfæra sér frelsið. Þannig hef- ur Þjóðviljinn spurnir af því að heildsalar hafi hækkað álagn- ingu sína á nælonsokka um hvorki meira né ininna en, 90%. 90% hækkun á kaupi heildsala er auðsjáanlega ekkert vanda- mál þótt allt sé talið fara úr skorðum ef verkamenn með 400Q króna mánaðartekjur fái 10% hækkun! , En í sambandi við þessa stór- felldu álagningarhækkun er iróðlegt að gefa því gaum að Stjófncrkreppa enii í ísrael Jerúsalem 8/9 — Ekki hefur enn tekizt að mynda stjórn í ísrael eftir þingkosningarnar sem þar fóru fram nýlega, en þar varð flokkur Ben-Gurions fyrir tölu- verðu áfalli. Ben-Gurion sagði í ^ær að hann teldi sig ekki.fær- an um að mynda stjórn og hef- ,ur hann gefið í skyn að bann .kunni að drag'a sig í hlé. Brezka alþýSu- samkntiið warar vi$ auðfélögum Pcrtsmouth 8/9 — Miðstjórn brezka alþýðusambandsins sam- þykkti í dag ályktun þar sem framkvæmdastjórn . sambands- ins er falið að hafa vakandi auga með erlendum auðfélögum sem stari'a í Bretlandi. Segir miðstjórnin að komið hafi í ljós að auðfélög þessi virði að vett- ugi samninga verkalýðsfélag- -%snna við vinnuveitendur. Alþýðublaðið — málgagn við- skiptamálaráðherrans — skýrir frá þvi í gær að árlega sé smyglað til landsins hvorki meira né minna en 500.000 pör- um ,af nælonsokkum, og segir í því sambandi „að hér séu starfandi stórvirkir smyglhring- ar". Það er á allra vitorði að þessir smygluðu nælonso.kkar eru fyrst og fremst seldir á veg- um heildsala og verzlana; þetta hefur verið aðferð kaupsýslu- mannanna til þess að tryggja sér stórfellda aukaálagningu. í stað þess að uppræta lögbrotin og refsa þeim seku er aðferð ríkisstjórnarinnar sú ,að reyna að kaupa menn til þess að hætta smyglinu með því að leyfa þeim takraarkalausa álagningu. Og í viðbót lofar ríkisstjórnin því að tollar á þessari vörutegund skuli lækkaðir til mikilla muna án þess að kaupsýslumenn þurfi að lækka sokkana í verði um einn eyri. Þá verður ekki á- stæða til þess að standa í smygli lengur til þess að svíkja ríkis- sjóð um tollatekjur og komast fram hjá álagningarreglum! Yiðurkenna ætti rikin fvö 00 taka í SÞ Moskvu 8 9 — Stórt skref væri stigið í friðarátt ef öll ríki við- urkendu bæði þýzku ríkin og þeim yrði báðum veitt aðild að SÞ, sagði Krústjoff forsætisráð- herra í ræðu hér í dag. Krústjoff talaði á indversk- sovézkum vináttufundi og var Nehru forsæti-sráðherra einnig þar viðstaddur. Undirritun friðarsamninga við Austur-Þýzkaland verður ekki frestað, hvað sem líður samn- ingum' við vesturveldin um Þýzkalandsmálið. sagði Krúst- joff. Þegar friðarsamningur hef- ur verið undirritaður við Aust- ur-Þýzkaland verður Berlín frjáls og afvopnuð borg. Krústjoff sagði að hætta á stríði vofði nú yfir mannkyninu og kenndi vesturveldunum um. En þau vita, sagði hann, að við óttumst ekki hótanir þeirra og að við getum varið hendur okk- ar ef á okkur verður ráðist. Vilji vesturveldin taka upp samningaviðræður, eru Sovét- ríkin rús til að t:ika þátt í þeim ef ætlunin er að komast að niðurstöðu um friðarsamninga við Þýzkaland. Það er alls ekki hægt að fresta lausn þýzka vandamálsins lengur. Þjóðirnar myndu ekki fyrirgefa okkur frekari frestun. Ve-sturveldin hafa aukið hern- aðarviðbúnað sinn. Við getum ekki virt að vettugi þá þörf sem land okkar og önriur sósíalistísk lönd -hafa fyrir öryggi. Sovét- ríkin hafa - neyðzt til að fresta að fækka í her sínýrri og til að auka hernaðarútgjöld sín. Vegna hótana vesturveldanna höfum við verið nauðbeygöir að byrja á tilraunum með kjarnavoon. Tilboð