Þjóðviljinn - 10.10.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.10.1961, Blaðsíða 10
Eins og áður hefur verið getið í fréttum cru friðargöngumennirnir sem fyrir löngu lögðu af stað frá San Francisco á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, héldu liaðan þvert yfir Bandaríkin, fóru síðan á skipi yfir Atianzhaf, en gengu þá yfir Bretland og síðan meginland Evrópu, nú loks komnir á leið- arenda, til Moskvu. Þar hafa þeir m. a. átt fundi með sovézkum stúdentum svo sem skýrt hefur ■verið frá í fréttum og fyrir helgi ræddu þeir við Nínu Krústjovu, konu sovézka forsætisráðherr- ans. — Hér á myndinni fagnar sovézk kona þeim, skammt áður en haldið var inn í höfuðborg Sovétríkjanna. — Göngufólkið er nú aftur lagt afstað heim til sín, en ekki fótgangandi. Friðþjjófur Nansen T’ramhald af 7. síðu. morð. Enn aðrir skemmtu sér við skopblaðið í Björgvin, sem 'flutti svohljóðandi auglýsingu: „Sýning! I júnímánuði næst- komandi sýnir Nansen safn- vörður skíðahlaup á Grænlands- jöklum. Sæti í jökulsprungun- um. Farseðill heim sparast". En ferðin var farin og tókst .-giftus'amlega. Vísindalegt gildi hennar var mikið og hún vakti mikinn áhuga meðal almenn- ings á skíðaíþróttinni. • Á Fram í heims- skautsísnum Grænlandsfórðin átti eftir að ihverfa algerlega í skugga hins ■eítirminnilega heimsskautsleið- -angurs á skipinu Fram. Frið- þjófur Nansen átti hugmyndina Æð leiðangri þessum og var ætlunin að siglá skipinu inn i rekísinn, svo langt sem mögu- ■ legt var undan norðurströnd Síberíu, láta skipið frjósa þar inni og reka síðan með hafísn- ■ um, í von um að komast þann- • ig fram hjá norðurheimsskaut- inu eða svo nálægt því sem . kostur yrði. Alþýða manna í Tíoregi hafði mikinn áhuga á ’ málinu og kenndi þó jafnframt nokkurs uggs um hvernig leið- í angrinum myndi reiða af. Lagt var af stað sumarið 1893. Fram sigldi austur með - strönd Síberíu; í september var • skipið komið í ísinn á rek norðvestur. Ár leið og þá var Nansen orðið ljóst áð hann myndi ekki með þessum hætti komast eins norðarlega og hann hafði vonað. Þá tók hann þá ákvörðun að fara á skíðum og hundasleðum við annan mann norður á bóginn, kanna ísbreið- una og gera rannsóknir. Aðra > slíka för fóru þeir í marz 1895. Þá, 7. apríl, komust þeir félag- ar á 86°4’ norðl. br. eða nær norðurheimsskauti en nokkur maður hafði áður komizt. Vet- v.rsetu urðu þeir að hafa á Franz Jósefslandi, en sumarið 1896 komust þeir til bækistöðva leiðangurs Bretans Frederick Jackson og á skipi hans var haldið heim til Noregs. Voru þá liðin þrjú ár síðan lagt var af •stað í Fram-leiðangurinn og hafði ekkert spurzt til þeirra íélaga þann tíma. Um mjög svipað leyti sneri Fram heim á leið, skipið vár þá komið út ■ úr ísnúm'norður af Spitsbergen og hafði verið . á reki í ísnum í þrjú ár, nákvæmlega jafn lengi og Nansen hafði gert ráð fyrir í upphaflegu áætlunum sínum um leiðangurinn. Fram-leiðangurinn vakti að vonum gífurlega athygli um heim allan og Nansen varð frægur um víða veröld og virt- ur sem hugmyndaríkur, áræð- inn og snjall vísindamaður og landkönnuður á norðurslóðum. Niðurstöður af rannsóknum leiðangursmanna brutu alger- lega í bága við ýmsar kenning- ar sem áður höfðu verið uppi um norðuríshafssvæðið; t.d. var nú ljóst að íshafið var regin- djúp og eyjar yfirleitt ekki að finna þar, en áður höfðu marg- ir könnuðir talið að