Þjóðviljinn - 15.10.1961, Blaðsíða 6
pioowil
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar:
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Umbotaflokkur eða aftur-
haldshækja?
fjegar Tíminn er tekinn á nýjan leik að birta leiðara
þess efnis, að lausn allra þjóðfélagsvandamála á
íslandi felist í útrýmingu „kommúnismans11 og eflingu
hins eina sanna umbótaflokks Framsóknarflokksins,
verður ekki hjá því komizt að minna á, að þessi eini
sanni „umbótaflokkur" hefur hvað eftir annað í sögu
sinni verið á valdi svartasta afturhalds landsins og
þátttabandi í hinum verstu afturhaldsverkum, sem
unnin 'hafa verið í íslenzkum stjórnmálum, í innilegu
bandalagi við auðklíkur Sjálfstæðisflokksins. Og Fram-
sóknarflokkurinn hefur hvað eftir annað orðið að
bjarga lífi sínu og áliti með því að leggja til hliðar
aðalforystumenn flokksins, sem orðnir voru svo al-
ræmdir af afturhaldssemi að fylgið hefði hrunið af
flokknum ef hann hefði þurft að draslast með þá í for-
ystunni áfram.
Allur þorrinn af flokksmönnum Framsóknarflokksins
og fylgjendum vill að flokkurinn sé heiðarlegur
vinstri flokkur og umbótaflokkur. Þess vegna hefur því
verið fagnað um allt land þegar Framsóknarflokkur-
inn hefur tekið heiðarlega vinstri afstöðu í þjóðmál-
unum Framsóknarmenn, sem undanfarið hafa gengið
til samstarfs við frjálslynd og róttæk öfl innan verka-
lýðshreyfingarinnar, og einnig í baráttunni gegn her-
náminu. eru furðu lostnir yfir skrifum Tímans, þar
sem ekki er annað sjáanlegt en verið sé að undirbúa
eina afturhaldsveltuna enn, verið að betla um að fá
að skreiðast í nýtt þjóðstjórnarflet með „viðreisnar-
flokkunum," og afsökunin á að vera gamalkunn, sefa-
sýkisöskrin um kommúnistahættu og Moskvu.
• Auðséð er á blöðum ríkisstjórnarinnar að þau fagna
^ mjög þessu afturhaldskasti Tímans og vænta sér
af því nýs bandamanns í ,,viðreisnar“-pólitík sinni, og
alveg sérstaklega virðist Morgunblaðið telja stuðnings
að vænta frá afturhaldssömustu foringjum Framsókn-
arflokksins við þau skuggalegu áform ríkisstjórnarinn-
ar að innlima ísland sem valdalausan hrepp í stórveldi
auðhringanna í Vestur-Evrópu. En hætt er við að aft-
urhaldsmönnunum í forystu Framsóknarflokksins reyn-
ist erfitt að draga flokkinn allan og fylgjendur hans
með sér í íhaldsdilkinn. Kynni svo að fara að flokkur-
inn teldi enn einu sinni brýna mauðsyn að losa sig
fremur við þá forystumenn, sem orðnir eru svo gegn-
sósa af íhaldssemi, að þeir hyggjast nú með hræsnis-
vígorðum um ,vestræna samvinnu' misnota trúnað þess
fólks, sem heldur sig vera að kjósa frjálslyndan um-
bótaflokk þar sem Framsóknarflokkurinn er, en ekki
að senda á þing knippi af hækjum handa svartasta aft-
urhaldi landsins að styðjast við.
Afmælisgjöfin
]Vfú fer að styttast að afmæli Þjóðviljans, og er nú
” hver dagur og ekki sízt helgar, tækifæri til að
yinna fyrir happdrættið og gefa blaðimu með þeim
hætti myndarlega afmælisgjöf. Fyrirkomulag happ-
drættisins að þessu sinni hefur orðið vinsælt, með
fjóra möguleika á bílvinningi og auk þess aukavinn-
inga sem þegar er búið að draga um. Vegna þeirra á-
forma sem mú eru gerð um stórbættan vélakost prent-
smiðju Þjóðviljans og bætt skilyrði til útgáfu fjöl-
breyttara og betra og fallegra blaðs, er mikils þörf.
ísíenzk alþýða hefur aldrei brugðízt Þjóðviljanum, og
mun enn lyfta blaði sínu með þessu nýja ótaki.
