Þjóðviljinn - 03.12.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1961, Síða 6
þlÓOVIUINN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstlórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19- 8ími 17-500 (5 línur). Áskriftarvprð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. íf Þetta má elíki gerast pyrir einum áratug eða svo hefðu það þótt hin frá- leitustu tíðindi að bandaríska hernum yrði leyft að starfrækja siónvarp handa íslendingum; Morgun- blaðið og Alþýðublaðið hefðu risið af alefli gegn slíkri tillögu e'kki síður en Þjóðviljinn og Tíminn. Á þeim árum skrifuðu hernámsblöðin enn um nauðsyn þess iað Islendingar forðuðust óþarft samneyti við hið er- lenda lið og vöruðu við hættu á lausung og ómenningu sem ævinlega fylgir erlendum herstöðvum. Raunar eru ekki nema 8-r-7 ár liðin síðan Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu sameiginlegar ráðstafarí- ir til þess að koma í veg fyrir samneyti íslendinga og hernámsliðsins, settu reglur til að sporna við innrás dátannia í höfuðborgina og komu upp rammbyggilegri girðingu kringum Keflavíkurflugvöll. • gn sú sjálfsvirðing sem þrátt fyrir allt birtist í þess- um viðbrögðum er nú þrotin hjá ráðamönnum stjornarflokkanna. Nú skal ekki framar var-að við spill- ingu og afsiðun, heldur skal 'hroðanum greiddur far- vegur til sem allra flestra. Allar reglur hafa verið þvjerbrotnar seinustu árin; varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins gerir það að sérstöku verk- efni sínu að hleypa íslenzkum stúlkubörnum í svall- veizlur dátanna á Keflavíkurflugvelli; og nú skal ekki lerígur látið þar við sitja að þeir njóti áhrifa hernáms- ins sem bera sig sérstaklega eftir björginni, heldur skal hernámsliðinu nú helzt boðið inn hvert einasta íslenzkt heimili með heimild til að komá upp öflugu sjónvarpi. Þannig skal hernámsliðinu leyft að beita sterkasta áróð- urstæki nútímans til þess að hafa áhrif á íslendinga, menningu þeirra, skoðanir og tungu. Og þetta er meira að segia gert að hugsjónamáli í þágu varna, frelsis og lýðræðis í stjórnarblöðunum, en þeir sem telja að ís- lendingar megi aldrei afhenda neinu erlendu ríki yfir- ráð yfir menningar- eða ómenningarstarfsemi á íslandi eru umsvifalaust gerðir að fláráðum kommúnistium. • jþessi umskipti sýna glöggt hvernig ráðamennirnir eru að verða samdauna ihernáminu; hin illa nauð- syh breytist fyrst í nauðsyn og síðan í góða nauðsyn; heilbrigðar íslenzkar skoðanir koðna smátt og smátt niður og lognast út af; sjálfsvirðing-fullveðja manna breytist í algert skeytingarleysi eða undirlægjuhátt. Haldi enn áfram sú hugarfarsbreyting sem einkennt hefur síðasta áratug verður þésá ekki langí að bíða að hér vaxi upp kynslóð sem þiggur andlega næringu sína úr dátagamni og heldur að það sé íslenzk menn- ing. i • 1 h'j ' _ j . :i‘! •„ ' ’ y i 1 E"da þótt ráðamennirnir séu áð kalla slik örlög yfir þjóðina af skammsýni eða enn verri hyötum, skil- ur allur þorri þjóðarinnar enn hver hætta er á ferð- um. Menntmenn úr öllum stjórnmálaflokkum eru agn- dofa yfir framferði valdhafanna: foreldrar sém ætlað höfðu börnum sínum rismeiri híut horfa með skelf- | ingiu fram á að andlegur þroski þeirra verði steyptur í móti sjónvarpsins frá Suðurnesjum. En þá er ekki seinna vænna að rísa til varriar; þarna verður að setja mörkirí, hvort sem menn eru með hernámi eða móti, með hlutleysi eða hernaðarbandalagi; nú verða íslend- ingar að hafa dug til þess að Stíga út fyrir flokkatak- mörkin og tryggja þaú menningarvérðmæti Sem gera okkur að þjóð. — m. Einar Petersen, Kleif. Fyrr á öldum þegar allsráð- andi erlendir kaupmenn og innlendar búðarlokur þeirra höfðu mergsogið almenning svo að hann átti ekki fyrir mannslangri spýtu og gömlu skálarnir höfðu þá breytzt í lágar hriplekar baðstofukytrur, kaldar kytrur, því skógum landsins hafði víða verið full- brennt, þá sáu kotamennirnir í draumum sínum opnast ið- græna dali að baki byggðar- innar. I þessum draumadölum voru stórar lagðsíðar sauða- hjarðir á beit, þar bjó fólk í sterkviðuðum reisulegum bæj- um, fólk sem var afrennt að afli og fremra öðrum um at- gervi alla. Þessir draumar auðguðu ís- lenzkar bókmenntir að væn- um skerf þjóðsagna — sem margt fólk les með ánægju enn í dag. Nú mun enginn íslendingur trúa lengur á mannabyggðir í iðgrænum dölum, földum að baki byggðarinnar. Samt geta enn ótrúlegustu hlutir gerzt. Einn góðan dag horfir þú yfir djúpan dal með grænum tún- um, vallgrónum v.eggjum, er vitna í þögn sinni um líf og starf sem eitt sinn var, böm að leik, búsmala á stöðli, bændafólk í önnum. Þú horfir yfir grænar rústir gleymdrar byggðar og þögn dalsins veitir þér ekkert svar um þá sögu er hér gerðist. Þögn. Nei, hér er engin dauðaþögn. „Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mín- ir sungu ... 