Þjóðviljinn - 03.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1961, Blaðsíða 4
Lektor í íslenzkum fræðum í Greifswa Fyrir helgina hitti Þjóðvilj- inn að máli Árna Björnsson, cand. mag., en hann er á för- um til Greifswaid í Austur- Þýzkalandi, þar sem hann verð- ur lektor í íslenzkum fræðum við norrænudeild Ernát-Moritz- Arndtháskólanss. Árni er 29 ára «ð aldri, fæddur að Þorbergs- stöðum í Dölum árið 1932 en hefur átt heima í Reykjavík frá fermingaraldri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, hóf nám sama haust í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands og lauk cand. mag.-prófi í janúar 1961. Eft- ir fyrrihlutapróf 1956 dvald- ist hann rúmlega eitt ár í Prag sem fulltrúi Stúdentaráðs Há- skóla ísland.s og starfsmaður Alþjóðasambands stúdenta. — Hefur íslenzka verið kennd áður við skólann í Greifswald? — Já, dr. Bruno Kress. sem er forstöðumaður norrænudeild- ar háskólans, hefur kennt ís- lenzku þar, en nú vill hann auka íslenzkukennsiuna. Dr. Kress hefur stundað nám hér við háskólann og hann hefur samið eina af merkari bókum, sem skrifuð hefur verið um íslenzka hljóðfræði. Síðasta. ár- ið fyrir strið kenndi Ingvar Brynjólfsson menntaskólakenn- ari einnig íslenzku í Greifs- wald en á undan honum kenndi þar Eiður sálugi Kvar- an nokkur ár. — Ertu tima? ráðinn til langs — Ég er ára. ráðinn til tveggja — Er þetta kunnur háskóli? — Háskólinn í Greifswald er yfir 500 ára gamall og mjög vel þekktur, einkum læknadeildin. — Hver eru tildrög þess, að þú ræðst þarna austur? — Bruno Kress, sem á marga góðkunningja hér á landi, skrifaði nokkrum þeirra og bað þá að benda sér á mann í starfið. Við mig töluðu meðal annars af þeim sökum dr. Alex- ander Jóhannesson og dr. Björn Sigfússon og varð það úr, að ég afréð að fara, enda ráðlögðu mér það allir þeir menn hér við háskólann, sem ég treysti bezt að ráða heilt. — Hvað hefur þú starfað hér heima síðan þú laukst próíi? —- í sumar var ég við athug- un á sögustöðum í Dalasýslu á vegum Menningarsjóðs, sem hefur á prjónunum útgáfu á sögustaðalýsingu um allt ís- land. — Af hverju kýst þú heldur að hverfa til starfa úti en að fá þér atvinnu hér heima, t.d. kennslu? — Launakjör úti eru miklu betri en þau. sem fást hér heima. Hitt er þó miklu meira atriði, að þarna gefst meira tóm til þess að sinna áfram- haldandi rannsóknum t.d. í germanskri menningarsögu. Hámarks vinnutími þarna verður aðeins 12 tímar á viku. Hér heima þurfa menn að kenna um 40 stundir á viku auk heimavinnu til þess að hafa ofan í sig að éta, og eftir það eru menn yfirleitt svo þreyttir, að þeir hafa ekki þrek til að sinna vísindastörfum, enda segja prófessorar okkar. að það sé re.vnslan að ágætir menn, sem útskrifast úr ís- lenzkum fræðum við háskól- ann og byrja kennslu. t.d. í gagnfræðaskóla, losni oft ekki úr henni allt sitt líf. — Ertu ekkert smeykur við að fara þarna austur fyrir fyrir „tjaldið“ eins og ástand- ið er nú í heimsmálunum, Ber- línardeilan í algleymingi- o.s. frv.? — I fyrsta lagi hef ég enaa trú á öðru en að um deilumál- in verði samið, en brjótist strið út á annað borð. tel ég mig sízt óhultari hér í Reykjav'k með herstöð á næstu grösum. — Hvenær ferðu austur? — Ég fer á mánudaginn kemur, 2. október. Við þökkum Árna fyrir við- talið og óskum honum góðrar ferðar og góðs gengis í starfí sínu í Greifswald. Árni vannt um skeið á námsárum sínurrt sem prófarkalesari hjá Þjóð- viljanum og kona hans, Vil- borg Harðardóttir, heíur einn- ig unnið hjá blaðinu sem próf- arkalesari og vinnur þar nú sem blaðamaður. Vilborg er við BA-nám í Háskóla