Þjóðviljinn - 17.10.1961, Síða 5
p>
S ' SS A
t 'V*
De Gaulle reynir aS spEPe
fyrir samntngum um Berlín
WASHINGTON 15/10 — Fundi
háttsettra embættismanna frá
vcsturveldunum fjórum sem
halda átti í I.ondon í þessari viku
liefur orðið að fresta vegna and-
stöðu frönsku stjórnarinnar. Á
fundinum átti að ræða Berlínar-
málið.
Frá þessu var skýrt opinber-
lega í Washington á sunnudag. Á
laugardag hafði bandaríska utan-
ríkisráðuneytið láta hafa það eft-
ir sér að samkomulag hefði náðst
milli stjórnar vesturveldanna að
fundurinn yrði haldinn í London
nú í vikunni og væri aðeins eft-
ir að ganga frá smáatriðum, eins
og t. d. hvenær fundurinn skyldi
hefjast.
En síðdegis á sunnudag skýrðu
embættismenn Bandaríkiastjórn-
ar frá því að hætta hefði orðið
við fundinn vegna andstöðu
frönsku stjórnarinnar.
De Gaulle forseti hefur í seinni
tíð hvað eftir annað lagzt gegn
því. að vestuiveldin taki upp
samningaviðræður við Sovétrík-
in um Berlínarmálið og friðar-
samninga við Þýzkaland.
WASHINGTON 15/10 — Helzta
niðurstaða lofitvarnaaefingar sem
lialdin var í Bandaríkjunum um
helgina er sii að bandaríski flug-
herinn geti ekki varizt árásum
sem gerðar væru með sprengju-
þotum, búr.um eldflaugavopnum.
Þrír drepnir, 8
særðir í Orpn
ALGEIRSBOHG 15/10 — A. m. k.
þrír menn biðu bana en átta
særðust í átökum milli evfópskra
landnema og Serkja í Oran í Al-
sír um helgina. Öeirðir urðu
einnig í Algeirsborg og línubraut
stöðvaði-st vegna þess að raftaug-
in slitnaði í sprengingu.
Á sunnudagskvöld var -sett út-
göngubann í Oran frá kl. 20 í
stað 23 sem verið hefur.
Á sunnudagsmorgun ruddust
þrír Serkir inn í veitingahús í
Algeirsborg og skutu úr skamm-
byssum á gestina, særðust þrír'
Árásarmönnunum var veitt eftir-
för og voru tveir þeirra drepnir,
sá þriðji handsamaður.
Æfingin var sú mesta sem
haldin hefur verið vestra og var
æfingasvæðið allt meginland
Norður-Ameríku. Farþegaflug á
áætlunarleiðum lá að mestu
niðri meðan á æfingunni stóð.
Sprengjuþoturnar
komust le:ðar sinrar
Geysilegur fjöldi af sprengju-
þotum var látinn fljúga að til-
teknum skotmörkum. en orustju-
þotur áttu að stöðva ferðir
þeirra. Það tókst þó ekki og
komust sprengjuþoturnar nærri
því alveg jrfir mörkin og hefðu
þær verið búnar eldflaugavopn-
um myndu þau hafa hæft ná-
kvæmlega í mark.
Þurfa miklu öflugri þotur
For.ngjar flughersins segja að
Bandaríkjamenn muni þurfa á
að halda miklu hraðfleygari og
langfleygari orustuþotum en þeir
eiga nú, ef þeir eiga að geta gert
sér vonir um að stöðva hinar
nýju so.vézku sprengjuþotur sem
búnar eru eldflaugum og taldar
eru mun hættulegri vopn en full-
komnustu flugvélar Bandaríkj-
anna.
® ^
LEOPOLDVILLE 15/10 — Stjórn ]
Kóngó hefur lýst andstöðu sinni
við vopnahlé það sem gæzlulið
SÞ hefur samið við Tshombe í
Katanga.
Adúla forsætisráðherra sagði
við fulltrúa SÞ í Leopoldvillu
Svíann Sture Linner, á sunnudag
að vopnahléssamningurinn styrkti
aðstöðu Tshombes í Katangá.
Adúla lét í ljós sár vonbrigði
og áhyggjur út af samningnum
og sagði að Kongóstjórn áskildi
.sér rétt til að binda endi á að-
skilnað Katanga frá öðrum hlut-
um Kongós með öllum tiltækum
ráðum.
Linner og aðstoðarmaður hans
sem ræddu í tvær klukkustundir
við Adúla vildu ekkert segja um
viðræðurnar.
Talsmaður SÞ’ í Leopoldville
■sagði að enda þótt ekki væri á
það minnzt í vopnahléssamningn-
um myndi ekki haggað við þeirri
ákvörðun SÞ að senda heim alla
erlenda málaliða í her Katanga-
fylkis.
bi j ■ r r | ■ l •* Fyrir skömmu var frá því sagt hér á síðunni að
S H013KV1 ð SSll^ll I0SO verið væri að draga geysistóra flotakví frá Eystrá-
salti til Svartahafs. Hér sést hin mikla flotakví á leiðinni, en hún er 250 metra á lengd og 60 meira
breið, smíðuð í Leníngrad, en ætiuð í nýja skipasmíðastöð við Svartahaf.