hafið væri grunnt og að stór landsvæði skytu þar upp kollinum. Mikil- vægt var einnig rannsóknarefni það sem safnað var í leiðangr- inum fyrir jarðsegulfræðina, at- huganir á noíðurljósum, veður- fræði. haffræði, dýrafræði o.fl. Friðbiófur Nansen varð próf- essor í dýrafræði við Oslóar- háskr'la árið 1897. Hugur hans beindist þó æ meir að haffræð- inni og 1908 varð hann próf- essor í þeirri grein við sams háskóla. I haffræðinni átti Nansen eftir að vinna braut- ryðiendastarf; rit hans vöktu mik'a athveli og bau sem voru með albýðlegri blæ seldust í stórum upplögum. en eftirsóttur varð hann til fyrirlestrahalds um heim allan. Sú frægð og v* *rðing sem hann hafði unnið sór átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir hann þegar leysa burfti vandamál þau. er hann s>'ðar fékk að gh'ma við en voru ?Ut annars eðlis en bau sem hann var bundinn fyrir um og eftir aldamótin. * Á r*Ý'um stárfsvettvangi Friðbiófur Nansen hefði ekk- ert kosið fremur en að fá tæki- færi til að vinna áfram að rannsóknarstörfum sínum, t. d. hafði hann uopi ráðagerðir um leiðangur til suðurheimsskauts- ins. Fn önnnr verkéfni biðu 'hans. Árið 1905 slitu Norðmenn sambandi sínu við Svía og þá, á hinum örlagaríku tímum fyrir Noreg. var htutur Nansens í að sameina norsku bióðina og afla máli hennar stuðnings og vel- vildar meðal annarra þjóða ekki lítils virði. Aliar dyr stóðu • hinum fræga vísindamanni opn- ðiO) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. október 1961 ar. Hann var kjörinn til þess að takast á hendur fyrsta sendi- herraembætti sjálfstæðs Noregs í Lundúnum 1906—1908 og í fyrri heimsstyrjöldinni vann hann mikilsvert starf fyrir þjóð sína á sviði milliríkjaviðskipta. Að stríðinu loknu gerðist Nansen eindreginn talsmaður Þjóðbandalagsins gamla, taldi brýnustu nauðsyn að efla þessi alþjóðasamtök og fá sem flestar þjóðir til samstarfs á grund- velli þeirra. Vann hann um 1920 mikið starf við heimsend- ingu stríðsfanga og hverskonar aðstoð til handa flóttamönnum. Síðar kom það mikla starf sem hann vann í Rússlandi, þar sem hungursneyð var landlæg eftir heimsstríð, b.yltingu og borgara- stríð. Var Nansen óþreytandi, hann ferðaðist um Evrópu þvera og endilanga og Ameríku, hélt fyrirlestra og safnaði fé til hjálparstarfseminnar í Rúss- landi; vann enn hjálparstarf meðal grískra og armenskra flóttamanna. I desember 1922 tdaut Frið- biófur Nansen friðarverðlaun Nóbels fyrir mannúðarstörf sin í þágu milljónanna. störf, eink- um þau sem unnin voru í landi bolsévikkanna. sem ekki voru virt eða metin eða þökkuð af öllum. Það óh'pmiu starf, sem Frið- biófur Nansen mnti af höndum á briðia áratug aldarinnar, hlaut áð segia til s’n, enda þótt hann væri vel að manni, stór og stæltur. Og svo bsettust vonbrigði við; vonin sem hann hafði bundið við batna"Hi sam- búð þjóða og revnt siéjfur að leggja lið með mannúðarstarfi sínu brást. Friðbiófur Nansen var þrevttur maður og vonsvik- inn er hann lézt 13. maí 1930, á 69. aldursári. ★ Hér að framan hafa verið dregnir fram fáeinir þættir í lífsstarfi Friðþjófs Nansens. — Um hann hefur talsvert verið ritað á íslenzku. M. a. eru þessi rit: Jón Ólafsson: Þáttur af Friðþjófi frækna, Skírnir 1896. Norðurför Nansens. öldin, Winnipeg 1896. Æéiágrip með myndum í Almanalci Þjóðvina- félagsins 1898. Ólafur Friöriks- son: Frá Vestfjörðum til Vestri- byggðar. För