íslands og hyggst Ijúka því um miðj- an vetur, en að því loknu mun hún halda til Greifswald á eftir manni sínum. Þau hjón eiga tvö börn. Sjómenn, iiskveiðar og markaðsverð • „Islands Hrafnistumenn“ Fróðum mönnum telst svo til, að kringum fimm þúsund sjó- menn manni íslenzka veiðiflot- ann þegar hver fleyta er í gangi. Fyrir fáum árum sigldi á veiðiskipunum mikill fjöldi færeyskra sjómanna og er talið að þeir hafi komizt upp í nær 20% af starfandi sjómönnum þegar þeir voru flestir. Nú má segja að veiðiskipin séu mönnuð Islendingum. Þó leitað væri með logandi ljósi um víða veröld, þá mundi hvergi finnast jafn fámennur hópur sem kemur með jafnmik- inn afla að landi og hér á Is- landi. Þetta er sú staðreynd sem staðið hefur eins og klettur úr hafinu gegnum árin, og engin önnur fiskimannastétt hefur komizt nálægt því að hnekkja þessu meti. Það er líklega þessi staðreynd sem er orsök þess að margir útlendingar halda að íslenzka fiskimannastéttin hljóti að vera rík stétt. Og það er hreint ekki svo undarlegt þó þeir haldi það. En staðreyndin í þeim efnum ér hins vegar sú, að íslenzkir sjómenn bera ekk- ert meira úr býtum heldur en stéttarbræður þeirra í ýmsum -löndum, sem fiska þó miklu minna. Og íslenzkar fiskveiðar hafa frá upphafi vega oftar verið sagðar reknar með tapi -heklur en hagnaði. Ég man •aldrei til þess, að íslenzkar fiskveiðar hafi verið taldar fær- ar um að standa undir nokkurri kjarabót til sjómanna, þó þær hafi verið knúnar fram, og oft jj með harðneskju. En þrátt fyrir allt, þá er það þó þessi fimm þúsund manna hópur sem lagt hefur grund- völlinn að nútímalífi á íslandi í dag. Kringum 95% af útflutn- ingi landsmannaa eru fiskur og fiskafurðir, þeirri staðreynd verður ekki haggað. Þegar þetta er haft í huga, þá verður það að segjast, að sjómenn hafa verið of tómlátir um sinn hag. Þeir hafa of lengi gert sér það að góðu, sem stétt, að vera ann- arra þjónar, í stað þess að vera húsbændur yfir þeim afla sem þeir hafa dregið úr djúpi hafs- ins hverju sinni. Hingað til hafa sjómenn látið sér það nægja, að berjast fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum og sinna, lengra hefur það ekki náð. Ef allt væri með felldu, þá ætti Alþingi íslendinga að vera skip- að sjómönnum ekki minni en að einum fjórða hluta, hverju sinni. Á þessu þarf að verða breyting og það er ykkar að gera þá breytingu, góðir sjó- menn. • Verknámsskóli fyrir sjómenn Á undangengnum árum hefur oft verið skortur á sjómönnum, en hinsvegar hefur lítið verið gert til að bæta úr þeim skorti. Þó er rétt að geta þess, að hér í Reykjavík hefur verið haldið sjóvinnunámskeið fyrir ung- linga nokkur undanfarin ár. í Noregi hefur einnig verið skortur á mönnum, bæði á -sigl- inga- og fiskiflotann. Ég las það nýleglö4 hafa nú stófnaö verknámsskóla fyrir sjómannsefni og er skólinn staðsettur í Svolvær. Skóli þessi hefur eigið æfingaskip til um- ráða. Þarna er gert ráð fyrir að veita unglingum sem vilja taka að sér hásetastörf, matreiðslu- störf og aðstoða við vélgæzlu fyrstu fræðslu um þessi störf, og æfa þá undir þau. Skóli þessi hefur að undanförnu starfað í tveggja til þriggja mánaða nám- skeiðum, og var sagt að næsta námskeið hæfist 1. okt. Er ekki orðið tímabært að stofna íslenzkan verknámsskóla fyrir verðandi sjómannsefni? • Kjör rússneskra fiskimanna 1 blaðinu Vcrkamanninum sem gefið er út á Akureyri birt- ist mjög fróðleg frósögn 15. sept. sl. eftir Jón Helgason sjó- mann, þá nýkominn úr ferð til Sovétríkjanna. Jón kom til Mur- mansk, einnar aðalfiskiborgar Rússa við Hvftahaf og sá þar mjög fjölbreyttan