Stúlka úr eirmi „friðarsveit"
USA olli uppnámi í
igenu
GAGOS 15/10 — Á mótmælafundi sem nígerískir stúden-
ar héldu hér í dag var samþykkt ályktun þar sem kraf-
izt var að sú af hinum svonefndu ,,friðarsveitum“ Kenne-
dys Bandaríkjaforscta sem til Nígeríu var send verði
þegar rekin úr landinu, og segi Nígería upp öllum samn-
ingum við Bandaríkin um aðstoð bandarískra sjálfboða-
liða.
Tilefni þessarar samþykktar er
bréfspjald sem stúlka úr „friðar-
sveitinni" hafði skrifað heim til
Bandaríkjanna. Stúlkan, Margery
Michelmore, hafði týnt bréf-
spjaldinu á leið til pósthússins og
komst það í hendur nígerískra
stúdenta og voru skrif stúlkunnar
birt í blöðunum í Nígeríu á
sunnudag undir stórum fyrirsögn-
um. Hinir ungu Bandaríkjamenn
eru á stuttum námskeiðum við
háskólann í Ibadan áður en þeir
halda út á landsbyggðina.
Móðgandi ummæli
Stúlkan hafði skrifað heim til
sín að enginn þátttakendanna í
„friðarsveitinni" hefði haft hug-
mynd um hvað þeirra beið í Níg-
eríu. Lifnaðarhættir fólksins
væru frumstæðir, bæði í borg og
sveit. Allir nema við búa á göt-
unum, segir hún, verzla á götun-
um og ganga erinda sinna á göt-
unum. Tilskrifinu lýkur á þess-
um orðum: Ég vona, að þeir
byrji ekki á sömu Lúmúmbalát-
unum og í fyrra.
Önnur Afríkuríki
vöruð við
í samþykkt stúdentanna er
skoráð á Nígeríustjórn að vara
stjórnir annarra Afríkuríkja við
hættunni af því að hleypa
bandarískum „friðarsveitum“ inn
Ráðstefna Areba
nm olínmál
ALEXANDRÍU 16/10 — Þriðja
ráðstefna Arabaríkjanna um
olíumál hefst hér í dag og mun
standa út vikuna. Mættir eru full-
trúar frá öllum arabísku olíu-
ríkjunum og munu þe.r ræða
sameiginleg hagsmunamál, fyrst
og fremst um aukinn hluta af
gróða olíufélaganna svo og auk-
in afskipti af stjórn þeirra.
í lönd sín. „Friðarliðarnir" eru
kallaðir njósnarar og agentar
heimsvaldasinna.
Það hefur ekki tekizt að hafa
upp á ungfrú Michelmore síðan
á laugardag, en talsmaður banda-
ríska sendiráðsing í Lagos sagði
að hún hefði beðizt afsökunar
á skrifum sínum og látið í Ijós
ósk um að fá að halda áfram
starfi í „friðarsveitinni11.
New York 16/10 — Fulltrúi
Kanada í stjórnmálanefnd aHs-
herjarþings Sameinuðu þjóð-
anna lagði í dag fram tiliögu,
iþar sem ályktað er að allir
heimsbúar séu uggandi vegna
hinnar auknu geislunnar er
stafar af atómsprengingum. Það
eru 22 ríki sem standa að til-
lögunni.
Umferíarslys
Framhald af 3. síðu.
undan bílnum og varð undir
honum. er hann valt á hvolf of-
an í skurðinn. Vildi það henni
til lífs, að mikil for var í skurð-
inum og því mjúkt undir. Fólk
bar einnig fljótt að og hjálpaði
það t.'l þess að lyfta bílnum
það upp, að hægt var að draga
stúlkuna undan honum áður en
vatn stíflaðist upp í skurðinum.
í bifreiðinni voru alls 7 manns,
3 karlar og 4 konur. Bifreiðar-
stjórinn og annar maður til
meiddust nokkuð á fótum, en
stúlkurnar sluppu að mestu ó-
meiddar en fengu taugaáfall.
Stúlkan, er varð undir b.freið-
inni varð þó eftir á slysavarð-
stofunni og var talið, að hún
hefði brákazt á fæti.
Þýzkam berstöðvBm mótmæ
Æfingar vesturþýzkra hersveita í Wales
" á Bretlandi liafa mælzt illa fyrir þar í
landi og hal'a verið haldnir margir fundir til að mótmæla þessari fyrstu innrás þýzkra hermanna
í Bretland. Einnig var farin mótmælaganga og er myndin tekin á fundi sem haldinn var áður
en hún hófst.
Þriðjudagur 17. október 1961 — ÞJÖÐVILJINN —