Friðþjófs Nansens og félaga hans yfir meginjökul Grænlands. Rvik 1927. Jón Sör- ensson: Friðþjófssaga - Nansens,. þýð.: Kristín Ólafsdóttir læknir. Rabb Jéns í Veri Framhald af 4. siðu. þetta verð er í engu sam- ræmi við það, sem hægt er að greiða. Við heimtum rann- sókn á vinnslukostnaði hér og sölukostnaði vörunnar á er- lendum mörkuðum. Við viljurn fá að vita hvaða hlutverki hin- ar svokölluðu steikaraverk- smiðjur í Bandaríkjunum og Bretlandi gegna (til hækkunar eða lækkunar á hráefnisvei'ði). sem sagðar eru relcnar þar á ábyrgð íslendinga og kaupa hi'áefni héðan til vinnslunnar. Hvar lendir reksturshagnaður þessara fyrirtækja? Er það satt að Fiskiðjuverið. á meðan það var ríkiseign og seldi sjálfstætt á Bandaríkja- markað, hafi í það minnsta í sumum tilfellum skilað allt að 30% meiri gjaldeyri fyrir sama magn og sömu tegund* af fiski, heldur en þeir sem fluttu fiskinn út til að full- vinna hann þar fyrir neytend- ur? Þessi staðhæfing hefur komið fram h-"að eftir annað, en bankar og gjaldeyrisyfir- völd hafa ekki séð ástæðu til að mótmæla. Svo vorum við fræddir á því í Ríkisútvarpinu nýlega að íslenzkur fiskur væri seldur á alhæsta verði á Bandaríkjamarkaði, hærra en norskur og kanadískur fiskur, en í báðum þessum löndum er greitt hærra hráefnisverð og einnig hærra kaup í fisk- iðnaðinum. Og í Kanada ætti kaupmismunurinn að valda talsverðum mismun á vinnslu- kostnaði þar sem lágmarks- kauD verkamanna er sagt kr. 70 íslenzkar fyrir klukkustund. eftir því sem fréttastióri út- varpsins upplýsti nýleea, í frásögn um ferð forseta ís- lands. Já, karl minn, við erum flestir seinþreyttir til vand- ræða þessir sjóarajaxlar. Við höfum alizt upp við sitt af hverju. En þó skyldi enginn skáka í því skjóli, að hægt sé að troða okkur um tær til langframa. Ef þú ert búinn að skrifa eitthvað af þessu rabbi mínu niður, þá vil ég, að þú Eleymir ekki að skila því. Miiiningarkveðja Framhald af 7. síðu. hrósa öllum mönnum er þeir eru horfnir af sjór.arsviðinu. en það er ekki ofmælt um þessa menn að þar fóru góðir drengir fyrir aldur fram. ög vildi ég með þessum fátæklegu orðum votta fjölskyidum þeirra innilegustu samúð mína. Sóknarpresturinn gat þess við minningarathöfnina í dag að hafin væri söfnun til styrkt- ar fjölskyldum hinna látnu. Ég vil nota tækifærið: og hvetja fólk til að sýna ’samúð sína í verki með því að taka þátt í þeirri söfnun. Það verður.að v’su aldrei bðettur með peniág- um só missir sem þetta fólk hefur orðið f.vrir. þau sár mun tíminn einn græða að rtokki;u, , en fjárhagslegur styrkur kem- Ur sér vel fyrir bá sém misst hafa sína fyrirvirnu og þá fyrst' og fremst ekkjurnar þrjar með ung börn. Hjáipið þeim til að komast yfir fyrstu f járhagsörðugleik- ana. Svo bezt verður heiðruð minning þeirra sem þær hafa misst. Benedikt Þorsteinsson. SEMPERIT hjólbarðar 590 X 14 670 X 15 710 X 15 Hvergi hagstæðara verð. G. HELGASON & MELSTED H.F. Rauðarárstíg 1, sími 11644. Húsnæði 1 til 2ja herbergja íbúö eða tvö herbergi með aðgangi að eldhúsi óskast fyrir sænsk hjón með eitt barn. BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR. Stúlka óskast til almennra skrifstófustarfa. Tilboð með upplýs- ingum sendist afgreiðslu Þjóðviljans, merkt: „ÁHUGASÖM". Sendill óskast nú þegar. Þjóðviljinn . illiuiþl-'jli' j . '■ f iV'lód V-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.