■' - ■' •• •• • ••
| Verkaniadurinri V«. | *
. V:'
Hálidahöldio 1. niaí Ijiil-
tneun og vcl Ifcppnuð
ra c- < z - a-
B
mSSáím M '-♦VK -
ureyn
Q
w
\
Elzfa bíaS róftœks verkalýSs hér á landí
Þorsteinn Jónatansson.
Akureyri hefur löngum, með
réttu eða röngu, verið talin
borgaralegasti bær á íslandi.
En samtök verkamanna eiga
sér har einnig langa sögu. Þar
var stofnað elzta verkamanna-
félag landsins og Verkamaður-
inn, málgagn vinnandi fólks á
Akureyri hefur senn kqmið út
í 44 ár og er því elzta blaðið
sem flutt hefur málstað verka-
manna hér á landi. Því hlut-
verki sínu hefur Verkamaður-
inn alltaf verið trúr, en hann
hefur verið lítið blað. fátækt,
og bví ekki ævinlega fjölbreytt-
ur né uppl'fgandi. Nú hefur
hann stækkað, breytt um svip
og fjölbrevtni í efni aukizt.
Tveir ungir menn hafa nú tek-
ið við ritstjórn hans, þeir Þor-
steinn Jónatansson, sem í nokk-
■
® Mákvæmt hlntteysi 1
■
■
Hlutleysisreglur útvarpsins •
eru sem kunnugt er einkenni- !
legar og misjafnlega vandlega E
haldnar. Stundum er þeim þó ■
framfylgt af stakri nákvæmni. :
■
Þannig ætluðu forráðamenn ■
Sjómannafélags Reykjavíkur 5
í fyrradag að koma auglýs- ■
ingu 1 útvarpið þar sem j
Slysavarnafélaginu var þakk- :
að fyrir að efna til nám- ■
skeiðs um meðferð gúmbjörg- E
unarbáta og skorað á sjó- 5
menn að taka Þátt í því. ■
Auglýsingaskrifstofan neitaði 5
að taka auglýsinguna á þeim ■
forsendum að bannað væri að 5
þakka mönnum og skora á 5
menn í ríkisútvarpnu. Var þá •
leitað til æðri valdamanna ■
með sama árangri.
Þannig gætir útvarpið ýtr- ■
asta hlutleysis um það hvort E
sjómenn eiei að læra meðferð E
björgunarbáta eða ekki.
• 88 nauðungarapp- j
i
boð í tveim thl.
Lögblrtingabl.
Af Lögbirtingarblaðinu má
nokkuð ráða um efnahagsaf-
komu fólks á hverjum tima.
f fyrri viku komu út 100. og
101. tbl. þessa árgangs og í
fyrra blaðinu voru auglýst
44 nauðungaruppboð i
Reykjavik og 3 utan Reykja-
víkur og í því síðara 41 upp-
boð í Reykjavík.
í Morgunblaðinu lesum við
daglega aftur á móti hve all-
ir landsmenn séu ánægðir
með viðreisnina.
ur ár hefur verið varaformað-
ur Verkamannafélags Akureyr-
arkaupstaðar og starfsmaður
verkalýðsfélaganna og starfað
við Verkamanninn síðan 1956.
Hinn ritstjórinn er Hjalti Krist-
geirsson, sem hefur fyrir
skömmu lokið hagfræðiprófi
við háskólann í Búdapest.
í gömlu, og vafalítið fom-
frægu, húsi við Hafnarstræti á
Akureyri er aðsetur Verka-
mannsins, og þar hittum við
ritstjórana, þá Þorstein og
Hjalta. Ritstjórnarskrifstofan
er ekki nema að litlu leyti bú-
in eftir nýjustu tízku, en það
hve gaman er að hitta unga
menn sem nýbyrjaðir eru á
miklu verkefni vegur þar meir
en á móti.
— Verkamaðurinn hefur
heldur en ekki skipt um svip
hjá ykkur þykir mér.
— Já, við héldum upp á 1.
maí sl. vor með því að gefa
Verkamanninn út í nýju formi.
Þá varð hann 8 síður og hefur
komið þannig út reglulega
einu sinni í viku. Jafnframt
voru gerðar ýmsar breytingar
á blaðinu, m.a. er hann fyrsta
islenzka fréttablaðið sem kom
út með litprentuðum haus.
