Þjóðviljinn - 03.10.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1961, Blaðsíða 7
Hafliði Hafliðason til vinstri. — lag skipasmiða gerði Hafliða og formann sinn að heiðursfélögum, til Friðrikshafnar á Jótlandi, en Baldur Tómasson er þar hafði lært útvegaði mér skóla- vist þar. Ég var 2 vetur í Frið- rikshöfn, tók 2 bekki hvorn vetur á iðnskóla. Haustið eft- ir fór ég til Helsing.iaeyrar og innritaðist í tækniskólann. Það sjötugur var þá eini skólinn á Norður- löndum þar sem skipasmiðir fengu tæknimenntun án þess að hafa stúdentspróf. Að loknu námi þar fékk ég svo titiiinn skipskonstruktör (skipasmíða- meistari) árið 1922. -— Var skólinn erfiður? — Skólinn var 11 mánuði á ári. Byrjaði kl. 5 og 6 á dag- inn og stóð til kl. 10, þá varð maður að lesa til kl. 2 á næt- urnar, fara svo upp kl. 6 á morgnana á verkstæðið — því maður varð að vinna fyrir sér. Á sunnudögum var teikning frá kl. 8 til 12. þarna voru ágætir kennarar frá Kron- borgskólanum, er var fyrir herinn, verkfræðingar voru frá háskólanum og fagmenn frá Orlogsværftet. — Hvað tók svo við? — Ég hafði verið ráðinn í teiknistofu hiá Flydedokken í Kaupmannahöfn, en eftir stríð- ið minnkaði öll vinna svo að í stað þess að bæta mér við var 5 teiknurum sagt upp! Verkefnin voru engin. Ég fór því hingað heim. Hér heima voru heldur eng- in verkefni í skipasmíði. Ég aug lýsti — og allt sem ég hafði uppúr bví var að vera rukkaður um 13 kr. skuld sem hafði gleymzt að rukka áður en ég fór heiman af íslandi! Þá var líka sá hugsunarháttur, sú sannfæring að ef maðurinn kynni að tei kna gæti .hann é- reiðanlega ekkert smíðað! Það var því verra að komast í vinnu ef maður -kunni að teikna! ■■ Ég háfðr fállið hér ú’f>af iKahn- tali 1918 og varð því danskur Myndin tekin þegar Sveinafé- Sigurð Þórðarson, hinn vinsæla | ríkisborgari (fékk ekki réttindi hér fyrr en 1925) og ég var ó- tvírætt látinn: 'skilja að ef ég vildi fara til ,lj)anmerkur aftur og smíða þar tjáta fyrjr íslend- inga þá stæði'jekki á hjálp til þess! J — En þú heíjur ekk,i farið? — Nei. Ég v^r við skipasmíði eftir að ég k’om heim, eftir því sem hún gafst., Veturinn 1922— 1923 fór ég ab kenna skipa- teiknun í Iðnsþólanum og hef gert það síðan.i Flesta nemend- ur á vetri heí ég haft 16 og minnst einn, éh auk þess sagt til mönnum áf öllum lands- hornum. ,j Það voru. oft jf jörugar umræð- ur í skólanum i þá daga. Kenn- arar voru þá m,a. Þórarinn Þor- láksson skólastjóri, Þórbergur Þórðarson, sr. Ólafur frá Hjarð- arholti og Jóh Halldórsson í Kompaníinu. Ég fékk 2ja stunda frí úr skólanum. 1926 til að gifta mig. (Kona Hafliða er Sesselja Eiríksdóttir, datítur þeirra María §§§ gjaldkeri hjá Olíufélaginu og HH Áslaug lyfjafræðingur). Þegar skipaéftirlitið byrjaði §§§ hér 1923 var ég í því með Ólafi == Sveinssyni sem lausamaður í 12 |p ár. Svo fór ég verkstjóri 1927 E|j til Reykjavíkurhafnar hjá Þór- = arni Kristjánssyni og var þar ||| í 18 ár. Svo smíðaði ég 4 báta §|1§ fyrir Landssmiðjuna inni í Ell- == iðaárvogi, í þáð fóru víst tæp = Hvenær fórstu í skipaeftirlitið |^j og í hverju er starf þitt fólgið? |m Ég fór 2. jan. .1948 í skipaeft- §§§ irlitið og hef -verið þar síðan {= sem fulltrúi , skipaskoðunar- ■== stjóra, hef allajr skipamælingar §§ og útreikningá á stöðugleika, §§§ hleðslumerki ög eftirlit með ||§ teikningum, innlendum og er- pl lendum, ennfremur endurskoð- §§§§ un á öllum teikningum áður en {§§§ þær eru staðfestar hér, en er §§§ lítið í eftirlifi í skipunum = sjálfum. -ý- §§§ — Varst þúf ekki í stofnun §§§ Sveinafélags skipasmiða? =§= — Jú vitanlega var ég það. j=§ Ég kynntist stéttarsamtökum EEÉ fyrst í Danrhorku; þau voru ||| Framhald 10 siðu Fyrir rúmum tveimur árum var hafizt handa um stofnun allsherjarsamtaka hér á landi gegn hinni erlendu hersetu, sem varað hefur síðan 1951. En þá gerðist sá minnisverði atburð- ur, að ríkisstjórn hinna þriggja borgaralegu flokka kallaði þing- menn sína saman til fundar í Alþingishúsinu í Reykjavík til þess að láta þá samþykkja ósk um bandaríska hersetu. Reynt var að láta líta svo út, sem hér væri um að ræða sjálfstætt mat hinnar íslenzku ríkisstjórnar á gangi heimsmála, og væri það mat ástæðan til þessarar ákvörð- unar. Hafi þeir verið margir, er þá trúðu því að svo væri, þá munu slíkir vart íyrirfinnast nú. Miklu fremur veit öll þjóð- in það, að þessi ólöglega sam- þykkt var beint gerð að fyrir- mælum Bandaríkjastjórnar til þess að bjarga henni frá þeim á- litshnekki, er hún hlaut að verða fyrir um heim allan við að beita okkur ódulbúnu valdi. = Ásmundur Sigurðsson Hinn illi ;málstaður var líka fullkomlega viðurkenndur, með því að láta þingmenn stjórnar- flokkanna eina fjalla um málið og láta heita svo að þeir væru löglegt Alþingi. Stjórnarand- staðan — Sósíalistaflokkurinn — var ekki til kallaður, af því að öruggt þótti, sem líka var rétt, að hann mundi þegar hefja hörkubaráttu móti þessu frá- leita afsali íslenzks sjálfstæðis. Hernámsríkisstjórnin og hennar fylgilið var hrædd um það, að sú barátta, sem Sósíalistaflokk- urinn hafði aðstöðu til að heyja á fullskipuðu Alþingi, myndi vekja þjoðina svo til skilnings á hættunni, að komið yrði í veg fyrir áform þeirra. Þess vegna var Sósíalistaflokkurinn ekki til kvaddur. En aðferðin lýsir fullkomlega hinum innra manni þeirra stjórnmálamanna, er þannig fóru að því að smeygja nýjum fjötri á þjóð sína. steinhættir að halda því fram í nokkurri alvöru, að herstöðv- arnar og hersetan sé okkur til varnar ef styrjöld hæfist. 1 þess stað er komið óljóst orðaskvald- ur um að við séum og eigum að vera þátttakendur í vestrænni samvinnu, og hennar vegna verðum við að færa þessa fórn, þrátt fyrir þá hættu, sem hún leiðir yfir okkur. Það hefur líka komið fram að þeir hika ekki við að láta okkur færa fleiri fórnir á altari þessarar sam- vinnu. í útvarpsumræðum frá Alþingi á s.l. vetri var einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins svo hreinskilinn að játa, að svikin í landhelgismálinu væru gerð til þess að vernda hina „vestrænu samvinnu". Að fs- lendingar vildu eignast 12 mílna landhelgi var hræðileg ógn við þá göfugu hugsjón. Sem betur fer eé vaxandi sá hluti íslenzku þjóðarinnar, er sér nú í gegnum þá gerninga- þoku, sem reynt hefur verið að sveipa um öll þessi viðkvæmu málefni. Gleggsta dæmi þess eru hinar ágætu undirtektir er stofnun og starfsemi Samtaka hernámsandstæðinga hefur feng- ið. Keflavíkurgangan fyrri, sumar- ið 1959 — stofnun héraðsnefnd- anna sumarið 1960, Þing- vallafundurinn haustið 1960 og hin geysifjölmenna kröfu- ganga frá Keflavík á s.l. vori; allt eru þetta at burðir vitnandi um vakningu hlns óbreytta alþýðufólks til varnar sjálfri líftaug þjóðarinn- ar, sem sífellt er meira og meira ógnað af undanlátssemi misviturra stjórnmálamanna, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Undanlátssemi við sí- vaxandi ágang og frekju er- lendra sérhagsmunaafla, og raunar innlendra líka. Það mun ekki of mælt að allt þetta hafi vakið allmikla skelfingu í röð- um hernámsvinanna og stjórn- málaflokka þeirra, er gert hafa málstað þess að sínum. Við- brögð blaða þeirra á s.l. vori sýndu það, að þeim bauð í grun að þjóðarsálin væri farin að vakna, að þeim fannst óþægi- lega. fund stærstu stjórnmálaleiðtog- anna í austri og vestri, þeirra Krústjoffs og Kennedys, til þess að beita .