fiskiðnað. skoðaði menningar- og hvíldar- heimili sjómanna, og'Tíynfifíst ýmsu merkilegu viðkomandi fiskveiðum Rússa. Jón sagði há- seta á rússneskum verksmiðju- togurum fá í kaup 350 rúblur á mánuði og frí hlífðarföt. Þá skildist honum að fyrir hvern vinnudag á sjó komi einn dagur í landi með fullum launum. Þá sagði hann að rússneskir sjó- menn fengju eftirlaun þegar þeir yrðu 50 ára gamlir. Ég vil þakka Jóni Helgasyni fyrir hans löngu og greinagóðu frásögn. íslenzkir sjómenn þurfa að afla sér sem allra gleggstrar yfirsýnar um kjör annarra þjóða sjómanna því að saman- burður á bessu sviði er nauðsyn- legur. Siómannastéttin leggur með Iffsstaríi sfnu á hafinu grundvöllinn ^ð þvf að vera öndvegisstétt í hverju því þjóð- félagi sem verður að byggja á fiskveiðum að meginhluta, eins og hér er gert á íslandi. En það er ekki nóg að þetta sé viðurkennt í ræðum á Sjó- mannadaginn. Það sem veltur á öllu er. að sjálf sjómannastéttin finni máttinn í sjálfri sér, og skipi sér til sætis samkvæmt því. • „Þátturinn um fiskinn“ 1 tveimur síðustu þáttunum um fiskinn í Ríkisútvarpinu, sem Stefán Jónsson fréttamaður annast, hefur það verið upnlýst að íslenzkur fiskur sé seldur á hærra verði í Bandaríkjunum heldur en fiskur frá nokkurri annarri þióð. Þetta fer ekkert á milli mála, því að Stefán lof- aði þjóðinni að heyra samtal sem hann átti um þetta mál við íslending, sem annast sölu á íslenzkum fiski á Bandaríkja- markaði. Þetta eru óneitanlega góðar fréttir, en gefa hinsvegar tilefni til nokkurra hugleiðinga. Sam- kvæmt samningi L.l.O. og fisk- kaupenda er eftirfarandi verð á nýjum þorski gildandi hér: Fyrir línufisk sem komið er með að landi dagleaa kr. 3.11 f.vrir kiló miðað við slægðan fisk með haus. Línufiskur land- aður eftir 4 daga ísvarinn kr. 2,97 fyrir kg. Fyrir netafisk sem er lifandi blóðgaður og landaður daglega kr. 2.70 fyrir kíló. Tog- arafiskur ekki eldri í ís en 4 daga kr. 2,97. Eldri togarafisk- ur sem er hæfur til frystingar kr. 2,70 fyrir kg. Þetta er það hæsta þorskhráefnisverð sem ís- lenzk frystihús hafa greitt á þessu ári. 1 öllum tilfellunum er miðað við slægðan fisk með haus. Á sama tfma hefur verið greitt eftirfarandi verð í bæn- um Hammerfest sem er á öðru lægsta verðlagssvæði Noregs: Fyrir allan þorsk til frystingar 0,88 norska fyrir kg af slægð- um cg hausuðum fiski. 1 ís- lenzkum krónum 5,30. Þetta verður fyrir slægðan fisk með haus kr. 4.24 íslenzkar, A/S Findus er barna starfandi og flytur mikinn fisk á Banda- ríkismarkað meðal annars Þarna eru greidd við fiskvinnsl- una vinnulaun sem eru í það minnsta 25—30% fyrir ofan ís- lenzk vinnulaun. í tilefni af frétt Ríkisútvarps- ins um hæsta verð á íslenzkum fiski á Bandaríkjamarkaði, þá hlýtur sú spurning að koma fram, hvernig Norðmenn fá staðizt það, að kaupa hráefni í frysta fiskinn fyrir mikið hærra verð heldur en Islendingar, og greiða svo þar ofan í kaupið, hærri vinnulaun til þeirra sem við fiskiðnaðinn vinna, en selja ■svo flökin fryst á Bandaríkia- markaði fyrir lægra verð held- ur en Islendingar fá. Síðast en ekki sízt, þá er flutninesleiðin frá Norður-Noregi til Manda- ríkjanna .talsvert lengri en héð- an. Þetta ætti að vera verðugt dæmi fyrir reiknimeistara rík- isstjórnarinnar. En svo vilja Islendingar einn- ig fá að vita, hvar það fé ligg- ur falið, sem er mismunurinn á norsku og íslenzku fiskhráefnis- verði, og íslenzkum og norskum vinnulaunum við vinnslu á* fiskinum. FISKIMÁL - Eftir Jóhonn J. E. Kúld — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 3. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.