Fjölbreytni í efnisvali var auk-
in við stækkunina og ráðnir
tveir ritstjórar að blaðinu, en
fram að þeim tíma eða í meir
en 40 ár hefur ritstjórn blaðs-
ins verið íhlaupaverk sem
menn hafa unnið jafn.framt
öðrum störfum.
— Hvað er Verkamaðurinn
annars gamall?
— Fyrsta blaðið kom út 14.
nóv. 1918. Blaðið stofnuðu
nokkrir félagar úr Verka-
mannafélagi Akureyrar og var
það gefið út sem málgagn
verkamanna á Akureyri.
— Hve margir og hverjir
hafa verið ritstjórar Verka-
mannsins?
Fyrsti ritstjóri var Halldór
Friðjónsson, bróðir Sigurjóns
Friðjónssonar skálds, síðan
hafa verið þessir ritstjórar:
Erlingur Friðjónsson, Einar Ol-
geirsson, Steingrimur Aðal-
steinsson, Þóroddur Guðmunds-
son, Jakob Ámason, Rósberg
Snædal, Þórir Daníelsson og
Björn Jónsson.
— Og ætlið þið svo að gera
Verkamanninn að miklu Akur-
eyrarblaði?
— Að sjálfsögðu, en við
hyggjumst þó fyrst og fremst
gera Verkamanninn að sérstöku
málgagni sósíalista og Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlands-
kjördæmi eystya. Hann mup
því fjalla um málefni kjördæm-
isins en ekki Akureyrar ein-
ungis; við munum leggja meg-
ináherzlu á mál kjördæmisins,
auk almenns efnis.
— Og hefur útbreiðslan auk-
izt við breytinguna?
— Já, útbreiðslan hefur aUk-
izt allverulega frá því • -brevt-
ingin var gerð, en þó álítum
við að hún þurfi enn að auk-
ast til muna til þess að" blað-
ið standi sem bezt fjáihágs-
lega og til þess að það geti
orðið þannig úr garði gert að
það uppfylli sem mesþ óskir
kaupendanna. Auðvitað þarf
ennfremur það að við reyn-
umst starfi okkar vaxnir, pn
úr því verður reynslan aö
skera, segja þeir og brosá..
— Og nú ætlið þið váfa-
laust að auka fréttirnar þegar
blaðið hefur stækkað?
— Já, Verkámaðurinn hefuj'
frá upphafi nær eíng’o’riguóýef-
ið stjórnmálablað, en nú verð-
ur lögð áherzla á að gerá bíað-
ið einnig ábyggilegt fréttablað
fyrir Norðurland. Með því móti
verður fengur að blaðinu fyr-
ir þá sem vilja fylgjast með
málefnum þessá landshluta', T.d.
þá sem fluttír 'érú1 búrt én
vilja fá fregnir úr heímábýggð
sinni.
.j-i%
— Verkamaðurinn er, .orðinn
nokkuð gamall. í h.ettunnL
— Já, hann. kom<:.íyrst- út
1918 og er Verkarpaðurinn því
elzta málgagn hinnar róttæku
verkalýðshceyfingar .',.sem enn
er gefið út,,og hefur komið
nokkurnveginnjreglulega út frá
upphafi. ;!S,; • :: : ,
Það er mín skoðun,. heldur
Þorsteinn ,, áfr.am, , að flokki
Hjalvi Kristgeirsson
okkar sé mikil nauðsyn að
kjördæmablöðin þlómgist og
dafni, því enda -þótt Þjóðvilj-
inn sé okkar aðalmálgagn, og
hljóti alltaf að verða, þá get-
ur hann ekki, hversu vel sem
hann er 'úr garði gerður gert
einstökum málefnum einstakra
byggðarlaga úti um land sömu
skiLog á að vera hægt í kjör-
dærnablöðunum. Stærsta hlut-
verk kjördæmabláðanna hlýt-
ur því að' verða að fylla upp
í þau skörð sem eitt landsblað
hefur alls ekki færi á að gera,
auk þess er þáli geta flutt af
greinum, skemmtun og fróð-
leik.
— Er eitthvað af kaupend-
um utan kjördæmisins?