áhrifum sínum í þá átt að fá friðsamlegum leiðum beitt og ólguna lægða i kalda stríðinu. Þetta sýnir að þær þjóðir, er að ráðstefnunni stóðu og samtals telja á sjötta hundrað millj. manna ætla að beita áhrifum sínum til hins ýtrasta til að fyrirbyggja styrj- aldarátök. Hér er tvímælalaust að skapast afl, sem á eftir að haía mikil áhrif á allan gang heimsmála. En hér á íslandi sitja ráðherrar, þingmenn, út- varpsfyrirlesarar, ritstjórar og blaðamenn i hundraða tali og æpa út yfir landslýðinn þær fullyrðingar, að það sé van- sæmandi fyrir þjóð, sem ekki er fjölmennari en ein gata í erlendri stórborg, að skipa sér í þessa fylkingu. 1 ríkisútvarp- inu hefur hugmyndin um það verið nefnd ræfildómur. En mun ekki þessari íslenzku her- áróðursfylkingu reynast erfitt að sanna það með rökum, að allir fulltrúar þeirra millj- óna, sem mættu á Belgradráð- stefnunni, séu bara dulbúnir þjónar heimskommúnismans, tilbúnir að vega aftan að lýð- ræðinu eða þeir hafi minna vit á gangi heimsmálanna en t.d. ritstjórar Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins. S.l. vor voru 10 ár liðin frá þessum atburðum. Á þeim ára- > 5tug' ‘hefur! mairgl breyrtzfc Fo%- mælendur . hersetunhar erú Hlutleysi er orð, sem íslenzk- um hernámsvinum er illa við. Frá byrjun höfum við, and- stæðingar hernámsins, haldið fast fram þeirri skoðun, að hlut- leysi væri e'ina vörn smáþjóðar eins og okkar. Og alltaf er það að skýrast betur að þessi skoð- un er rétt. Á síðustu árum hef- ur hlutleysisstefnunni vaxið fylgi svo mjög, að fyrir fáum vikum var haldin í Belgrad fjölmenn ráðstefna, með full- trúum þeirra ríkja, er fylkja sér um þessa stefnu. Af Evrópu- ríkjum er Svíþjóð fremst í flók.ki hlutlausra ríkja, af As- íuríkjum Indland og af Afriku- rikflfthV afiySáli 1PÖ8ÍO rgáfetðfifán sendi helztu leiðtoga sína á Stundum er okkur hernáms- andstæðingum brugðið um það, að enn þá sé lítill árangur af starfi okkar. Herinn sitji sem fastast, þrátt fyrir okkar starf. Víst geta þeir hernámsvinir hælzt um enn, bæði af því og einnig hinu að hafa smeygt þessu yfir þjóðina með blekk- • ingum. En bezt er þessum storkunum svarað með því sem kom fram í ræðu hins aldna sýslumanns Skagfirðinga, Sig- urðar Sigurðssonar, á Þingvalla- fundinum í fyrra, að því mætt- um við einmitt sízt gleyma, að þessi barátta gæti orðið bæði hörð og löng. Þessi maður man sjálfstæðisbaráttuna frá því um s.l. aldamót, og því glöggskyggn á þann sannleika, að hér er ekki aðeins við að etja hin óþjóðlegu innjendu öfl, sem fyrst og fremst miða afstöðu sína við hags- munavon, heldur einnig kröfur eins af stórveldum veraldar, sem beitir þessum öflum fyrir sig og styður þau á allan þann hátt, sem það getur. En svo má heldur ekki gleyma öðrum þætti málsins. Og það er sá vinningur sem fólginn er í gildi baráttunnar sjálfrar meðan við eru neydd til að búa við hersetuna. Það er jafnframt baráttan móti hin- um spillandi og afsiðandi óhrif- um hersetunnar á þjóðlífið. Sú; stund mun koma fyrr eða síðar að við losnum við þessa her- $etu, ef vjð aðeins höfum sjálf m rnunoxíor/ . mnunagnB'f Framh.íá lu.. síðo . Þriðjudagur 3. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN Ásmundur Sicjurðsson: ERLENDRI ÁGENGNI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.