vesturveldanna að stöðva sh'k.ar tilraunir ofan jarðnr er aðeins áróðursbragð. Frakkland mundi þannig óbundið af slíku banni og gæti haldið áfram til- raunum sínurri í þðgu Atlanz- bandalagsins. Nehru svavtsýnn Nehru talaði einnig á fund- inum og var svartsýnn á á- standið í heiminum. Hann sagði að stríösvofan ógnaði nú öllu mannkvni og framtíð þess væri nú í höndum stórveldanna. Ind- land myndi ekki láta neins ó- freistað til að bægja hættunni frá dyrum. Tækist stórveldun- um ekki að senvja um afvopn- un, myndi þeim heldur ekki takast að varðveita friðinn. Laugardagur 9. september 1961. — 26. árgangur — 205. tölublað. 1 gær var afhjúpað í Fossvogskirkjugarði minhismerki um pólsku sjómennina er fórust með pólska flutningaskip- inu , „Wigry" undan Skógarsandi á Snæfellsnesi í jari- úar 1942. Pólski sendifuiltrúinn á Islandi, frú Kowálska," flutti ávarp, en frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórn- arinnar, afhjúpaði minnismerkið. Lúðrasveit ReyJíjavík-" ur flutti pólska, og íslenzka þjóðsönginn ðg .sorgátrnars Chopins. Viðstaddur afhjúpunina var. Bragi Kristján-sson, Mýrargötu 14, en hann var annar tveggja, sem komust lífs af er „Wigry" fórst. Auk þess voru viðstaddir ai'- hjúpunina fulltrúar erlendra ríkja og aðrir gestir: i Frú Kowalska sagði m.a. að áhöfnin á „Wigry" hefði Sendifulltrúi Póllands á fslandi, frú Kowalska, flytur á- varp sitt. Lengst til hægri er frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, sem afhjúpaði minnismerkið. týnt lífi sínu við strendur Islands á hinum miskunnarlausu dögum annarrar heimsstyrjaldarinnar; sjómennirnir hefðu. verið að_ rækja skyldu sína við ættjörðina og mannkyn- ið, ein-s og, allir þeir sem börðust fyrir frclsi' og gegn yfirgangi" nazista. „Wigry" var í þjónustu bandamanna og meðal áhafn- arinnar voru einnig Bretar og Islendingar. Af 27 manna áhöfn komust aðeins tveir lífs af, Bragi sem þá var 17 ára og Pólverji. Við. grafir hinna pólsku sjómanna, sem gáfu líf sitt fyrir frelsi okkar og ykkar, minnumst við þeirra hörm- unga og þjáninga sem styrjöldin leiddi yfir allar þjóðir heims. Þessi yfirlætislausi minnisvarði stendur ekki einungis sem tákn hinna látnu, heldur einnig sem tákn hörmunga erleiðir af styrjöldum. - Að endingu mælti frú Kowálska á íslenzku: „Fyrir hönd hins pólska alþýðulýðveldis leyfi ég mér að þakka íslandi, sem hefur alið svo marga sjómenn, fyr- ir að leyfa pólskum sjómönnum að hvíla hér við hlið bræðra sinna." WASHINGTON 8/9 — Banda- rískir herfpringjar eru farnir að óttast að Sovétríkin muni komast fram úr Bandaríkjunum í hernaðartækni með tilraunum sínum sem þau eru nlú að gera með kjarnavopn. Hermálafréttaritari blaðsins Baltimore Sun, Mark Watson, segir í grein sem hann sendi blaði sínu frá Washington í dag að bandarískir vísindamenn bafi komizt að raun um að ein af þeim fjórum sprengingum sem gerðar hafa verið í Sovétríkj- unum að undanförnu hafi átt sér stað í 70.000 metra hæð. | Greinilegt sé að sprengjunni hafi verið skotið svo hátt upp með eldflaug og eldflaugar af þeirri gerð verði hægt að nota til að eyðileggja öll langdræg- flugskeyti sem notuð væ;u í á- rásarskyni löngu áður en þau kæmust í mark. Það er deginum. ljósara, segir Watson, að það land sem fyrst yrði til að smíða slíkar eldflaugar og afla sér á þann hátt öruggra varna gegn langdrægum flugskeytum, myndi hafa náð miklum yfirburðum. Watson hefur það eftir yíir- manni bandarískra . loftvarna, Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.