— Já, þó við sníðum útgáf-
una fyrst og fremst fyrir Norð-
urlandskjördæmi eystra þá
eru kaupendur dreifðir um allt
land, einkum eru það gamlir
Akureyringar í Reykjavík, og
lausasala hefur verið nokkur i
Reykjavík. Stækkunin hefur
kveikt nýjan og vaxandi áhuga
fyrir Verkamanninum hvar-
vetna í kjördæminu.
J.B.
Þegar ríkisstjórn rænin
rofsiar úr tems
Undanfarnar vikur hafa mál-
gögn og málpípur auðvaldsins
hér á landi ýmist hamazt í
brjálæðiskenndu ofstæki gegn
verkalýðshreyfingunni og hót-
að henni öllu illu, eða þá
barmað sér sáran og sagt að
atvinnuvegirnir væru á heljar-
þröminni og verkafólk mætti
ekki gera neinar kaupkröfur
þvi þá færi allt úr skorðum.
Annar var söngurinn í
Morgunblaðinu málgagni stór
kaupmanna Qg heildsala fyrir
tæpum þrem árum. ■ En
þess skulu menn minnast að
þá var verkamannakaupið um
það bil 5% hærra heldur en
það er nú. auk þess sem verð-
lag var þá nærri 20% lægra.
Þá sagði Morgunblaðið að at-
vinnuvegirnir gætu staðið und-
ir hærra kaupi, og, það bein-
línis hvatti verkafólk til þess
að láta ekki kjöldraga sig.
En síðan hafa mörg vötn
runnið til sjávar og sitthvað
gerzt í verkalýðsmálum og ís-
lenzkum stjórnmálum almennt,
sem vert er að hafa í huga.
Snemma árs 1950 voru
samningar atvinnurekenda og
verkafólks ógiltir og kaup laun-
þega lækkað um 13,5%.
En atvinnurekendaíhaldinu
þótti þetta ekki nóg. Með efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnar-
innar í marz 1960 var efna-
hagskerfinu umbylt, þannig að
stóreignamönnum og bröskur-
um var hyglað stórlega á kosn-
að starfandi fólks og þeim veitt
ýmiss konar sérréttindi. Og af-
leiðing þessarar nýju efnahags-
málastefnu lét ekki á sér standa.
Ofsalegt dýrtíðarflóð flæddi yf-
ir landið þar sem allt hækkaði,
— nema kaupið, enda er talið
að kjör verkalýðsins hafi rýrn-
að við þessar ráðstafanir um
25%.
í vor og sumar rétti verka-
lýðshreyfingin að nokkru leyti
kjör meðlima sinna í verkföll-
unum eins og kunnugt er og er
óþarfi að rekja það nánar. í
þeim verkföllum sannaðist að-
atvinnurekendur höfðu logið til
um fjárhag fyrirtækja sinna, og
virtust þeir í lok verkfallsins
ekki vera í neinum erfiðleikum
með að greiða hið nýja kaup!
Einkennandi í verkföllunum
var hin sterka eining innan
flestra hinna stærri verkalýðs-
félaga og hin rnikla samúð sem
fólk um iand allt hafði með
verkafólkinu í stéttaátökunum,
þrátt fvrir sleitulausan áróður
hjá öskurapaliði ihaldsins!
Fnrvstumenn auðvaldsins
urðu hamslausir af bræði yf-
ir úrslitum verkfallanna. Mál-
flutningur Morgunblaðsins
varð harla ruglingskenndur og
mótsagnakenndur. Fyrir verk-
föllin hafði það haldið því
fram að atvinnulífið þyldi alls
enga kauphækkun. — í verk-
föllunum snéri það svo við
blaðinu og sagði að atvinnulíf-
ið gæti vel borið 6% kaup
hækkun og 4% seinna. — Og
eftir verkföllin skellti aftur-
haldsstjórnin á 13% gengis-
lækkun með bráðabirgðalögum,
sem hæpið er að hafi haft
þingmeirihluta, að hætti geggj-
aðra einræðisherra og rændi
með því öllu er verkalýðurinn
hafði unnið í verkföllunum og
meiru en því og braut um leið
það loforð sitt að hafa engin
afskipti af samningum verka-
fólks og atvinnurekenda.
Með þessari nýju gengisfell-
ingu er nýrri verðbólguöldu
skellt yfir þjóðina. En verð-
bólgu- og g.jaldeyrisbraskarar
græða og stóratvinnurekendur
og stórkaupmenn sem eiga
mikla vörulagera græða. Með
gengisfellingunni var auð-
mannastéttin að framkvæma
árás sína gegn starfandi fólki
og beitti í því skyni fyrir sig
rikisstjórninni, og þeirri árás
verður að svara.
