Þjóðviljinn - 15.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1961, Blaðsíða 4
UUiUU rifstjóri: Sveirrn Krisfinsson nægt honum til þeirrar aðdá- unar sem hann nýtur, eí ekki kæmu til þeir töfrar; sem ein- kenna skákst'l hans. Snjallar leikreglur, stílbrögð margskon- ar og hugmyndaríkar gildru- iagnir eru ef svo má segja samgróin skákstíl hans. Að vísu stendur stíll hans föstum fótum í djúpri stöðulegri únd- irbyggingu. En svo næmur er hann fyrir öllum taktiskum straumum og veðrabrigðum að það hlýtur að teljast meginein- kennið á skákstíl hans. Fagurkerar í skáklistinni hafa því naumast átt sér heppilegra átrúnaðargoð en Paul Keres, enda hafa vinsæld- ir hans verið með fádæmum. Keres er nú hálffimmtugur að aldri og bví allvafasamt að honum auðnist héðan af að leggja undir sig heimsmeistara- titilinn. Sennilega er hann sterkastur þeirra skákmeistara, sem ekki hefur tekizt að leggja hald á þennan titil. Hann á þó örugglega eftir að gleðja hjörtu margra skákað- dáenda víðsvegar um heim á ókomnum árum, ef líf endist. Hvítt: Pachmaim Svart: Keres Enskur leikur 1. c4 e5, 2. Rc3 Rf6, 3. Rf3 Rc6, 4. d^ exd4, 5. Rxd4 Bc5. (Uppáhaldsleikur Keresar.) Paul Keres 6. Rxc6. (Ef til vill er 6. Rb3 betri leikur). 6. -----bxc6, 7. g3. (Vafa- samur leikur. Til greina kom einfaldlega 7. e3, síðan Be2, 0—0 b3 og Bb2.) 7. — — h5! (Svartur ræðst þegar að konungsarminum, sem er nú veiktur vegna uppskipt- anna á kóngsriddaranum). 8. Bg2. (Betra væri 8. h3, h4, 9. g4.) 8. -----h4, 9. 0—0? (Þetta er allt of áhættusamt að hróka ofan í sóknina. Þar sem 9. Bgö?, Bxf2t, 10. Kf2, Rg4f gekk ekki heldur, þá átti hvít- ur að reyna 9. Re4.) 9. -----hxg3, 10. hxg3 De7, 11. Bf4. (Svartur hótaði geig- vænlega De5 og síðan Dh5.) 11.------Bb7, 12. a3 Rh5, 13. Dd2. (Auðvitað ekki 13. Bxc7, d6, 14. Ba5 Rxg3 o.s.frv.) 13.-----Rxf4, 14. Dxf4 Bd6, Hvítt: Pachniarin Skýringar skákarinnar • efti r „Schach Echo“. F RÁ B L E D 15. Dd2? (Hvítur vsrð ski’.yrð- "islau?f1 að "léilta 15.' ’Déf og skipta uþp’drottn'rigimh'i, til að. veikja kóng'ssóknaráform svarts. Svártur" hefðí" 'bá' að vísu betra tafl ve'gná ’biskupa- parsins.) 15. — — 0—0—0. (Nú er svarti kóngurinn í öryggi, og: ekkert stendur íramar í vegi fyrir sóknaráformum h'ans.) 16. b4 Be5, 17. Ha-cl f5, 18- f4. (Ella léki svartur f4.) 13. — _ Bf6, 19. e4 g5, (Keres rífur upp konungsarm hv'ts með klassiskum aðferð- um). 20. e5 Bg7, 21. Df2 gxf4t (Það er óþarft að gera sér rellu út af peðinu á a7). 22. gxf4 Hd-g8, 23. b5 Bf8r 24. bxc6 Bxc6, 25. Rd5 Dh7 — og hér gafst Paehmann upp. 26. Df3 yrði svarað með 26. — '— Bc5f. Eftirfarandi skák var tefld í 5. umferð. ó skákþinginu í Bled. Þeir eigast þar við skák- fiæðingurinn Pachmann og hinn heimsfrægi stórmeistari Paul Keres. í upphafi skák- mótsins í Bled hitti ég skák- mann einn á götu hér í bæn- um og spáði hann Keres örugg- um sigri á mótinu og hafði veðjað þar um allmikilli fjár- upphæð. Þótt maður þessi hafi orðið fyrir verulegu efnahags- •legu skakkafalii þá er fjarri því að hann sé eini aðdáandi hins glæsilega eistneska skák- meistara. Keres hefur, allt frá LOKASTAÐAN; Svart: Keres því hann fyrst kom fram sem fullþroska skákmaður árið 1935, átt stóran hóp aðdáenda og hefur sá hópur j7firleitt farið stækkandi í áranna rás. Aðdáun sú, sem Keres hefur vakið, hefur heldur ekki verið ástæðulaus, því fáir skákmenn eiga glæsilegri feril en hann. Síðastliðinn aldarfjórðung hef- ur jafnan þótt orka tvímælis um það, hvort nokkur skák- maður í heiminum væri hon- um fremri og eru þá heims- meistarar ekki undanskildir. En árangrar Keresar út af fyrir sig hefðu þó naumlega H.X7 RADIO * IV. REYKJAVIK STAFANGUR LOFTLEIÐiS LANDA MILLI ..........FLJÚGIÖ HINUM NÝiU HRAÐFLEYGU FLUG' srí nmmlélnX ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM £) — ÞJOÐVILJINN — Sunnudagur 15. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.