11 kvað forðum maður sem fæddist eigi all- fjarri handan f.iallanna; foss- arnir eru ekki flúnir — þótt nú syngi þeir ekki lengur æsku vögguljóð á vori. Degi var tekið að halla. Það var sumardagur, mildur sum- ardagur þegar - ýrði úr lofti, svo fyrrastríðsskáldín hefðu kannski freistazt til að segja að mininninn væri að gráta, en : skáldið, förunautur minn og leiðsögumaður í þessari píla- grímsgöngu fór ekki mildum. orðum um regnið, Við héldum út moldmjúka Galmarströnd- ina. — Veiztu ekki hvar hún er? Ef ekki þá kannastu kannski við Hjalteyri? Að baki bæjanna þar er hátt fjall, heill klasi af fjöllum. Xnni milli þeirra fjalla liggur Þorvalds- dalur. Þangað er förinni 'heitið. En fyrst stefnum við út til hafs, yfir Hillurnar, framhjá Kálfsskinni þar sem konungur- inn dó, snarbeygjum hjá Ár- skógi svo við stefnum nær til sömu áttar og við komum úr, framhjá síðasta bænum og til fjalla upp með ánni — Þor- valdsá. Það hefur sennilega hrunið úr fjallinu neðst í daln- um og. hálflokað honum. Neðst í hólaþyrpingunni er bærinn Kleif. Maður sem ég eitt sinn kynntist hefur nú tekið sér bólfestu þar. Á girtri slétt- unni neðan bæjarins er mikið og hátt gras, ofurgnægð af grasi. Og þarna niðri undir ánni sjáum við hann fást við gras og sláttuvél. Eigi veit ég hverjum augum útvegsbænd- urnir niðri á ströndinni líta á búskap þessa fornvinar míns; hann hirðir lítt um að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Harla langt er liðið frá því ég sá hann síðast; hár hans hefur tekið að grána á und- anfömum árum en hann er sterklegur enn sem fyrr, hreyf- ingamar eru kannski ekki al- veg lausar við þreytu — en þar fer maður sem ekki læt- ur kúgast. Hann minnir á manninn í Markens gröde Hamsuns. Hingað kom hann vormorgun einn með poka á baki og skóflu og byrjaði að róta. Hér er enginn skógur í bjálkakofa og því lét hann sér nægja gamla baðstofu er enn lafði uppi, eftir áratuga fjar- vem manna. Þar inni hefur hann staflað til rjáfurs bókum á mörgum þjóðtungum. Á löng- um vetrarkvöldum nýtur hann þar góðra förunauta. — Hversvegna : fórstu að búa hér í eyðidal, Eiriar? Er þetta ekki kot — og ér nokkur leið að búa hér? Józki Islendingurinn i / Þorvaldsdal — Jú, Kleif er kotjörð, en það er hægt að lifa hér — það er hægt að leika sér að því að framleiða hér 300 þús. lítra af mjólk — ef maður hefur efni á því. — Finnst þér ekki erfitt að búa á íslandi? — fsland er með allra beztu löndum í heimi til grasræktar. Hér þarf góða og sterka sláttu- vél og tætara og traust á ís- lenzku grösin, þau þola mis- jafnt árferði og gefa jafnmik- ið og crlend. Það er ekki árferðið sem er erfiðast hér heldur vantrúin á landið. — Vorar’ ekki seint hér uppi í dalnum svona norðarlega? — Síðastliðið vor var mjög gott hér. Síðasti skaflinn var runnin við bæinn síðasta mánudag í maí, en 1959 fór síðasti skaflinn af túninu 29. ágúst. Gróður kom samt nokk- uð seint og ég hafði kýrnar á túninu fram á mánaðarmót júní-júlí. — Þú ert Jóti að uppruna? — Já, ég er Jóti að upp- runa. Flestir Danir sem búa í sveit á íslandi eiga ættir að rekia til Viborg Amt á Jót- landí. — Hvenær komst þú til Isl- lands? — Ég kom til íslands árið 1931 og fór þá að Mosfelli. — Hvernig stóð á því að þér datt í hug að fara til Islands, — vissirðu nokkuð um landið? — Já, ég hafði verið fneð Is- lendingum á Askov, Villa frá Skáholti, Jóni Björnssyni rit- höfundi og Kristjáni í Últíma. — Og hefurðu verið' hér síð- an? — Nei, ég-fór aftur til Dan- merkur eftir eitt og hálft ár — og þá á Askov. Þá var kreppan í Danmörku tíg allar leiðir lokaöar. Ég kom því aft- ur til, íslands 'eftir nokkur ár. — Hvenær? — Það vár lO; máí Í939. — Þú hefur sloppið mátuíega • fyrír stríðið. — Já, stríðið vár þá i f und- irbúningi.Fjóni heyrði mað- JB) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.