Hvernig getur rikisstjómin
ætlazt til þess að verkamenn
og verkakonur sem vinna 48
stundir á viku geti unað kjör-
um sínum? E.t.v. hugsa stjórn-
arráðsherramir ekkert út í
það, þvi þeir skammta sjálf-
um sér önnur laun og meiri!
Hvernig á námsfólk sem
vinnur 3 til 4 mánuði á ári að
komast af með góðu móti?
Auðvaldsherrarnir hafa ekki á-
huga á því að bæta kjör þess
fólks, því að þeirra börn eru
ekki annað en „pabba-krútt“
sem eiga hægan aðgang að arð-
ránssjóðum foreldranna og
auðmýkjandi betlistyrkjum A-
bandalagsins!
Hvernig eiga iðnnemar, sem
hafa aðeins 4—600 króna viku-
kaup að una kjörum sinum?
Þeirra hlutskipti er aðeins
hlutskipti þrælsins sem starfar
eingöngu til þess að skapa öðr-
um auð og gróða!
Hversu lengi ætla verkakon-
ur að una því að fá ekki sömu
laun fj'rir vinnu sína og karl-
menn? Atvinnurekendum þykir
náttúrlega gott að hafa kon-
•una sem nokkurs konar lægri-
stéttar vinnuafl. en allir sem
til þess þekkja verða að við-
urkenna að í mörgum tilfell-
um eru konur s:zt afkastaminni
við störf sín en karlmenn!
Allir hljóta að sjá að laun-
in verða að^hækka, og því er
ekki hægt að mótmæla með
neinum rökum. Eða hvert á að
renna ágóði hins stóraukna
aflamagns og hið hækkaða
verðlag á útflutningsafurðun-
um?
Hvernig stendur á því að
lóðir eru keyptar fyrir millj-
ónir króna á sama tíma og
verkafólki er sagt að ekki sé
hægt að greiða því hærri laun?
Hvemig stendur á því að
fiskútflytjendur safna stór-
felldum fúlgum í bönkum er-
lendis þegar þjóðinni er talin
trú um að nauðsynlegt sé að
fella gengið svo sjávarútvegur-
irin geti borið sig?
Hvernig stendur á því að
r'kissjóður sóar milljónum
króna í Axel í Rafha á sama
tíma og fólki er sagt að ríkis-
sjóður sé á heljarþröm og þess
vegna verði fólk að sýna fórn-
fýsi?
Kjör verkafólksins verður að
bæta og það á kostnað hins
spillta stjórnkerfis og stórat-
vinnurekenda. Það hefur aldrei
þótt til of mikils mælzt þó
þjófar og ræningjar væru
látnir skila því sem þeir stela.
Þar sem rikisstjórnin hefur
stolið kaupi verkafólks og lýst
sig fúsa til að ræna rétti þess
og neitar að skila aftur ráns-
fengnum, verður að neyða hana
til þess.
Ef verkalýðshreyfingin held-
ur sér vakandi mun endanlega
sannast að hún er sterkasta
þjóðfélagsaflið, Qg þeir sem
ætla sér að stjórna gegn henni
eru að taka s:na eigin gröf.
G.J.G.
Á þriðjudaginn byrjar Hafnarfjarðarbíó sýningar á
pólsku kvikmyndinni „Aska og gimstcinar“, mynd sem
talin hefur verið í hópi alb'eztu kvikmynda sem gerðar
hafa verið á síðustu árum og sýnd víðsvegar um heim
hvarvetna við mjög mikla aðsókn, t.d. var hún sýnd
svo vikum og mánuðum skipti í Kaupmannahöfn.
Leikstjórinn, Jerzy Andrzejewski, er hinn sami og
stjórnaði gerð myndarinnar ,,Kanal“.(Jarðgangnanna) sem
Hafnarfjarðarbíó sýndi .cinnig á sínnm tíma. ' -■:
Hér, á síðiUinm sjást aðaileikendurnir í „Öskn og gim-
steinum' . Zbigniew Oybulski og 'Bwá löujaieHfckái'"'
■-■-■■
rnmm.
£) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 15. október 1961
Sunnudagur 15. október 1961 — ÞJÖÐVILJINN
(1